Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1911, Page 12

Sameiningin - 01.03.1911, Page 12
6 látlaust stríð, svo gagn-ólíkar eru skoðanir þeirra. En bardaginn er eitthvað drengilegri nú en áðr var. Per- sónnleg óvild dvínar, og persónrdegar árásir hætta og mönnum skilst það, að enda þótt menn ekki geti verið trúbrœðr, þá geti menn samt verið gentlemen. Báðum flokkum er að lærast að virða einlæga sannfœring hins, og báðir eiga það nú sammerkt, að fyrirlíta hálfleik- ann, sein skjögrar fram og aftr milli herbúðanna, orþo- dox’ í annan fótinn og Únítar í hinn. Sárast játar „Sameiningin'‘ stríð það, er hún ein- att hefir orðið að eiga í við þá, sem voru með, en sner- ust á móti. Síðasti bardaginn var sárastr. En nú birtir einnig uppyfir ófriðar-svæðinu því. Einnig þar eru menn að átta sig. Flestir eru nú farnir að sjá, hvar fiskr lá undir steini. Friðvænlegar horfir á sundr- uðu svæðunum nú, og „Sam.“ vill vona, að þau sár, sem enn eru ógrœdd, grói bráðlega, og þeir allir, sem sameiginlegan trúargrundvöll eiga, fái að standa saman í þéttri brœðra-fylking. Það hafa verið stríðstímar. Þá er menn standa uppi í stríði, má ávallt biiast við, að hart sé höggið — stundum harðara en skyldi. Það kenna oss allar stríðs- sögur. Óefað er „Sam.“ öðrum meðsek þar. Þær yfirsjónir eru þá fyrir allra augum. Launvíg hefir hún aldrei vegið. Þótt hér hafi helzt verið rifjuð upp stríðssaga „Sam.“, er henni samt ljúfara að minnast þess, að miklu meira hefir hún haft af friði að segja en ófriði. Hún vonast til, að sanngjarn dómari, sem augum rennir yfir tuttugu og fimm árganga hennar, kannist við, að þar er meira friðarmál en ófriðar og deilugreinarnar óhjákvæmilegu að tölunni hverfandi hjá hinum. Hún hefir leitazt við að flytja sem bezt boðskap friðarhöfð- ingjans, benda mönnunum með byrðar synda og sorga til hans, sem öllum býðr: „Komið til mín.“ Kærleiks- málið um kross Krists hefir hún viljað tala við lesendr sína og hugga þá við orð hans á langaföstum lífsins. „Þakklát er „Sam.“ að sjálfsögðu á þessu afmæli

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.