Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1911, Page 17

Sameiningin - 01.03.1911, Page 17
II Eg verð nú aS játa, aÖ þetta var mér vandræða- spurning. Eg hafði ekki lrugmynd um, hvað ]iar var við átt. Að svara einkverju af liandahófi gat eg auð- vitað, en mér var allsendis óljóst, að hverju eiginlega var spurt. 1 öllu því, sem liugsað hafði verið, talað, prédikað og í bœnum tekið fram undangengnar vikur, var aldrei minnzt á það mál, að minnsta kosti ekki í þessarri mynd. Þá er eg stóð upp á bœnafundi, var það til þess að svara einhverjum spurningum, sem ekki snertu neitt heinlínis trúna á guðdóm Krists. Bœtt get eg því við, að um nokkur ár hafði eg farið í evan- geliskar kirkjur án þess að heyra það efni gjört að umtalsefni í prédiknnum, að minnsta kosti eftir því, sem mig rak minni til. Á þetta minnist eg ekki fyrir þá sök, að það í sjálfu sér sé neitt merkilegt, heldr til þess að betr skiljist það, er síÖar kann að verða sagt, en einnig til þess, að hver sá, er þetta liefir að áhugamáli, fái skyggnzt inní lífsreynslu sína í trixarefnum og gætt að, live stórt rúm spurning þessi skipar í huga hans, og hvernig önnur efni eru við hana tengd; þá gæti hann um leið kveðið á um það, hve miklu máli trúaratriði þetta skiftir fyrir hann og hvernig hugsan hans er um það. Of langt mál yrði það og ekki til neins gagns, ef eg ætti að gjöra fyrir því grein, hví mér var svo óljóst það, sem fólst í spurningunni, hvernig á því stóð, að guðdómr Krists var ekki á þeim tíma, er eg snerist, það, sem fremr réð hugsunum mínum en allt annað, og þeir, sem með mér voru, liöfðu ekki iðulega það efni sér til íhugunar og umtals. Flestir geta líklega skilið þetta án nákvæmrar útskýringar; þó skal hrátt að nokkru fyrir því ástœða fœrð. Meðal annars var um það leyti leit- azt við að koma undir áhrif evangeliskrar trúar eldd sérstaklega þeim mönnum, sem ekki trúðu á guðdóm Krists, heldr þeim, sem létu sig' Krist alls engu skifta og vildu ekkert við liann eiga, ýmist af kæruleysi eða af því að hugr þeirra var fullr af einhverju öðru, ell- egar af því að þeir voru fyrir löngu komnir á þann vana að breyta rangt. An efa var þó um þetta efni við þá talað, sem þess þurftu. Að því er sjálfan mig

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.