Sameiningin - 01.03.1911, Side 20
T4
vér ávallt breyttum einsog vér myndurn gjöra, væri oss
það Ijóst, að Jesús er með oss, eða myndi með oss vera,
ef vér óskuðum þess; livort myndi þá ekki líf vort
verða svo, að þar væri áþreifanlega kannazt við guð-
dóm Jesii? Til aftrbvarfs myndi liann þá kalla oss;
fyrirgefning syndanna myndi bann veita oss, og hann
myndi lofa oss því, að vér skyldum fá að vera með
honurn í paradís. Það allt gæti hann gjört eða myndi
hann gjöra, ef vér þráðum það. ITver annar en guð
getr gjört það? — getum vér spurt með Faríseum. Sé
Jesús, Galíleu-maðrinn, með oss nú einsog hann forð-
um var í Galíleu, þá fáum vér naumast hugsað oss
Immanúel í fullkomnara skilningi eða guð í lífi voru.
Enginn efi er þó á því, að trúin á guðdóm Krists getr
haft miklu dýpri og víðtœkari merking en þetta, enda
liefir hún það í reyndinni lijá fjölda fólks. Hinsvegar
sldlst mér, að fremr sé það hlutverk guðfrœðinga en
kristinna starfsmanna yfirleitt, að gjöra fyrir því
grein, hvað felst í þeirri dýpri og víðtœkari merking.
Að rökrœða slíkt mál er hinn mesti vandi, og ríðr þá
á, að heppilega sé að orði komizt, nákvæmlega skil-
greint og hárréttum röksemdum beitt. Eigi eg að
leggja fram persónulegan vitnisburð minn um þetta
efni, þá skal það sagt, að eg lield mér við afleiðingarn-
ar einsog eg liefi leitazt við að gjöra grein fyrir þeim.
Án þess kemst eg ekkert áfram, og er eg lít á kristilegt
trúarstarf livar sem vera skal, þá virðist mér undir-
staðan sé þar. Kristr er með oss þar sem vér erum
nú, einsog liann gaf fyrirheit um að hann myndi vera.
Halt þessu föstu og lát það vera ráðandi í hugsan þinni.
Ilvort myndi með því aðeins átt við það, að Jesús lifi
ávallt á andlegan hátt einsog þeir eða þeir menn —
Konfúcíus, Sókrates, Shakespeare, góðkunningjar vor-
ir, ástvinir, kennarar? Eg held ekki; mér lízt það
fjarri sanni. Sá, sem í raun og veru trúir þessu einu um
Krist, hvað sem öllu öðru líðr, gefr lionum, eftir því,
sem mér skilst, einstaklegt rúm og dásamlegt í lífi
sínu. Að gjöra skiljanlegt það, sem í því rúmi felst,
er stórum vanda bundið, og útlieimtist til þess miklu