Sameiningin - 01.03.1911, Page 21
15
meiri lmgsunar-nákvæmni en svo, að það sé allra með-
fœri. Trú verðum vér að hafa, og þurfum að fœra
ástœðu fyrir lienni. En annað er að fá samstœða
lieilcl útúr óskapnaði margvíslegra hugmynda vorra,
ætlana og utanað kominna skoðana, hitt er það að láta
lifandi trú birtast í breytninni. Fyrir flestum mönn-
um er trúin það, sem verulegt má kalla.
Feti framar getum vér stigið og spurt, hvort þessi
mikli, andlegi persónuleiki, sem er svo ólíkr öllum öðr-
um ódauðleik annarra manna, sé í nokkru frábrugðinn
þeim andlega persónuleik, sem vér nefnum guð. Á
þennan hátt geta auðvitað allir fœrt hugsanina út.
Eeyni menn svo að sjá, hverju munar. Vafalaust
liugsum vér oss guð svo, að hann sé skaparinn og sá,
er heiininum stjórnar með almætti sínu, og með
mörgum þeim einkunnum öðrum, sem ekki virðast að
neinu leyti skyldar hugmynd vorri um Krist. Látum
svo vera. Eg býst við, að þetta sé það, sem guðfrœð-
ingar hafa í huga, er þeir gjöra mun á guði föður og
guðs syni. En ef átt er við guð sem andlegt afl, vís-
dómsfulla veru, sem er kærleikrinn og öllum vill hjálpa,
þá er ervitt að sjá nokkurn greinarmun. Að minnsta
kosti er það svo í huga mínum. Það er mér styrkr og
sæla að liugsa um Jesúin sem Immanúel eða guð með
oss. Ekki er þetta nein sönnun, en svona stendr nú á.
Mér þykir vænt um alla þessa margvíslegu þjónustu,
verk það allt, er við liann kannast sem Immanúel, á-
kallar hann og' reiðir sig á hann. Þessu stingr í stúf
við þann kristindóm, sem eg áðr hafði. Mér virðist
þetta þyngra á metum en allt annað.
Gizur Isleifsson.
Eftir Valdemar biskup Briem.
1. Hann Ilaraldr konungr Sigurðsson
hann sína við hirðmenn kvað:
„Frá fslandi góðs eg ætíð á von,
eg oft hefi sannreynt það.