Sameiningin - 01.03.1911, Page 35
i7
Hann landsins biskup lengi var
og leiðtogi þjóðarinnar.
D. G. Monrad.
Ditlev Gothard Monrad, biskup í Danmörk, er Vestr-lslending-
um, og ef til vill íslendingum í heild sinni, helzt kunnr og kær af
bókinni Úr hcimi bœnarinnar, sem kom út hér í Winnipeg í íslenzkri
þýðing eftir ritst. blaös þessa árið 1888. Frábærlega vænt þykir
mörgum um þá bók, enda mun hún réttilega talin ágætasta ritverk
hans. I þessu júbíl-númeri „Sameiningarinnar" birtist nú loks
mynd af þeim ágætismanni, og verða væntanlega allir lesendr
blaSsins því fegnir.
Monrad biskup andaSist árinu áSr en hin dýrmæta bók hans
kom út í íslenzku þýðingunni. En er þýSing sú var nýlega út
komin, sendi dóttir höfundarins, sem þá átti meS manni sínum fN.
Fredriksen prófessorý heima í Bandaríkjum hér vestra, þýSanda
mynd af föSur sínum meS mjög vinsamlegu bréfi. ÞaS er sú
mynd, sem nú er lögS fram fyrir lesendr vora í þessu blaöi.
Stutt ágrip af æfisögu Monrads stendr í „Sam.“, 2. ári, Maí-
blaSinu frá 1887. Tveim mánuSum áSr hafSi hann látizt — 28.
Marz '87, en fœddr var hann 1811—24. Nóv.
Prestvígör 1846. Dengi mjög mikiS viö stjórnmál Danmerkr
riSinn. AnnaS veifiS frá 1848 í ráðaneyti konungs, enda aöal-
höfundr grundvallariaganna dönsku, en öSru hvoru talinn óvinr
stjórnarinnar og föðurlands síns. Úr biskupstööu yfir Lálandi og
Falstri, sem hann komst í 1849, var honum vikiö áriS 1854. HafSi
forustu stjórnarinnar á hendi þá er ófriSrinn viS Þýzkaland brauzt
út 1863, og var honum kennt um ófarir Danmerkr þá. Dvaldi um
hríö þar á eftir í Nýja Sjálandi í Ástralíu. Kom svo aftr heim
1869 og gjörðist aftr prestr. Frá 1871 aS nýju biskup á sama staS
og fyrr, og var í þeirri stöðu til dauðadags.
Um lát þeirra SKREFSRUDS, hins víSfræga norska kristniboSa í
Santalistan á Indlandi, og dr. KORENS, forseta Norsku synódunnar
hér í Vestrheimi, var getiS í Janúar-blaSi „Sam.“, og um leiS
nokkur helztu atriði úr æfisögum beirra. Nú flytr blaS vort myndir
af þeim báðum, en einnig af dr. STUB, vini vorurn, sem sókti oss
heim á júbíl-þinginu síðastliSiS sumar og minntist þá svo vel viS
kirkjufélagiS islenzka. Þessi mynd af honum sýnir hann einsog
hann er nú; hin í Desember-blaSinu sýnir hann einsog hann var
fyrir mörgum árum. Dr. Stub hefir nú aS fullu og öllu tekiS viS
formennsku í kirkjufélagi því hinu volduga, sem hann svo lengi og
vel hefir þjónaS. Sama heiörs nýtr hann heima í Norvegi einsog
meðal landa sinna og annarra lúterskra manna hér í álfunni.