Sameiningin - 01.03.1911, Síða 39
21
skýringa á sd.sk.-iexíum sínum. Fjölda bóka hefir hann ritaS og
skulu þessar nefndar: „Charms of Conversation", „Hypnotism’V
„The Voice in Speech and Song“, „Catechetical Outlines, „Heart
Broken“, „The Negative Criticism of the Old Testament“, „Bible
History“, „Manual of Bible Geography“, „The Confessional Princi-
ple of the Lutheran Church“, „In Mother’s Arms“. Auk þess hefir
hann samiS mörg sögurit um lútersku kirkjuna og þýzku nýlend-
urnar í Pennsylvania.
Engan mann hefi eg hlýtt á, er mér finnst snjallari rœSumaðr
en dr. Schmauk, og hefi eg þó setiö undir rœöum Ingersolls, Bry-
ans og Stoddards. Hann er risi að vexti, röddin þrumusterk, en
þó þýö. Skáldlegt andríki og fyndni er þar samfara sterkri hugs-
un og mestu orögnótt.
Ýmislegt er einkennilegt við dr. Schmauk, me'öal annars það,
atS hann er ófáanlegr til aö gefa nokkru blaði mynd af sér til prent-
unar. Segist hann hafa fylgt þeirri reglu í 25 ár. Því er þaö, aö
„Sam.“ getr ekki flutt mynd af honum nú einsog hún heföi viljað.
Á júbílþing kirkjufélags vors ætlaöi dr. Schmauk sér aö koma,
en sökum langvarandi sjúkdóms á síðasta sumri varð hann að hætta
því áformi, og koin því dr. Jacobs í hans stað. En 25 doll. sendi
hann oss ótilkvaddr í júbíl-sjóðinn og símaði kveðju sína til þings-
ins. B. B. J.
Eitt af fjölmörgum guöfræða-ritum dr. Weidner’s, sem frá
upphafi hefir veitt forstöðu prestaskólanum lúterska í Chicago (nú
í MayvilleJ, er bók sú, er nefnist Theological Encyclopedia, og ef til
vill mætti á íslenzku kalla „Kennimannleg alfrœði“.
Höfundrinn sjálfr notar þetta verk sitt við kennsluna í presta-
skólanum, en jafnframt er það ætlað þeim, sem innan skemmra eða
lengra tíma eru komnir í prestlega stöðu. Bókin kom fyrst út í
þrem bindum á árunum 1889—1898. Seinna hefir dr. Weidner
endrritað hana alla og látið útgefa JWartburg Publishing House,
ChicagoJ í tveim bindum; hið fyrra þeirra kom 1898 og hljóðar um
undirstöðu guðfrœðinnar ('inngangsfrœði og biblíuskýringa-frœðij;
hið síðara kom út árið, sem leið, og skiftist í þrennt. Fyrst er þar
söguleg guðfrœði: saga ísraels, efnið í biblíunni, saga kristinnar
kirkju, saga trúarlærdómanna, kirkjufeðrafrœði, kirkjuleg forn-
frœði og yfirlit yfir nútíðarkristnina. Þar næst það, er nefnist
‘systematisk’ guðfrœði: trúvörn, trúfrœði og siðfrœði. Og loks:
verkleg guðfrœði; þar til heyrir auk annars allt um heiðingjatrúboð,
heimatrúboð og kristilegt líknarstarf.
Verk þetta hefir inni að halda feykilega mikinn fróðleik, og er
fyrir þá sök sannkölluð gullnáma, að því leyti einkum auðugi, að þar
er bent á margvíslegt úrval ágætustu rita í öllum guðfrœða-greinum
frá öllum tíðum. Hve víðtœkr sá fróðleikr er, sem lesendum er
boðinn í bókinni, og hve langt hann nær út fyrir hið eiginlega svæði