Sameiningin - 01.03.1911, Síða 42
24
ar Árnadóttur, sem enn eru á lífi í þeirri byggS, háöldruð. Kom
meö þeim frá Islandi til Nýja Islands á öndverðri landnámstíö fóiks
vors hér vestra. Hinn látni var jarðsunginn frá heimili sinu af
séra N. S. Þorlákssyni.
15. Jan. 1911 andaöist að heimili hr. Þorsteins Stone í Hincoln
County konan Elízabet Jónsdóttir frá Strandhöfn í Vopnafiröi, 82
ára gömul. — 7. Jan. 1911 lézt í Minneota Guðný Magnússon, 85 ára
aö aldri, ættuð af Rangárvöllum, ekkja Jóhannesar heitins Magn-
ússonar, eins íslenzka frumbúans í Lincoln County. — 19. Febr.
1911 andaðist í AustrbyggS Una Guðmundsson, ekkja Alberts Guö-
mundssonar, 49 ára gömul; lætr eftir sig fimm börn. B. B. J.
Frá Argyle-söfnuðum.
Ársfundir safnaöanna hafa nýlega veriö haldnir. Á þeim
voru, einsog venja er, lagðar fram skýrslur um hag og starf safn-
aðanna. Nokkuð hefir fólki fækkað, vegna burtflutnings. Guðs-
þjónustur voru í prestakallinu á síðastliðnu kirkjuári 122; auk þess
í Baldri bœnar-samkomur á miðvikudagskvöldum á föstunni. Sunnu-
dagsskólar fjórir, með samtals 265 innrituðum nemendum. Ráð-
gjört var að reyna að hafa trúmáls-fundi tvisvar á þessu ári hjá
öllum söfnuðunum.
Þessir voru kosnir embættismenn: í Fríkirkjusöfn.: fulltrúar:
C. B. Jónsson JfosetiJ, A. Oliver (skriíariJ, J. A. Walterson (féh.),
Þorsteinn Jónsson og Magnús J. Nordal. Djáknar: Hólmkell Jó-
sefsson og Mrs. Guðný Friðfinnsson.
I Frelsissöfn.: fulltrúar: Olgeir Frederickson JforsetiJ, Jón Á.
Sveinsson ('skrifarij, Hjörtr Sigurðsson JféhirðirJ, John Christ-
opherson og Helgi J. Helgason. Djáknar: Sigurðr Antóniusson og
Mrs. Guðrún Sigmar.
I Immanúelssöfn.,: fulltrúar: Chr. Johnson (forsetij, O. And-
erson ('skrifarij, C. Benediktsson ('féhirðirj, H. J. Eggertsson og
Antóníus ísberg. Djáknar: Hjörtr Daníelsson og Mrs. Bentína
Hallgrímsson.
7. Febrúar síðastl. andaðist hér Vigdís Nordal, kona Rafns
Nordals, 56 ára gömul, og var jarðsett hinn 10. Hún var vel gefin
kona og góð húsmóðir; síðustu árin var hún biluð mjög á heilsu.
Safnaðarfulltrúar í Árdalssöfnuði í ár eru: l'vyggvi Ingjalds-
son ('form.J, Eiríkr Jóhannsson CskrifariJ, Þorsteinn Sveinsson (íé-
hirðirj, Stefán Guðmundsson og Friðrik Nelson. Djáknar: Mrs.
Sigríðr Hafliðason, Mrs. Sigríðr Ólafsson, Mrs. Elísabet Hall-
grímsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Árni Þórðarson.
Fulltrúar Breiðuvikrsafnaðar eru: Bjarni Marteinsson Cform.J,
Jón Iiildibrandsson (skrifariJ, Magnús Magnússon fféh.J, Baldvin
Jónsson og Jón Stefánsson, allir endrkosnir. Djáknar eru: Mrs.