Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1939, Side 17

Sameiningin - 01.02.1939, Side 17
31 unni. Yér hort'um á gluggana en sjáum enga í'egurð aðra en þá að þeir samsvara sér og kirkjunni. Stærð þeirra og lögun er nákvæmlega rétt, og bogarnir að ofan vel myndaðir. Annað sjáum vér ekki. Nú göngum vér inn. Sólin sendir geisla sína á gluggana. Hvílík dýrð. Nýr heimur! Paradís! Það sem áður sýndist dimt og óskiljanlegt er nú orðið að fegursta listaverki. Vantrúin stendur fyrir utan og skilur ekkert i kristin- dóminum. “Sjá, eg stend við dyrnar og kný á,” se'gir Jesús Kristur. “Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun eg fara inn til hans.” Hann lil vor og vér til hans er eitt og hið sama. Sérhver maður þarf að fá skilning á hinum eilífu sannindum. “Þinn andi, Guð minn, upp inig sífelt týsi með orði þínu, Ijósi sannleikans.” li. M. Samband voit við Island í maí-blaði “Sam.” árið 1889 stóð ritgjörð eftir séra Friðrik J. Bergmann, með fyrirsögninni, “Skyldur vorar við fsland.” Hún vakti umtal all-mikið meðal íslendinga hér vestra. Um fsland er mér ekki eins kunnugt, en óefað var það tilgangur höfundarins að vekja menn þar ekki síður, til umhugsunar. Ekki var laust við að skiftar væru skoð- anir um ritgjörðina. Sumir tóku henni með sterkri aðdáun, en aðrir töldu höggin þar heldur þung. Hún var leiftrandi ritsmíð, samin af ungum og gáfuðum mentamanni, sem gæddur var brennandi áhuga fyrir velferð þjóðar sinnar. Ádeila á sinnuleysi þjóðarinnar í kirkjumálum var all snörp. Honum fanst kirkjunnar menn á ísladi vera sofandi um andleg mál. Hann vill vekja umræður. Einna sérkenni- legast er það sem hér fer á eftir: “Það sein þ.jóð vorri ríður lífið á nú sem stendur er kritík, dynjandi miskunnarlaus kristík með þrumum og eldingum yfir allan hennar andlega vesaldóm. Þessi kritík þarf að vera borin fram af brennandi krleika, fyrst og fremst, til sannleikans og þar næst til vorrar aumingja hág- stöddu þjóðar sjálfrar.” Sál hans logar af ást til íslands og honum finst það heilög skylda sín, þó hann hafi flutt burt

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.