Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1943, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.04.1943, Blaðsíða 17
63 Aimanak Ólafs S. Thorgeirssonar fyrir árið 1943 Úigefendur Thorgeirsson Company, Winnipeg, 49. ár. Þetta merka, þarfa og vinsæla rit er á næsta ári búið að fullenda hálfrar aldar sögu. Verður þá fjórða ritið meðal Vestur-fslendinga, sem nær svo háum aldri. Eins og kunn- ugt er hafa Sameiningin og vikublöðin Heimskringla og Lögberg fyrir nokkrum árum komist á síðari hluta fvrstu aldar í sögu sinni. Alt of fáir gera sér grein fyrir því hvílíkt þrekvirki það er að halda slíkum menningarritum við líði í jafn fámennum hópi og hér er um að ræða, með sífelt vaxandi tölu þeirra er ekki láta sig varða útkomu þeirra eða veita þeim stuðning. Þeim mun meiri ástæða fyrir þá er þetta kunna að meta, að sýna það með óskiftum stuðn- ing og áhuga. Almanakið á þar réttmæta kröfu. Ritið flytur að þessu sinni auk tímatalsins áframhald á safni til Landnámssögu íslendinga í Vesturheimi i tveim- ur flokkum, ritgerðir um einstaklinga, eitt kvæði, skrá yfir helztu viðburði meðal íslendinga í Vesturheimi, og síðast Mannalát. Er það meir en lítil greinargerð á menningar- sögu hins litla íslenzka þjóðarbrots, sem komið hefir í almanakinu frá byrjun. Enda hafa ágætir menn staðið að útgáfunni. Ólafur S. Thorgeirsson sýndi glöggva sjón á möguleikum og þörfum þegar hann lagði út í fyrirtækið á eigin ábyrgð og kom því á fastan rekspöl. En auk þess mikla er hann sjálfur lagði til af áhuga og dugnaði, hafði hann lag á því að fá í lið með sér hæfustu menn. Kunnugt er um þann verðmæta skerf er kom frá séra Friðrik J. Bergmann. Allmargir aðrir af ritfærustu mönnum vorum hafa þar einnig átt hlut að máli. Nú hafa synir Ólafs er með ræktarsemi halda áfram fyrirtæki föður síns, borið gæfu til að fá Dr. Richard Beck til að annast ritstjórn, þó þess sé ekki beint getið. Skiftir það fádæmum hve miklu sá maður getur afka|tað af ritverkum, auk kennarastarfs og víðtækrar félagslegrar starfsemi. Hefir Almanakið grætt á hans umsjá. í þetta sinn leggur hann til all-ítarlega rit- gerð um prófessor Sveinbjörn Johnson og aðra styttri um Bjarna Lyngholt. Myndir fylgja, en því miður hefir prent- un á mynd Sveinbjörns mishepnast. Jón J. Bíldfell ritar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.