Nýi tíminn


Nýi tíminn - 03.06.1948, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 03.06.1948, Blaðsíða 3
Fimmíudagur 3. júní 1948. NÝI TÍMINN • 3 ORÐ TIL ARNULFS ðVERLAND jKNokkur dagblaða bæjarins hafa gert að umtalsefni ræðu þá er ég hélt á stúdentafélagsfundimun fyrra sunnudag, og gefið það í skyn, að hxin hafi lítið komið umræðtiefni kvöldsins við. Mér þykir aí þessum ástæðum rétt, að ræðustúfur þessi birt- ist almenuingi, svo menn geti sjálfir um þetta dæmt. Er hann hér þýddur í Iauslcgri þýðingu; en upphaflega var hann fluttur a sænsku. J. II.). Fyrir níu árum síðan var ég ^ meðal þátttakenda á norræna stúdentam'ótinu í Osló. Sú minn- ing frá þessu stúdentamóti, er stendur mér ljósust fyrir hug- skotssjónum, og sú eina, er enn getur valdið mér hrifningu í brjósti, er minningin um Arn- ulf Överland, þar sem I>ann stendur í Iiátíðasal liáskólans og les ,,forspjaIl“ sitt, þessa ajögnuðu ádeiiu _ gegn þröng- ^ sýni, hlevpidómum og vanatrú. Eg held ekki að ég hafi heyrt eða lesið þetta kvæði síðan- fyrr en í fyrir nokkrum dögum, að ■ það birtist í dagblaðinu Vísi í íslenzkri þýðingu ritstjórahs, Kristjáns Guðlaugssonar. Þýð ingin var að vísu heldur Lfeleg, en þýðing var það þó. Ef ein- hjer hefði spáð - því fyrir níu ' árum síðan,'að-þetta „forspjall" Överlands myndi birtást í Vísi í þýðingu Kristjáns Guðlaugs- . sonar, þá hefði ^jki'verið hægt' að líta á slíkan spádóm sem annað en lélegan brandara. Dag blaðið Vísir, og ritstjóri' þess eru sem sé ínlynd alls þess, sem Arnulf Överland húðstrýkir'í kvæði sínu. I næstum enn rík- ari mæli en bróðurmálgagnið Morgunblaðið er Vísir vígi borg * á^aiegrar þröngsýni, hlevpi- dóma, hræsni og hinnar ómeng- uðu heimsku, alls þess Arnulf Överland hefur sem í skáld- liæðzt að. skap sínum og lífi flett ofan af og barizt gegn. Eins og nærri má geta voru bæði þessi blöð allt fram að styrjöldinni og jafnvel lengur mjög vinveitt Hitler og Músso- lini. Hin afkastamiklu vinnu- brögð þessara heiðursmánna í baráttunni gegn „rauðliðun- um“ vöktu furðublandna aðdá- un í brjóstum þeirra.. Samkv. málvenju þessara blaða eru all- ir þeir ,,’rauðliðar“, sem aðhyll- ast skoðanh’, sem eru lengra til vinstri en þeirra eigin skoðanir. Það er óþarfi að taka það fram, að fyrir níu árnm síðan var nafn Arnulfs Överlands næst- um því óþekkt í dálkum þess- ara blaða. Hann var háðfugl og guðleysingi, róttækur maður og frjálslyndur, „rauðliði", m. ö. o. hættulegur maður. Nafn hans var aðeins nefnt í sam- bandi við skammaryrði. En þessa dagana birtist „forspjall" hans í Vísi og dálkar þessara blaða ætla að springa af lirifn- ingu og aðdáun á Arnulf Över- land. Hvað hefur skeð? Hafa þessi blöð skipt um skoðun ? Ekki er því að heilsa. Þeir, sem til þekkja, vita, að þessi blöð og ritstjórar þeirra eru nákvæm lega eins og þau hafa alltaf ver ið að eitt helzta einkenni þeirra er einmitt að þau breyta ald- rei um skoðun í grundvallarat- riðum. Það sem skeð hefur er það, að Arnúlf Överland hefur játazt nýrri lífsskoðun, og undanfarin tvö til þrjú ár komið fram sem boðberi gereyðingarkrossferðar gegn þeim 300 milljónum manna, sem byggja austurhluta Ev- rópu. Að minnsta kosti er mér ómögulegt að skilja hann á annan veg, og víst er um það, að þannig skilja Morgunblaðið og Visir hann. Nú er málum þann veg hátt- Allar hugsjónir Arnulfs Öv- erlands, allt, sem hann hefur barizt fyrir, er þeim gjörsam- lega framandi. Þetta er rétt að Arnulf Óveriand fái að vita, ef honum er það ekki þegar ljóst. Hann hefur ekki verið hylltur hér sem Norð- maður, ekki sem skáld, ekki sem lýðræðissinni og ekki sem hugsjónamaður. Sá mikli vottur aðdáunar og hrifni, sem honum hefur hér verið auðsýndur, stafar eingöngu af því, að nafn hans og per- sóna er hvöt eins, og aðeins eins einasta viðbragðs. Við- bragðs sem bezt verður lýst með orðunum; „Andskotans <>><><>>><><><>3K>><2K><>&<>3K>3K>><>>3K>><>3><>>3><>3«>3K>><>3><><>3><>^^ i Eftir Jwnati Ilaralz x>>>>>>>>3k>>>£<>>>>3k>>3k><><>>>><>>>>><><>>>><>><><3x>3><><>o^ að, að þessi tvö blöð, Morg- unblaðið og Vísir, hafa með sauðslegum þráa en litlum hæfileikum og enn minni ár- angri háð sitt einkastríð við Rússland í þrjátíu ár. Þessi blöð heilsa í dag Arnulf Öv- erland sem snjöllum og mik- ilhæfum bandamanni í þessu heilaga þrjátíu ára stríði, og aðeins sem slikum. Skáld- skaþur Arnulfs Överlands er þeim óþekktur, nafn hans svo ótamt í munni, að hann er stundum nefndur Arnold, sennilega vegna þess að það hljómar miklu vestrænna en 'LiiA nnrræna nafn Arnnlf Rússamir. Til helvítis með sósíalismann.“ Eg vil fyrir mitt leyti ekki efast um það, að lýðræðisást Arnulfs Ö’v’erlands sé borin uppi af mikilli alvöru og eim lægni. Jafnvel af svo mikilli alvöru og einlægni, að hún nái lengra en til ytri- ein- kenna einna saman, þannig að t. d. málfrelsi og ritfrelsi sé ekki aðeins eitthvað. sem stendUr í stjórnarskrárgrein- um, heldur lifandi veruleiki, sem fjárhagslegar og þjóðfé- lagslegar aðstæður megna jekki að gera að engu. Eg vil heldur ekki efast um. að tungutak hins venjulega orða gjálfurs og játning varanna sé ekki nóg til þess að vera lýðræðissinni í hans augum. Sönn lýðræðisást er djúp- stæð lífsskoðun, sem móta_ maiminn allan, gagnsýrir skapgerð hans og athöfn þvi umburðarlyndi og' víðsýni. þeirri virðingu fyrir öðrum möimum og rétti beirra til að lifa, hugsa og mæla frjáls- ir innan óhjákvæmilegra marka mannlegs félags, sem er kjarni lýðræðisina Ef Amulf Överland lítur þessum augum á lýðræðið. getur ekki hjá því farið, að lýðræðisboðskapur hans fallí í grýttan jarðveg hér á landi. Eg held sem sé ekki, að nokkrir menn hérlendis standi f jær þessum lýðræðis- hugsjónuan, og eigi jafn erfitt með að skilja slíkan boðskap. og þeir nýju aðdáendur, sem ákafast hafa hyllt ArpuLf Övérland í þessari heimsókn hans. Frelsi er í þeirra aug- um aðeins frelsi sjálfum þeim til handa. lýðræði að- eins vernd fjárhagslegxa og .þjóðfélagslegra forrélttinda Það er sjálfsagt nauðsynlegl að benda þeim, sem hingáð koma frá Norðurlöndum, á það, að lýðræðið stendur hér ekki eins föstum fótum og I heimalöndum þeirra, að ís- land er ungt land, einnig frá öðrum sjónarmiðum en jarð- fræðilegum, að íslenzlcu borg arastéttina skortir að miklu leyti menningarlegar og lýð- ræðislegar erfðavenjur. Þá er ékki síður nauðsynlegt að Framhald á 6. síðu urt, allt baðað í sólskini og létt- klætt, starfsglatt fólk að hey- vinnu á hverjum bæ. — Ö, hvað væri gaman að vera í sveit, í svona veðri, snúa töðuflekk eða binda hey með eýfihverri heillandi heimasætu 1 -— munur eða pikka á setjara- vél og jagast við blaðamenn. En nú gerði Snæfell letingjan um grikk Þegar litið var inn eftir Fljótsdalnum, inn á hálendið, blasti þáð við sjónum manns, töfrandi og tignarlegt. Það reis upp úr umhverfinu, þannig að allt annað virtist lágt og líta uTrp til þess. Hinn snævi krýndi kollur þess ljómaði sem hvíta- gull í sólskininu, en hlíðar þess tjölduðu blárri slikju. Á samri stundu urðu allir á- kveðnir í að ganga á Snæfell næsta dag. Letinginn varð óð- ur og uppvægur yfir þeirri him- inhrópandi synd að nokkrum skyldi detta í hug, að fara alla l^jð sunnan úr Rvík austur á Fljótsdalshérað án þess að ganga á Snæfell. Næsta dag skyldi vaknað snemma og farið inn að Snæfelli og haldið við- stöðulaust áfram þar til tind- inum yrði náð. .. . - Vtó^hjétóum núftib bakay -kom -' rt uni að -læk xeinum : á leiðinni, 7 '■ <». PÍ )4ri sem í var dálítill foss. Einn frá Snorrahátíðinni, heyrðum ferðafélaginn hélt því fram, að Iíelga Hjörvar lýsa landslagi og þarna væri upplagt að fá sér veðri í Borgarfirði, Davíð Stef- sturtubað. Aðrir sögðu vatnið ánsson, skáld, lesa upp hátíða- blautt og kalt, og það væri hægt Ijóð sín, ÓLaf ríkisarfa flytja að fá nóg af bleytunni í rign- ræðu og eitthvað fleira sem ég ingunum í Reykjavík. En- svo er búinn að gleyma. Við efuð- fór þó að allir f.engu sér bað umst ekki um að gaman væri undir fossinum og var það hress að vera komin að Reykholti, en andi í hitanum. Sumir supu að vorum þó sammála um að við vísu hveljur og ráku upp óhljóð vildum ekki fyrir nokkurn mun þegar úðinn féll á nakinn kropp skipta á því og þessum sólskins- þeirra, en vegna metnaðar síns degi á Héraði. urðu þeir að harka af sér og Áfram var svo haldið, yfir fara undir fossinn, enda reypd- Lagarfljót og inn Fljótsdalinn. ist vatnið alls ekki kalt þeg- Veðrið hélzt jafn dásamlegt 1— ar út í það var komið. hitinn geysilegur. Lagarfljótið Sunnudaginn 20. júlí var ljómaði í sólskinim; eg var slétt vaknað snemma, því nú skyldi eins og slípaö gier — það spegl- haldið til Snæfells. Veðrið var aði strandlengju sína fjöll og jafnvel ennþá betra en daginn skóga svo vel, að víða var erfitt áður — blæja logn óg hvergi að sjá skil vatns og lands —- lit skýhnoðri á lofti. Nú var öllu ir f jallanna virtust jafnvel dýpri draslinu pakkað vandlega sam- og skýrari í speglinum. En ekki an og tekið frá það sem þurfti dugði að slóra of mikið, það að hafa með sér í fjallgönguna. var ekki víst að Snæfell yrði Morgunkaffið liitað og bílarnir „hreint“ í marga daga. smurðir og' pússaðir á meðan. Okkur var sagt að við skyld Að þessu loknu var öllu rusli um reyna að fá hesta og fylgd brennt og síðan var lagt af hjá Friðriki bónda á Hóli — stað. Við fórum þó eklci hratt þeim hinum sama er gætir hrein yfir, urðum oft að fara út úr dýrahjarðarinnar sem heldur til bílunum til að skoða þá fegurð á háiendtnu inn af'Fljótedaln- er blasti við. um, mun. hann fyigja flestum ef * Við snæddum ágætan hádegis ekki iöllum, -þeim Jerðaanömrnxa-,' verð að' Egiisstöðtun, lúustuð - ’-er rhraxnsækja Snæfell. um þar nokkrá Btund á útvarp - Við-koimnn inn að Hóii kk að r ganga 7 um kvöldið og hittum Friðrik bónda og bárum upr erindi okkar. Hánn tók því h; bezta en kvað okkur verða ai bíða dálltið meðan verið vær að sækja liesta. Við höfðuir ekki getað látið vita um komi okkar sökum þess að éngini sími er þarna innfrá. Það drógst nokkuð að hestarnii kæmu og er allt var fe~ðbúi? mun klukkan hafa verió nálægt 12 að miðnætti. Fyrst var farif inn dalinn meðfram Norðurá hún er dökk að yfirbragði og mjög óálitlegt jökulvatn. Síðan var haldið frá ánni upp úr daln um, þar sem hann fór að þrengj ast, upp»á sjálft hálendið, og virðist landið vera nokkurn veg- inn jafnliátt allt inn að Vatna- jökli nema smá hólar og hálsa- drög og Snæfell gnæfir upp úr þessari hásléttu eins og risi. Friðrik var hinn skemmtileg- asti fylgdarmaður, lýsti bæjar- nöfnum, en nokkrir bæir eru í dalnum fyrir innan Hcí, skýrði frá ömefnum er á leið okkar voru og sagði frá atburðum og munnmælasögum er við þau eru tengd. Ferðin gekk greitt og án tafa — nema að áð var á stöku stað eina og lög g«ra xáð fyrír. -fljótt- 0 iuBstar sá'er djar- xiót okkar var ekki í Hengifoss — einn liæsti foss á landinu. sem beztu skapi og var oft viðskotaillur er eftir honum var rekið, hefur líklega unað illa sínu hlutskipti, ekki bar hajin þó þyngri byrðar en hinir. Einxi sinni er Eiríkur var að hotta á hann, slö' hann aftur undan sér og lenti höggið á fótlegg Eiríks rétt fyrir neðan hné. bólgnaði hann allmikið, en Ei- ríkur bar sig karimannlega og vildi ekki láta binda um fótinrx. Það .giopraðist þá út úr mér. . aiycg-óvaxL— að þetta/v.æri Framhald á 6. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.