Nýi tíminn


Nýi tíminn - 03.06.1948, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 03.06.1948, Blaðsíða 5
f Fimmtudagur 3. júní 1948. NÝI TÍMINN Get ekki fallist á að menn séu orðnir gamlir 60-70 ára Viðlal við Einar Friðiiksson frá Hafranesi sjötugan Ef dæma skyldi eftir útlitinu — Hyenær byrjuðuð þið dag- einu myndi ég telja Einar Frið- inn ? riksson fimmtugan. En sam- kvæmt vottorði prestsins varð hann sjötíu ára í gær. Raunar slysaðist ég til þess í síðasta tbl. Þjóðviljans að segja hann einum degi eldri — en síðan hefur mér verið sagt að móðir hans hafi talið hann fæddatt 30.. en ekki 31. eins og prest- urinn - og ég trúi móður bet- ur en presti. x Einar er fæddur á Eskifirði, en fluttist 4. ára að Berunesi með foreldrum sínum, Önnu Guðmundsdóttur og Friðrik Þorleifssyni, og þaðan aftur að Þemunesi þegar hann var 9 ára. Já, það var gaman — Hvað viltu segja mér um æskuárin? spurði ég Einar þeg- ar ég var kominn heim til hans í „Vogunum". — Ég varð snemma fullorð- inn að því leyti að ég byrjaði fljótt að vinna með fullorðnum. Byrjaði 10—11 ára gamall að smala. Byrjaði hjásetu þegar ég var á 10 ári, og passaði ær nótt og dag úr því ég varð 11 ára. — Gaman að sitja hjá ? — Já, það var gaman. Ég hafði alltaf nóg a_ð horfa á í hjásetunni. Ég skemmti mér við að horfa á fuglana bera mat til unganna sinna. Það var líka gaman að standa hjá á vetuma. Mér hefur alltaf þótt gamau að vera einn. Alveg eins og mér þykir gaman að vera með glíjð- um hópi. Nætur sem daga — Þú sagðist hafa passað ær nætur og daga, sátuð þið líka hjá á næturnar ? — Já, á sumum bæjum frá kl. 2. Ég var aldrei vakinn fyrr en kl. 3. Þá var ánum hleypt úr kvíunum, og vora þær rekn- ar heim lrl. 8 og snemma á 10. tímanum í hagann aftur og heim á kvöldin um níuleytið. Ég hafði ekki klukku og varð því að gizka á tímann eftir sól. P'ráfærar .lögðust niður um aldamótin. Faðir minn hætti að færa frá 1S94. Bændur deildu um þetta. Sennilega hefur mest gert fólksfæð og brcytt'r Hfn- aðarhættir færa frá. að menn hættu að „Handkaldur hef ég aldrei verið“ -— Hjástaðan á veturna? — Við' fylgdum fénu í hag- ann úr húsunum að morgni og þar til rekið var heim að kvöldi. Það var afskaplega gaman að standa hjá, einkum fullorðnu fé sem vant var að iáta moka fyrir. Þegar grafin hafði verið hola í snjóinn krafsaði það út undir skelina, braut hana síðan niður, og þannig áfram. Þar sem fyrst hafði aðeins verið pláss fyrir eina kind voru komn — Oft frá kl. 8 á morgnana, ef staðið var yfir fullorðnum sauðum, og fram til kl. 7 eða jafnvel 8 og að ganga 9 að kvöldi. Annars beittum við sjaldnast ef frostið var komið yfir 9 stig. Ég undi þessu starfi vel, og oft las ég. — Mér hefði verið skrambi kalt á puttunum við að fletta bók úti á vetrum. — Mér yröi paó líkiega núna — en handkaldur hef ég aldrei verið. Það er enginn verri þótt hann vökni — Það er annars einkennilegt hvað maður þoldi, hélt Einar áfram. Menn vora miklu vanari vosbúð þá en núna. Þá þekkt- ust engar verjur, hvorki til handa né fóta, nema skinnsokk- ar og það er ekki hægt að ganga í þeim við hvað sem er. Annars var viðkvæðið venju- lega: Það er enginn verri þótt hann vökni. — Heilsufarið ekki verra þá en nú? — Það dó meira af börnum, en hreint ekki meira af ungling um en nú. Af þeim fjölda af ungu fólki er ég þekkti man ég ekki eftir að berklar hafi tekið nema einn þeirra. Þannig heiisaði íslenzk náttúra mér — Svo fórstu að búa? ■— Ég giftist 23 ára Guðrúnu Hálfdánardóttur, Þorsteinsson- ar í Hafranesi og byrjaði að búa þar 1902. Búskapurinn byrj aði með hafísári og harðindum svo miklum að það varð að gefa ánum inni fyrstu viku sauðburðarins og hafa lömbin í stíum og krubbum. Þannig tók íslenzka náttúran á móti mér. Það skiptust á skin og skúr- ir í búskapnum eins og gengur. Það komu fiskileysisár, en ég stundaði jöfnum höndum sjó. Ég hyrjaði sem formaður 17 ára hjá föður rr.ínum og rári alltaf sem formaður alla mína búskapartíð. Langtum ákveðnari árstiðaskipti Var tíðarfarið vcrra þá? Það vlrtust langtum á- kveðnari árstíðaskipti, frarn um aldamót. Veturnir voru harö ari þá en nú og sumrin voru langtum betri og heitari þá. Við sátum allsberir hjá og leituð- um í skiita eða lögðumst í læki og ár til að þola hitann. Eftir 1894 virtust sumrin fara' að verða áhrifaminni. Fiskigöngur virtust einnig fara eftir árstíðum. Árin 1890 -—1895 voru skörpust síldar- gönguár við Austfirði. Óð aidrei — Þá voru hin miklu sildar- ár við Austfirði, heldur Einar ar margar eftir örstutta stund. áfram. Það var merkilegt við þessi miklu síldarár, að þá óð síldin aldrei. Það þótti stórviðburður ef sild sást vaða — þar til komið var fram í október — nóvember, og þó aðeins í myrkri. Þá heyrði maður suð- una úti á firðinum þegar hún kom upp úr á nætumar, en hvorki heyrði hana né sá á dag inn. Þegar ég var á 18. ári réri ég eina vertíð í Seley. Þá var á bátnum Skagfirðingur er hét Jón Jónsson, kallaður Jón há- karlamann, vegna þess að hann var mikill hákarlaveiðimaður. Ég hej-rði hann tala um það sem fágætan atburð að síld sást vaða fyrir Norðurlandi. Á seinni áram kom ekki svo sí-ld við Austfirði að hún væði ekki, en þá var hún alltaf stutt í sexm. Eftir einu man ég líka sem var dálítið sérstakt við þetta. Við vissum oft að nóg síld væri í firðinum, þótt hún veiddist alls ekki með löndum fram, en mjög djúpur áil er inn fjörðinn, þá brást það ekki ef reyðarhvalur kom inn í álinn að síld veidd- ist með báðum löndum morgun- inn eftir, hafði flúið upp á grynningarnar. Hin mikla Austf jarðasíld Stundum kom síldin nokkuð snemma á sumrin, en síldin, sem „hin mikla Austfjarðasíld11 fékk nafnið af kom seint i september og snemma í októ- ber. Það var alltaf átt við þessa haustsíld þegar talað var um hina miklu Austfjarðasíld. Haustio 1890, ef ég man rétt, voru fluttar frá Reyðarfirði 40 þús. tunnur af síld, og það var mikil veiði með þeim tækjum sem þá tíðkuðust. Þá hafa sjálfsagt margir verið orðnir lúnir — Hvernig var síldin veidd? — Hún var veidd í landnætur. Það var alltaf lóðað eftir henni. Tveir menn réru á skekktum út á kvöldin með lóð. Nótabátun- um, sem voru stórir og þungir var róið með næturnar, er kast- að var fi'á landi og róið út fyr- ir torfuna. Næturnar voru tekn ar inn með handsnúnum spil- um. Spilbáturinn var bundinn við land og spilunum snúio og snúið þar til báðir endarnir voru komnir upp að landi. Þá hafa s jálfsagt margir verið orðii ir lúnir. Þá \oru fjöru:; ár á Austfjörðum — Þá voru fjörug ár á Aust- fjörðum, lieldur Einar áfram. Þá voru Austfirðir ekki eftir- bátar annarra landsfjórðunga með aflabrögð. Þá var þar alls- staðar fullt af mönnum frá Suðurlandi sem þar leituðu at- vinnu. Það fjölgaði mikið á Aust- fjörðum þá, fólk flutti þangað hingað og þangað að. Á þessum árum byrjuðu kaupstaðirnir þar að byggjast upp. Þótt mikið sé talað um að fólkið flykkist í þorpin, þá þori ég að fuilyrða að fjöldi manna vildi fá að i byggja yfir sig úti með fjörð- unum en fengu hvergi skika ti'. þess. Það var um þetta leyti sem vistarbandið var leyst, og bændumir treystu þvi í lengsti lög að þessir menn færu ekk frá sér. Afstaða bænda þá va: nokkuð önnur en nú, því bú- i skaparhættir vora þannig þá að þeir urðu að nota hvern gras- blett og þurftu stórar jarðir. Sótt 6—7 tíma beint í haf •— Þorskveiðar? — Með síldargöngunum á haustin kom alltaf mikil fiski- ganga, en menn hugsuðu meira um síldina. Þeir sem stunduðu þorskveiðar fengu þó alltaf mikla veiði. Haustfiskirí og síld hefur ekki verið svo neitt kveði að síðan 1895, og yfirleitt ekki skarp- ar fiskigöngur nema á vorin. Ég tel að heita megi að fiski- leysisár hafi verið frá því um aldamót á Austfjörðum, nema einstöku kaflar einstöku ár. Þannig kom mikil fiskiganga í júní—júlí 1930, en hvarf aftur 10. ágúst, en þenna tíma veidd- ist mikið og þá var gaman að vera á sjó. Fiskigöngurnar hættu að koma inn í firðina það varð að sækja dýpra. Það var sótt 6—7 tíma beint í haf, og jafnvel dæmi um 9 tíma siglingu í haf út. Þá var ekkert til sem hét veðurspá í útvarpi — Og hvernig voru bátanir? — Það voru 5—8 tonna mó- torkoppar. Veiðarnar voru þó mest stundaðar á 3—4 msnna förum. Glannalegast var sjór- inn sóttu á róðrarbátum fyrst eftir að mótorbátarnir komu, því róðrarbátarnir eltu hina. Það eru dæmi til þess að bát- ar réru í 3—4 tima út af Skrúð. 1—2 tíma róður béint út í haf af yztu skerjum var liið vanalega. Það var þó undan- tekning ef bát hlekktist á. Þá var ekkert til sem liét veðurspá hjá útvarpi — en þá horfðu menn meira til lofts en þeir gera nú. Ein elzta verstöð iandsins —: Áður fyrr var Seley á- kaflega mikil verstöð, og stund- uð þaðan hákarla- og lúðuveiði. Seley er ein af elztu verstöð landsins, eins og marka má af því að hörð klöpp er þar sem bátarnir eru setlir á land og er þar skora í klöppina eftir bátskilina — og þó var þar aldrei settur bátur með járn- dragi. Nú kemur engimi maður í Seley. Þar var áður æðarvarp en er nú búið að vera. Það er víða talað um að æðarfuglinn. sé að Einar Friðriksson hverfa, og fyrst ég minntist á' það er rétt að ég segi það: ég tel það vera byssunni að kenna* Það eru margar byssur í land- inu, og þeir sem skjóta fugla, við sjó drepa flestir eitthvað af æðarfugli. líákarlaveiðar — Hákarlaveiðarnar ? — Þær voru almennt stunda S ar frá því um krossmessu og. fram imdir túnaslátt. Þá fóru menn heim að sinna heyskapn- imi. Stundum voru 2—3 bátar í eftirlegu. Stundum voru há- karlaveiðar hafnar í miðgóu. — Hvar voru hákarlamiðin T — Veiðin var stunduð beint suður úr eynni. Það var erfitt að róa með 4—6 báta utanboróa en það var alltaf farið i land. með straumfallinu og það látið hjálpa til upp að eynni. Þá fengust 60 Iúður í einni lögn — Lúðuveiðin? — Hún var sótt sitt i hverja áttina kringum eyna, .jafnvel alla leið suður fyrir Brökur. Hún var farin að minnka þegar ég réri þar, Faðir minn sagði mér að eitt sinn hefðu fengizt þar 60 lúður á innan við 100 ki'óka í einni lögn. Það mun hafa verið einhvertíma á timy- bilinu frá 1860—1870. Þarna. hefur verið litil lúðuveiði s’ðan um aldamót. Útgerðin hefur líka breytzt. Þorskaiínurnar þola ekki lúðu. Það þótti ákaflega mikil björgf í bú að fá Seleyjaraflami, bæði hákarl og rikling. Hann var bæði notaður heima og seldur upp á Ilérað. Aldamótabyltingin — Hvenær komu fyrslu vél- bátarnir ? — Svínaskálabræður keypti fyrsta vélbátinn sem kom ti' Reyðarfjarðar. Það mun hafa verið um 1903—1901. Hann fiskaði afskaplega vel fyrsta ár- ið. En svo kom fiskileysi og örðugleikar, einmitt þegar menn höfðu lagt mest í útgerð- ina. Það urðu stórfelldar breyt- iugar á þessum árum. Upp úr aldamótunum var byrjuð túna- rækt með hestverkfærum og að bera slor á túnin, en.notk- un þess áburðar jókst mjög eftir komu vélbátanna því í\é- Framhald á 7. síðu„ ] r> r EL

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.