Nýi tíminn - 23.09.1948, Side 2
2
N Ý I T 1 > 'i C N N
Pimmtudagur 23. sept. 1948v
Trúlega hefur fleirum farið
svipað og mér, að erindi Áskels
Löve, Stökkbreytingar við.
Hekluelda, hafi verið þeim í
þyngra lagi til fullkomins skiln-
ings, og á það einkum við um
síðari hlutann. En um merka
hluti fjallaði það allt, og fyrri
hlutinn var mikið líkur höfundi
sínum og opnaði stórar og
skáldlegár sýnir útyfir víðátt-
ur geimsins og innyfir smæstu
deili hans.
Gunnar Benediktsson talaði
um daginn og veginn. Og ég sem
óttaðist hann hefði fallið i við-
ur'eign sinni við „liermdarverka
menn kommúnista“ á Malakka
skaga. Gott var, að svo skyldi
ekki reynast. Fáir menn, sein
koma í útvarpið, eru eins gegn-
greindir (það er raunar ekki
mjög sterkt orð) og þessi mað-
ur og það er útilokað, að hljóð
misheppnaðra og ógáfulegra
brandara komi úr horni ham.
Svo var og í þetta sinn.
Erindi Hannesar Jónssonar
um verkalýðsfélög í Bandaríkj-
unum var laglega flutt og ekki
óþokkalega samið. Hins vegar
virtist ljóst, að fyrirlesarina
bæri tiltölulega takmarkað skyti
á eðli verkalýðs og stéttabar-
áttunnar, og er óvíst það borgi
sig að tala mjög hátt um verka-
lýðsmál, þegar svo stendur á fyr
ir manni. Eg hef t. d. varla
öðru sinni heyrt jafnalþýðu
flokkslegan hreim í máli manns
og þegar félagsfræðingurinn vai
að ’ft'sa velþóknun sinni á
gætni og hófsemi bandariskra
verkalýðsleiðtoga, bæði um
stundarkröfur og stefnumið fé
laga sinna. •
Eins og ævinlega i útlanda-
þáttum sínum endurflutti Axel
Thorsteinsson lestra úr brezka
útvarpinu, að þessu sinni brot
úr tveimur. Var sá fyrri venju
legt markleysuslúður fyrir auð-
valdskerlingar, hinn síðari ferða
þáttur frá Júgóslavíu — og var
það fögur lýsing. Var auðheyrt,
að Axel er andvígur Kominform
í deilu þess við Tító, og því var
þetta lof um stjórnarfram-
kvæmdir hans lesið, og skal það
þakkað af hlutlausum undirrit-
uðum.^Hins vegar væri fróðlegt,
ef hr. Thorsteinsson vildi lesa
okkur svípaðar frásögur
frá öðrum Austurevrópulöndum,
þar sem ekki minni framfarir
hafa orðið. En kannski flytur
B. B. C. ekki hrós um þessi lönd
að sinni — eða er það ?
Erindi Þórodds Guðmundsson
ar í dagskrá Kvenréttindafélags
fslands var að ýmsu leyti greind
arlegt, að öðru leyti ekki. Og
það var nokkur raun að hlusta
á það sökum yfirgengilegrar
mælgi og misskilins málskrúðs
af sama tagi og rómantískir
unglingar tiðka í gagnfræða-
Framiiald á 7. síðu.
Bandaríkjaliðið hefur gert Kef lavíkurf tugyöllinn a
gróðrarstiu smvgls og hverskonar spillingar me
ollgæzlan á veliinum kreíst þess að stöðvaðui sé straumur „dollarakaupmanna og annarra smygiara
til KeflavíkurHugvallarms
Hneykslismálin í sambandi
við framkvæmd Keflavíkursamn
ingsins eru mörg og ljót. Hvað
eftir annað hefur verið sýnt
fram á í blöðum sósíalista og á
Alþingi að Bandaríkjamenn
nota samninginn sem yfirvarp
til hinna freklegustu lögbr )ta.
Ösvífni þeirra og yfirgangur
við íslenzka verkamenn þar suð-
ur frá er alkunnur.
En með allar umkvartanir á
hendur þessara útlendinga sem
vaða uppi á íslenzkri grund eins
og nokkurs konar yfirþjóð, fer
alltaf eins. Þær stranda á ís-
lenzka dómsmálaráðherranum,
Bjarna Benediktssyni, og kem-
ur þar i Ijós að ekki var að ó-
fyrirsynju hróflað upp þeirri
bandarísku leppstjórn er'Stefán
Jóh. Stefánsson var látinn
mynda, þó til þess þyrfti að
ganga beint gegn lýðræðisregl-
um um stjórnarmyndun.
Þegar þingmenn sósíalista
skýrðu frá lögbrotum Banria-
rikjaliðsins á Alþingi í fyrra-
haust, tók Bjarni Ben. því fyrst
með rembingi og lýsti yfir að
honum væri sönn ánægja að fá
sem nákvæmasta skoðun á pyí
sem þar færi fram. En í u.n-
ræðunum kom svo margt óþægi-
legt fram um yfirgang og lög-
brot Bandaríkjaliðsins að is-
lenzku lepparnir áttu orðið enga
vöm, leppmennska ríkisstjórnar
innar var öllum augljós. Þegar
Einar Olgeirsson lýsti því yfir
að hann mundi i nefnd kveðja
til þá islenzka embættismenn
sem málin heyrðu undir, jvo
sem tollstjóra o. fl. varð Bjarna
svo felmt við að hann lét þrjá
þjóna sína bera fram í skyndf
tillögu um áð vísa málinu frá,
án þess að það fengi athugun í
nefnd, og lét handjárnað þinglið
losa ríkisstjórnina þannig við
óþægilega rannsókn á lepp-
mennsku hennar í sambandi v-ið
framkvæmd Keflavíkursamn-
ingsins.
Eitt aðaldeilumálið í þessum
umræðum og oftar þegar um
þessi mál er rætt, er þetta:
Samkvæmt Keflavíkursamn-
ingnum nýtur einungis það
bandarískt starfslið, sem er á
vellinum vegna samgangna við
hernámslið Bandaríkjanna í
Þýzkalandi, nokkurra fríðinda
um tolla o. fl.
Engir aðrir Bandaríkjamenn á
Keflavíkurflugvelli njóta uokk-
urra slíkra fríðinda. samkvæmt
saniningnum, eiga því enga sér
stöðu að hafa umíram íslenzka
þegna og hlýta öllum ísl. lögum.
En enda þótt þessar samgöng
ur hafi ekki verið nema brot
af starfrækslu Bandaríkjam.
á Keflavíkurflugvelli, þsir haíi
þar t. d. mörg hundruð verka-
manna við byggingar, virðast
Bandaríkjamenn bafa tekið sir
heimild til að láta þessi m|ög
takmörkuðu fríðindi Keflayíkur
samningsins gilda fyrir alla
Bandaríkjamenn á vellinum, og
%
hafa með því gerzt sekir um
stórkostleg smygl og brot á ís-
lenzkum tollalögum og mörgum
fleiri lögum.
★_______________
--- -.„-mraiMt... —... t rwwHK
I grein sem Ragnar Halldórs-
son ritar í Tímann 20. f.m. f. h.
Tollgæzlu Keflavíkurflugvauar
er staðíest að íslenzka ríkis-
stjórnin láti þennan taumlausa
yfirgang Bandaríkjamanna vió-
gangast, og virðist greinarhöf-
undur halda að heimild til hans
felist í Keflavíkursamningnir.n.
Hann deilir harðlega á smyglið
og dollarakaupin sem fram fari
á Keflavíkurflugvelli vegna
þeirrar aðstöðu er Bandaríkja-
liðið fær með frekju sinni og
undanlátsemi íslenzku ríkis-
stjórnarinnar og segir:
„Það er ekki hægt að ^era
allt í senn, svo að ekkert rekizt
á, að veita fjölmennu starfsliði
með stórkostlegan atvinnurekst
ur, tollfrelsi á áfengi, tóbaki.
bjór og öðrum „nauðsynjavör-
um vegna eigin nota“ og aug-
lýsa svo hið tollfrjálsa svæði op
ið og auðsótt heim til hvers kon
ar gistivináttu livort heldur er
að nóttu eða degi.“ (leturbr.
Þjóðv.)
Tollvörðurinn upplýsir enn-
fremur að tollgæzlan hafi ekk-
ert með aó gera eftirlit við „hið
syonefnda flugvallarhlið“ á
•Keflavíkurflugvellinum. „Dóms-
málaráðuneytið hefur tekið þau
mál í sínar hendur, og skipar
þar meir eii tvöföldu liði lög-
reglumanna til móts við það,
sem tollgæzlan hefur yfir að
ráða á sínum stöðum,“ — en
greinin er einmitt skrifuð til
andsvara annarri grein er birt-
ist í Tímanum 7. þ. m. þar séin
harðlega er deilt á eftirlitsleys-
ið einmitt á þessum stað. Og
Ragnar Halldórsson bsgtir við:
„Annars vildi ég með þessari
athugasemd leyfa mér að vekjáY
athygli á því sem aðalatriði að
löngu er kominn tími að gera
nauðsynlegar ráðstafanir gegn
þeim stöðuga straumi dolla.a-
kaupmanna og annarra smygl-
ara sem leita liingað suður á
Keflavíkurflugvöll.“
★
Það er athyglisvert að stjórn
arblaðið Tíminn skuli nú veröif-
til að birta slíkar greinar, er
staðfesta að hin þunga ádeila
sem sósíalistar hafa lialdið
uppi um óstjórnina og lepp-
mennsku dómsmálaráðuneytis-
ins í sambandi við Bandaríkja-
mennina á Keflavíkurflugvelli.
er rétt. ^
Það er staðfest að þau ták-
mörkuðu réttindi sem Keflavík-
ursamnmgurinn veitir því starí's
liði Bandarikjamanna er þarf-
vegna samgangnanna við Þýzka
land eru látin ná til alls Banda
ríkjaliðsins, og tollgæzlan á
Keflavíkurflugvelli virðizt ekki
vita annað en það sé bundið í
samningnum, og talar um völl-
i inh sem „tollfrjálst svæði.“
Framhald á 7. síðu
DOLLARAD
DUR
Viðtal rið Peter Freuehen um Grœnland*
kMfnþtíttahatur og lýðrœði í Banda-
ríkþsmmm
Danski landkönnuðurinn
og rithöfundurinn Peter
Freuchen er nýkominn til
Danmerkur eftir margra ára
dvöl í Bandar. Skömmmu
eftir að hann kom heim átti
danska blaðið Land og Folk
viðtal við hann og fer það
liér á eftir, örlXið stytt.
Innan skamms fer Peter
Freuchen aftur til Grænlands.
Þangað hefur hann ekki komið
síðan 1937, og hann hefur að
sjálfsögðu mikinn áhuga á að
fullvissa sig af eigin raun um
þær miklu breytingar sem þar
hafa orðið síðan þá. Þegar hann
stæður, ætlar hann að skrifa
greinaflokk fyrir bandaríska
stórblaðið „New York Herald
Tribune“ og manni skjátlast
varla mikið þó maður geri ráð
fyrir því að Freuchen vonist til
að geta með því róað Bandaríkja
mennina ofurlítið.
Þegar 11 fyrirlestrum var
aflýst
Þ\ í ber ekki að neita að Banda
ríkjamenn hafa full nærgöngul-
an áhuga á Grænlandi, segir
har.n. Það er næstum því sama
hvcrt ég kem að halda fyrir-
er búinn að kynna sér allar að- lestra, allstaðar heyri ég sama
sönginn: Þið getið ekki séð um
Grænland sjálfir — við verðum
að hjálpa til! Eg segi alltaf að
við gerum þó að minnstakosti
það sem við getum. Það er auð-
vitað margt sem er öðru vísi en
vera ætti á Grænlandi, en við
erum litil þjóð, og það er ekki
hægt að gera allt í einu. Og ég
bæti við, að við förum að
minnsta kosti betur með Græn-
lendinga o-n Bandaríkjamenn
með eskimóana í A’aska.
Sumstaðar er eskimóum neit-
að um acgang að \’eitingahús-
um, annarstaðar er kínverjum.
og indíánuir neitað um aðgang.
Það er eins og Bandaríkjainenn
verði allstaðar að hafa einhvern
hóp manna til þess að líta niður
á! *
Eg giftist í Bandaríkjunum
— eins og þið hafið eflaust frétt
— og vinur minn Paul Robeson
var svaramaður. Það leiddi til
þess að 11 fyrirlestrum, sem
ég hafði átt að halda í Suður-
ríkjunum, var aflýst. Þeir kærðu
sig ekki um að heyra mann
tala sem hefði gift sig með
hjálp negra. ^
Negrarnir eiga auðvitað í
harðri baráttu fyrir réttindum
sínum, og sé tekið tillit til þess
að þeir voru þrælar áður hafa
auðvitað orðið miklar framfarir,.
og þess er að vænta að sú þró-
un fái að halda áfram.
Eg hef oft talað við Paui
Robeson um þessi vandamál.
Hann og þoir sem eru sammála
honum telja að sjálfsögðu ekkY
að negrarnir hafi nokkra sér-
staka ástæðu til þess að vera
hreyknir vegna þess að þeir
eru negi'ar, en á hinn bóginn
telja þeir sig ekki heldur hafa
neina ástæðu til að skammast
sín fyrir það!