Nýi tíminn


Nýi tíminn - 20.04.1950, Side 1

Nýi tíminn - 20.04.1950, Side 1
^,.,^j^**ci*fc' !). ársaaeur. Fimmtudagur 20. aprí! 1950. 15. 1 ölublað. Ræða Stefáns Ögmundssonar. Sjá 5. siðu. ,,Viðreisnin" i algleymingi: Islendinpr fá 1000 fonn af gjafakart- öflum frá Bandariklunum!! Glæsilegasti árangur marsjalistefmmnar til þessa Með Lagaríossi kom í síðustu íerð kartöílufarm- ur frá Bandaríkjunum og var kartöflunum skipað upp í gær. Er magnið 1000 tonn og verðið — eitt sent (tæpir 10 aurar) fyrir sekkinn auk greiðslu á umbúðum og flutningi!! Þetta eru sem sé gjafakart- öflur sem Bandaríkin miðla af gæzku sinni aum- ustu þjóðum heims, ef nógu auðmjúklega er betlað, af þeim birgðum sem annars eru yfirleitt litaðar eða eyðilagðar á annan hátt, en eyðilegging matvæla er sem kunnugt er þjóðaríþrótt bandaríska auðvalds- ins. Gjaldið — 10 aurar fyrir sekk- inn — mun síðan vera hugsað sem uppreisn fyrir beininga- mennina: Þetta eru ekki sníkj- ur, heldur venjuleg viðskipti! Átakanlegri mynd af gjald- þroti marsjallstefnunnar mun vart hægt að hugsa sér. „ViðreisniiT íærist í aukana: Sívaxandi skortur á hversdags- legustu neyzluvörum — Ný verShækkun á lýsi Húsmæður eiga nú í miklum örðugleikum að ná í óbrotnustu Hfsnauðsynjar og verða oft að leggja á sig ferðalög bæjarhlutanna á milli til að Ieita að mat I næsta mál. Feitmeti er að lieita má ófáanlegt, ekkert smjör, engin tólg og sama og ekkert smjörlíki. Korn- meti er einnig af mjög skorn'um skammti, bæði hafra- mjöl, rúgmjöl og hveiti. Sykur er oft ófáanlegur, sömu- leiðis kaffi. Af öðrum vörum má nefna rakblöð sem fást nú óvíða, og virðast því hinar sænsku birgðir Stefáns Jóhanns til þurrðar gengnar. Verðhækkun dagsins er sú að heilflaska af þorska- lýsi hefur verið hækkuð um kr. 1,25 og úfsalýsi um 75 aura. Það mun gert vegna barnanna. Sett I þjóðleikhúsinu 29. þ. m., en þann dag venður sýning Islandsklukkunnar tileinkuð listamanna- þinginu. —■ Sama dag opnuð myndlistar- og byggingarlistarsýning Listamannaþing, hið þriðja í röðinni, verður haldið hér í Reykjavík í sambandi við opnun þjóðleikhússins og til að minnaSt þess atburðar. Tvö listamannaþing hafa áður verið haldin, hið fyrra í nóv. 1942, og hið annað hófst 26. maí 1946, á lOO.ártíð Jónásar Hallgrímssonar og .til minningar um hann. Það þing ákvað, að næsta listamannaþing skyldi haldið í sam- bandi við opnun þjóðleikhússins. Ekki eru liðin nema þrjú ár síðan íslendingar stóðu að veru legum gjafasendingum til ann- Björgunarskip fyrir Norðurland María Júlía, björgunarskipið nýja fyrir Vestfirði, sem jafn- framt á einnig að nota til land- helgisgæzlu og hafrannsókna, er væntanlegt hingað á sumar- daginn fyrsta. Á þingi Slysa- varnafélagsins í gær var rætt um að næsta verkefnið væri að fá björgunarskip fyrir Norður- land, en Norðlendingar eiga nú 300 þús. kr. í björgunarsjóði. Skuldlaus eign Slysavarnafé- lags Islands er nú um hálfa þriðju millj. kr. arra þjóða. Var þá örlæti ís- lendinga liampað mjög og töldu skýrslur íslenzku þjóðina að til tölu þá auðugustu og örlátustu í heimi. Nú er þetta gerbreytt. Nú telja sömu skýrslur íslendinga bágstöddustu þjóð heims, og engir hafa til þessa þegið eins mikla marsjall-„hjálp“ að til- tölu við stærð. Þessi síðasta auðmýking er þó hámark þess sem þjóðin hefur enn reynt af ráðamþnnum sínum. Forústu- menn íslendinga — þeirrar þjóðar sem eitt sinn var kennd við stolt — ganga beílandi á fund Bandaríkjanna til þess að liægt sé að borða karöflur á íslandi!!! Og Bandaríkin leyfa allraauðmjúklegast þessum þýj um sínum að hirða 1000 tonn úr eyðileggingarhaugunum. Það er bandalag íslenzkra listamanna sem fyrir þessum þingum gengst, en bandalagið er í sjö deildum, en þær eru þessar: 1) Rithöfundafélag Is- lands, 2) Tónskáldafélag Is- lands, 3) Félag ísl. tónlistar- manna, 4) Félag ísl. leikara, 5) Félag ÍS'1. myndiistarmanna 6) Félag ísl. arldtekta, og 7) Félag ísl. listdansara. Listamannaþingið 1950 verð- ur sett í þjóðleikhúnnu laugar- daginn 29. apríl, en það kvöld verður „Islandsklukkan" eftir Halldór Kiljan Laxness sýnd og verður sú sýning tileinkuð listamannaþinginu af höfundi og þjóðleikhúsinu. Hinn sama dag verður opnuð listsýning, þ. e. myndlist og byggingalist. Sýningin verður í aðalsal þjóð- minjasafnsins. Sunnud. 30. apr. munu veroa tónleikar stórrar hljómsveitar í þjóðleikhúsinu, hinir íyrstu á sviði þess. Auk þess mun listamannaþingið hafa dagskrá tvö kvöld í þeirri viku í þjóðleikhúsinu, upplestur skálda og rithöfunda, listdans þar með nýjan íslenzkan dans að einhverju leyti, svo og tón- ieika (kammermúsík). Þessa viku munu og listamenn koma fram í dagskrá útvarpsins að talsverðu leyti. Verða þá flutt erindi um listir, ný íslenzl^Jión- list flutt, rithöíundar og skáld lesa upp o. s. frv. Þá mun og Fólag ísl. leikara flytja leik- rit í útvarpið og hefur valið til þess eitt af leikritum Einars H. Kvarans, til þess að minn- ast hans sérstaklega sem leik- ritaskálds af þessu tilefni. Framkvæmdanefnd hefur unnið að undirbúningi lista- mannaþingsins i vetur, einn maður frá hverri deild: frú Ásta Norðmann (listdansarar), Gunnlaugur Pálsson (arkitekt- ar), Helgi Hjörvar (rithöfund- ar), Jón Leifs (tónskáld), Rík arður Jónsson (myndlistar- menn), Róbert Abraham (tón- listarmenn), Valur Gíslason (leikarar). Formaður er Helgi Hjörvar, ritari og framkvæmd- arstjóri Gunnlaugur Pálsson. — Formaður Bandalags ís>- lenzkra listamanna er Tómaist Guðmundsson skáld. Listamannaþingin eru hald- in í því skyni að glæða almenn. an áhuga fyrir listum og gefa listamönnum kost á að koma fram með verk sín við þessi sérstöku tækifæri. I sambandi við þetta listamannaþing munu. verða haldnir fundir og rædd nokkur þau mál, er sérstök á- stæða þykir til að fylgja fram á sviði lista og listmenningar £ landinu. (Frá framkvæmdanefndinni). Dregið í A-flokki I gær var dregið í fjórða sinn í A-flokki happdrættis- láns ríkissjóðs og komu hæstu vinningarnir á eftirtalin númer: 75 þús. kr. á nr. 70638; 40 þús. kr. á nr. 92329; 15 þús. kr. á nr. 146912; 10 þús. kr. komu á eftirtalin nr! 60260; 64168 og 141633. Fimm þús. kr. komu á þessi númer: 8658; 20134; 110813; 114852 og 142261. (Birt án ábyrgðar. ífiistlilf Síðan gengislækkunin var framkvæmd hefur ein verðhækkunin af annarri dunið yfir íslendinga, og er þó aðeins komið fram örlítið brot af því sem koma skal. Helztn verðhækkanirnar hingað til eru þessár: Kolatonnið 70 kr. Síma- og póstgjöid til útl. 75 % Molasykúrskílóið 65 au. Strásykurskílóið 25 au. Benzínlítrinn 23 au. Hráolíutonnið 213 kr. Fargjöld með flugvélum 75 % Fargjökl með erl. skipum 75 % Farmgjöld 45 % Sígarettupakkinn 65 au. Tóbak almennt 10 % Aúk þessa hafa ýmsar sérvörur þegar hækkað, en meginhækkanirnar eru sem sagt enn ókomnar. Ofan á allt þetta framlengdi svo alþingi fyrir páskana sölu- skattinn og gjaldeyrisskatta á bifreiðar og ferðagjald- eyri, Það voru hinar marglýstu hiiðarráðstafanir. „Vi^reisniiT og bænduc: Bændur krefpsf erlends áburðar á gmh genginu Nýlega samþykkti Búnaðarfélag Fljótshlíðar á fjölmennum bændafundi að krefjast þess að bændur fengju tilbúinn áburð að þessu sinni á gamla genginu, eða eins og það var áður en krónan var felld. Sósíalistaflokkurinn benti á það að gengislækkunin hlyti óhjákvæmilega að hafa í för með sér minnkuð áburðar- og vélakaup bænda og verða hneltkir- fyrir Iandbúnaðinn, en „bændaflokkarnir“, Framsókn og Ihald- ið, ákváðu að bændur skyldu vérða að smakka blessun „viðreisnar" sinnar. — Bændunum smakkast „viðreisn- in“ þannig að þeir liafa margir afturkallað áburðarkaup sín og nú krefjast Fljótshlíðingar að fá áburðinn á gamla genginu.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.