Nýi tíminn - 20.04.1950, Qupperneq 6
NÝI TfMINN
eftir enska kvenlœkninn Barton
í þýðingu
Katrínar Sverrisdóttur
Formáíi eftir
FYRSTA BARNIÐ gefur svör við flestu því, sem verðandi móðir þarf
að vita og er leiðsögn um uppeldi og umönnun ungbama.
Höfundurinn skrifar:
TIL HINNAR VERÐANDI MÓÐUR
„Eg skrifa þér vegna þess, að ég veit af eigin raun, hve
áhyggjufull ung móðir getur verið. Grannkona ræður þér til
eins, en tengdamóðir þín fullyrðir hið gagnstæða. Sjálf verð-
ur þú óróleg, ef barnið þitt grætur, og heldur að ekki sé
allt með felldu, ef það er 'kyrrlátt. Af öllum þessum ástæð-
um og ýmsu öðru, hættir þér til að örvænta um að þér tak-
ist að annast barnið sem skyldi.
Ég vona, að þessi bók geti létt af þér ýmsum erfiðleikum
og liðsinnt þér í hinum mörgu smávandamálum, sem að ber-
ast. Ég hef reynt að gera ljóst, hvað iþað sé, sem mikilsvert
er í raun og veru....“.
FYRSTA BARNIÐ er bók, sem sérhver ung móðir ætti að eiga og lesa.
Kostar aðeius kr. 15*00.
Bókaútgáfan Heimskringla
Fimmtudagur 20. apni 1950.
Konungsdeilan í Beigíu
J^ONUNGAR eru orðnir fá-
gæt fyrirbrigði nú um
miðja tuttugustu öld og at-
kvæðalitlir á þeim fáu stöðum,
sem þá er enn að finna. Það
kemur því hálf hlálega fyrir
sjónir, að í einu af háþróuðustu
löndum Vestur-Evrópu skuli
allt vera i báli útaf því, hver
fara skuli með konungdóm.
Vikum saman hefur Belgía ver
ið á barmi borgarastyrjaldar
og legið við að ríkið myndi
klofna vegna ósættis um per-
sónu Leopolds III. Enn er deil-
an óleyst og allra veðra von.
Stöðugt vaxa ýfingar milli
Flæmingja og Vallóna, milli
verkalýðshreyfingarinnar. og
borgarastéttarinnar, milli ka-
þólskra og prestahatara, og til-
efni allra þessara óskapa er
Leopold konungur. Flæmingjar,
borgarastéttin og kaþólskir
vilja fyrir hvern mun að Leo-
pold setjist í hásætið á ný.
Vallónar, sósíaldemokratar og
prestahatarar eru jafn stað-
ráðnir í að hann skuli aldrei
framar stíga fæti á belgiska
grund sem konungur, og
heimta að hann segi af sér og
afsali sér konungdómi i hend—
ur Boudouin syni sínum. Ivom-
múnistar einir hafa kveðið upp
úr með það, að bezt sé að biðja
alla konunga vel að lifa og
stofna lýðveldi í Belgíu.
LLDEILURNAR um Leo-
pold eru ekki nýtilkomnar.
Þær hófust fyrir alvöru vorið
1940, þegar varnir Breta og
Frakka í Belgiu brustu fyrir
sókn Þjóðverja. Belgíska rikis-
stjórnin ákvað þá að fara úr
landi til London og halda styrj
öldinni áfram þaðan. Leopold
neitaði að verða ráðherrum sin
um samferða. Hann samdi við
Þjóðverja um uppgjöf belgiska
hersins, afhenti þeim vopna-
búnað hans allan og fór rak-
leitt á fund Hitlers i Berchtes-
gaden. Hann var þá sannfærð-
ur um, að Þjóðverjar myndu
vinna styrjöldina og vildi ganga
frá stöðu Belgíu í „nýskipan“
nazista í Evrópu. Leopold var
þegar fyrir styrjöldina mikill
aðdáandi italska fasismans,
systir hans var gift Umberto,
ríkiserfingja á Italíu. Ekki
gekk þó saman með honum og
Hitler. Konungur hvarf aftur
til Belgíu og kvaðst ætla að
„taka þátt í örlögum her-
manna sinna," gerast fangi af
fúsum vilja. Ekki er þó hægt
að segja, að fangelsið hafi ver-
ið strangt. Hann fór skemmti-
ferðir á stríðsárunum til Vín
og Miinchen og kvæntist í ann
að sinn flæmskri fegurðardís,
Lilian Baels úr alræmdri kvisl
ingafjölskyldu. Brúðhjónin
fengu blóm og heillaskeyti frá
Hitler. öll striðsárin liðu án
þess að Leopold gerði hið
minnsta til að ýta undir and-
stöðu gegn Þjóðverjum. Hann
forðaðist meira að segja að
gera nokkuð sem styrkt gæti
aðstöðu útlagastjórnarinnar í
London. Þegar andstöðuhreyf-
ingin bað hann að biða komu
Bandamannaherjanna í Bruss-
el eða gerast virkur liðsmaður
í andstöðuhreyfingunni gerði
hann hvorugt en bað þess í
stað Þjóðverja að fara með
sig og sína til Þýzkalands.
EOPOLD og fylgismenn
hans hafa síðan reynt að
breiða út þá sögu, að Þjóð-
verjar hafi flutt hann nauðug-
an frá Belgíu. Ríkisstjórnin
lagði þó ekki trúnað á það,
hún gerði Charles bróður Leo-
polds að ríkisstjóra og ákvað,
að þingið skyldi á sínum tíma
taka endanlega ákvörðun um
framtíð Leopolds, sem síðan í
striðslok hefur búið í Sviss. I
Belgíu skapaðist smátt og
smátt samfylking ýmissa afla,
sem gjarnan vilja fá Leopold
til ríkis á ný. Sá fjölmenni hóp
ur, sem var illa við alla virka
andstöðu gegn Þjóðverjum og
reyndi að græða á hernáminu,
álítur að afturkoma Leopolds
væri uppreisn fyrir sig. Ka-
þólska. kirkjan og auðstéttin
vita hve afturhaldssamur Leo-
pold er, og telja hann æskileg-
an bandamann gegn verkalýðs-
hreyfingunni-i þeim stéttaátök
um, sem stórfellt atvinnuleysi
og kreppa munu hafa í fór
með sér. Flæmingjar í norður-
hluta Belgíu búa við mikið
f
klerkaveldi og auk þess eru
margir þeirra ginkeyptir fyrir
að fá flæmska drottningu í há-
sæti Belgíu.
J ÓÐ ARATKVÆÐA
GREIÐSLUR til að
skera úr málum eru bannaðar
í Belgíu, en ákveðið var, að
leita álits þjóðarinnar um aft-
urkomu Leopolds þinginu til
leiðbeiningar. Tæp 58% atkv.
féllu Leopold í vil, hann hafði
mikinn meirihluta í Flæmingja
landi en var i miklum minni-
hluta í Vallóníu. Kaþólski
flokkurinn taldi úrslitin ótví-
ræða bendingu um að þjóðin
vildi fá Leopold til ríkis á ný
en sósíaldemókratar og frjáls-
lyndir, sem hafa ásamt komm-
únistum meirihluta í neðri
deild belgiska þingsins, bentu
á að þingbundin konungsstjórn
byggðist á þvi að konungurinn
væri einingartákn þjóðarinnar.
Þar sem Leopold væri hinsveg
ar orðinn slíkt sundrungar-
efni yrði hann að víkja. Sumir
forystumenn sósíaldemókrata
hafa ekki aðeins hótað alls-
herjarverkfalli heldur jafnvel
uppreisn ef með þurfi til að
hindra afturkomu Leopolds.
Meðan þessu fer fram
harðnar Marshallkreppan i
Belgíu, áttundi hver vinnu-
fær maður gengur þegar at-
vinnulaus. Fáir mega þó vera
að því að sinna slíkum smá-
munum, allt í Belgiu snýst um
Leopold.
M. T. Ó.