Nýi tíminn


Nýi tíminn - 20.04.1950, Qupperneq 4

Nýi tíminn - 20.04.1950, Qupperneq 4
s NÝI TlMINN Fiinöltuð&'gur ‘ 20. apríl 1950. NÝI TÍMINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson Áskriftargjald er 20 krónur á ári. Greinar I blaðið sendist til ritstjórans. Adr.: Afgreiðsla Nýja tírnans, Skólavörðustíg 19, Reykjavík Afgreiðsla og auglýsingaskrifstofa Skólav.st. 19. Sími 7500. ,, Frentsmlðja Þjóðviljans h.f. Gengislækkunin stöðvar tækniþróun landbúnaðarins án þess að leysa vandamál útvegsins Þær fréttir berast nú af fundum ýmissa bænda- samtaka úti á landi að þau krefjist þess aS bændur fái ýmsar rekstrarvörur til framleiðslu sinnar með því verði cr gilti fyrir gengislækkunina. Áður höfðu borizt fregnir um samskonar kröfur frá íélögum námsmanna í ýmsum löndum. „Og munu þar fleiri á eftir fara“, segir máltækið. Sýnir þetta glöggt hver óhugur hefur gripið um sig ■vegna þessara síðustu stjórnarráðstafana, gengislækkun- arinnar, sem látið var í veðri vaka, að ætti að leysa "vandamál þjóöarinnar, en aöeins verða til að auka þau eins og reynslan er þegar að sýna. Undanfarin ár hefur allmikið verið um þaö rætt hvort gengislækkun yrði bændastéttinni hagstæð. Á íundum stéttasambandsins hefur þetta m.a. mjög borið á góma. Yfirleitt má fullyrða að meginþorri bænda hafi alltaf veriö mjög vantrúaður á hagstætt gildi gengis- lækkunar fyrir landbúnaðinn. Hins vegar hafa ýmsir þeir, sem vilja telja sig pólitíska forustumenn bænda- stéttarinnar haldið hinu fram. Hafa þeir nú neytt valda- aðstöðu sinnar til að knýja mál þetta í gegn á Alþingi. Þegar yfirvega skal áhrif gengislækkunar á afkomu landbúnaðarins, ber fyrst aö athuga markaðsaðstöðu fyrir vörur hans. Þær eru að langmestu leyti seldar á innlendum markaði, og sölumögnleikar mjög undir því komnir hvernig fjárhagsafkoma neytendanna er. Hin gífurlega aukning er varð á sölumagni landbúnaðarvara innanlands á styrjaldarárunum er að mestu leyti að þakka aukinni kaupgetu frá því sem var fyrir styrjöldina. Þessi sala hefur haldizt síðan styrjöldinni lauk vegna þess að atvinna hefur verið nokkurnveginn nægileg og tekjur almennings því sæmilegar. Hins vegar gefur það auga leið að gengislækkunin rýrir kaupgetu alls þorra launþega svo mikið, að mjög mikil hætta skapast á því að fólk neyðir-t til aö spara 'við sig kaup þessara vara svo sem unnt er. • Hagfræðingar þeir er álitsgerð frumvarpsins sömdu •gera líka beinlínis ráð fyrir því, að útflutningur land- búnaðarvara þurfi að aukast. En engin von getur orðið til þess að slíkur útflutningur vegi móti því tjóni, sem hlýzt af þrengri innanlandsmarkaði. Þá er önnur aðalhlið þessa máls, er að landbúnað- inum snýr. Það er innflutningsverö bæði rekstrarvara til atvinnurekstrarins og nauðsynjavara til neyzlu fólks- ins sjálfs. Undanfarið hafa bændur unnið af kappi að því að auka ræktun, vélanotkun og hverskonar tækni í atvinnu- rekstrinum. Slík bylting kostar stóraukinn innflutning á vélum, tilbúnum áburði, olíum, benzíni, erlendu fóðri o.fl. Margar af þessum vörum s.s. tilbúinn áburður, fóður- bætir o.fl. hafa verið seldar með lítilli álagningu. Erlenda verðið á þessum vörum hefur því verið hlutfallslega mikili partur útsöluverðsins. Þegar innkaupsverð þeirra hækkar xiú um 74% vegna gengislækkunar verður heildaiverð- hækkun þeirra mjög mikil, og meiri en margra annarra. Þær vörur sem keyptar eru og hafa verið keyptar fyrir döllara voru auk þess búnar að hækka í innkaupsverði xun 44% við gengisfellinguna í haust. Þegar hin nýja verðh. bætist ofan á það verður það eamtals á annað hundrað prósent hækkun frá síðasta „Peningcma eða líflið" Kafli úr bréfi irá bónda í Mýrasýsiu Mikil óánægja ríkir nú meðal |lífið“. Átti saga þessi að sýna Framsóknarmanna síðan flokk- ,hve skeleggur Framsóknar- ur þcirra gekk til stjórnarsam- ilokkurinn væri í stríðinu gegn starfs við Sjálfstæðisflokkinn, fjárplógs;tarfseminni. Þá lét og er það að vonum, svo ber Hermann einnig í það skína, að eru svik hans við öll loforð um iviðskiptamálin væru alls ekki baráttu gegn íhaldinu að lengra verður naumast komizt í póii- tísikri niðurlægingu. Forustumenn Framsóknar munu hafa orðið varir við þessa óánægju a.m.k. hér í Mýra- sýslu og af því tilefni var boð- aður fundur í Borgarnesi á skírdag, og mættu þar Hermann Jónasson og Bjarni Ásgeirsson. Eklci virtist áhugi manna til að sækja þennan fund hafa verið mikill, því að sögn fundar- manna voru þar 60 manns þeg- ar flest var. Hörð gagnrýni kom fram á fundinum á flokks- forustuna og mjög á Hermánn Jónasson sjálfan. Er það á orði haft, að einn hinna ungu Fram- sóknarmanna hafi mjög deiit á þann undirlægjuhátt og aum- ingjaskap, er flokkurinn hefði sýnt í þessum. málum öllum og talið Hermann hafa haldið illa á málum. Framsókn fengið í sinn hlut minniháttar ráðherraembætti, og sérstaklega þó það, að Björn Ólafsson var gerður að við- skiptamálaráðherra. Hefði Framsókn svikið þar geyisilega í verzlunarmálunum sem öðru. Þessari gagnrýni svaraði Hermann og taldi hana hafa við lítil rök að styðjast. Kvað ýljálfstæðisflokkinn mjög ó- ánægðan í samstarfinu og þætti Framsókn ráða of miklu. Sagði hann þá sögu, máli sínu til stuðnings, að einn Sjálfstæðismaður hefði tekið sig tali og sagt við sig, að Framsóknarmenn væru eins og ræningjar, sem otuðu byssu að manni og segði „peningana eða frekar í höndum viðskiptamála- ráðherra og skipti því ekki máli þótt Bjöm Ólafsson færi með þau mál. Væntanlega hafa flestir fundarmenn munað það, að í vantraustsumræðunum sagði Hermann sjálfur að mestu máli skipti um fram- kvæmdina og þar með embætti viðskiptamálaráðherra. E. t. v. hafa einhverjir brosað í laumi. Þá gat Hermann þe;s einnig að Framsókn hefði fengið for- seta íslands til að neita kröfu Sjálfstæðisflokksins um þing- rof og nýjar kosningar og þótti það mikill sigur fyrir Fram- sókn, sem og var rétt, því mikið afhroð hefði flokkurinn goldið í þeim kosningum a.m.k. ef kjósendur hefðu rétt metið starf hans á þessu þingi. Þá taldi Hermann það mikinn ávinning, að Framsókn hefði fjármálin og væri Sjálfstæðis- mönnum mjög illa við að hafa Eystein fyrir fjármálaráðherra, því þeir væru svo hræddir við framkvæmd Eysteins á skatta- lögunum. Ekki heldur nein furða. Það er ekki við góðu að búast, þegar von er á Eysteini eins og ræningja tilbúnum að skjóta, talandi ræningjamáli. „Peningana eða lífið“!!! Þá veit almenningur að Fram sókn ræður yfir fjármálunum. En það má þá heldur ekki gleymast, þegar farið verður að deila á fjármálastjórn nú- verandi ríkisstjórnar. Þá undirstrikaði Hermann það hve miklu meiri hyggindi væru í því fólgin, að hafa stjórn arsamstarf við Sjálfstæðisflokk ári. Nú munu bæði Eimskipafélag íslands og S. í. S. hafa fengiö leyfi ríkisstjórnarinnar til 45% hækkunar á farm- gjöldum. Tollar hækka að sarna skapi sem innkaupsverð. Reynslan sýnir sig núna þessa dagana. Beltisdráttar- vélar meö jarðýtum, sem kostuðu innan við 100 þús. kr. fyrir ári síðan, verða lítið innan við 200 þúsund kr. nú að sögn innflytjendanna sjálfra. Nú er Fjárhagsráð að veita leyfi fyrir nokkrum slíkum vélum. Sama gildir vitanlega um smærri vélar allar, jeppa- bíla og annað sem fyrir dollara er keypt. Er auðséð að jafnvel-þótt gjaldeyrir væri til, leyfa fjárhagsmöguleikar bænda þeim ekki slík kaup við hinu nýja veröi. Sama hætta vofir yfir gagnvart rekstrarvörum s.s. tilbúnum áburði, sáðvörum, olíu og öðru slíku. Sú þróun til full- komnari framleiðsluhátta í landbúnaðinum, sem hafin hefur verið og var sumstaðar nokkuð á, veg komin, hlýtur því að stöðvast vegna þeirrar verðbólgu er gengis- breytingin veldur. Þannig verður afléiðing þessara aðgerða á afkomu og framvindu landbúnáðarins. Þannig verður árangurinn af' „viðreisnaráformum" núverandi valdhafa þegar þau koma til framkvæmda. Og það sem þó er verra en allt annað er það, að þau leysa á engan hátt vandamál þeirra. sem þau eiga að vera gerð fyrir. inn til að koma fram málum, sem sá flokkur væri andvígur, heldur en að mynda stjórn á móti Sjálfstæðisflokknum til að koma sömu málum fram. Hafa menn heyrt snjallari röksemda- færslu ? Nokkrar spurningar voru lagðar fyrir þá Hermann og Bjarna m.a. hve vöruverð mundi hækka mikið við gengislækkunina. Það kváðust þeir ekki vita, og mun rétt vera því í blindni var gengis- lækikunin gerð. Hér hafa nú verið rakin nokkuð þau rök, sem þessir forustumenn Framsóknar flytja kjósendum sínum. Verður ekki annað séð, en að útlit sé fyrir að þær séu ætlaðar barnalega trúgjörnum mönnum sem elcki hugsa sjálfstæða hugsun. Er álit Framisóknarforkólfanna á kjósendum sínum virkilega þannig? Eða er þessi leikur leik inn til að halda fylgi fólks með hinar ólíkustu skoðanir? Er Hermann róttækur fyrir kosningar til að halda til flokks ins fylgi manna sem raunveru- lega eru sósíalistar að lífsskoð- un en hafa iátið glepjast af Rússagrýlu og öðrum ámóta • vizkulegum áróðri, en svo er um fjölmarga af frjálslyndari fylgjendum flokksins? Er Ey- steinn íhaldssamari. en sjálft íhaldið í mörgu til þess að tapa ekki íhaldsfylginu innan flokks ins til Sjálfstæðisflokksins? Og hvers vegna talar Bjarni Ás- geirsson venjulega eins og hann sé að tala við börn? Er það handa þeim trúgjörnu, sem hugsa um flokkinn eins og skáldið segir um skapara heims ins? „Allt er gott, sem gjörði hann.“ Þannig má segja, að hverjum sé ætlaður sinn skammtur, og svo hangir allt flokkshripið saman af gömium vana. Þessi fundur í Borgarnesi varpar svo skýru ljósi á framferði og rök- semdafærslu þessara stjórn- málaleiðtoga, að á betra verð- ur ekki kosið. Hve lengi getur þessi leikur gengið? Því svara kjósendur i næstu kosningum. Og ekki skyldi mig imdra, þótt margir af hinum frjálslyndari fylgjend um Framsóknar fari nú að sjá í gegn um þennan vef. Að vera Framsóknarmaður að pólitískri trú en sósíalisti í hugsun og lífsskoðun getur ekki samrýmzt til lengdar. Þetta fólk þarf að kynna sér málin frá fleiri hlið- um en einni. Engir hleypidómar eða Rússagrýla mega verða ó- yfirstíganlegir erfiðleikar, er komi í veg fyrir að það nái að átta eig á sinni eðlilegu þjóð- félagsafstöðu, og neiti að láta hafa sig fyrir þátttakendur í þessum leik lengur. Aldrei hefur íslenzku þjóð- inni legið meira á að samstilla Framhald á 7. síðu.

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.