Nýi tíminn


Nýi tíminn - 20.09.1951, Page 1

Nýi tíminn - 20.09.1951, Page 1
Fimmtudagur 20. sept. 1951 — 10. árgangur — 28. tjölublað Hið nýja flutningaskip Eimskipafé- Eagsins heitir Reykjafoss Skipið var aíhent íslendingum í íyrradag Eins og áður hefur verið skýrt frá, hefur H.f. Eimskipafélag íslands fest kaup á vöruflutningaskipi í Italíu. Skipið var afhent félaginu í fyrradag (12. september) í Genúa, og var því um leið gefið nafnið „REYKJAFOSS“. SVIK I LANDHELGISMALINU? Brezki kúgunarsamningurimi um 3 mílna landhelgi rennur ut eftir fáa daga en Bretar hafa krafizt framhaldandi sérréttinda og véfengt rétt íslendinga til að stækka landhelgina Hefur ríkisstjórnin undanþegið brezk fiskiskip ákvœðum reglugerðarinnar um stœkkun landhelginnar einnig effir að samningurinn frá 1901 fellur úr gildi? Mun m.s. Reykjafoss hafa farið frá Genúa 13. þ. m. áleiðis til Séte eða Port de §ouc í Suð- ur-Frakklandi (nálægt Marseill- es), og taka þar fullfermi af málmgrýti, sem flutt verður til Hollands. Þaðan fer skipið til Hamborgar, þar sem nokkrar breytingar og viðgerðir á því veroa framkvæmdar. Má búast við að hinn nýi Reykjafoss komi hingaö til lands í lok næsta mánaðar. Skipstjóri á Reykjafossi er Sigmundur Sigmundsson (áður skipstjóri á e. s. Fjallfoss), I. stýrimaður Eyjólfur Þorvalds- son, I. vélstjóri Ágúst Jónsson, loftskeytamaður Sigurður Bald- vinsson. í Reuter-skeyti frá London, dagsettu 13. júlí, er birt hefur verið í er- lendum blöðum, segir svo: „England hefur farið þess á leit við ísland að það fresti hinu fyrir- hugaða banni við fiskveiðum Englendinga úti fyrir norðurströnd íslands, sagði landbúnaðar- (og fiskveiða-) ráðherrann Tom Williams nýlega. í svari við fyrirspurn í þinginu lýsti hann þessu yfir m. a.: Það er efalaust að verði hinar íslenzku ákvarðanir um bann gegn togveiðum úti fyrir norðurströnd landsins látnar taka gildi hvað viðkemur enskum skipum, yrði það tilfinnanlegt fyrir fiskveiðihagsmuni Breta. Ríkisstjórn hans há- tignar á þess vegna í samningum við ríkisstjórn íslands varðandi þetta mál og hefur farið bess á leit við hana að hún fresti að beita þessum ákvörðunum gegn enskum skipum, þar til Haagdómstóllinn hefur kveðið upp úrskurð". í fréttatilkynningu frá íslenzka utanríkisráðuneytinu segir meðal ann- ars ag ákveðið hafi verið að senda tvo þjóðréttarfræðinga til Haag að vera við hinn munnlega málflutning Norðmanna og Breta 25. september, og ennfremur þetta: „Að svo vöxnu máli þykir því rétt að taka ekki ákvörðun um frekari aðgerðir skv. lögum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins og beitlngu reglugerðarinnar skv. þeim lögunt gagnvart öðmm en þeim sem hún þegar tekur til, fyrr en sýnt er, hvernig máliS horfir við eftir meðferð landhelgismáls Breta og Norðmanna í Haag.” — (Leturbreyting N.t.) Það sem felst í þessum sakleysislegu setningum er hvorki meira né minna en það að ríkisstjórn íslands hefur látið undan beirri kröfu brezku stjórnarinnar, að stækkun landheiginnar fyrir Norðurlandi, sem ákveðin var með reglugerð frá 22. apríl 1950 og bannið við botnvörpuveiði og drag- nótaveiði sem í henni felst, skuli ekki ná til brezkra skipa. Þessa ákvörðun tekur ríkisstjórnin án þess að bera hana undir utanríkismálanefnd og Al- þingi, án þess að gefa íslendingum nokkurn kost þess að fylgjast með „samningunum" um málið, sem brezkum þingheimi og erlendum blöðum er skýrt frá. 3. okt. 1951 Kúgunarsamningnum um 3 mílna fiskveiðalandhelgi við ís- land, er Bretar gerðu við Dani 1901, var loks sagt upp 3. októ- ber 1949. Uppsagnarfrestur þess samn- jngs var tvö ár. Ilann fellur því úr gildi 3. október 1851. 4 mílna land- helgi Lögin um vísinda’ega vernd- un fiskimiða landgrunnsins voru undirbúin af nýsköpunarstjórn- inni og lögfest 1948. Loks í fyrra, 22. apríl 1050 var sett reglugerð á grundvelli þeirra laga, er kvað á um 4 mílna landhelgi fyrir Norðurlandi. frá Horni að Langanesi, og innan þeirrar landhelgi bönnuð öll botnvörpu- og dragnótavei'ði, jafnt Islendingum sem útlend- ingum, og útlendingum einnig bönnuð þar síldveiði. Bretar undan- þegnir! Þessar ákvarðanir snertu þó ekki eina þjóð, Breta! 1 5. gr. reglugerðarinnar segir: „Fram- kvæmd á reglugerð þessari skal haga þannig, að hún sé ávalt í samræmi við milliríkjasamn- inga um þessi mál sem Island er aðili að á hverjum tíma“. Og enn stóð brezki kúgunar- samningurinn, hann átti ekki að falla úr gildi fyrr en í haust, 3. október. Ósvífin krafa En brezka stjórnin heimt- ar áfram 3 mílna landhelgi fyrir Norðurlandi þó Islend- ingar og allar aðrar þjóðir miði þar við 4 mílnalandhelgi. Og hún heimtar að réttur ís- lendinga til ákvörðunar 4 mílna landhelgi sé háður „úr- skurði“ Ilaagdómstólsins! Þetta kemur skýrt fram í ummælum hins brezka ráð- herra sem birt eru í inn- gangi þessarar greinar. Látið undan Um þetta makkar Bjami Ben. og ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar, og birtir loks tilkynningu, hálf- um mánuði áður en Islending- ar §iga endanlega að losna við brezka kúgunarsamninginn frá 1901, þess efnis að „rétt þyki“ að reglugerðinni um 4 mílna landhelgina fyrir Norðurlandi verði ekki „beitt gagnvart öðr- um cn þeim sem hún þegar tek- ur til, fyrr en sýnt er hvernig málið horfir- við eftir meðferð landhelgismáls Breta og Norð- manna í Haag“. Sextugur fslendingur rekinn áfram með byssusting af banda- rískum hermanni íslendingurinn hafði farið að ná í grjót á Vogasfapa Eitt sinn í sumar fóru tveir menn úr Keflavík í vörubíl inn á Vogastapa til að sækja þangað grjót. Að þeir fóru þangað liggur í því að næst veginum hefur mestallt grjót sem þægilegt er að eiga við þegar verið tekið í nánd við Keflavík. Byrjuðu þeir á grjóttökunni og áttu sér einskis ílls vdn, en allt í einn heyrðu þeir öskur mikið og þegar þeir litu upp sáu þeir vígbúinn bandarískan stríðsmann, bend- andi og æpandi. Kom hann síðan til þeirra, mundaði riffil og otaði að þeim byssustingnum. Skipaði hann þeim að rétta hendur upp fyrir höfuð og rak þá síðan af stað. Annar þessara manna er um sextugt og auk þess sem honum fannst þetta ekki þægileg göngUstiIling og með öllu ástæðulaus hafði liann ekki vanizt því að ganga um heimabyggð sína með hendur fýrir ofan höfuð, rekinn áfram með byssusting erlends hermanns, og lét hann því hendurnar falla niður með síðunum og gekk elns og hon- um var eðlilegast. Heyrð-i hann þá hinn bandaríska stríðs- mann hvæsa fyrir aftan sig um „fucking crasy Icelanders“ og fann byssustinginn við bak sitt, en við það sat. Stríðsmaðurinn rak þá síðan áfram heim að loftskeyta- stöðinni á Stapanum. Komu þar út bandarískur lögreglu- þjónn og liðsforingi og á liæla þeirra íslenzkur strákur, lítið yfir fermingaraklur að sjá. Voru grjóttökumennirnir látnir skýra frá ferðum sínum en þvínæst sagði liðsforinginn þeim að þeir mættu fara. Þeir félagar ætluðu að_ taka grjótið skammt frá þar sem Grindavíkurvegurinn liggur út af Suðuniesjaveginum og hefur þetta svæði á engan hátt verið auðkennt né aug- lýst sem bannsvæði. Suðurnesjamönnum þykir því fjandi hart að geta ekki farið um byggð sína án þess að eiga á hættu að vopnaðir bandarískir hermenn komi vaðandi og reki þá áfram með byssustingjum eins og hertekna fanga í stríði. Viðskiplajöfnuðurinn óhagstæður uni 178.5 milljénir króna fyrstu 8 mánuði ársins Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu frá Hagstofu fslar.ds var viðskiptajöfnuðurinn fyrstu átta mánuði ársins óhagstæður uni 178 millj. 492 þús. kr„ en á sama tímabili í fyrra var hanu óhagstæður um 154 miilj. og 826 þús. kr. Þessa fyrstu átta mánuði ársins 1951 voru fluttar út vörur fyrir samtals 383.141 þús. krónur, en innflutt fyrir 561.633 þús. kr. Á sama tíma í fyrra var flutt út fyrir 235 millj. 290 þús. kr., en inn- flutt fyrir 390 millj. 116 þús. krónur. Á bessu ári hafa verið flutt inn skip að verðmæti 53,387 Framh. á 7. síðu

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.