Nýi tíminn


Nýi tíminn - 20.09.1951, Side 2

Nýi tíminn - 20.09.1951, Side 2
2) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagiir 20. september 1951 Líkið í mýrinni. Eins og okkur er öllum kunn- ugt er Danmörk afburða auðug af merkum fornminjum, en enginn fundur hefur nokkru sinni valdð slíkum æsingi í hug um ma*ína og konulík, sem fannst í mýri við Haraldskjær nálægt. Vejle á Jótlandi. Hópur manna var að grafa skurð í gegnum mýrina 20. október 1835, þegar þeir sáu hönd og fót á manni standa fram úr ©kurðveggnum. Þetta reýndist vera konulík, sem hafði hald- ið sér vel eins og smurlingur, í klæðum úr ullardúk og yfir- höfn úr loðskinni. Það lá strax í augum uppi, að slys hafði ekki orðið henni að bana. Þvert á móti hafði kcnan verð grafin í mýrinni að yfirlögðu ráði og samkvæmt fyrirframgerðrj áætlun. Það sást af því, að hún var njörvuð niður í kelduna með trékrók- um, sem höfðu verið reknir nið ur sinn yfir hvort hné og sinn yfir hvorn olnboga en tveir við- arteinungar vafðir þétt eir.sog gjarðir, annar yfir brjóstið og hinn yfir kviðinn, svo að hún hefur ekki getað hreyft legg eða lið. Líffærarannsókn færði heini sanninn um það, ao hún hefur verið lifandi meðan þann- ig var um búið, og skurðgraf- ararnir, sem fundu liana, sögðu að á andlitinu hefði verið á- takanlegur skelfingarsvipur, augun hálfopin og augnaráðið beinzt upp. Gimnhildiu: sögð fandÍR. Vísindaleg líkrannsókn leiddi einnig i ljós, að konan var um fimmtugt, ljóshærð, heldur gildvaxin og brjóstamikil. Hend ur og fætur voru fingerð og bentu ekki til að hún hefði ver- ið vön erfiði. Líkið var seinna flutt til Nikolaikirkju í Vejle og lagt á líkbörur í fagurri eik- arkistu, sem sjálfur Friðrik konungur VI. borgaði. Fólk gerði sér hópum saman ferð til Vejle til að sjá hana. Hroða- legar kringumstæður við fund- inn gátu ekki annað en haft djúp áhrif á fólk, og ekki dró úr þeim, þegí.r alþýðlegur bæk- lingur með nafninu ,,Líkið upp- grafna“ og barmafullur af ó- hugnanlegum útlistunum var gefinn út sem „Bókmenntir til skemmtunar dönskum vinnu- stéttum“. Ekki minnkaði forvitnin, þeg ar mikilsvirtur sagnfræðingur, N. M. Petersen prófessor, gaf ,út um sama leyti langa rit- gerð, þar sem sýnt var fram á það með miklum lærdómi, að látna konan væri engin önnur en Gunnhildur Noregsdrottn- ing, ekkja Eiríks blóðaxar. Fáir einstaklingar í scfeunni hafa lilotið jafn ómjúka með- ferð eftirkomendanna. I Is- lendingasögum, rituðum eftir hennar dag, er skýrt frá því, að hún hafi verið galdranorn af lappakyni og á hana voru bornar allar þær þungu sakir, eem ímyndunarafl almennings eignar „vondu drottningunni" í ævintýrunum. Hún fær Eirík konung til að fremja bróður- morð og undirferli, og síðan feta sömu slóð. Eins og aðrar galdranornir tekur hún sér að hvílunaut sérhvern mann, sem hún girnist, og galdrar hennar verða að falli þeim, sem hafna blíðu hennar. Loks fær hún þá refsingu, sem hún hefiir unnið til. Har- aldur blátönn Danakonungur og Hákon Noregsjarl lögðu saman á ráðin, sem urðu henni að ald- urtila. Hún fékk bréf frá Dan- mörku, þar sem henni var boð- Eftir Haakeis Shetelig 1 júlí-ágúst hefti norð- urlandáíímaritsins „The Norsemán“, sem kemur út á ensku í London, birt- ist þessi grein eftir norska fornleifafræðinginn She- telig, prófessor í Osló. ið að gerasfc drottning Haralds konungs og lagði fagnandi af stað. En jafnskjótt og hún sté á land var hún handsömuð, flutt á hrott og henni drekkt í mýri, allt á einni nóttu. Og nú var hún fundin í mýr- inni við Haraldskjær, þessi grimma og aftaka óskírlífa Gunnhildur drottning, þessi einmana mynd úr fornaldarsög- unni. Petersen prófessor rakti allt það, sem íslendingasögur hefðu um hana að segja, tií að sverta minningu hennar. Hann hafði ekki miimsta grun um, að þetta var allt saman tilbún- ingur, í upphafi runninn undan i'ifjum Egils Skallagrímssonar, samtímamanns Gunnhildar og mesta slcálds sögualdarinnar á íslanai. Hann bar til Gunnhild- ar bitran haturshng, og hann •var fær um að láta það hatur í Ijós með orðum, sem aldrei fyrntust, því að hann var meist ari kyngimagnaðs ríms og liljómfalls. Það er athyglisvert, hvernig sagnaritarar héldu löngu síðar áfram að prjóna við þetta, bara með því að gefa ímyndunarafl- inu lausan tauminn en án þess að styðjast við neina raunveru- Jega sagnageymd. Gunnhild- ur var galdrakind, þessvegna hlýtur hún að vera upprunnin á Finnmörk og hafa unnið þar fyrsta ódæðisverkið. Vegna þess að hún var göldrótt hafði hún konunginn' og sonu hans á valdi sínu og bar ábyrgð á öllu því illa, sem þeir voru sak- aðir um. Ör hennar varð að bana Hákoni góða í Fitjabar- daga og innri rökvísi sögunn- ar krefst þess, að lífi hennar ljúki með hryllilegum og smán- arlegum dauðdaga. Drekking í mýri var mátuleg refsing fyrir illgjarna norn. Eldn heipild finnst. Það skal sagt þeim til máls- bóta, að hvorki söguritararnir né Petersen prófessor gátu haft vitneskju um nokkru eldra heimildarrit, stutta Noregssögu á latínu, sem fannst í bóka- safni .á Skotlandi og P. A Munch birti í fyrsta skipti ár- ið 1850. Fyrst nú í ár er Halv- dan Koth að þýða hana á norskt nátímamál. Hún er fá- kemur hún sonum hans til áðorð og heldur sér við stað- reyndir og er rituð eftir beinni gleymd en Konungasögurnar sem eru ritaðar síðar og list- rænni i byggingu. Þarna er ósköp bláttáfram skýrt frá því, að Gunnhildur drottning hafi verið dóttir Gorms gamla Danakonungs,'og því hefur hún verið systir Har- aldar blátannar. Við vitum ekki hvar eða hvenær hún andaðist. En við getum að minnsta kosti slegið því föstu, að Haraldur blátönn sendi lienni ekki biðils- bréf til að tæla hana til Dan- merkur. Þvert á móti fékk hún hæli hjá bróður sínum eftir að hún var orðin ekkja og synir hennar börðust með dönskum vopnum við Hákon góða til að vinna aftur Noreg. FoERmenjafræðin fekur af skarið Sögusögnin um hroðalegan dauðdaga Gunnhildar drottning- ar í mýrinni við Haraldskjær hefur nýlega verið gersamlega hrakin með rökum fornleifa- rannsókna I miklu verki, „Old- danske Tekstiler", er dr. Mar- grethe Hald, safnvörður við Þjóðminjasafnið í Kaupmanna- höfn, hefur ritað. I þessari bók, sem kom út fyrir jólin 1950 með löngum enskum úrdrætti, er lýst nákvæmlega fjölda hlið stæðra líkfunda í mýrum í Dan- mörku á þeim hundrað árum, sem liðin Cru síðan „Gunnhild- ur drottning" fannst. Ljóst er, að athyglin, sem sá fundur vakti, hefur glætt skilning manna á þörfinni fyrir að skýra frá þeim svo að sérfræð- ingar gætu kynnt sér þá. Áð- ur hafði lögreglán hinsvegar venjulega fyrirskipað greftrun í kirkjugarðinum hið skjótasta (og þess má geta, að einmitt það gerðist í Noregi, þegar svipaður fundur varð í Vester- álen fyrir ekki lengra síðan en 1936). Svo virðist, sem næstum öll „mýra-líkin“ í Danmörku séu frá fyrstu öld okkar tímatals og næstu öldum á eftir, það er að segja járnöld hinni fyrri, löngu fyrir tíma Gunnhildar drottningar. Eins og gefur að skilja eru fundirnir stórmerk viðbót við menningarsögu þessa tímabils. Bók dr. Margrethe Hald fjallar, eins og fyrirsögn- in gefur til kynna, aðallega um klæðaplöggin á líkunum, og all- ur sá fróðleikur um spuna, vefnað, flcttun, földun og út- saum, sem þar er saman kom- inn, er tvímælalaust náma nýrr ar vitneskju fyrir alla þá, sem um slíkt fjalla. Dr. Hald er máske fróðust allra Evrópu- manna um allar slíkar hannyrð- ir og nægir að nefna eldra verk hennar um danska klæðnaði frá bronsöldinni. Ég mun nú víkja að nokkr- um kynlegum sérkennum, sem fylgja hvað eftir annað lík- imum í dönsku mýrunum. I Huldremose nærri Randers fannst kona grafin liggjandi á bakinu með fótleggina kreppta, hægri handleggurinn brotinn, vinstri handleggurinn beygður yfir brjóstið og bundinn ramm- lega við bolinn, en á ská yfir fcrjóstið lá stafur úr örvaviði. I Borremose fannst kona ein þrekvaxin, andlitið á henni hafði verið kramið áður en hún var lögð. í gröfina. Kon.u við Auning var haldið niðri í mosanum með trékrókum og hælum á sama hátt og „Gunn- hildi drottningu“. Karlmaður í Borremose hafði reipi um háls- inn, en þar að auki var hnakk- inn knosaður og hægri lærlegg- urinn brotinn. I Lykkegárden fannst einnig karlmaður með reipi um hálsinn og hægri hand- legginn vantaði á hann. Stund- um hefur aðeins afskorið konu- höfuð fundizt í mýrunum. Það er einnig einkennilegt, að sum- ir karlmannanna hafa fundizt naktir í mýragröfum sínum en konurnar hafa allar verið al- klæddár. Bétfarfar germana. Slíkir fundir eru margir í Danmörku og einnig í Hollandi og aðliggjandi héruðum Norð- ur-Þýzkalands, og þeir eru vafa iaust menjar um fornt réttar- far, og þá skoðun styðja einnig ritaðar heimildir. Rómverski sagnaritarinn Tacitus segir varðandi hégningarlög germana á hans tímum, að svikarar hafi verið hengdir, en fábjánum, raggeitum og vansköpuðum mönnum var drekkt í mýrar- leðju undir knippum af lurk- um og limi. Sömu aftökuaðferð ir voru enn við lýði á víkinga- öldinni og miðöldum og þá sjá- um við einnig getið sérstak- lega einkennandi atriðis, fórn- arlömbin voru nefnilega hæluð niður í mýrina, en það var var- úðarráðstöfun gegn afturgöng- um. Sömu hugmyndir liggja að baki öðrum misþyrmingum, svo sem að binda hendurnar á bak aftur og brjóta úttimina. Löngu síðar háfa í sögum og sögnum geymzt minningar um þessar frumstæðu myndir rétt- Framhald á 7. síðu. SaisSargærar Það fer ekki ofsqgum af náð og hjartagæzku Bandaríkj- anna. Á undanförnum árum hafa þau sem alkunnugt er bjargað Islendingum upp úr eymd og volæði styrjaldaráranna á sérstæð- an hátt, hafið viðreisn sem mótar nú líf hvers einasta alþýðu- manns, sent okkur benjamínið og fórnað nokkrum verndarengla sinna til vistar á þessu kalda landi. En þau hafa ekki aðeins látið sér nægja að ala íslendinga og vernda eins og móðir barn, heldur er nú einnig komið í ljós að þau búa í ríkum mæli yfir umburðarlyndi hinnar góðu móður sem kann að fyrirgefa barni sínu misgerðir. Sá leiðinlegi atburður hefur nefnilega gerzt að ráðamenn íslenzku þjóðarinnar hafa brotið alvarlega af sér gegn hinum vestrænu vinum þrátt fyrir mjög innilega viðleitni til velþókn- anlegs lífernis. Af fullkomnu ábyrgðarleysi hafa þeir sent Pól- verjum járnarusl og sauðargærur, en hvorttveggja þessi vara er hin brýnasta hernaðarnauðsyn og sauðargærur sérstaklega nyt- samlegar í kalda stríðinu. Er þetta hátterni algerlega óskiljan- legt, því auðvitað koma þær jarðbundnu röksemdir ekki til greina að við höfum fengið frá Pólverjum í staðinn ekíki lakari nauð- synjar én járn, stál og kol, eftir að vestrænir vinir höfðu neitað okkur um þær afurðir. Að sjálfsögðu eiga athafnir íslenzkra ráðamanna að mótast af hugsjón en ekki einhverjum hversdags- legum verzlunarsjónarmiðum. Eins og Þjóðviljinn skýrðj frá einn blaða koniu æðstu ráðamenn Bandaríkjanna nýlega saman til að ræða þetta alvar- lega afbrot, og þar lá að sjálfsögðu við borð að hætta allri efnahags- og fjárhagshjálp til landsins eins og komizt var að orði, og gott ef ekki að talka af okkur verndina líka. En sem betur fór reyndust þessir ágætu menn búa yfir þeirri vináttu sem umber allt og fyrirgefur. Er það táknrænt að þeir lögðu sérstaka áherzlu á hinar jáikvæðu hliðar íslenzkra ráðamanna og bentu sérstaklega á að þrátt fyrir misgerðir sínar hefðu þeir þó ekki leyft „útflutning á vopnum, skotfærum, kjarnorkuhrá- efnum eða hernaðarvörum til sovétblakkarinnar“. Með tilliti til þess var ákveðið að fyrirgefa Islendingum í þetta sinn og að halda áfram að hjálpa þeim „í þágu öryggishagsmuna Banda- ríkjanna“ eins og komizt var að orði, svo sem eins og til að afsaka umburðarlyndið. Hins er svo að vænta, enda ekkert efamál, að ráðamenn Islendinga láti sór þetta að kenningu verða og hætti af fúsum og frjálsum vilja að birgja hina austrænu úlfa upp af sauðargærum. Það er furðuleg staðreynd að ekkert annað blað en Þjóð- viljinn skyldi minnast á þetta síðasta og fegursta dæmi um vinsemd Bandaríkjanna í garð Islendinga. Það er engu líkara en að þeir sem sízt sfkyldi búi yfir takmörkuðum skilningi á hinu vestræna góðverki. En ef til vill stafar þetta af því að það tekur dálítinn tíma að skipta um ham. Islenzku marsjallblöðin hafa nefnilega haldið því fram undanfarin pr að það væri heit- asta ósk þeirra að selja austrænum þjóðum sem mest af hvers kyns vörum, einnig járnarusli og sauðargærum, og Bandaríkin hefðu auðvitað ekkert við það að athuga, en hins vegar vildu hinar illu austrænu þjóðir helzt ekki sjá neitt sem íslenzkt væri. Þessi kenning lítur óneitanlega út eins og illa rifin sauðargæra eftir síðasta miskunnarveitk Bandaríkjanna og skiljanlegt að þeir sem duldust kunni illa við dagsljósið fyrst í stað. En þeir munu venjast því eins og öðru.og nægilegt verður af öðrum sauðargærum 1 landinu eftir að hætt verður við að senda þær til þeirra þjóða sem hin umhyggjusama vestræna móðir hefur vanþóknun á.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.