Nýi tíminn


Nýi tíminn - 20.09.1951, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 20.09.1951, Blaðsíða 6
6) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 20. september 1951 VéiasföSvar Þýzka lýi verið skipt upp. Þar geta bur- geisarnir enn í dag búið í sín- um höllum og elt sína héra fram og aftur um þau lönd, sem alþýðan þarf að fá til ræktunar. við með nýjum styrk. Þeir söngvar eru, ásamt hinum nýju, þrautæfðir af sönghópum sveitaæskunnar og fluttir eftir ströngum kröfum listarinnar. Ég heyrði til dæmis í nýju leik- riti um bændahreyfinguna, sem ég sá, söngva úr bændaupp- reisninni miklu í Þýzkalandi frá dögum Lúthers. friðsama starfs fyrir mannlegt líf. Mikill skortur faglærðra manna hafði verið í upphafi, en verkamennirnir höfðu skólað sig almennt og með miklum hraða. Þeir hafa lagt á sig mikla aukavinnu til þess að koma lagi á staðinn. Þeir hefðu unnið 10.000 tíma aukalega síð- an í október síðastliðinn. Samt væri mikið ógert eins og sjá Af og til allt Bérlínarmótið var fyrri hluti dagsins notaður af erlendum þátttakendum til fræðslu- og skemmtiferða um Berlín sjálfa eða sveitirnar um- liverfis hana. Er ekki að efa að reynslan úr sumum þeim ferðum mun bergmála oftar i hugum þátttakenda en margt annað eftirminnilegt, sem æsk- an lifði á þessu menningarauð- ugasta æskulýðsmóti sögunnar. Það voru flestir ísl. þátt- takendanna með, morguninn, sem okkur var boðið í aldin- garð sem lá ca. 25 km frá Berlín. En þótt dvölin í þesstím yndislega garði gefi æði gott efni í frásögn, verður látið biða að lýsa því, hvernig íslend- ingurinn velur sér ávexti, þeg- ar hann allt í einu stendur mitt í Eden og matast án þess að þekking hans á bútungi, kart- öflum og bræddu útá komi hon- um að haldi. Sennilega hefðu orðið slæm skil á hópnum, ef við hefðum ekki notið strangra leiðbeininga frá innfæddum við ávaxtavalið. Það eru fleiri en Adam sem mega gæta sín í aldingörðum. Úr aldingarðinum var haldið til MAS en það merkir hvorki meira né minna en landbúnað- arvélaútlánastöð bænda. Áður en byrjað er að lýsa þessum þýðingarmiklu stöðvum landbúnaðarins, verður að gefa stutta söguiega sýn yfir þ.'óun landbúnaðarmálanna frá stríðs- lokum. Aðeins með því er hægt að skilja þann sögulega sess. sem stöðvarnar skipa og þá möguleika, sem opnast austur- þýzka sveitabúskapnum við vöxt þeirra. • ÞEIR SEM ERJA LANDIÐ, EIGNAST ÞAÐ Stórlandeigendur. junkarar og sveitaseturseigendur úr borgunum, voru 1% af eig- endaf jöldanum, en áttu 25% af landinu. Stórbændur sem áttu yfir 10 hektara voru innan við 4% af landeigendum en áttu 48% af landinu. Miðlungsbænd- ur sem áttu 4—10 hektara réðu aðeins yfir 7% af landinu. Smá- bændurnir sem voru 80% af þeim sem áttu land höfðu 20% af landi til sinná þarfa. Ég gef þessar tölur úr upplýsinga- bók um Austur-þýzkalýðveldið til þess að menn megi sem bezt átta sig á breytingunni, sem verður þegar þessi „lýðræðis- skipting“ verður að þoka fyrir nýrri deilingu landsins sem kemist tii frámkvæmda eftir stríðslok 1945. Á árunum 1945—1947 stend- ur yfir í Austur-Þýzkalandi upþskipting á ræktarlandi sveit- anria. Jarðeignir junkaranna, sem voru yfir 100 hektára og allar jarðeignir nazistisku stríðsglæpamannanna úr stór- borgarastétt, eru teknar eign- arnámi bótalaust. Þetta eina prósent, sem átti fjórðu.ng alls ræktanlegs lands, var 7000 sveitaburgeisar. Þessari lýðræðislegu niður- jöfnun landsins lauk 1. júli 1947. Þá hafði hvorki meira né minna en % milljón fjöj- skyldna fengið nægilegt land- rými. Um 120.000 fjölskyldur af þessari y2 milljón höfðu áður sem landbúnaðarverkafólk, átt ör-lög sín undir junkurunmq, bæði þá líkamlegu og andiegu velferð og var hvorugt viðun- andi. 110.000 smábændur, sem lifað höfðu á hokurkotum við ónógt landrými, fengu 2,7 hekt- ara viðbót af landi. Um 180.000 Formaður MAS, Erwin Storr. verkamenn með fjölskyldur sín- ar sem ekki stunduðu akur- yrkju sem aðalstörf fengu hálf an til 1,1 hektara til umráða. Nýbýlabændur 84.000 að tölu fengu 8,4 hektara hver. AUÐMANNAEIGN BREYTIST I ÆSKUEIGN Eignauppgjörið náði lengra en til landsins. íbúðar- hjisum, búpeningi, peningshús- um og landbúnaðartækjum var líka skipt upp. Sveitaæskan fékk til umráða hallir þær, sem þýzk sveitaalþýða hafði áður orðið að byggja fyrir burgeisa- valdið. I þessum höllum er nú ólíkt um að litast eða áður I stað spilltrar yfirstéttar ríkir nú líf og fjör stæltrar sveita- æsku, sem lærir sífeilt ,betu: að nota sér menningarlega möguleika þess húsnæðis, sem feður hennar urðu að byggja fyrir drottnandi sníkjustétt. — Sveitaæskan eykur í sífellu við þau skilyrði, sem skapazt hafa við það eitt að breyta eign yfirstéttarmanns í eign æskunn- ar. Með þvi að auka við íþrótta- leikvöngum og baðstöðum af- nemur hún furðu fljótt muninn á tómstundaiðkunum fólksins í sveit og borg. • MEÐ ÞEIM SEM ELTA HÉR- ANA — EÐA ÞEIM SEM VINNA Nú geta menn gert það upp við sig hvort þeir vilja gleðj- ast með 95% landeigenda, sem samanstanda af smábændum og miðlungsbændum eða syrgja það áfall sem „lýðræðið" þ. e. vald landsdrottna í þessu tilfelli, varð fyrir við þetta uppgjör sveitaalþýðunnar. Þeir sem syrgja glíka breyt- ingu í jafnaðarátt sem þessy. geta til bráðabirgða haft hugg- un af því að vita . að allt er við það sama í Vestur-Þýzka- landi og á blómaskeiði názist- anna. Jörðunum þar hefur ekki VOLDUG HÖND SAM- HJÁLPAR Samtímis því að landinu var skipt mifli vinnandi bænda, myndaði hinn nýi bændafj'Jldi samtök með sér úm gagnkvæma hjálp. Þau samtök fjölluðu að- •allega um lýðræðislega hagnýt- ingu þeirra landbúnaðartækjá, sem fyrir hendi voru. Tækin voru nýtt í þágu eins margra og hugsanlegt var. Ríkið veitti bændunum lán með hagstæðum kjörum til' langs tíma, þannig að svarar til 1500 marka á hvert nýtt bú. Þetta er góður peningur í Austur-Þýzkalandi. Og bændunum notaðist hann vel til efniskaupa til húsa- gerðar og annarra hluta, sem þurfti til að koma búskapn- um í gang. Samhjálp bændanna var voldug hönd við hin erflð- ari verk, sem þurfti að leysa. — Það þarf að vísu ekki að fara til annarra landa til að kynnast samhjálparvilja meðal smærri bænda. Aúðvaldsskipu- laginu tekst að kæfa það eðli sveitafólksins. Hinu má ekki gleyma að slík samhjálp fólks- ins er ætíð undir fargi í okk- ar auðvaldsþjóðskipulagi og getur aldrei stigið fram í sínu ægiveldi, fyrr en alþýðan hefur völdin og lætur sinn ríkisstyrk standa á bak við alla þjóðnýta starfsemi. Ég bið menn að finna sér nóg af dæmum um þetta úr okkar íslenzka þjóðlífi. é • MORGUNSÖNGUR DRÁTT- ARVÉLAMANNSINS Ef menn hugsa nú til þarfa hinnar voldugu samhjálpar Austur-þýzku sveitaalþýðunnar eiga þeir ekki erfitt með að gera sér grein fyrir nauðsyn slíkra fyrirtækja í sveitinni sem landbúnaðartækjaútlána- stöðva. Og slíkum stofnunum var komið á fót mjög skjótt eftir að samhjálp bænda fór að láta til sín taka eftir hið mikla uppgjör á landinu. Þeg- ar árið 1950 eru til í Aust- ur-þýzka lýðveldinu 500 slik- ar stöðvar. Þær hafa til um- ráða 11.000 dráttarvélar, 14 þúsund dráttarvélaplóga, 4000 þreskivélar og mörg önnur land- búnaðartæki. Og í lok fimmára- áætlunarinnar »erða MAS- stöðvarnar 750 að tölu með 3500 dráttarvélum. Þá verður hægt að rækta allt plægjanlegt svæði í Austur-þýzká lýðveld- inu með dráttarvélum. Það er ekki að furða þótt einhverjum andríkum detti í‘hug að •yrbja. traktorsljóð í svona landi. — Traktorsvísur hafa líka skap- azt og eru sungnar undir ný- sköpuðum lögum. Ég get mér þess til að Páli Zóp. hefði hitn- að um hjartaræturnar, ekki síður en mér, ef hann hefði hlustað með mér á suma fjör- ugu traktorssöngvana eins og til dæmis Morgunljóð dráttar- vélamannsins. Og það eru fleiri en nýjir spngvar. sem sungnir eru af sveitaalþýðunni. Gamíir söngvar sveitafólksins um vinnu og baráttu, þreytu og starfs- gleði og fleira og fleira kvéða FYRIRMYNDARBU OG VÍS- INDASTOFNANIR Auk þessarar stórkostlegu fjölgunar á bændum, sem verð- ur við landauppskiptinguna er komið upp 500 stórbúum í al- þýðueign. Þeirra hlutverk er að tryggja bændum 1. fiokks sáðkorn og ala upp kostakyn búpenings. Þeim er gert kleift að færa sér í nyt allar þýðing- armestu nýjungar í landbún- aði. Þau hafa tilraunaakra þar sem reynsla færustu vísinda- manna Ráðstjórnarríkjanna er hagnýtt. Þessi bú eiga að taka slíkum framförum, að í lok 5 ára áætlunarinnar verði þau fyrirmyndarbú. Vélakostur og vinnuaðferðir taka stöðugum umbótum á þessum búmn. í nánu sambandi við þessi bú starfa rannsóknarstöðvar land- búnaðarins, sem rækta viðnáms- harðar nytjajurtir, og rannsaka ný varnarlyf gegn ormum og öðrum skaðræðisdýrum, fram- leiða lyfin og leiðbeina um notkun þeirra. Ég held að lesandinn hafi nú fengið nægilegar upplýsingar til þess að geta í huga sér fylgt mér ásamt löndum mínum af góðum skilningi gegr.um eina MAS-stöð, eina af 130 slikum í Brandenborgarlandi. MAS — EIGN VOPNAFRAM- LEIÐENDA BREYTIST I EIGN SVEITAALÞÝÐU Það sem við týndum í ald- ingarðinum hefur hossast niðri í okkur á leiðinni og móttöku- tæki höfuðsins eru komin í samt lag, þegar við heilsum formanni MAS. Það er mið- lungsmaður, þéttur á velli og hefur þess kyns andlit sveita- alþýðumanns, sem maður fær traust á við fyrstu sýn. Hann heilsar öllum með föstu hand- taki og segir okkur síðan i stuttri ræðu um eðli og gang stöðvarinnar. — Það má strax merkja af orðum hans að eðl- isbreyting hefur verið á hlut- verki húsanna á þessum st.að ekki síður en burgeisahallar.ua, sem áður voru hér í sveit. Það sem áður var hergagnaverk- smiðja hernaðarsinnaðra ;■ yfir- stéttar er nú viðgerðarstöð fyr- ir landbúnaðartæki. Eign yíir- stéttarmanns, vopnaframleið- anda, hefúr breytzt í eign sveitaalþýðu, breytzt úr verk- smiðju stríðs og dauða í verk- smiðju friðar. og .lífs. Dæmm fyrir augunum voru ný. Flest hafði eyðilagzt hér í loftárás- um. Verkamennirnir höfðu orðið að byrja með hamri og sóg. Fyrst voru byggð og lagfærö hýbýli manna og verksmiðju- hús. Þá var hafizt handa með hamrinum og söginni ásamt þeim áhöldum öðrum sem hægt var að koma í stand til að búa einföld áhöld, sem síð- an mátti nota til að búa til flóknari. tæki. Þannig var hægt koll af kolli að skapa vélar til að sinna sjúkum dráttarvél- um og öðrum áhöldum hins mátti. Ef við kæmum aftur eftir 2—3 ár þá myndum við sjá mikil stakkaskipti. Allt gengi nú með margefldum hraða og vélakosturinn væri alltaf að aukast, enda mundi Brandenburgarland hafa 10.000 dráttarvélar í lok áætlunar- innar. Áður en hann lauk máli sínu lagði 'hann áherzlu á, að allt væri undir því komið að friðurinn héldist. Það yrði að vera fyrsta mál alþýðunnar að vernda hann. • STUTTUR TÍMI MILLI RUSTA OG NÝTÍZKU BAÐHUSS Svo hófst lærdómsrik ganga um staðinn undir leiðsögn for- mannsins. Fyrst sýndi hann okkur snyrtiskála og fata- geymslur verkamannanna. — Baðskálinn var allur flísalagð- ur. Þarna voru steypuböð, og handlaugar og salerni; heitt og kalt vatn fyrir notendur, jafnt sumar og vetur. Formað- urinn, Erwin Storr, sagði að byggja ætti á næstunni læka- ingaböð og bætti við að aðbúðin að vinnandi fólkinu gengi fyrir.' Salurinn til fataskipta og fata- geymslu var með rúmgóðum skápum fyrir plögg hvers verkamanns. Allir þessir hlutir sögðu manni ævintýri, sem gerzt hafði á örstuttum tíma. Enginn fyrir- myndarvinnustaður og undan- tekning í ðkkar auðvaldsþjóðfé- lagi gat boðið upn á svona skilyrði. Tíminn milfi rústa og fyrsta flokks baðhúss var svo stuttur, það hafði þurft að gera svo mikið, samt var þetta kom- ið. Já, það var satt sem for- maðurinn sagði: Aðbúðin geng- ur fyrir. Sá gamli verkamaður, sem af tilviljun sat í einni kerlaug baðandi sig rétt um hádegið, laugardaginn, sem ís- lenzka æskufólkið kom honum að óvörum, hann hlaut að fir.na þetta á sér. — Verkalýðurinn tekur margar troppur í stökk- inu, þegar hann er ráðandi, hugsaði maður ósjálfrátt. Ó.J. (MEIRA í NÆSTA BLAÐI). Dýfingar prests- ins borga kirkjnna Séra Robert Simon, kaþólsk- úr prestur í franska alpaþorp- inu Saone, greiðir niður skuld- ir kirkju sinnar með því. að stinga sér til sunds niður af 35 metra háum krana niður í ána Doubs. Séra Simon er bú- inn að stinga sér oft og síöast- liðinn sunnudag vonaðist hann til að geta rekið endahnútinn A verkið. Hann selur aðgang að dýfingasýningunum á fjórar krónur og áhorfendur hafa flykkzt að. Áður en hann sting ur sér les séra Simon alltáf bæn og krossar sig. Hann hefur ekki orðið fyrir meiriháttar slysum en er oftast með að minnsta kostj eitt glóðarauga, þegar hann kemur uppá yfirborðið.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.