Prentarinn


Prentarinn - 01.06.1950, Síða 8

Prentarinn - 01.06.1950, Síða 8
<>ee<><><><><><><><><><><^><><><><<><><><><<><><><^^ Eina bókin, sem til þessa hefir ,erið gefin út »•»«'> «« eM OÍ fÓír." faér á landi af prentlistarástæðum einum og með frágangi í samræmi við lögmál eðlilegrar myndunar, er „Lýðveldishugvekja um íslenzl{t mál, forlátaútgáfa til minningar um hundrað ára afmæli prentlistarinnar í Reykjavík árið 1944“, er prentuð var á fyrsta ári lýðveldisins, sem var stofnað á þessu afmælisári íslenzkrar prentlistar. Með- fram var til þess hugsað við útgáfuna, að iðkendum prendistarinnar gæfist fyrir bragðið kostur á hentugri tækifærisgjöf með vaxandi verðmæti þeim til handa, er hafa áhuga á bók- aramennt, máli og menningu, en þeir eru enn of fáir, sem ihafa neytt þessa kostar, því að eitthvað af þessum sérstæða prentgrip, sem er fágæti frá upphafi og áreiðanlega verður því innan skamms mjög eftirsóttur, mun enn þá fást hjá einhverjum bóksala. Aiþjóðabandalag bókiðnaðarmanna. Það er nú búið að koma sér niður í samræmi við ályktanir stofnþingsins í Stokkhólmi í fyrra vor, en frá því var sagt í 5.—6. tölublaði af síðasta árgangi Prentarans, sem og stjórnarfyrirkomulagi banda- lagsins. Hóf það starfsemi sína með októberbyrjun s.l. ár, en hafði tekið við af sérstöku alþjóðasam- böndunum þremur 1. júlí. Síðan í nóvember fyrra ár, en þá voru enn ekki gengin í bandalagið fleiri sambönd bókiðnaðar- manna en þátt höfðu tekið í stofnþinginu, hafa bætzt við þrjú sambönd, og er nú félagsmannatalan komin upp í tæp 508 þúsund í 34 samböndum í 17 löndum. I þessari félagsmannatölu eru þó hvorki nemar né öryrkjar, sem í félögunum eru. Stjórn bandalagsins vinnur af kappi að því að fá til þátttöku sambönd bókiðnaðarmannafélaga, er enn standa utan bandalagsins, en því miður er ár- angur ekki auðfenginn. Bandalagið hefir auk bréfa sent Hinu íslenzka prentarafélagi tvenn rit, er það hefir gefið út: Stofn- þingstíðindin (á ensku) með sögu, skýrslum og samþykktum bandalagsins í nokkrum eintökum og „Orðsendingar" (á þýzku), sem eru tímarit, er bandalagið gefur líka út á ensku, frakknesku og sænsku (handa Norðurlandabúum). Af því hafa félaginu verið send um tuttugu eintök. Ef einhverjir félagar hafa áhuga á að kynna sér efni þessara rita, geta þeir sjálfsagt fengið þau hjá stjórninni, meðan eintakafjöldinn endist. íslenzkir prentarar í Danmörku. Johann Sigmundsson prentari. Hann lærði í Rík- isprentsmiðjunni Gutenberg og kom hingað til Danmerkur vorið 1949 og hefir unnið í prent- smiðju S. L. Möllers síðan. Hann er vel að sér í iðn sinni og vel látinn af félögum sínum. Jóhann verður í prentskólanum hér í ágústmánuði, en vinnur þó í prentsmiðjunni samtímis (frá kl. 158a -23). Helgi Þorðarson. Þeim mun vera farið að fækka, eldri prenturunum, sem enn þá muna Helga. Hann vann í prentsmiðjunni Gutenberg seinustu árin á íslandi, en fluttist hingað árið 1908. Hér vann hann nokkur ár við prentiðn, meðal annars hjá S. L. Möller og í prentsmiðju hjálpræðishersins. Seinna varð Helgi að hætta vinnu við prentiðn sök- um heilsubilunar og gerðist þá næturvörður og líkberi og hafði þann starfa á hendi í rúm þrjátíu ár. Haustið 1947 hætti Helgi störfum sökum aldurs og var þá farinn að sjá mjög illa, og 1948 var hann orðinn blindur. Var hann þá skorinn upp við því og hefir nú fulla sjón aftur. Prentarar í Reykjavík hafa skotið saman fé handa honum til heimsóknar á Islandi, en sökum veikinda konu hans hefir hann ekki komizt að heiman, en vonar að geta komið næsta ár. Þorf. Kr. ALÞVÐUPRENTSMIÐJAN H.F. ■ VITASTÍG 16 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.