Prentarinn - 01.02.1951, Blaðsíða 7
MERKISAFMÆU.
SVEINBJÖRN ODDSSON átti
fimmtíu ára prentaraafmæli
hinn 5. febrúar síðast liðinn.
Heimsóttu hann margir sam-
starfsmenn og félagar til að
óska honum hamingju með
vel unnið og dáðríkt starf
í þágu prentlistarinnar.
Skemmtu menn sér við
glaum og gleði, svo sem við
var að búast, þar sem hinn
síungi og lífsglaði Sveinbjörn átti i hlut. Var veitt
af rausn, og gengu hin ágæta kona hans og prúðu
dætur um beina. Sveinbjörn hefir ávallt verið einn
af beztu handsetjurum stéttarinnar, og svo hafa
kunnugir sagt mér, að í þann tíð, er hraði og
vissa í beinni handsetningu var einn höfuðkostur
hjá góðum setjara, var ekki fyrir neinn miðlungs-
mann að fara í hendurnar á Sveinbirni Oddssyni,
og sjaldan eru leiðréttingar áberandi í próförkum
hans, enda 'hófst prentaraferill hans með því að
sigra keppinaut, er sótti ásamt honum um lærlings-
stöðuna, í íslenzkum stíl. Þetta gerðist 5. febr.
1901 í Dagskrárprentsmiðju, sem Hannes Þorsteins-
son ritstjóri hafði þá keypt af Einari Benediktssyni.
Arið 1902 breytti prentsmiðjan um nafn og nefnd-
ist nú Prentsmiðja Þjóðólfs, enda var Þjóðólfur
prentaður þar, en Hannes Þorsteinsson var rit-
stjóri Þjóðólfs. Þá prentsmiðju keypti svo hlutafé-
lagið Gutenberg árið 1906, og fluttist þá Svein-
björn með lienni og vann í Gutenberg um ára-
bil. Ekki mun vinnan hafa verið jafnstöðug í þá
daga og nú er, og þurftu menn því að vera færir
til fleiri starfa, ef á þurfti að halda. Sveinbjörn
var fær í flestan sjó og fór víða: í vegavinnu
1908, til sjós 1909, fluttist til Akureyrar 1910 og
vann þar við prentverk, í Gutenberg aftur 1912, í
prentsmiðju Vísis 1914, í Isafold 1915, til Akur-
eyrar 1919, var þar til 1928, þá í Isafold aftur, svo
í Herbertsprent, í prentsmiðjuna Dögun 1932, svo
enn í Gutenberg 1934 og hefir unnið þar síðan
við góðan orðstír. A öllum þessum störfum má
sjá, að Sveinbjörn hefir ekki verið á því að leggja
árar í bát, þótt stundum gengi á ýmsu með að fá
6.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
Lánasjóður:
a. Sjóður ....................... kr. 5 437,80
b. Útistandandi lán ............. — 30 120,00
kr. 35 557,80
c. -r- skuld við Atvinnul.styrktarsjóð — 25 000,00
--------------kr. 10 557,80
Samtals kr. 868 916,07
S k u 1 d i r :
Sjóður og sparisjóðsinnstæða ...................
Veðdeildarbréf .................................
Bæjarsjóðsbréf .................................
Stofnlánadeildarbréf ...........................
Skuldabréf í Byggingarsamvinnufélagi prentara . .
Hlutabréf í Eimskipafélagi Islands .............
Skuldabréf Lánasjóðs ...........................
Handhafaskuldabréf ríkissjóðs ..................
Hús og jörð ....................................
Nýbygging í Miðdali (í smíðum) .................
Ymsar eignir ...................................
kr. 126195,65
— 39 700,00
— 120 500,00
— 35 000,00
— 92 500,00
— 100,00
— 30120,00
— 30 000,00
— 148 000,00
— 239 625,02
— 7175,40
Samtals kr. 868 916,07
Útlánsstarfsemi safnsins hefir
farið fram 32 kvöld á starfstím-
anum og alls verið lánaðar út
878 bækur. Alls hafa verið seld 72
meðlimaspjöld. Sektarfé nam kr.
71,00. Vátryggingargjald var greitt,
kr. 78,00. Alls hafa verið borgaðar
fyrir bókband og efni og vinnu
kr. 2980,00, og eru nú í sjóði
kr. 645,00. Annar kostnaður við
rekstur safnsins nam kr. 68,00.
Að eins einn félagi kom á safnið
og færði því bókagjöf, Jón Þórðar-
son, 2 bindi.
Ekki fleiri en eftirfarandi prent-
smiðjur hafa sent bókasafnsein-
tök fyrir árið 1950: Víkingsprent,
Prentsmiðjan Oddi, Prentsmiðja
Hafnarfjarðar, Prentsmiðjan Hólar,
Prentverk Odds Björnssonar, Akur-
eyri, Steindórsprent og Prentsmiðja
Austurlands, og Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs hefir sent allar sínar
bækur fyrir árið 1950.
Reykjavík, 29. janúar 1951.
Kjartan Olajsson.
Reykjavík, í marz 1951.
Grímur Engilberts.
PRENTARINN 47