Nýi tíminn


Nýi tíminn - 23.10.1952, Page 6

Nýi tíminn - 23.10.1952, Page 6
6) — NÍI TÍMINN — Fimmtudagur 23. október 1952 óþokkabragðaráðuneyti að verki SÉRHÆFING er kjörorð nú- tímaris, í vopnasmíðum ckki síður en á öðrum sviðum, en fáa mun hafa órað fyrir því að sér- hæfingin er komin á það stig að farið er að framieiða skot- vopn, sem að allri gerð eru mið- uð við það eitt að þau séu hentug verkfæri í höndum laun- morðingja. Af einskærri tilvilj- un varð það opinbert í april í vor, að sl:k vopn' \eru smíðuð í þúsunda tali fyrir Bandaríkja- stjórn. Þá bar það við að maður að nafni Schuster var myrtur á götu í New York. Morðið vakti óvenju mikla athygli, vegna þess að Schuster hafði rétt áður komið upp um Sutton nokkurn, banka- ræningja, sem lengi hafði verið leitað. Mánuði eftir að morðið var framið fannst morðvopnið, og að sögn New York Times 8. apríl þ.á. var það skammbyssa, nefnd Chiefs Special, „tiltölulega ný flöt tegund með stuttu (tveggja þumlunga) hlaupi og aðeins sex og hálfs þumlunga löng enda á milli.... til notkunar fyrir menn í leyniþjónustu hersins vegna þess að hún er svo flöt að ekki ber á þótt menn í borgaralegum klæðum beri hana.... Vopnið er smíðað til notkunar í návígi og tii þess að skjóta hratt.... hægt er að skjóta þeim fimm skotum, sem þessi slcammbyssa tekur, svo ótt að óvönum eyrum myndi heyrast að einungis tveim hefði verið hleypt af“. Byssan, sem Schuster var banað með, var ein af fjórtán, sem stolið hafði verið af bryggju Bandaríkjahers í Brookiyn úr sendingu 2000 sams- konar skotvopna, sem fara áttu til Evrópu. HIÐ bandaríska stórblað gaf þessar upplýsingar í fram- hjáhlaupi i frásögn af fréttnæmu morðmáli og oar ekki á að því þættu þær á neinn hátt rnerki- legar. Hins vegar er hætt við að ýmsum Evrópumönnum þyki það hálf óþægileg tilhugsun að vita þúsundir bandarískra spæjara laumast mitt á meðal sín búna návígisskotvopni, sem er svo hug- vitssamlega gert að ekki sér einu sinni bungu á vasanum og fimm skothvellir renna saman í eitt við notkun þess. Bandariskum ráða- mönnum er gjarnt að státa af því, hve mörgum milljónum þeir geti banað með kjarnorkusprengj- um sínum en ljóst má vera af lý&- ingunni á Chiefs Special að þeir hafa ekki síður hugsað fyrir manndrápum í smáum stíl. En nú hefur tekizt svo óhöndulega til að hluti af skránum yfir þá, sem ætlunin er að kála við tækifæri, hefur komizt i hendur manna, sem eru ekki meira en svo hrifn- ir af því að bandaríska leyni- þjónustan trakteri fólk, sem henni gezt ekki að, á fimm skammbyssukúlum á sekúndu. Það vakti geysilega athygli er þýzki sósíaldemokratinn Georg August Zinn, - forsætisráðherra fyikisstjórnarinnar í Hessen, skýrði frá því i siðustu viku að bandaríska lcyniþjónustan hefði skipulagt fyrrverandi nazistaliðs- foringja til skæruhernaðar og morða. ^HC<KKI var von að Zinn gæti orða liundizt. Af 95 papp- írsörkum þöktum nöfnum þess fólks í Vestur-Þýzkalandi, sem átti að „gera óskaðlegt", með byssukúlum ef þörf þætti, voru nöfn flokksbræðra hans, vestur- þýzkra sósialdemokrata, á 80 en aftökulistinn yfir kommúnista komst fyrir á 15 örkum. Máske hefur nafn Zin n sjálfs verið þarna að finna, því að í hópi sósíaldemokratanna, sem koma átti fyrir kattarnef, voru þing- menn á fylkisþingum og ríkis- þingi og ráðherrar í fylkisstjórn- um. Bandai'íska hernámsstjórnin í Þýzlcalandi hefur játað að upp- lýsingar Zinn séu réttar, og Don- nelly hernámsstjóri hefur orðið að lofa að senda utanrikisráðuneyt- inu í Washington skýrslu um þessa framtakssemi bandarísku leyniþjónustunnar í Vestur-Þýzka- landi. U TR því að bandaríska leyni- þjónustan undirbýr hóp- morð í bandamannaríkjum sínum í Vestur-Evrópu, má nærri geta hvaða starfsaðferðum hún beitir í „óvinalöndunum" í austurhljuta álfunnar. Bandaríska vikuritið U.S. News & World Report skýrði lítillega frá þeim fyrirætlunum, sem efst voru á baugi í Was- hington árið 1948. I hefti, sem kom út 9. apríl það ár, segir frá „hernaðaraðgerð X" sem ver- ið sé að undirbúa. Þar er rætt um ýmsar leynileiðir í „barátt- unni gegn kommúnismanum" allt frá „fjárhagsaðstoð við andkom- múnistíska v'éikaiýðsforingja" í Vestur-Evrópu til „morða á kom- múnistaforingjum" í Austur-Evr- ópu. I New York Tlmes 9. des- ember í fyrra ræðir James Rest- on um „hernaðaraðgerð X“ í framkvæmd. Hann kallar nefnd- ina til að stjórna sálrænum hern- aði (Psychological Strategy Bo- árd), sení ‘Hú ' stárftfl4' i ‘•WáSMlftg* ton, Óþokkabragðaráðuneytið. — 1 nefndinni eiga sæti fulltiúar ut- anríkisráðuneytisins, landvarna- ráðuneytisins, Bedeil Smith, hers- höfðingi og fyrrverandi sendi- herra í Moskva, nú yfinnað- ur leyniþjónustu Bandaríkjanna. (Central Intelligence Agency), og formaður ncfndarinnar er Alan Kirk aðmíráll, annar fyriverandi Moskvasendihérra Trumans. Nefndin hefur mikið fé til um- ráða og þarf ekki að gera neina grein fyrir, hvernig því er varið. Reston hæðist að bandaríska ut- anríkisráðuneytinu fyrir að bera á móti þ\fl að Bandaríkjast j ó rn „leiki bófa og lögregluþjóna hinu- megin við járntjaldið". ^~\REIN Restons var skrifuð að því tilefni að sovét- stjórnin hafði mótmælt 100 millj- ón dollára fjárveitingu Banda- ríkjaþings til að styrkja „valda menn sem eru búscttir í eða hafa slóppið frá Sovétríkjunum, Póllandi, Tékkóslóvakíu, Ungverja- landi, Búlgaríu, Rúmeníu eða Al- baníu, annaðhvort til að mynda af þeim mönnum deiidir úr her- afla Atlanzhafsbandalagsins eða í öðrum tilgangi". Kersten full- trúadeildarmaður, flutningsmaður tillögunnar um þessa fjárveitingu, sagði í ræðu á Bandaríkjaþingi: „Að halda því fram að hermdar- verk myndu ekki vera þáttur í frélsunarhreyfíngU í Austur-Evr- ópu er að gera sig beran að al- gerri vanþekkingu á þv'í, hvað frelsunarhreyfing er". Og í Nati- on’s Business, málgagni Verzlun- arráðs Bandaríkjanna, segir Ant- hony H. Leviero, blaðamaður við New York Times, í apríl í ár: „Enginn embættismaður vill kann- ast við það, en við erum að þjáifa menn í að gerast njósnarar, skemmdaiverkamenn, sérfræðingar í grófari tegundum sá'ræns hern- aðar." í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjun- um i haust hefur komið í ljós, að ýmsum ráðamönnum þar í landi þykir of lítið að gert á þessu sviði. Eisenhower hershöfð- ingi og Dulles, tilvonandi utan- ríkisráðherra hans, hafa krafizt þess að skemmdarverk og undir- róðursstarfsemi i öðrum löndum verði ekki lengur rekin á laun heidur lýst yfir opinberlega að Bandaríkjastjórn sé staðráðin í að beita þeim aðferðum til að reyna að kollvarpa öllum þeim ríkis- stjórnum í hciminum, scm ekki finna náð fyrir augum hennar. M. T. Ó. Steínuyíirlýsing Steíáns Jóhanns: vcaicisny mmm Stefna Bevans og íélaga hans í brezka verkamannaflokknum og andstaða þeirra við bandarískan yfirgang er „ósósíalistísk. barátta", sagði Stef'in Jóhann Stefánsson formaður íslenzka Alþýðuflokksins á þingi 15. þ.m. Yfirlýsing þessi kom í um- ræðum um viðbótarsamning við Atlanzhafsbandalagssamning- inn, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þingi, í honum felst : ■ - ■■■ m . .... : ,,a' $jm ÍP i í •/ W;" i! , ?1,\ a™umm *Bh............ Stefán Jóhann Stefánsson fUllgilding á endurhervæðingu Vesturþýzkalands og aðild þess að svonefndu „Varnarbanda- lagi Evrópu“. Finnbogi Rútur Valdimars- son benti á að þetta væri eitt helzta átakamálið í Vestur- Evrópu um þessar mundir og hefði verið um langt skeið. Væri engan veginn víst að V- Þjóðverjar sjálfir létu að vilja Bandaríkjanna í þessu efni, t. d. væri vesturþýzki sósíaldemó- krataflokkurinn algeriega and- vígur þessum aðgerðum og brezki verkamannaflokkurinn sömuleiðis. Taldi hann ástæðu- laust að íslendingar færu að fuilgilda þetta mál, áður en út- séð væri um úrslit þess. Stefán Jóhann ókyrrðist mjög' meðan Finnbogi lýsti afstöðu sósíaldemókrata í Vesturevrópu í þessu máli, og spratt síðan upp til að flytja þá yfirlýsingu sem að framan greinir. Jafn- framt kvaðst hann vita það af einkaviðtölum við ýmsa þú- bræður sína í þessum löndum að þeir værit ,,í prinsipinu“ sam þykkir endurhervæðingu Vest- urþýzkalands, þótt þeir létu öðruvísi um sinn. í Mannfjöldaskýrslum 1941— 1950, sem Hagstofan hefur ný- lega gefið út, er meðal annars að finna upplýsingar um hjóna- bönd. Sést þar að af 1000 brúð hjónum hafa um 80 brúðgumar og 60 brúðir gifzt í annað sinn og þrír brúogumar og ein briið- ur þrisvar éða oftar. Á þessum ái'atug hefur engin brúðu’r komizt hærra en að ganga að eiga þriðja mann sinn. Hinsvegar giftist einn brúðgumi í fimmta sinn árið 1941, einn í sjötta sinn 1943 og' einn í sjöunda sinn 1947. Sé þetta sami maðurinn sem vel má vera, er þrautseigja hans annálsverð. 13 af bókum Laxness komnar I samsíæSri útgáfu Heiman ég fór, hin nýja bók Halldórs Laxness sem Nýi tím- inn hefur áður minnzt á, er nýkomin út og er það áttunda hókin í heildarútgáfunni nýju af verkum hans. Heiman ég fór er uppkast að Vefa.ranum mikla og í for- mála að bókinni segist höfund- urinn hafa gengið frá því 1924 Dr. Stefán Einarsson fékk hand ritið súður í Frakklandi, en þar hafði Laxness skilið það eftir í frönsku klaustri. Dr. Stefán Einarsson o. fl. kunningjar Laxness lögðu að honum að gefa bók þessa út og í for- mála bókarinnar segist Kiljan hafa látið undan þessum ósk- um og segir síðan: „....hvað sem bókmenntagildi þessa litla verks líður, þá er það sjálfs- mynd úr æsku dichtung und wahrheit æskumanns um gelgju- ár sín fram til seytján ára aldurs“. Af heildarútgáfunni af verk- um Kiljans hafa nú verið gef- in út Vefarinn, Alþýðubókin, Kvæðakverið, Salka Valka og Sjálfstætt fólk af eldri bókun- ir 2—3 ár. um og þrjár nýjar hafa komið út í heildarsafninu Reisubókar- korn, Snæfríður Islandssól og nú síðast Heiman ég fór. Nokkrar af fyrstu útgáfunum af sumum bókum Laxness komu út í samra fonni og broti og heildarút.gáfan og hafa þær nú verið bundrar inn í samskon ar band og geta því fallið inn í heildarútgáfuna. Eru það Sjö töframenn, Atómstöðin, Vett- vangur dagsins, Sjálfsagðir hlut ir og íslandsklukkan. Eru því 13 af bókum skáldsins komnar í samstæðri útgáfu. tJtgáfunni Iokið eftir 2—3 ár. Næsta bindi í heildarútgáf- unni verður sennilega eitthvað af smærri ritiun skáldsins og þá að líkindum í einu bindi. Næst kemur Ljósvíkingurinn í 1—2 bindum og er ráðgert að heildarútgáfunni verði lokið eft- w BTt In « M W Gí voða, ef hér yrði erlendur ylfi Þ. Gíslason ber her aö staðaldrl, og sjálfstu-ði sig mjög upp undan því í AB- landsins yrði nafnið eitt, ef blaðinu i gær að Þjóðviljinn aðrar þjóðir kænm hér upp hafi litla trú á heilindum hans víggirðingum og gættu þelrra. í sambandi við framferði her- Isiendingar eiga að halda 'námsliðsins og spillingu þá sem fast vlð algert vopiUeysi sitt, af hernáminu leiðir. Segir pró- fessorinn að þetta sé „skrýtið", því eðlilegra hefði mátt télja að sósíalistar „fögnuðu því, er menn úr öðrum flokkum benda á þessi vandamál og reyna að greiða fyrir viðunandi lausn þeirra". Það er vissulega rétt að sósí- alistar fagna hverjum þeim manni sem af heilindum og heiðarleik vill veita þjóðinni lið í baráttu hennar gegn spill- ingaráhrifum hernámsins, hvað sem öðrum skoðanaágreiningi •'iður. En Gylfi Þ. Gíslason get- ur a.ldrei orðið í þeim hópi framar. bæði í frlði og ófriði.Þéir eiga aldrei að segja nokkurri þjóð stríð á hendur, aldr- ei heyja styrjöld gegn nokkurri þjóð. lsl. eiga og aidrei að Iejrfa erlendum her dvcl í Iand- inu á friðartímnm og aldr- ei þola þar neinar erlendar herstÖðvar, enda er landíræðl- leg lega Iandsins þannig, að , á slíku er sem betur fer ekki 29. marz 1049 helt Gylfi Þ. þörf ti| varnai. landinu gegn Gislason ræðu a Alþingi, og árá& úr þelrri átt| ^ Is_ rýimst m.a. pannie; ao orði: , , .. , x x 6 ^ laiul myndi fyrst og fremst „Eg var og er þeirrar skoð- óttast. Hi3 aukna örygg;i sem unar, að Island sé ekki í beinni af því lelddi myndl og hvergi hættu ai hernámi Eússa þótt nærri Vega gegn þeirri gífur- slyrjöld hrytist ut, milli þeirra iefrU hættu sem slíkt hefði í og Bandaríkjanna. Ég taldi því for meS ser fyrir sjalfstæði og tel enga ástæðu til lier- og þjo)“sernl lslendinga, tungu varna hér á landi, sem betur þeirra og menningu“. fer, því að sjálflr höfum við engin tök á að koma þeim upp Þetta var 29. marz 1949, °t> enga getu til að stofna þann skömmu fyrir kosningar. — her, er gæti varið iandið árás, Nokkru eftir kosningar, í upp- en af setu erlends hers í land- hafi árs 1951, settist þessi inu á friðartímum mundl stafa sami Gyifi Þ. Gislason á stórkostlegur þjóðernisháski. ls- laumufundi með öðrum þing- Ienzkri tungu og íslenzkri mönnum þríflokkanna og bað menningu hlyti að verða stefnt um að erlcndur her legði land- ið undir sig. Samkvæmt sjálfs sín lýs- ingum bað hann um að yfir Islendinga yrði leiddur stór- kostlegur þjóðernisháski, að íslenzkri tungu og íslenzkri menningu væri stefnt í voða, að sjálfstæði landsins yrði nafnið eitt. Síðan þagði Gylfi Þ. Gísla- son um þeisi mál lengi vel, en nú líður enn að kosningum, og ptófessorinn hefur hafið mikil ræðuhöld um siðferðileg- ar afloiðingar hernámsins og þann háska sem stafar af sambúð hermannanna og is- lenzkrar æsku. En það þarf ekki mikla röltvísi til að gera sér Ijóst, að ef um það knma fyrir- mæli frá hærri stöðum, frá þeim aðilum sem buðu Gylfa Þ. Gíslasyni til Bandaríkja- ferðar í sumar, sezt hann um- svifalaust á nýja leynifundi og biður um að herliðið at- hafni sig sem allra mest í Reykjavílr og hafi sem nán- ust samskipti við íslenzka æsku. Það eru þessar óbrotnu og augljósu staðreyndir sem valda þvi að enginn óspilltur Islend- ingur getur treyst eiðum og svardögum Gylfa Þ. Gíslason- ar eða veitt honum umboð til að fara með atkvæði sitt, engu fremur en hægt er að treysta Rannveigu Þorsteinsdóttur sem hefur hegðað sér á nákvæm- Iega sama hátt. Og er þetta nokkuð „skrýtið", Gylfi ?

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.