Nýi tíminn - 15.01.1953, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 15.01.1953, Blaðsíða 5
•--------------------------------------------Fimmtudagur 15. janúar 1953 — Nýl TÍMINN — (5 Barátta islenzkrar alþýSu gegn vopnuSum yfirstéttgrher Þegar ranglæti og kúgun valdhafanna keyrir fram úr hófi, hrópa þeir á her gegn fólkinu En aldrei hafa íslenzkir valdhafar hrópað eins hræddir og reiðir ; '/ | . " - ’ og Hermann Jónasson og Bjarni Benediktsson nú Aldrei hefur innlendum valdhöfum á fslandi fundizt þeir svo einangraðir frá fólkinu, svo rótlausir hjá þjóðinni, aldrei verið svo hræddir við baráttu hennar fyrir lífinu, eíns og ríkisstjórnin er nú. Það kemur berast fram í hinu angistarfulla veini þeirra fulltrúa ríkisstjórnarinnar, sem rituðu nýársboðskapinn, Her- manns og Bjarna. Og aldrei hafa þeir komið eins k.laufalega upp um fyrirætlanir sínar og Hermann .gerir þar. Yfirstéttina íslenzku hefur löngum dreymt um það að koma sér upp stéttarher gegn alþýðunrii. En það var löngum vanda bundið fyrír hana að sætta þjóðina við slíka tilhugsun, m. a. s. tilhugsunina um nokkurt verulegt lögregluvald. Friðsöm og frelsiseliskandi þjóð eins og þjóð vor fann fljótt hvar fiskur lá undir steini: að slík lögregla yrði aðeins ofbeldislið í hönd- um harðsvíraðrar yfirstéttar Reykjavíkur. Þess vegna fór líka svo, þeg- ar stjórn Jóns Magnússonar forðum daga kom fram með tillögur sínar um ríkislögreglu, þá reis alþýða manna upp gegn þeim og kæfði þær með MÓT- MÆLUM SÍNUM. Sú tilraun yfirstéttarinnar til hervæðingar gegn alþýðunni var svar yfir- stéttarinnar við átökunum í vineiudeilunum 1921—23. Krepp an 1921 hafði valdið hörðum stéttaátökum, er náðu 'þá há- marki í „togarasIagnum“ 1923. Og afturhaldið ætlaði að her- væðast, en mistókst. Svo sterk- ur var vilji verkamanna og bænda í landinu, að eigi aðeins Aiþýðuflokkurinn, heldur og Framsókn, stóð gegn hervæð- ingartilraun Ihaldsins. Fyrsta tilraun íslenzkrar yfirstéttar til hervæðingar gegn fólkinu í Iandinu var kæfð í fæðingunni á árunum 1924—6 af einhuga vinnandl stéttum landsins. —o— 1931 skall kreppan yfir Íj- iand. Kúgun og ranglæti yfir- stéttarinnar bitnaði nú á al- þýðu manna í sáru atvinnuleysi og liinum svívirðilegu kaúp- lækkunartilraunum, er leiddu til stéttarátakanna á árunum 1932—33 og síðar. Og sú j fir- stétt, sem var ófær um að stjórna, nema með því að leiða sult og áþján yfir alþýðuna, hrópaði á stéttarher, heimtaði að fá vopnað lið, til þess að berja á verkalýðnum — og kall- aði það ríkislögreglu. Og rikislögreglan var sam- þykkt á Alþingi 1933 undir harðvitugum mótmælum aiþýð- unnar. En alþýðan sótti á. Hún krafð'st þess að stéttarher yf- irstéttarinnar væri afnuminn. Bæði Kommúnistaflokkurinn og Alþýðuflokkurian f jdktu sér um þá kröfu. I 4,-ára áætlun Alþýðuflokks- in, kosn'ngastefnuskrá hans 1934, var þessi krafa orðuð é þennan cftirminnilega hátt: „(Stefnuskrá flokksins er...) ,,að afnema rí'kisiögregluna ’ visu trausti þess, að unnt sé að stjórna þessari fr:ðsömu þióð með þeirri maanúð og þvi rétt- læti, að úr engum deilum þurf’ að skera með hernaði og of- beld!“. Á þe'sari steínuskrá vann Alþýðuflokkurinn stærsta kosn- ingasigur sögu sinnar. Eggjar ríkislögreglunnar voru deyfðar íyrir mótmæli fólksina. —o—^ Enn hófst kreppa og harðn- andi stéttarátök á árunum 1938 og þar eftir. Enn hrópaði yfir- stéttin á her sinn. Nú átti að beita honum gegn þeirri sam- fylkingu, sem Sósíalistaflobk- urinn var að skapa í verkalýðs- hreyfingunni. Hermann Jónas- son hugsaði jafnvel til að senda varðskiþin suður í Hafnarfjörð til að berja á verkamönnum, en þóttti ráðlegra að hætta við. í rykskýjum Finnagaldursins var nú hert á ríkislögreglunni. En þegar næst kom til átaka við verkalýðinn, í ár3byrjun 1941, þóttist versta afturhaldið hafa betra vopn á verkalýðian en veika ríkislögreglu, sem sé brezka herinn. Og honiun var beitt með handtökum og verk- fallsbrotum í janúar 1941. En afturhaldið hefur auðsjá- anlega fengið nóg af því og ekki gert það siðan. Og þegar næst átti að sverfa til stáls af hálfu Ihalds og Framsóknar við verkalýðinn, með gerðardómslögunum í jan- úar 1942, alræmdustu þrælalög- um afturhaldsins, þá uppgötv- aði yfirstétfin of seint að liún liafði enn einu sinni haldið sig sterkari en hún var. Þrælalög- in voru þverbrotin með skæru- hernaði verkalýðsins og afnum- in á Alþingi um sumarið 1942. Og enn einu sinni verður aft- urhaldið að hopa á hæl. Og það sýndi sig að með vaxandi rétt- læti gagnvart almenningi með bættum kjörum verkalýðs og með samstarfi við alþýðuna um framfarasinnaða stjórn í land- inu var auðvelt að stjórna hinai friðsömu íslenzku þjó.ð án hern- aðar og ofbeldis. Mesta blóma- tímabil þjóðarinnar og einkum alþýðu manna, nýsköpunartima- bilið gökk í garð. eftir ósigur afturhaldsstjórnarinnar í kaup- lækkunartilraunum heemar í september '1944. —o— En svo gengu íhald, Fram- sókn og Alþýðufiokkur á mála hjá harðsvíruðustú yfirstétt heimsins, ameríska auðvaldinu, og hinum íslenzka anga þess, einokunarklíkunni alræmdu. RJdsIögregTu- og hvítliðaskríl Heimdallar var sigað á mann- fiiildann 30. marz 1949. Þeir flokkar sem eitt sinn höffu barizt gegn ríkislögreglu íhalds- ins, Framsókn og Alþýðuflokk- urínn, stóðu nú að því að beita henní gegn fólltinu. Sósíaiista- flotkkurinn stóð einn með alþýð- unni. t'*.Ukí Jíi.íj En þetta var frá hendi yfir- stéttarinnar aðeins byrjunin á bardaganum: það að leggja ís- land og íslenzka þjóð að fótum ameríska og íslenzka auðvalds- ins. Næsta skrefið var að rýja ís- lenzka alþýðu inn að skyrtunni, — með kauplæ'kkun gengislækk- unarlaganna, með atvinnuleysi, með dýrtíð, með lányeitiaga- banni — í stuttu máli með öll- um iþeim árásum á lífskjör verkalýðs og millistétta, sem hófust 1947 og hörðnuðu um allan helming í marz 1950. Alþýðan hafði svarað með verkföllunum 1947, 1949, verk- fallinu í maí 1951, og loks með vetrarverkfallinu mikrla nú í desember 1952. Það urðu harð- vítugustu stéttarátök, sem orð- ið höfðu á íslandi um langt s'keið. Ríkisstjórnarklíkan hafði ætlað að svelta verkalýðinn til uppgjafar. Hún hafði ætlað sér að beita öllu því ofþpldi, sem hún réð yfir, til þess að níðast á samtökum verkalýðsins. En rikisstjórnin rann, þegar á hólminn kom. Hún þorði ekki annað en láta miklu meira und- an verkalýðnum í kröfum, en hún hafði nokkru sinjii ætlað sér, þó ekJú hefði hún hins- vegar verið beygð eins og þurfti og eins og hægtrvar, ef allir AB-menn í forustu verk- fallsins hefðu staðið heilir við hlið þeirra verkalýðsfélaga Reykjavíkur, er mest mæddi á. En ríkisstjórnin fann sig al- gerlega einangraða. Hön fann að mestöll þjóðin var á móti henni, hafði alla samúð með verkalýSnum og óskaði honum sigurs 1 baráttu hans. En ríkisstjórnin: þ. e. Fram- sókn og hitt thaldið, sér að hún muni næst þurfa að berja verkalýðinn niður, án þess að hirða um það, livort henni tekst að veikja raðir hans, eða um hitt, að mestöll þjóðin hafi sam- úð með kröi'um hans. Þess vegna sér ríkisstjórnin að hún verður að koma sér upp vopn- uðum her gegn alþýðu Islands, ef það á að vera hægt að halda fóllkinu undir okin'u, þegar búið er að svíkja loforðin um að stöðva dýrtíðina, búið að leiða meira atvinnuleysi yfir það, bú- ið að lækka gengið enn með meiri bátagjaldeyri og öðrum ráCstÖj'unum. Þess vegna hefur Framsókn og íhaldið komið sér saman um það nú um jólin að koma hér upp vopnuðum her gegn alþýð- unni, hvort sem þessir flokkar þora að gera meira í því máli fyrir kosningar. Og nú er elíki lengur höfð gamla aðferðin að tala 'um ríkislögreglu, en me'na her gegn vcékalýðnum. Nú er opinbarlega talað um vopnað- an her. En beim verða heldur en eklii mislagðar hendur í áróðr- inum fyrir þeim yfirstéttarlier (— Heimdallarhernum úr Framsókrarbúðunum eitts og 30. marz!). Það átti auðvitað að grímu- klæða þennan yfirstéttarher sem „þjóðlegan“ her til að verja ísland, lýðveldið og Ameríku fyrir ótætís „kommúnisman- um“! Og Bjarni hélt sér við það „prógram“ enda búinn að fá æfingu í að skýra það þann- ig á Varðarfundi áður. En glímuskjálftinn fór með Hermann. Nú fannst glímu- kappauum að hann yrði að sýna sig. „Sáuð þið hvernig ég lagði hann, piltar“! Gort Jóns sterka var andinn í grein Hermanns. Og Hermanni tarð á ein ör- lagar.kasta pólitíska skyssan í sínu lífi. Hann kom 'upp um það á hverjum „íslenzki herinn“ átti að berja: á verkalýðnumj þegar hann heimtar brauð og vinnu. Það lagðist lítið fyrir kapp- ann. Maðurinn, sem skrifaði Heiðnabergs-greinina 1949, hrópaði nú sjálfur úr Heiðna- bergi Olíufélagsins: ég heimta íslenzka menn vopnaða til að berja niður þá alþýðu sem heimtar brauð handa börnum sínum, og afhjúpar ránsskap og siðspillingu yfirstéttarinnar. Islenzk alþýða hefur í aldar- fjórðung barizt gegn því að ís- lenzka yfirstéttin vopnaði her gegn vinnandi stéttum landsins. íslenzk alþýða vill hindra að mannvíg og blóðsúthellingar hefjist að nýju á Islandi. ís- lenzkri alþýðu finnst mannfall sitt nóg í str:.ðinu við Ægi, í slysun'um við vinnuna, — þó að séu ekki vopnaðir til að drepa veúkamenn og sjómenn Islands. Islenzk alþýða hefur í aldar- f jórðungsbaráttu hindrað mynd- un vopnaðs yfirstéttarhers í Reykjavík. Islenzk alþýða hefur samtím- is sýnt það í reynd að það er hægt að stjórna á Islandi án ofbeldis og hers, ef látið er vera að stela og ræna af vinn- andi stéttiim landsins þorra þess auðs, er þær skapa. En al- þýðan krefst þess að hún fái að sjá vaxandi réttlæti, batn- andi hlut hins vinnandi manns. — Og það er þegar yfirstéttin neitar henni um þetta, að alþýð- an minnir á hver skapar auð- inn, minnir á það í verkföllua- um miklu. Og þá ærist yfirsíétt- in og heimtar sinn her. Islensik alþýða hefur með ald- arfjórðungs harðvítugri baráttu hindrað það að stéttabaráttan á Islandi yrði útkljáð með vopnum. Alþýðunni hefur tek- izt þetta fram til þessa og það hefur enginn maður verið veg- inn enn í stéttabaráttu alþýðu og reykvískrar yfirstéttar. Öll íslenzka þjóðin, að örfá- um érlendum erindrekum und- anteknum, óskar þess af heil- um hug að sú gifta megi fylgja þjóð vorri áfram að þurfa ekki að berast innbyrðis á banaspjót. Þeim mönnum, sem nú heimta vopnaðan her gegn ís- lenzkri alþýðu, er bezt að gera sér ljóst, hver þeirra sök verð- ur gagnvart þjóðinni framveg- is, ef þeim tekst að koma áform- um sínum fram. En hlutverk íslenzkrar al- þýðu er nú að sameinast gegn þessari nýjustu ógnun amerísku agentanna og auðvaldserindrek- anna við frið í landinu, samein- ast um að kveða niður í næstu kosningum hervæðingaráform Ihalds og Framsóknar, samein- ast um myndun þeirrar þjóð- fylkingar um frið og frelsi í Iandi voru, sem Sósíalistaflokk- urinn aldrei hefur þreytzt á að boða þjóðinni. Sambaml milli liiRgnakrabba og reykinga talið staðfesí Víðtæk brezk rannsókn bendir einnig til skaðvæn- legra áhrifa útblásturslofts frá bílum í Bretlandi er nýlokiö víðtækri rannsókn á því, hvort samband sé milli lungnakrabba og tóbaksreykinga. Dr. Richard Doll og prófes- sor Bradford Hill hafa birt í brezka læknablaðinu Brithish Medicaí Journal fimmtán síðna skýrslu um rannsóknir sínar og segjast hafa komizt að þeirri niðurstöðu að „raun- verulegt samband“ sé rnilli krabbameins í lungum og tób- aksreykinga. Þeir báru saman 1400 lungnakrab'basjúklinga við 1400 sjúklinga með aðra sjúkdóma en krabba og 1400 sjúklinga með krabba í melt- ingarfærum. Allir voru spurðir ýtarlega um hvort þeir reyktu, hve mi-k- ið, hvaða tegundir, hvort þeir reyktu niður í sig, hvort þeir notuðu nikótínsiur, munnstýkki og kveikjara. Niðurstaða læknanna, sem eru sérfræðingar' í tölfræðileg- um rannsóknum á heilbrigðis- málum, var, að í borgum að minnsta kosti stæði tíðni lungnakrabba í beinu sambandi við það, hve mikið menn reykja. Meðal karla á aldrin- um 45—64 ára er dánartala úr lungnakrabba liverfaadi lág hjá þeim, sem ekki reykja. en af miklum reykingamönnum deyja þrír til fimm af þúsundi árlega af sjúkdómnum. Ekki bar á hærri dánartölu meðal þeirra. sem reykja nið- ur í sig eða nota kveikjara en likur benda til að notkun munnstykkja og sía dragi úr sjúkdómshættunni. Sjúkdóms- hættan er mu$i minni meðal pípureykingamanna en þeirra sem reykja sígarettur. Vísindamennirn:r tel’a að reykingar geti elcki að öllu leyti átt sök á þvi, hve tíðari lungnakrabbi er meðal borgar- búa en sveitafólks. Telja þeir að reýkur úr eldstæðum og út- blástursloft af bílahreyflum muni eiga þátt í því.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.