Nýi tíminn


Nýi tíminn - 19.02.1953, Síða 2

Nýi tíminn - 19.02.1953, Síða 2
2) v- NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 19. febrúar 1953 sfindém og kommúnisma, Séra Jóhann Hannesson kveðst andvígur Kína- stjérn vegna þass a§ hún „hafi sparkað í rass- inn á sér, rekið sig át og iæst hurðinni“ Stúdentafundurinn á sunnud. um kommúnisma og kristindóm var fjölsóttur, en þótt einkennilegt megi virðast tóku ekki aðrir til máls en sósíalistar, að frátöldum guðfræðingum. Jóhann Hannesson kom þar fram með þá athyglisverðu — en ekki sann- kristnu — yfirlýsingu að afstaða hans til kínversku alþýðu- stjórnarinnar vaeri sprottin af persónulegum hefndarhug: það væri ekki hægt „að taka í hönd l*ess, sem áður liefði sparkað í rassinn á manni, rekið mann út og læst hurðinni.“ Hér fer á eftir stutt frásögn af fundinum, en honmn verður að sjálfsögðu útvarpað í heild eins og fyrri fundum Stúdenta- félagsins: KomRiúnismi og einlífi Séra Jóhann Hannesson talaði fyrstur. í upphafi ræðu sinnar varpaði hann fr.am fjölda spurn- inga, þar á meðal voru spurningar eins og þessar t. d.: Erum við sjálf að þokast nær kommúnisma, sem sé þægilegri en marx- lenin- stalinisminn? Var kirkjan komm- únistisk áður en Marx kom til sögunnar? Fæstum þessara spurn- inga leitaðist séra Jóhann við að svara. Þvínæst rifjaði hann upp sögu fyrstu kristnu safnaðanna og vitnaði þar m. a. í postulasöguna um það sameignarskipulag (kommúnisma) ■ sem þeir höfðu með sér. Hann vitnaði í ummæii margra kirkjufeðra, sem báru með sér andstyggð þeirra á auð- söfnun og arðráni („auðmaður- inn er ræningi", „sameign er eðli- leg, einkaeign yfirgangur“ o. s. frv.) og benti á, að klaustrin hefðu verið byggð á afneitun jarðneskra gæða og samyrkju, og sagði að kirkjan'héfíii'gengið éiin lengra í kommúnisma en Stalín . og Maó Tsetúng. Hins vegar hefði hún reynt hann til þrautar og gef- izt upp á honum. Það vaeri reynsla hennar að kommúnismi gaefist að- eins vel í klaustrum, þar sem kyn- in væru aðskilin! Hann sagðist ekki ætla að ræða hugsjónaíræði kristninnar og marxismans, en lét sér nægja að taka fram, að þar væri mikið djúp staðfest á milli. Það væru aðferð- ir marxismans, sem skiptu máli en ekki hugsjónafræðin, og þær aðferðir samrýmdust ekki krist inni kenningu. Hann sagði að manneðlið væri spillt. og ef mönnum lærðist ekki að breyta eftir lögmálum Guðs þá gæti dómurinn orðið sá, að marxisminn kæmist til valda einnig hjá okkur. Spillingin væri svo mikil í hinum vestrænu þjóð- félögum, að við lægi, að þau hryndu til grunna. Hinsvegar var helzt að skilja á séra Jóhanni, að engin lausn mundi fást á þessu ófremdarástandi hérna megin grafarinnar, við yrðum að bíða sameignarþjóðfélagsins hinum megin. Hann klykkti út með því, að hann vonaðist til að sjá þar suma af bræðrum sínum sem kommúnistar hefðu drepið. Ekki andstæður, heldur hliðstæuur Gunnar Benediktsson flutti síð- an framsöguræðu sína. Vakti hann athygli á því í upphafi, að Stúdentafélagið hefði tekið upp nýtt snið á vali umræðuefnis; nú væru ekki leiddar saman ahd- stæður heldur samherjar. Ef and- stæður hefðu verið valdar, hefði umræðuefnið getað heitið: komm- ún ism i og kapítalismi; eða komm- únismi og kirkjuvöld eða kristin- dómur og ortódoksar kirkjustofn- anir. Því næst rakti Gunnar hvernig trúarbrögð eru aðeins eitt atriði þess hugmyndaheims, sem skapast og þróast í sambandi við þróun og ástand framleiðslu- og þjóðfélagsafla. Kristindómur- inn hefði t. d. upphaflega verið samtvinnaður þjóðfrelsisbaráttu og öreigauppreisn, og hinir félags- legu þræðir þessa uppruna hafa megnað að setja mót á ýms fé- lagsleg úrlausnarefni í þjóðfélög- um þeim, sem hafa talið sig krist- irinar trúar. Útbreiðsla kristin- dómsins hefur einnig staðið í sam- bandi við þjóðfélagsbreytingar, og eru dæmi íslandssögunnar næg sönnun þess. í beinu framhaldi af þessu vék Gunnar síðan að því að þunga- miðjan í þróun kristni og kirkju er afskipti ríkisvaldsins af kirkj- unni sem stofnun, unz svo er komið að meginandstaða kristin- dómsins er víða kirkjan sjálf. Víða hefur kirkjan verið eitt miskunnarlausasta kúgunarvald ráðastéttanna, og rakti Gunnar þá sögu ýtarlega. Af þessum á- stæðum hafa víða orðið árekstr ar milli alþýðuhreyfinga pg kirkjuvalds, en þeir eðlilegu á- rekstrar gerðir að tröllasögum Benti Jiann á hvernig alþýðuríkin væru nú að framkvæma kenn- ingu kristinna manna um fagurt mannlíf, og ættu þeir, sem kynní ust áður neyðinni og smáninni í Kína að hafa sérstakar forsendur til að skilja það og meta. Afstaða þeirra til þróunarinnar nú væri í rauninni svar við því, hvort þeir væru í raun og sannleika kristn- ir menn. Raunalega lítil áhrif. Að afloknu hléi tók til máls Skúli Thoroddsen læknir. Skýrði hann frá kynnum sínum af ofsa-, trúarfólki, og kvaðst efa stórlega að því liði betur en trúleysingj- um. Hann kvaðst ekki efa að margir góðir og vel hugsandi menn væru í hópi trúboða — en hversvegna predika þeir endilega hreina kristna trú meðal svert- ingja í Afríku eða Asíumanna en ekki meðal borgara og stjórn- málamanna í VestuLvEvrópu, sem lítt virtust mótaðir af kristilegu hugarfari. Taldi hann áhrif krxst- innar trúar á þjóðfélög þau, sem teljast kristin, hafa reynzt rauna- lega lítil í 2000 ár sem sú ágæta trú hefði verið boðuð, og því væri fullreynt að hún væri eng- an vegin einhlít. Mjög á^annan veg. Ingi II. HeJgason bæjarfulltrúi talaði næstur. Svaraði hann ýms- um atriðum í ræðu séra Jóhanns og benti á tengsl kristindóms. og kommúnisma. Benti hann á að hinir frumkristnu söfnuðir, sem hefðu verið hreinræktuð öreigá- hreyfing með ^nneignarsniði, héfðú leýstst upp vegná þess að þeir voru einangraðir íljandsam- legu- þjóðfélagi. Það hefði álltáf vantað forsendur þess að hægt væri að lifa samkvæmt hugsjón- um kristninnar í svonefndu kristnu þjóðfélagi. Enn rakti Ingi frásögn norsks kristniboða af þróuninni í Kína og var hún mjög á annan veg en greinar séra Jó- hanns. Valdatæki yfirstéttar. Þá talaði Björn Þorsteinsson sagnfræðingur og leiðrétti ýmsar missagnir séra Jóhanns um marx- isma. Lagði hann áherzlu á, að þótt hér hefði ekki verið mikið um að kirkjan væri hagnýtt bein- línis sem valdatæki yfirstéttar, hefði hún víða verið beittasta vopnið gegn sókn alþýðustétt- Þrefaldur útdráttur. Síðan talaði Thorolf Smith stud. theol. Flutti hann fyrst út- drátt úr ræðum fyrri ræðumanna, síðan útdrátt úr gömlum. ferða- sögum sínum og loks útdrátt úr greinum Vísis um hengingar j Prag. Er manneðlið spillt. Gunnar Benediktsson tók því- næst til máls á ný og benti á, að mikið djúp væri staðfest milli skoðana sinna og séra Jóhanns. Séra Jóhann teldi að manneðlið væri spillt, en hann teldi að manneðlið væri heiðarlegt ef það fengi að rijóta sín. Hirti hann loks Jóhann eftirminnilega fyrir að láta nota sig til sjórnmálaá- Framhald á 11. síðu Samkeppnissýning á heimilisiðnaði Árið 1949 efndi Ferðaskrifstofa ríkisicis og Heimilisiðnaðar- félag íslands til samkeppnissýningar á íslenzkum minjagripum í því skyni að auka fjölbreytni í minjagripaiðnaðinum. Voru undirtektir mjög góðar og sýnt þótti, að hér var ærið verkefni fyrir hendi. . Önnur samkepptiissýning verður opnuð í Baðstofunni um raiðjan aprílmánuð. í framhaldi af þessu samstarfi Ferðaskrifstofunnar og Heimilis- iðnaðarfélags íslands stofnuðu þessir aðilar fyrirtækið íslenzkur heimilisiðnaður og hefur jafn- framt á hendi leiðbeiningar varð- andi framleiðsluna. Hefur fyrir- tækið komið sér upp sérstöku vörumerki, er tryggja á gæði vör- unnar. Sala farið vaxandi. Sumarið 1951 opnaði svo Ferða- skrifstofa ríkisins heimilisiðnað- ar- og minjagripaverzlun í húsa- kynnum sínum, Baðstofunni. Er búðin í þjóðlegum stíl, eins og nafnið bendir til. Sala hefur ver- ið góð og farið vaxandi. Þá hefur og aðstaða til verzlunar verið bætt á Keflavíkurflugvelli og sala einnig aukizt þar. Enn má geta þess, að síðast á árinu stofnaði frk. Nanna Þ. Gislason verzlun í Þingholtsstræti 17, og hefur hún m. a. á boðstólum vörur frá í. H. Má segja, að vel horfi fyrir fyrir- tækinu og nú þegar hafi góðum áföngum verið náð. Aðcins vel gerðir munir lcoma til greina. Samkeppnissýning, sem boðuð var 1951 komst því miður ekki á, en nú er það aftur á móti ætlun í. H. að hefjast handa og koma á sölu- og samkeppnissýningu í Baðstofu F. r. um miðjan api-íl n. k. og verða verðlaun veitt fyr- ir bezt gerða muni og einnig fyr- ir snjallar hugmyndir um minja- gripi. Aðeins vel gerðir munir koma til greina og æskilegt væri. að framleiðendur miðuðu jöfnum höndum við samkeppni og sölu. Tillögur um verð hlutanna þurfa að fylgja og jafnframt þarf að láta í. H. vita, hversu mikils magns má vænta af hverri teg- und. Margs konar vörur koma til greina. Innlend efni — innlendar fyrirmyndir. Fjölbreytt prjónles, útsaumur og vefnaður úr innlendu og er- lendu efni, en þó sem allra mest úr innlendu og eftir íslenzkum fyrirmyndum. Skinnavara, t. d. hanzkar, inniskór, veski, skór, með íleppum og svo leikföng. Smíðisgripir bæði tegldir og renndir úr horni, beini, birki og öðrum viði. Samkeppni um þelband. Sömuleiðis efnir í. H. til sam- keppni um bezt unnið þelband, hvítt og mislitt. Verðlaun verða veitt fyrir bezta band hverrar tegundar. Bandið þarf að vera mismunandi gróft. Fínt band, sem notað er 1 herðasjöl, má bæði vera einþætt og tvíþætt. Af því bandi er sérstaklega æskilegt að fá litbrigði í sauðalitum, t. d. mórautt, grótt og hvítt. Þá er mikil eftirspurn eftir þelbandi í vettlinga og sokka (helzt tvíþætt) og eru .sauðalitir vinsælastir. — Einnig er hvítt þelbandi jafnan vinsælt í nærföt. I. .H. vill stuðla að samræmingu verðs á bandi, og að það verði flokkað eftir gæðum. Þá fyrst er hægt að koma á föstu verðlagi á vöruna, að svo miklu leyti sem verðsveiflur ekki hindra. Fx-amhald á 11. siðu. Dalarfull fyrirbrigði á Alþiisgi íslendiisga: Stjórnarflokkarnir taka siraiaskiptum og samþykkja í akafa tiilögur sem þeir felldu með köldu blóði fyrir nokkrum dögum! Furðulegir atburðir gerðust síðustu daga Al- þingis, og er vart of mælt að kosningaskjálfti stjórn- arflokkanna sé farinn að bera nokkurn árangur. Þessa síðustu daga þingsins voru samþykkt- ar í þinginu tillögur um tugmilljóna eft- irgjafir lánsfjár úr ríkissjóði, og það tillögur sem þingmenn íhalds og Framsóknar sambykktu að fella við afgreiðslu fjárlaganna, er sósíalistar fluttu þær bá. Á fundi efrj deildar tveim dög- tira fyrir þinglok er þeesi um- skipti voru orðin sýnileg óskaði Brynjólfur: Bjarnasson þingm. stjórnarliðsins til hamingju með sinnaskiptin. það væri sannarlega ánægjulegt að þeir fengjust nú til að veita góðu máli lið, þó þeir væi'u nýbúnir áð fella sömu tillögurnar! I stuttu máli er gangur máls- ins þessi: 1. Sneinma á þinginu flytur Ásmundur Sigurðsson frumvarp um útvegun si ofnfjár til Bún- aðarbanka íslands, þar sem lagt er til í 5. gr. að tiltekn- •um iánum Búnaðarbankans sé breytt í óafturkræft framlag. 2. Næstu daga á eftir flytjá þrír' Framsóknarþingmenn í efri deild sérstakt ’frumvarp vun þessi ákvæði 5. gr. í frumvarpi Ásmundar, og bæta við lánum til byggingarsjóðs verkamanna og lánadeildar smáíbúðarhúsa. 3. Hins vegar kom enginn á- hugi fram hjá stjórnarflokkun- um um að afgrciða málið og var sýnilega. tilætlunin að þau sofnuðu í nefnd. Þingmenn Sósíalista fluttu því við 3. ym- ræðu fjárlaga öll atriðin úr íminvarpi Framsóknarþing. mannanua sem breytingartil- lögur við fjárlögin, að ríkis- st'jórninni yrði heimilað að breyta lánum til lánasjóða landbúnaðarins, byggingarsjóðs verkamanna og lánadeildar smáíbúðarhúsa í óáftúrkræf framlög og auka, þannig lána- getu þessara sjóða verulega. "Þingmenn Sjálfstæðisflókks- ins og Framsóknar felldu allar þær tillögur. 4. Um viku fyrir þinglok skilar Ásmundur Sigurðsson ýtarlegu nefndaráliti um frumvarp sitt og rekur þar skollaleik stjórn- arflokkanna í þessum málum. Nefndarálitið var birt í Þjóð- viljanum í gær. 5. Þá rumska hetjur stjórn- arliðsins og afgreiddu nú loks úr nefnd í fyrri deildinni frumvarp Framsóknar mannanna, sem þeir höfðu látið sofa fram í þinglok, og bættu meira að .segja við að 4 milljón kv. lán af greiðsluaf- gangi ríkissjóðs 1951 til út- rýmingar heilsuspillandi hús- næðis skuli ríkisstjórnin lána að nýju til samskonar fram- kvæmda jafnóðum og það end- urgreiðist. En tillögur Sósial- ista um framlög og lánsheimild til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði felldi íhald og Fram- sókn hiklaust við fjárlagaaf- greiðsluna. Og loks sigldi þetta ágæta frumvai’p er vaknaði svo snögg lega með andfælum ag kosn- ingaskjálfta er komið var fast að þinglokum, hraðbyri gegn um þingið!

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.