Nýi tíminn - 19.02.1953, Síða 6
6) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagnr 19. febrúar 1053
NÝI TlMINN
Útgefandl. Samelnlnirarflokkur alþýSu — Sósíallstoflokkurfnn,
Ritatjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson
Áskriftargjalcþ«r 25 krónor á 4ri.
Orelnar I blaðið aendist tíl ritstjórana. Adr.: Afgrelðalm
Nýja tímana, Skólavörðustíg 19, Reykjavík
Atfgrelðala og auglýsingaskrifstofa Skólav.at, 19. Siml 7600.
PrentamlSja Þjóðvtljan* h.f.
Hljómsveit bandaríska
flughersins
Tíminn og Bnnaðarbankinn
Þegar Ásmundur Sigurðsson hafði undirbúið frumvarp sitt
um útvegun fjár til stofnlánadeildar Búnaðarbankans, voru
lánsf jármál bankans til umræðu í Neðri deild. 1 þeim umræð-
um benti Ásmundur á það, sem eitt þeirra úrræða er rétt væri
að gera, til lausnar þessu vandamáli, að breyta þessum um-
ræddu lánum í óafturkræf framlög. Gaf hann ennfremur þá
yfirlýsingu að hann mundi leggja þessar tillögur fram í frum-
varpsformi mjög fljótlega. Að kvöldi þéssa sama dags var svo
frumv. lagt inn á skrifstofu Alþingis, og var 96. mál þingsins.
Voru áltvæðin um þessa breytingu aðeins eitt atriði í þessu
frumv. En svo virðist sem Framsóknarfl. hafi. þótt mikið við
að sósíalistar yrðu ekki einir um þessa tillögu. Því í
skyndi voru dubbaðir upp flutningsmenn að nýju frumv., er
flutt var í efri deild. Voi'u tekin upp í það ákvæði 5. gr. í frv.
Ásmundar um að breyta þrem lánum, sem Byggingarsj. og
Ræktunarsj. höfðu fengið af gengishagnaði bankanna 1950
°S greiðsluafgangi ríkissj. 1950 í óafturkræf framlög. Voru
þessi lán að upphæð samtals tæpar 22.8 millj. ltr. En svo mikið
var flaustrað við að koma þessu máli út og reyna þannig að
verða á undan frumv. því, sem Ásmundur hafði lýst yfir að
hann mundi leggja fram, að auk þessa voru teknar með 6.8
millj. kr upphæð, sem Byggingarsj. hafði fengið sem óaftur-
kræft framlag samkv. gengislögunum, og bankanum ber þvf
engin skylda til að endurgreiða. Var sýnilega ekki haft fyrir
því, að athuga ákvæði gengislaganna um þetta efni. En auk
þess var svo bætt við lánum til verkam.bústaða og smáíbúða.
Þetta frumvarp varð 98. mál þingsins.
En svo virtist, sem áhugi Framsóknar fyrir málinu hefði
snögglega horfið. Gert var ráð fyrir þingslitum fyrir jól. Þó
liðu vikur og mánuðir án þess að noklcuð bólaði á afgreiðslu
þessa ágæta máls hjá nefnd þeirri, sem um það átti að f jalla.
Þingslit drógust að vísu, en voru þó fyrirhuguð í síðasta lagi
í janúarlok, og frestur til f járlagaafgreiðslu við það miðaður.
Við fjárlagaafgreiðslu síðustu daga janúar hafði enn ekkert
sézt bóla á afgreiðslu þessa frumv. Þá urðu sósíalistar til þess
að minna stjórnarflokkana óþægilega á tilveru þess, með því
að flytja aðalatriði þess sem breytingartillögur við heimildar-
grein fjárlaga. Varð þá ekki komizt hjá atkvæðagreiðslu og
auðvitað voru tillögurnar felldar af stjórnarliðinu í einum kór.
Þegar hér var komið var ekki annað sjáanlegt en að ekkert
af þeim f jórum frumvörpum um lánamál landbúnaðarins, sem
þá lágu fyrir þinginu fengjust afgreidd, þar sem þingi skyldi
ljúka hvern daginn. Skilaði Ásmundur þá nefndaráliti um sitt
frumvarp, sem birt hefur verið áður hér í blaðinu. Er þar
rakinn hráskinnsleikur stjórnarfl. 1 málum þessum öllum.
Virðist sem þeim þá fyrst hafi orðið fullljóst, hve berskjald-
aðir þeir stóðu, og þótzt sjá að vissara mundi að gera þetta
frumvarp að lögum, og bjarga því sem bjargað varð af heiðr-
inum. Snda var nú brugðið við og frumv. gert að lögum á
tveim síðustu dögum þingsins, eftir a.m.k. tólf vikna svefn.
Daginn eftir kom Tíminn út með rosafyrirsögn, um að 45
millj. kr. af lánum Búnaðarbankans hefðu verið gerð óaftur
kræf. Var þá allt í einu búið að gefa Búnaðarbankanum 10.8
millj. frá byggingarsjóði verkamanna og 4 millj. frá lánadeild
smáíbúðarhúsa.
Þetta var þó leiðrétt í blaðinu daginn eftir og þá tekið fram,
að lán Búnaðarbankans væru 30 millj. Þrátt fyrir þetta vant-
ar enn leiðrttingu. 30 millj. upphæðin er 6.8 millj. of há, af-
leioing flaustursins við undirbúning málsins. Það sanna er:
Búnaðarbankinn á í þessu 22.8 millj. tæpar. Byggingarsjóður
verkamanna 10.8 millj. Lánadeild smáíbúðarhúsa 4 mfílj., og
auk þess er svipað ákvæði um 4 millj. til útrýmingar heilsu-
spillandi íbúða. Samt. vegna byginga í kaupst. ca. 19.8 millj.
Hér er sannleikurinn um þetta mál. Hann sýnir það, hvernig
barátta Sósíalistaflokksins hefur knúið stjórnarflokkana til
að gera góða hluti þvert á móti vilja sínum.
Vér hlustum í múgborgar-
myrkri
á morðdrekaflugsins gný.
Á háloftsins helspunavélum
öll hjól ei;u þeytt á ný.
Um vindása vetrarbrautar
sér verkhraðir gróttar þyrla.
Svo fellur úr lofti farmur
af feigð yfir þök og hvirfla.
Nordahl Grieg þekkti þá
sinfóníu dauðans sem
kennd er við flugher og
morðdrekar Bandaríkjanna
hafa ástundað af mestri
kostgæfni undanfarin ár.
Vegur þeirrar sérstæðu
hljómsveitar varð mestur
haustdag í ágústmánuði
1945, þegar kjarnorku-
sprengju var varpað á jap-
anska borg, lítt kunna vest-
rænum mönnum, Hírós-
híma. Svo herma tölvísir
menn að þá hafi á nokkrum
mínútum verið myrtar
þrjátíu þúsundir barna, og
breyttist þá frásögn krist-
inna manna af Heródesi í
barnagælú, en norrænir
garpar sem lögðu börn
spjótsoddum urðu mann-
vinir. Afrek þessa haust-
dags hefur síðan orðið flug-
her þessarar miklu vest-
rænu þjóðar að sífelldu
keppikefli, enginn dagur
hefur mátt líða án þess
myrt væru börn. Herinn
flutti sig aðeins örlítið
vestar um set á hnettinum
og síðan hefur hljómkviða
morðsins verið leikin dag-
langt og náttlangt um nær-
fellt þriggja ára skeið yfir
kóreskum börnum. Og vel
hefur verið gætt þeirra til-
brigða sem sama góðum
leik; þegar hversdagslegar
sprengjur voru orðnar
leiðigjarnar var tekið til
við benzínhlaup sem hefur
þá ágætu náttúru að
brenfia menn og .sjóða lif-
andi, en síðan tóku við
sýklar til að tortíma börn-
um þeim sem enn kunnu að
leynast óbrennd í rústum
og jarðhýsum.
Ég kom í fyrra í búðir
æskufólks í Berlín. Við
reikuðum um, hópur út-
lendinga, Dani, Indverji,
íslendingur, bandarísk
kona, blökkumaður frá
Suðurafríku, Breti. Senn
komum við að tjaldbúðum
þar sem bjuggu kóresk
börn; þau undu sér við
leik í friði f jarri hljómsveit
bandaríska flughersins.
Við námum staðar, og ef-
laust hefur okkur öllum
orðið hugsað til barnanna
sem eftir voru fyrir austan,
barnanna sem ef til vill
voru að brenna í benzín-
hlaupi þessa stundina eða
taka andvörpin sýkt af
bandarískri kóleru. En
senn voru bömin komin í
linapp í kringum okkur,
hýr og kát. Þau fóru að
spyrja okkur hvaðan við
værum, en túlkur tengdi
saman fjarskyldustu mál.
Brátt var röðin komin að
bandarísku konunni, og
hún sagði brosandi: ég er
frá Bandaríkjunum. Börn-
in stirðnuðu upp; þau
þögnuðu og störðu á hana,
gagntekin skelfingu. Ég
man sérstaklega eftir lít-
illi telpu, á að gizka átta
ára; hún tók fyrir eyrun,
líkt og gnýr morðdrekanna
æpti að henni, og sjáöldrin
þöndust út. Samvistir okk-
ar urðu ekki lengri. Við
gengum burt þögul, banda-
ríska konan með tár í aug-
um.
—o—
En bandaríski flugherinn
á sér aðrar hljómsveitir en
þá sem hafði mótað líf
kóresku barnanna. Þegar
hetjur háloftsins koma
heim til stöðva sinna að
loknum afrekum þurfa þær
að skemmta sér og gleðj-
ast, enda vel að því komn-
ar. Hverskyns gleðifólk
hefur það að atvinnu að
hafa ofan af fyrir þeim,
allt frá hraðkonum að
hundrað manna hljóm-
sveitum með kór. Og með-
an börn stikna í logum í
Pjongjang sitja hetjur há-
loftsins í Seúl og hlusta á
dýra hljómlist, -en togleðr-
ið er bitið samkvæmt hljóð-
falli.
Þótt Bandaríkin séu nú
hætt að vernda Kína halda
þau enn hlífiskildi yfir fs-
landi ekki síður en Kóreu.
Einnig hér hafast við
hetjur háloftsins og leyfa
okkur stundum að heyra
gný morðdreka sinna yfir
höfuðborginni, eflaust til
að kynna sér þau skotmörk
sem bezt eru ef til verndar
kemur í verki. Þær hafa
ekki átt þess kost enn að
stunda afrek sín hérlendis
að neinu gagni, hér hefur
aðeins fundizt eitt ófull-
burða barn látið á Kefla-
víkurflugvelli, en þær
kunna verk sitt, margar
þjálfaðar í Kóreu. Og víst
þurfa þær ekki síður á
dægrastyttingu að halda
en hinar sem geta skemmt
sér við að fella farm' sinn
úr lofti eða elta varnar-
leysingja með vélbyssu-
skothríð. Enda er nú hing-
að komin hljómsveit
bandaríska flughersins og
hefur áður ferðazt um
verndarríki og hersetin
lönd.
—o—
Þar sem íslendingar hafa
ekki enn átt þess kost að
kynnast þeirri sinfóníu
dauðans sem kennd er við
bandaríska flugherinn, hef-
ur þeim nú verið boðið upp
á hljómsveit þessa í stað-
inn, fyrst hún var hingað
komin til gleðskapar á
Keflavíkurflugvöll. Hefur
því boði að sjálfsögðu verið
tekið af miklum fögnuði,
og æðstu menn hljómlistar-
mála á Islandi hafa lagt sig
í framkróka til að tryggja
henni sem mestan veg.
Sjálft Tónlistarfélagið
kemur. henni á framfæri,
énda hefur það þegar haft
af því sérstæða reynslu að
kynna íslendingur banda-
rískan skólakór. En þegar
allt var komið í kring
minntust menn þess að
bandaríski flugherinn er
frægastur fyrir samskipti
sín við börn. Var því ákveð-
ið að allur ágóði af tónleik-
unum skyldi renna til
barnaspítalasjóðs Hrings-
ins.
Það verða haldnir marg-
ir tónleikar, og þeir fyrstu
hef jast í dag í veglegustu
húsakynnum fslendinga.
Er ekki að efa að þar muni
heyrast margur fagur
hljómur, enda nýstárlegt
að kynnast „sinfóníu-
hljómsveit“ þar sem ekki
heyrast stroknar fiölur né
víólur. Vonandi lætur eng-
inn nærstaddur spilla
skemmtun sinni með um-
hugsun um gný morðdrek-
anna, vonandi minnir eng-
inn tónn á dauðakvein
myrtra barna í Híróshíma
og Kóreu. Og vonandi kem-
ur aldrei til þess að í
barnaspítala Hringsins
verði lögð börn, brennd af
bandarísku benzínhlaupi,
sýkt af yf
bandarískri *TVlAA4
kóleru. 0