Nýi tíminn - 19.02.1953, Qupperneq 9
Fimmtudagur 19 febrúar 1953 — NÝI TÍMINN — (0
Margir kannast við það ein-
kennilega fyrirbæri, að t. d. ald-
intré, sem komið er að falli, tekur
allt í einu upp á því að blómstra
að haustlagi. Það er líka hægt að
hringskera aldintré, sem ekki
fæst til að bera ávöxt með öðru
móti. Þá er skorinn burt barkar-
hringur af trjástofninum, og
næsta ár getur tréð verið að slig-
ast undan ávöxtum. Það er eins
og trén finni dauðann nálgast og
flýti sér að bera ávöxt. Það er
þetta fyrirbæri, sem liggur til
grundvallar þeirri nýju lækn-
ingaaðferð, sem hinn frægi augn-
læknir, V. Filatoff í Odessa hefur
tekið að nota. Hann hefur hlotið
Stalínverðlaun fyrir þann mikla
árangur, sem hann hefur náð með
lækningaaðférð sinni, er hann
nefnir vefjalækningu.
★ Hættuleg skurðaðgerð gerð
auðveld
Filatoff prófessor er kunnur vís
indamaður utan síns eigin lands.
Hann varð frægur fyrir augna-
. uppskurði, sem veittu blindum
sjón, með því að setja nýtt horn-
himnustykki í auga sjúklingsins.
Þessi skurðaðgerð var engin ný
ung; því hún hefur verið kunn i
hálfa öld. Filatoff byrjaði sjálfur
slíkar aðgerðir árið 1913, en varð
að hætta af völdum heimstyrjald
arinnar( og gat ekki hafið tilraun
ir sínar aftur fyrr en 1922.
Þær aðferðir, sem til þessa
höfðu verið notaðar til að lækna
blindu með hornhimnuágræðslu
voru afar hættulegar og ekki ;
færi annarra en snjöllustu skurð
lækna. Það fyrsta, sem Filatoff
tók sér fyrir hendur; yar því að
búa til ný tæki, sem gerðu að-
gerðina hættulausa, svo sérhver
skurð- og augnlæknir gæti fram
kvæmt hana, og með hinum nýjú
tækjum hans geta nú allir sovét-
augnlæknar gert þessa skurðað-
gerð, sem getur veitt milljónum
blindra manna sjónina.
Blindir fá sjón
SovéfvísÍEidamaðurinn Fiíafoff iæknar marga með
hornhimnuágræðsiu sem éður voru faldir óiæknandi
★ Filatoff
banka
stofnar hornhimnu
En það skorti hornhimnur til
þess að hægt væri að framkvæma
slíkar aðgerðir í stórum stíl.
Hornhimnur úr dýrum eru ónot-
hæfar, og það varð að fá þær úr
mönnum, sem augu voru tekin
úr vegna illkynjaðra sjúkdóma.
hornhimnur úr augum dauðra
manna.
Það kom í ljós, að hornhimnuna
mátti taka mörgum tímum eftir
lát mannsins, og að hægt var að
stofna hornhimnubanka, á sama
-hátt og blóðbanka. Filatoff
geymdi hornhimnurnar við 3—4
stiga hita, og nú skorti hann ekki
lengur hornhimnur við aðgerðir
sínar.
í byrjun ársins 1952 hafði Fila-
toff og aðstoðarlæknar hans í
Odessa gert 2109 slíkar horn-
himnuaðgerðir, og aðrir sovét-
læknar 1930, sem er meira en all-
ar aðgerðir til samans annarsstað-
ar í veröldinni í þau 130 ár; sem
liðin eru fi'á því fyrsta horn-
himnuaðgerðin fór fram. Og blind
ir fá sjón.
★ Sœnskur verkamaður fær
sjón
Það voru þessar skurðaðgerðir,
sem beindu athygli Filaíoffs að
vefjalæltningum. Þessi læknisað-
ferð bjargaði í byrjun árs 1951
sjón sænsks verkamanns. John
Nilsson, sem aðrir læknar -höfðu
gefizt upp við. í ellefu ár liafði
hann verið undir læknishendi
vegna augnsjúkdóms, sem í fyrstu
þjáði hægra augað, og síðar einn-
ig það vinstra. Að síðustu urðu
læknarnir að tilkynna honum, að
■þeir gætu ekki bjargað honum
frá að verða bhndur á báðum
augum. Þá kom honum í hug, að
ef til vill gæti Filatoff bjargað
honum með hornhimnuskurðað-
gerð.
í júlí 1950 var hann lagður á
spítala í Moskva, þar sem aðferð-
ir Filatoffs voru iðkaðar, og lækn-
isaðgerðir hófust þegar að lok-
inni nákvæmri rannsókn. Honum
til mestu undrunar var ekki gerð-
ur augnaskurður á honum, heldui'
var hann sprautaður 32 daga í
röð í lærið með safa, sem Filatoff
hafði útbúið. Eftir eins mánaðar
hressingardvbl var hann sendur
heim til Svíþjóðar alheill. Sjón
hans var bjargað.
Það var vefjalækning Filatoffs,
sem þarna var notuð. í þúsundum
tilfella gerir hún hornhimnu-
himnan varð heilbrigð. En hann
notaði einnig aðferðina til að
lækna ýmsa augnsjúkdóma.
★ Húðberklar Iæknaðir á átta
dögum.
Fyrstu tilraunina gerði hann
við sjúkling með hornhimnuígerð,
svo sjóninni hafði hrakað um 96
prósent. Slíka ígerð tekur pft-
,ast marga mánuði, og stundum ár
að lækna. Tveim vikum eftir að
Filatoff hafði grætt inn vef úr
hornhimnubankanum, var ígerðin
hætt með öllu og sjónin orðin
eðhleg.
Filatoff hélt nú áfram á þessari
braut og rannsakaði, hvort þessi
Einn af sjúklingum Fílatoffs fyrlr og eftir aðgerðina
ágræðslu óþarfa. En það, sem
meira er um vert, hún hefur
reynzt lækna marga sjúkdóma.
Enn eru lækningar með þessari
aðferð á byrjunarstigi og ýmsir
En það hrökk skammt,-og Filatoff -möguleikar lítt ranusakaðix^enn
greip því til þ.ess úrræðis að .taka.|-SGBl konnið er. Fyr^ty^Uh;^tyyi;n-
ar gerði Filatoff árið 1933, og að
ferðin hefur nú fyrst eftir seinni
heimsstyrjöldina verið notuð í
stórum stíl.
★ Fyrstu vefjaskurðaðgerð-
irnar.
Þegar Filatoff var að fást við
hornhimnuaðgerðir sínar, gerði
hann fyrstu athuganirnar, sem
leiddu til vefjálækninganna. Áð-
ur höfðu læknar, sem fram-
kvæmdu hornhimnuaðgerðir, tek-
ið eftir því, að hvítan í auganu
varð stundum ljósari og skærari
umhverfis staðinn sem hornhimn-
an var grædd á. Þetta var skoðað
sem kynlegt fyrirbæri en engin
álýktun dregin af því.
Nú kom í Ijós, að þegar Filatoff
notaði hornhimnur, sem teknar
voru úr ,bankanum‘, þar ssm þær
höíðu verið geymdar nokkurn
tíma við 2—4 stiga hita, gerðist
þeíta fyrirbæri tíðara og gleggra,
og sjálf aðgerðin heppnaðist mun
betur, en ef notaðar voru nýjar
hornhimnur.
Þetta kom.FiIatoff á þá skoðun,
að í vefjunum, sem þannig v.oru
geymdir, hlytu að myndast ein-
hver efnasambönd, sem ykju lífs-
kraftinn. Filatoff byrjaði því að
græða vef í lækningaskyni inn
í hornhimnu augans. Hann notaði
það í þeim tilfellum, er horn-
himnuágræðsla hafði mistekizt og
ágrædda hornhimnan varð dökk
og ógegnsæ. Árangurinn varð
næstum alltaf sá, að nýja horn-
aðferð væri einnig nothæf gegn
öðrum sjúkdómum en augnsjúk-
dómum. í byrjun græddi hann
inn vefi, sem reyndir höfðu verið
í sjö dægur í :námunda við sýkta
staðinn. Fyrsta tilraunin fór þeg-
ar_ fram úr öllum vonum hans.
Það var kvensjúklingur, sem ár-
um saman hafði þjáðst af húð-
berklum, sem höfðu lýtt hana
hroðalega í andliti, einkum nefið.
Filatoff skar burt ofurlítið af
bei-klasýktum vef og setti í stað-
inn samsvarandi vef, sem hafði
verið geymdur sex daga í kæli.
Sjúklingurinn, sem árum saman
hafði verið beittur venjulegum
læknisaðferðum árangurslaust,
var þegar eftir tvo daga á góðum
batavegi. Og 8 dögum eftir að-
gerðina voru sárin með öllu horf-
in, og 28 dögum síðar var hún út-
skrifuð, alheilbrigð og eðlileg í
andliti.
Næsti, sjúklingur hafði árum
Saman leitað sér lækningar við
berklakýlum á höndunum, svo
hann var óvinnufær, því þær
voru samfelld sár. Filatoff græddi
inn vfef í námunda við sárin, sem
hurfu á skömmum tíma. Þrem
mánuðum síðar var sjúklingur
inn alfrískur og vinnufær og
hefur aldrei síðan fundið til þessa
sjukdóms.
★ Spraulur geta nægt.
Filatoff prófessor hóf nú fyrir
alvöru rannsóknir í lækninga-
stofnun sinni, og það kom brátt í
ljós, að það var ekki nauðsynlegt
að nota vef sömu tegundar og sá,
er sjúkur var, og að árangurinn
varð jafngóður hvort heldur vef-
urinn var úr manni eða dýri, og
að ekki var nauðsynlegt að græða
vefinn inn í námunda við sýkta
staðinn, heldur mátti með jafn-
góðum árangri setja hann hvar
sem var í líkamann. Áhrifin urðu
miklum mun meiri, ef notaður
var geymdur vefur en nýr. Og
brátt kom í ljós, að ekki þurfti
að græða sjálfan vefinn í líkama
sjúklingsins, heldur nægði jið
sprauta hann með safa úr vefn-
um.
Filatoff hugsaði sér, að lækn-
ingamáttur slíks vefjar stafaði af
því, að í slíkum vef, sem hefur
verið numinn burt úr manni eða
dýri og geymdur við skilyrði, sem
ekki eru beinlínis drepandi, en
þó afar óhagstæð fyrir líf, mynd-
ist viss efni, sem hann nefnir líf-
hvata (biogenisk stimulator), er
örvi lífsþróttinn. Af þessu mátti
ráða, að plöntuhlutar fengju einn-
ig slíkan lækningamátt,. ef þeir
væru látnir lifa við óhagstæð skil-
yrði, ekki kulda eins og dýravefi,
heldur myrkur, þar eð sólarljósið
er grænum plöntum lífsnauðsyn.
Þessi skoðun reyndist rétt. í
plöntuvefjum, sem höfðu verið
geymdir í myrkri um vikutíma,
mynduðust þessir lífhvatar og
höfðu afar mikinn lækningamátt.
En það kynlega var, að þó Fila-
toff hefði í byr-jun nrðið að nota
ógerilsneydda vefi, sem gátu
valdið ígerð, því þeir hefðu drep-
izt við gerilsneyðingu, kom nú í
ljós, að hvatarnir voru ennþá á-
hrifameiri eftir klukkustundar
upphitun í 120 stig i gerilsneyð-
ingartæki.
Safasprautur af slíkum dýra-
eða plöntuvef reyndust brátt gefa
góðan árangur gegn fjölmörgum
sjúkdómum. í fjölmörgum til-
fellum má einnig taka safana inn
sem lyf. Þeir eru nú notaðir við
meir en 50 sjúkdómum, og af
þeim hafa nokk-rir verið taldir
ólæknandi til þessa. Lungna-
barka- bein- og augnaberkla hef-
ur tekizt að lækna á fáum vik-
um eða mánuðum, þar sem aðrar
árlangar læknisaðgerðir hafa
reynzt árangurslausar. Margir
augnsjúkdómar, allt frá berklum
til nærsýni og rangeygðar o. s.
frv. hafa læknazt með vefjaað-
ferð Filatoffs. Hún gefur einnig
undraverðan árangur árangur
gegn húðberklum, vissum tegund-
um af eksemi, og kýlum, venju-
legum sárum, sumum taugasjúk-
dómum, móðurlífsígerð, astma og
magasárum og flýtir fyrir græðslu
beinbrota, læknar taugaveiki,
fransós, flogaveiki, marga barna-
sjúkdóma og ýmsa fleiri.
★ Þúsundir króniskra sjúklinga
læknaðir.
Ennþá er langt frá að mögu-
leikar þessarar aðferðar séu
tæmdir. Nýjar uppgötvanir eru
gerðar í hver.jum. mánuði á þessu
sviði, af þeim þúsundum sovét-
lækna, sem tekið hafa upp aðferð
Filatoffs. Aðferðin hefur vitan-
lega sínar takmarkanir, og Fila-
toff leggur áherzlu á, að hér sé
ekki um neitt undralyf að ræða,
sem lækni allt. Áhrifin taka ekki
beint til hins sýkta staðar eða
líffæris, heldur lífverunnar allr-
ar. Þau örva lífsstarfsemina og
fá líkamann sjálfan til að annast
þá lækningu, sem læknisfræðinni
mistekst oft að koma til leiðar.
Sfilhrein járnhrautarsföB
■
Hin fajrra járnbrautarstöðvarbygKlng: í bo-'-.nnl T'«í
fánum uni áraniótin. Tilcfnið var að þá afhentu Sovétríkin Itínvcrjum til fullrar'
eignar járnbrautina gegnum Mansiúríu. Fvrir lierblaup Japana.í Mansjúríu og aft—
ur síðan heimsstyrjöldlnni síðari lauk áttu Sovétríkin járubrautlna að liálfu.