Nýi tíminn


Nýi tíminn - 21.05.1953, Page 4

Nýi tíminn - 21.05.1953, Page 4
r4) —NÝI TÍMINN — Fimnifcudagur 21. maí 1953< Að halda árunni hremni Það sem mestu máli skipt- ir er að halda árunni hreinni, en áran er sá gulllitaði rosa- baugur sem sjá má á mynd- um utanum höfuð á sann- heilögu fólki og erlendum dýrlingum. Segja fróðir menn að baugur þessi fylgi að vísu hverjum einstaklingi, þótt öðrum auðnist yfirleitt ekki að sjá hann en þeim sem eru vel skyggnir, en þeir herma aftur að árurnar séu mjög mismunandi að lit- skrúði og allri gerð; sumar ljóma skírar og fagrar, aðr- ar eru daufar og upplitaðar og enn aðrar verúlega óþrifa ' legar og hvimleiðar. En í þessum mismunandi gerðum speglast raunar sálarástand hvers einstaklings, hegðun hans, áform og hugrenning- ar. Því bera allir þeir sem hugsa um framtíðarheill mikla umhyggju fyrir áru sinni, temja sér góða breytni og göfugar hugsanir og forð- ast sérstakiega allt samneyti við þá sem ekki umgangast þessa andlegu kórónu af sömu virkt. Fyrir nokkru hóf hópur manna útgáfu á nýju blaði, og- var því gefið nafnið Frjáls þjóð. .Meginverkefni ■blaðsins virtist um sinn að berjast gegn hernámi lands- ins, rekja hinar geigvænlegu afleiðdngar þess á öllum svið- um þjóðlífsins og hvetja landslýð til gagnsóknar svo að íslendingum auðnaðist að endurheimta frelsi sitt. Birti blaðið margar ritsmíðar um þetta efni, og fengu þær góð- ar undirtektir, því upp var risin alda með þjóðinni gegn þeirri niðurlægingu sem yfir hana hafði verið leidd af þiremur stjómmálaflokkum. Sérstakiega var þessu nýja blaði fagnað af sósíalistum, sem gerðu sér vöfoir um að þarna værin kominn fram á sjónarsvið nýr bandamaður í sjálfstæðisbaráttunni og gæti orðið aðili að þeirri þjóðfylkingu ólíkustu afla sem ein er megnug að leiða baráttuna til sigurs. En brátt kom í ljós að þeir sem þannig ályktuðu höfðu gleymt því sem mikil- vægast er. ámnni. Aostand- endur Frjálsrar þjóðar voru ekki aldeilis á. því að á- stunda samneyti við nokkra þá menn sem illa hefðu leik- ið þann kjörgrip. Sérstaklega voru þeir óttaslegnir við þá sem geymdu með sér vin- samlegar hugrenningar um stjórnarfar í ýmsum fjar- iægustu löndum heims, en brátt bættust við ákveðin stefnumið um flesta þætti þjóðlífsins, og gátu engir aðrir barizt af hreinleika gegn hernáminu en þeir sem undir þau gengust. Um fram allt áttu menn að vera „lýð- ræðissinnaðir sósíalistar“ og „frjálslyndir marxistar" en þeir dularfullu eiginleikar gefa árunni alveg sérstak- lega göfugan blæ. Með þess- um kenningum tókst fljót- lega að stugga burt öllum þeirn sem óhreinir voru, þannig að þegar hinir sann- heilögu héldu landsfund sinn voru þar saman komn- ir þrjátíu og fimm menn sem fullnægðu skilyrðunum. Voru árur þeirra allra bjart- ar og skínandi, þannig að vissast ■ þótti að mála fyrir glugga á efri hæð Röðuls, þar sem landsfundurinn var haldinn. Var þar síðan á- kveðið að bjóða fram til þings, til þess að unnt væri að skilja sauði frá höfrum og vernda þá áruhreinu frá því að taka þátt í baráttu allrar alþýðu gegn hemámi landsins. Ýmsum getum hefur verið að því leitt hvernig þessir ágætu menn hafi farið að því að halda árum sínum svo lireinum sem dæmin sanna, en af því fer raunar dálítil saga. 28. desember í Vetur var kveðinn upp dómur í einu mesta hneykslismáli síð- ustu ára, olíumálinu svo- nefnda, og voru sökudólg- amir, Vilhjálmur Þór og félagar hans, dærndir til að greiða hátt í tvær milljónir króna. Maður liefði mátt ætla að Frjáls þjóð hefði birt af þessu máli mikla sögu; það er ekki aðeins dæmi um svik og spillingu, heldur bein- afleiðing her- námsins. OHufélagið h.f. er umboðsfélag bandaríska ein- okunarhringsins Standard Oil, en hann er einn af hélztu aðilunum í yfirgangs- stefnu Bandaríkjanna um allan heim. Hér á Islandi var salan á Hvalfirði skipu- lögð með þéssum tengslum, og á Keflavíkurflugvelli fékk Olíufélagið öll forréttindi til viðskipta við bandaríska her- inn gegn greiðslu í dollurum, og var sú aðstaða einmitt hagnýtt til þess að reyna að ræna landsmenn aukalega nærfellt tveimur milljónum króna þegar gengið var lækkað samkvæmt banda- rísku valdboði. Þannig sam einaðist hernámsspillingin öll í þessu eina máli, líkt og þegar geislar lenda í bremni- gleri. Og lesendur Frjálsrar þjóðar biðu þess í ofvæni að sjá um það fjallað af einurð, festu og hreinleika og alla þræðd sundur greidda; — þegar dómstólar landsins gátu ekki einusinni falið spillinguaa hvíljkt hugvekju- efni hlaut hún þá að verða þessu ágæta blaði. Og loks kom að þeim degi að næsta eintak sæi dagsins ljós, 12. janúar sl. En þá brá svo við að þar var ekki að finna nokkra grein um olíuhneyksl- ið, ekki línu, ekki orð, ekki staf. Hins vegar var í blað- inu ein auglýsing frá fyrir- tæki, svohljóöandi: „Esso Extra Motor Oil. Esso smurnimgsolíur eru beztar. Olíufélagið h/f“, og fylgdi með teikning til að léggja enn frekari áherzlu á hversu ágætar þær olíur væru sem nDtaðar höfðu verið til að ræna landslýSdnn aukalega tveimur milljónum króna. Sigurður Jónasson er mað- ur nefndur, og hefur lagt á margt gjörva hönd. Hann var framkvæmdastjóri Olíu- félagsins li.f. og hafði skipu- lagt fyrir Vilhjálm Þór þá starfsemi sem dómfelld var 28. desember. En hann er ekki aðeins athafnasamur og mikilvirkur fésýslumaður, heldur býr hann yfir ýms- um sjaldgæfum eiginleikum á andlegu sviði. Hann er t.d. einn af þeim fáu sem séð geta árur manna, hann kann ,að sundurgreina hin ýmsu plön tilverunnar og marga þekkingu geymir hann aðra sem hér skortir kunnáttu til að rekja. Það hefur lengi verið hugsjón hans að gera áruna að ráðandi afli í ís- lenzkum stjórnmálum, og í því skyni hefur hann starf- áð í ýmsum flokkum, Al- þýðuflokknum, Framsóknar- flokknum og Þjóðvarnar- félaginu gamla, en því félagi vildi hann ólmur breyta í stjórnmalaflokk. 1 því skyni keypti hann m.a. miklar birgðir a.f blaðapappír, en þegar á átti að herða reynd- ust árur manna tæplega nógu hreinar. Loks kom þó að því að á síðasta ári hafði hann fundið hóp manna sem áttu til að bera hina ákjós- anlegustu eiginleika, og lagði Sigurður þá þegar í stað fram pappír sinn til að prenta á Frjálsa þjóð, og síðan liafa hinir sérstæðu andlegu hæfileikar hans ver- ið ómetanlegir við að .greina réttláta frá ranglátum og leggja á ráðin um það hvernig bezt yrði sundrað andstöðunni gegn hernám- inu. Þannig hefur Frjláls þjóð verið prentuð á pappír sem keyptur er fyrir prósent- ur af olíugróða, og er sízt að undra þótt slíkur pappír vildi ekki láta á sér festast það letur sem flestir áttu von á 12. janúar sl. Og nú má mönnum skilj- ast hvernig aðstandendur Frjálsrar þjóðar fara að því að lialda áru sinnj hreinni og skærari en dæmi eru til. F.kki aðéins ástunda þeir dyggðir þær og hugrenning- ar sem dýrlingar urðu fræg- astir fyrir, heldur hafa þeir 'beitt nútíma tækni í þágu áru sinnar. * Það er í -4/ lr ^ henni olíu -/7 kynding. w Það mun þykja fara vet á því, að andlegleiki Útvarps- ins koðni að sama skapi og vorið endurfæðir yfirborð, loft og liti fósturjarðarinnar. Þætt irnir um íslenzkt mál og Ilvér veit? hafa lagzt í sumardval- ann hvort sem þeir eiga það- an báðir afurkvæmt með næstu veturnóttum eða ei. En á vordögum líta Islendingar björtum augum til framtíðar- innar. Sturla í Vogum er kom inn í stað þáttanna um Ssl. mál, og mun það vera gert til að undirstrika byltingareðli vorsins. svona geta hlutirnir gersamlega endasteypzt. Góð- gjarnir menn telja, að Út- varpsráð leggi nú áherzlu á að koma þessu óféti sem mest frá, meðaei fæstir háfa tima til að hlusta, bændur við sauðburðinn og bæjarbúar öll kvöld í görðum sínum. Auk þess er Andrés nú farinn að sleppa úr heilum köflum, og til þess velur hann þá sóða- legustu, þó að þeir séu eigin- lega heilsteyptustu kaflar bók arimiar. En með þessum að- gerðum mætti vænta að enda- leysa þessi tæki einhvern tíma enda, og er það vel. Þriðju- dagskvöldið var undarlega skemmtilegt. Þá hélt Jónas Jónsson áfram hugleiðingum sínum um skólamál. Þótt er- indið væri frá upphafi til eeida ergelsismas gamals manns, sem kominn er úr öll- um tengslum við þróunina, hættur að skilja þær geysi- legu breytingar, sem orðið hafa í þjóðfélaginu og hefur því enga möguleika til að skilja erfiðleika, sem þær breytingar valda á ýmsum sviðum þjóðlífsins og ekki sízt í uppeldismálunum, þá tel ég alveg rétt af Útvarpinu að gefa svona mönnum kost á að koma að hljóðnemanum. Jónas á það skilið fyrir merki legt starf í skólamálum þjóð- arinnar, þótt einhliða væri og af seyrnum rótum runnið, og það gerir enginn framar kröfu til þess, að hann fari rétt með staðreyndir, og hvorki Útvarp ið né aðrir geta tekið ábyrgð á því, hvað hann kann að segja. Síðan kom Júlíus Hav- steen með hvali í búri. Frá- sagnargleðin hjá Júlíusi, þeg- ar hann segir frá merkileg- urn og sjaldséðum hlutum_ gefur máli hans alltaf við- felldinn blæ, þrátt fyrir all- mikið af óþarfa málalenging- mn, sem spi’la í Útvarpi, þótt skemmtilegar geti verið i sam- kvæhiigleðskap. Miðvikudagur. inn var valinn til liing lög- skipaða hneykslis. F.vrst var það Sturla, svo kom Pétur Sigurðsson. Það er aldeilis furðulegt, hvað sá maður get- ur verið leiðinlegur, og alveg sérstaklega átakanlegt, þeg- ar hann tekur til að flytja á- róður fyrir málum, sem manni eru hjartfólgin. Og svo kom Ólafur sálfræðingur og fer ört versnandi. Það var aldrei von á góðu í sambandi við Arnulf Överland. Það var nokkur vandi að ræða um Öv- erland sem merkan samtíðar- mann yfir okkur íslendingum, — manninn, sem sagði okkur, að okkur bæri heilög skylda tii að láta land okkar af hcndi sem víghreiður og mætt- um ekki mannkynsins vegna horfa í það, þótt það kostaði líf og tilveru þjóðarínnar. Þó hefði verið hægt að ræða um þann mikilhæfa mann á við- eigandi hátt, hefði til þess verið fenginn hæfileikamaður um mannasiði. Ólafur hefur aftur á móti þann skepnulega kæk pólitískra beinatíka að draga inn í mál sín alþjóðleg deiluefni í því Ijósi, er f jendur mannkynsins liafa yfir þau varpað; Slíkir starfshættir eru alveg öruggir. með að gereyði- leggja þennan útvarpsþátt, sem sannarlega var þó ástæða til að gera sér miklar vonir um. — En svo kom blessun- inn hann Ánai Friðríksson og fór með mann til Braziliu, og lá þeim ferðum getur maður aldrei þreytzt. — Fimmtudag- urinn fór líka stígandi. Séra Magnús Runólfsson ræddi um konungdóm Krists. Fádæma finnst' mér þáð mikill óþarfi, þegar útvarpað er messum, oftast tveim, á hverjum ein- asta helgidegi, að verið sé að troða andlausu trúarstagli þar að auki inn í kvölddagskrá virkra daga, en mér virðast þær vikur vera færri, sem ekki eru nú orðið notaðar á þann hátt. — En svo fór Egg- ert Stefánsson me'ð okkur inn í ríki hestsins á þann töfra- hátt, sem fáir munu eftir leika. Nafn Eggerts Stefáns- sonar er eitt hið glæsilegasta á nafnalista íslenzkra lista- manna. Þar hefur nafn hans verið bundið sönglistinni, og hefur þar ekki aðeins verið um að ræða söng hans, held— ur alla hans umgengni vi'ð söngmenntina og tengsl hans við hjarta þjóðlífsins á þeim svi'ðum. Nú er hann einnig tvímælalaust einn listfengast- ur rithöfundur á íslandi og bregður það mestum töfrum um list hans eins og áður, að Island ríkir og drottnar í hjarta hans, og allt það, sem frá hjarta hans kemur, það kemur frá fósturjörðunni og er fösturjörðin sjálf Bezti þáttur Um daginn og veginn um mánaða skeið, enda haf'ði það dottið í Út- varpsráð að fela Sverri Krist- jánssyni þáttinn. Mætti því oftar hugkvæmast að fela þann þátt mörinum, sem lands lýð þykir gott á að hlýða. G.' Ben. Kierkur sfa! úr elgin hendi Sóknarpresturinn í Götene í Svíþjóð hefur orðið uppvís að því að taka 75.000 sænskar krónur ófrjálsri hendi úr kirkjusjóðnum. Auk þess skrif- áði lianii sjálfur endurskoðun- arskýrslu um sjóðinn og fals- aði nöfjj endurskoðendanna undir hana. Klerkur var dæmdur i eins árs fangelsi skilorðsbundið og auk þess sviptur kjól og kalli.

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.