Nýi tíminn - 21.05.1953, Qupperneq 9
Er Trampe greifa þótti þeir
þjóðfundarmenn 1851 gerast
allseinlátir um afgreiðslu mála
iað konungs vild sleit hann
fundi fyrirvaralaust einn morg-
uninn og gekk úr salnum. Reis
iþá upp Jón forseti og mót-
mælti „þessari aðferð“ og á-
skildi sér rétt að kæra hana
fyrir konungi. Spratt 'þá þing-
heimur allur úr sætum sínum
og ihrópaði sem einn maður:
„Vér mótmælum allir“. Þetta
eru einföld orð, og verður
trauðla sannað að þau búi yfir
fegurri hljómi en hver önnur
orð tungunnar. Þó eru þetta
frægustu orð er mælt' voru á
íslandi alla 19. öld, enda mæl-
,ist mikilleiki ræðu ekki við
hljóm né málfræði heldur við
stærð þeirrar stundar þegar hún
er flutt og við hjarta þess fólks
er hlut á að máli. í þessum
orðum og viðbrögðum reis hæst
íslenzk barátta við kúgun og
ofríki í 600 ár.
Ibsen leggur einni persónu
sinni þau orð í munn að sá sé
s-terkastur er einn standi. Þau
orð þyrftu nánari skýrgreining-
ar, en hitt er víst að hægara
er að standa í hópi en einn.
Þeir þjóðfundarmenn, er á einu
rnáli voru um verkefni og ti'l-
lögur samkomunnar, voru nær
40 að tölu; og manni getur
stundum fundizt í svip að við-
brögð þeirra við ofbeldi greif-
ans hafi ekki verið ýkjamikið
þrekvirki. Þó vei,t maður dæijii
þess, foæði fyrr og síðar, að
margmenni hefur glúpnað fyrir
valdi fámennis, heill lýður
gugnað fyrir einni skipun, þús-
und samvizkur runnið fyrir
einni falsröksemd. Hvort sem
það er rætt lengur eða skemur
verður niðurstaðan ævinlega sú
að þjóðfundarmenn voru vaxn-
-ir þeirri sögulegu stund er
gekk yfir ísland morguninn 9.
ágúst 1851. Fyrir þeirra til-
verknað varð hún einmitt hálfu
sögulegri en ella mundi; — Is-
land var byriað að rísa á ný.
Það var alllangur aðdragandi
að þessum frægasta fundi í
sö'gu 'íslendinga; má lcalla að
á þessum árum hæfis.t vakning
í landinu. Rök hafa verið leidd
að því að íslenzk stjórnmála--
■hugsun hafi orðið til um þess-
ar mundir. Sá fullþroslca maður
fyrirfannst ekki á Íslandi er
ekki heyrði rætt um þennan
fund,- bæði fyrir hann og eftir;
og miikill hluti alþýðu manna
tengdi ihonum miklar vonir.
Fylgdu bændur vítt um land
foringjum sinum fast í nýbyrj-
aðri þjóðfrelsisbaráttu, jafnt
vestan lands og austan. Er sú
saiga öll 'harla lítið kunn ís-
lenzkri alþýðu í dag, miklu
miður en verðugt er. —
Skagfirðingurinn Baldvin
Einarsson mun hafa orðið fyrst-
ur' manna til að vekja máis á
ráðgefandi þingl á íslandi. Hann
var nú lati.nn fvrir 18 árum, og
sýpist ekki ólíklegt að hann
hafi orðið ýmsum héraðsbúum
hugstæður um þessar mundir:
hugsjón hans og trú. Og víkur
nú scgunni að einum samsýsl-
ungi hans. ■
Sá fojó um þessar mundir í
hjáleigu frá Minni-ökrum í
Blönduih'iíðarhreppi, fátœkur
ekkill er barðist í bökkum um
" líf sit.t og tilveru. Hann var 55
ár.a að aldri qr hér var komið
sögu, hafði eitt sinn verið allra
manna yngstur og hraustastur
en sætt stórum áföllum í lífs-
baráttunni. Hann hafði um
skeið búið á kotinu Bólu með
konu sinni og bömum, en var
að loikum sakaður um sauða-
rþjófnað. Var gerð húsleit hjá
honum, og hófst upp úr því
mikill málarekstur. Að vísu var
bóndi sýknaður að lokum, en
hlaut þó a.ð láta eigur sínar í
þeim átökúm öllum, og hrekjast
á braut. Bar 'hann ekki foarr sitt
upp frá því, enda 'lézt kona
hans nokkru síðar. Firrðist
hann svefn upp úr þessu um
árabil, og leitaði hann sér lækn-
inga í annan landsfjórðung.
Fór hei'lsa hans raunar bátnandi
um skeið, en þrek hans var bug
að eins og skip hans voru brot-
in. Af ýmsum öruggum vitnis-
burðum er Ijóst að geð þessa
öreiga bónda var ríkar’a en ann-
arra manna flestra —• og kom
þó oft í óverðugan stað niður.
En árið sem þjóðfundurinn var
hafdinn á Þingvelli forauzt það
enn út í ljósan loga. Þá öldu,
er að lokum lyfti þjóðfundin-
urh á faldi sínum, bar einnig
áð ströndum Skagafjarðar og
knúði ö.lmusumanninn á Minni-
Ökrum til móís. Cg hann ávarp-
aði land sitt og guð sinn og
mælti svo:
Eegg við, faðir, liknaveyra,
lei.2 oss einlivern hjálparstig;
en viijirðu ekki orð mín heyra,
eilíf náðin guðdómlig,
mitt skal hróp af heitum dreyra
himininn rjúfa kringum þig..
Þeir þjóðfundcu-menn stóðu
margir andspæms einum dönsk-
um legóta, og reyndust að vísu
menn til að auðga sö'gu þjóðar
sinnar stórri stund. Bólu-Hjálm-
ar — því hann var þessi mað-
ur — stóð einn andspænis guði
sínum og ógnaði honum með
niðurrifi himinsins ef hann
hjálpaði ekki ættjörð hans. Guð
er raunar ekki sá rétti aðili að
þjóðmálafoaráttu jarðneskra
lýða, og þess vegna reyndust
orð Bólu-Hjálmars ekki þýðing-
armeiri fyrir framgang íslands-
mála en orð Jóns Sigurðssonar
og þingipanna hans. En hefðu
þeir þá ekki einnig kosið í
lengstu lö'g að frelsa landið án
þess að fórna guði? Þeir voru
búnir. að halda mangar ræður á
þjóðfundinum, þrefuðu og þjörk
uðu eins og venja er á þing-
fundum — handan við alla róm-
antísku síðari sögu. En Bólu-
Hjálmar lagði sjálfan guðdóm-
inn að veði í fyrstu atrennu:
ef hagur landsins vænkast ekki
skal ég kas.ta trúnni á þann
sem þessu ræður. Það sannast
ekki hér að sá sem stendur
einn sé stcrkastur, he’dur hitt
að sá sem hlýtur að standa einq
er knúinn til að vera sterkast-
ur. Bólu-Hjálmar hafði ekki
aðstöðu til að hitta kónginn. Af
máttarvöldum himins o.g jarð-
ar var guð einn í kallfæri við
Minni-Akra í Biönduhlíð.
Bólu-Hjálmar var ekki trú-
laus maður. Honum foefði þótt
litlu varða að fórna guði, -ef
hann foefði ekki trúað á tilvist
hans. Hann hefur einmitt ort
mikinn sæg kvæða með trúar-
legú innihaldi. Eftirmœli hans
flesit eru gegnsýrð guði og öðru
lifi- Það er vissulega mjög ein-
BÓLiU-IíJÁLMAB (Teikning Ríkharðs Jónssonar eftir lýsingu).
Fimmtudagur 21. maí 1953 — NYI TÍMINN — (9'
hæfur skáldskapur, margt af
því mikili leirburður; og ber í
rauninni vitni steingerðari trú-
artilfinningu en mergð orðanna
vottar. Engu að síður er aug-
ljóst að skáldið telur guð stað-
reynd í heiminum og lífi mann-
anna. Oft og tíðum er hann
meira að segja auðmjúkur
gagnvart þessum himiniherra,
og ber þar svip sinnar aldar.
Það var ennþá mikið trúartil-
stand á íslandi fyrir 100 árum,
reiði himinsins sífellt yfirvof-
andi, helvíti undir hlaðvarpan-
um, djöfullinn í hverju skoti.
Það var öld kirkjugöngu, sálma
söngs og foænahalds. Bólu-
Hjálmar orti víst skammavísur
um presta ekki síður en aðra
menn, ef honum bauð svo við
að horfa; en hann leitaði sér
halds og trausts hjá guði í
persónulegu mótlæti. Hann laut
.iguði löngum, eins og öld hans,
og spillti drjúgum hluta skáld-
skapar síns með 'guðforæddri
mærð — eins og hann laut
grönnum sínum með því að sóa
andaiglft sinni í níðvísur um
þá, eins og hann laut öreigð
sinni með því að bera sig upp
undan 'henni.
Um aldir var vígstaða okkar
í áþjáninni með slíkum hætti
að ósigurinn varð því algjörri
sem stríðið stóð lengur. And-
spyman fólst í smávægilegum
agabrotum einstaklinga. Nú
vorum við komnir í þá aðstöðu
a'ð igeta andmœlt ofríkinu sem
þjóð og mannfélag. Þjóðfund-
urinn 1851 varð einn af ör-
lagaviðburðum íslenzkrar sögu.
Það hefði ekki þurft neinn spá-
mann til að sjá að nú fór í
hönd úrslitabarátta, er oddvit-
ar þjóðarinnar höfðu slíka and-
lega reisn til að bera — og
höfðu skapað sér aðstöðu til að
láta hana njóta sín, En það
mátti 'líika ráða af hótun Bólu-
Hjálmars við drottin sjálfan að
einnig í andlegum málefnum
þjóðarinnar voru ísaforot í að-
sigi. Við munum hvernig hin
fornu skáld okkar tóku að hall-
mæla guðum sínum og nefndu
Freyju jafnvel tík er æsir
dugðu þeim ekki lengur sem
áður — er goðin fóru að skulda
mönnum greiða í lífsbaráttu
þeirra; enda var kristindómur-
inn innleiddur með fundarsam-
þykkt í fyllingu tímans. Sú
uppreisn fór ekki fram eftir
skipulagðri áætlun fremur en
ibyltingin í hjarta Bólu-Hjálm-
ars; en átti, éins og hún, rót
og uppruna í sjálfu þjóðlífinu.
Hugarfar mannsins breytist eft-
ir ytri aðstæðum, og sjálfstæð-
isbarátta íslendinga unri miðja
19. öld varð ekki háð í nafni
drottins vors og guðs á himni.
Hinn sögulegi réttur vor varð
vígorð um langa' hríð. Suður í
álfu var marxisminn að mótast
um þessar mundir. Það var ein-
mitt á iþessum áratug sem þeir
fæddust: Gestur Pálsson, Step-
han G. Stephansson og Þor-
steinn Erlingsson — þrjú stór-
skáld se’m brutu leiðir nýjum
hugmyndum og hugsjónum sem
uppreisnarmanninn á Minni-
Ökrum dreymdi raunar aldrei,
en voru þó álíka nýstárlegar
skilningi manna á þjóðfélaginu
og hótun Bólu-Hjá'lmars við
guð var frumleg í þessu trú-
rækna landi. Nýjar stéttir hóf-
ust, og höfðu grundvallaráhrif
á þróun og 'gang þjóðmála. Sú
elding er laust niður í höfuð
Bólu-Hjálmari árið 1851, og
kveikti Þjóðfundarsönginn í
hjarta hans, varð síðar mikill
eldur er brenndi til agnar
hundrað kreddur í hverri 'byggð
á íslandi. I þessari vísu og
þessu kvæði þurfamannsins í
Blönduhlíð birtist vaknandi
andi risandi þjóðar sem finnur
til máttar síns gagnvart yfir-
völdum himins og jarðar. Hér
var í deiglunni sá h'ugur sem
ekki mundi linna fyrr en frelsið
væri fullheimt — jafnt úr hendi
kóngs og 'guðs. Bólu-'Hjálmar
var þjóðfundarmaður á sína
vísu. Einnig í honum á nútím-
inn upptök sín.
Öld er liðin. Við hugðum um
skeið að við hefðum leitt bar-
áttu okkar til varaniegs slig-
urs. En okkur skjátlaðist. Sú
saga skal ekki rakin hér, né
foeldur gerður samanburður á
aðstöðu okkar nú og fyrir
hundrað árum. En einmitt
þessa dagana er að hefjast
vakning í landi gegn þeim aðil-
um sem skertu frelsi okkar á
ný og kölluðu yfir okkur mik-
inn vanda. Skáldin rísa upp á
nýjan leik; og svara þannig
enn sem fyrr kalli íslands, kalli
fólksins. Það er einkenni á
verkum þeirra flestra nú um
skeið að láta sér tíðar um að
lýsa því sem þau elska en for-
dæma það sem þau hata. Það
er spurning um stíl og aðferð,
en ekki viðhorf. , Enda skal
dæm.i Bólu-Hjálmars minna
okkur á að horfast djarflega í
augu við hvert yfirvald, standa
óhræddur í hverjum vanda,
vera ófeiminn að segja það
sem í sefa býr og timinn kref-
ur, hætta öllu eins og hann
foætti guði sínum ef hagur lands
ins vænkaðist ekki. Þessi magn-
aði andi, sem síðari tímum hef-
ur stundum virzt sem tröil úr
bergi igengið, var fæddur og al-
inn á hörmungatíma í sögu
landsins, og galt þess sárlega á
sfcinni sínu og sinni. Hann
kenndi land sitt til konu í
kvæði sínu, svo honum veittist
auðveldara að elska það og
skilja; og í frelsi þess skynjaði
hann sína ejgin lausn undan
oki örbirgðar og aldarfars. I
dág þykjumst við ef til vill
frjálsari af landinu en fyrri
kynslóðir. Samt er landið og
þjóðin enn sem forðum ein
iheild — við færumst þann dag
sem landið týndist. Þeim skiin-
ingi folæs nú æ hraðari byr
undir vængi; og er fagnaðar-
efni á þessum dögum að sjá
hvernig skáldin tengja saman-
landið og þjóðina í kvæðum
sínum, hvernig leiðin til fólks-
ins liggur um náttúruna: stein
hennar og urt. Sú djúpa ást er
alvarlegasta hótunin þeirri
byssu sern við okkur gín, þeirri
sprengju sem yfir okkur vofir.
Af þeirri ást er sá eldur að
kvikna er til sóknar knýr —
og til si'gurs leiðir.
B. B.