Nýi tíminn


Nýi tíminn - 16.07.1953, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 16.07.1953, Blaðsíða 3
• Finuvitudagur 16. júlí 1953 — NÝI TlMINN — (3 EINAR OLGEIRSSON: Þjóð vör stendur ekki á tíma- mófcum lífs síns í dag, Hún stendur á vegamótum lifs eða dauða. Spurningin, sem lögð er fyrir þjóðina í dag, er ekki: Eigum við að lifa heldur betur eða ver í landinu, — eigum við að hafa heldur meira réttlæti eða held- ur meira ranglæti í skiptingu þjóðarteknanna, — eigum við að beita heldur meiri hyggind- um eða ívið meiri heimsku í rekstri þjóðarbúsins? Það er ekki krafizt svars við þeim spumingum, sem alltaf er spurt um, og alltaf eru á dagskrá. Spurningin er hitt: Eigum vér íslendingar einir að ibyggja þetta land, ráða því einir, eiga auðlindir þess einir, sitja einir að gæðum þess, ráða sjálfir framleiðslu þess og hag- nýtingu hennar, — tala áfram „ástkæra ylhýra málið“, meta áfram manngildi og drengskap meiir en embætti og auð, unna íslenzkri ferskeytlu meira en amerísku togleðri, — láta í einu orði aðstöðu heiðarlegs, íslenzks vinnandi manns móta lífsviðhorf vort, — unna meir deginum en nóttunni, — eða Eigum við að láta erlenda vopnaða þjóð ráðast inn í iand vort, og leggja það undir sig, — láta útle.ida yfirþjóð byggja sér hallir, meðan þúsundir ís- lendinga búa í hreysum — láta erlenda yfirbpðar i þræla íslenzkum verkamönnum út fyrir þriðjung þess kaups, sem þeir borga sinum eigin verka- lýð, — láta erlenda njósnara og innlenda flugumenn þeirra rannsaka hugarím hvers is'end- ings, sem væri hann glæpa- maður, er haun gcng ir um sitt eigið land, ’áta eriendr.n her búa sér til hafni’- og fiugvelli hvar sem er á landinu og víg- girða að vild, —- lá*a crlent auðvald sölsa undir sig f::c-sa vora, útlenda auðhringa hirða arðinn af orku þeirra og sköp- unar.mætti islenzks verkalýðs, — láta framandi herraþjóð byiggja sér vigi i lanai \oru með íslenzkan æsku’ýð sem málalið undir amerísicri stjórn, með íslenzka verkamenn sem þræla sína, isle.i-'.kar stúlkur sem ambáitir sinar og gleði- konur, — láta ameríska auð- menn fyrirskipa oss ís'ending- um gengið á krónu vorri, hvaða verkakaup vér megum borga, hvaða verksmiðj jr vér megum •byggja, hvaða ián vér megum .veita, — lata arneriska ómenn- ingu og siðspil'ingu ei'.ra ís- lenzka manndáð, drepa þann kjark, sem hatdið hefur lifi.Ai í þjóðinni og eyðileggja jrannig hægt og bítandj tungu vora, menningu og þjóðerni, jafnvel þótt ekki yrði gripið til hinntr hraðvirkari eyðileggingaraðferð. ar Ameríkana, strið.dns? Þessi siðari ieið, leið dauð- ans, er ekki rein hæt*á, sem yfir vofir. Hún er veruleikinn, staðreyndin, sem folasir við öll- um sjáandi mönnum. Þjóðin hefur troðið helveg í hálfan áratug. Hernámsflokkamir þrír tældu hana inn á þann helveg 5. október 1946. Þeir tróðu hann fyrst hægt og hikandi, ljúgandi og blekkjandi, uns þeir fundu í kosningunum 1949 að flokksfjötrar þeirra héldu. Þá kölluðu þeir allir sem einn, hver einasti þingmaður þeirra, amerískan tnnrásarher inn i landið, brutu stjórnarskrá lýð- veldisins, fótum tróðu Alþingi og svívirtu þjóðarviljann og eigin loforð og heit. Hratt hafa hernámsflokkarn- ir fetað helveginn með fjóra fimmtunga þióðarinnar i eftir- dragi hin síðustu fimm ár. En hraðar munu þeir halda, ef þjóðin slítur ekki af sér fjötra þeirra. Því er líf þjóðarinnar, til- vera íslenzkrar þióðar á ís- Jenzku landi,-undir því komið að hún átti sig nú, snúi við af þeirri glöfcunarbraut, sem hún hefur verið tæld og hrædd inn á, slíti af sér fjötra her- námsfilokkanna og taki aftur öll ráð í landi sínu. Það er allt i veði, sem vér höfum skapað í þessu' landi þær tæpar ellefu aldir, sem vér höfum byggt það, — allt, sem vér erum stoltir af, allt, sem vér höfum elskað, allt, sem vér -höfum vonað og dreymt um að yrði þess hlutskipti. Það er jafnt fortíð vor sem framtíð, sem nú er í veði, — öll tilvera vor sem þjóðar. Við höfum horfst í augu við tortíminguna fyrr. Fyrir 170 árum, eftir Skafíáreldana, vor- Um við aðein 38 þúsund eftir á landinu. Svo nærri skall hurð hælum, að afleiðingar erlendrar yfirdrottnunar riði þjóð vorri að fullu. Hættan er meiri nú. Al;t það bezta, sean vér höf- um skapað sem þjóð, höfum vér skapað, þegar þjóð vor og framsæknar stéttir hennar sóttu á til að skapa sér betra þjóð- félag en fyrir var. Við höfum tapað sem þjóA og átt á hættu að týna sjálfum oss, þegar er- lent vald hefur náð tangarhaidi á yfirstétt þjóðarimar, og þar- með tökum á landi og lýð, get- að ráðið efnahag.lífi voru, fyrirskipað í stjórnmálalífi voru, sýkt þjóðina með áróðri sínum og ofsótt allt þaj bezta, sem v’.ð áttum til. Á fyrstu öldum íslandsbyggð- ar sótti harðgerð, frjáls bænda- sfcétt fram til friðsamari og mannúðlegri þjóðféi'agshátta undir forustu ýmissa þjóðhollra, viturra höfðingja í baráttu við erlent ásælnisvald og innlenda yfirgangs- og ójafnaðarmenn úr höfðingjastétt. f þessari sókn var skapað það þjóðfélag, sem um nokkurt skeið var frjálst manníélag bændastéttar í Evrópu samtím- ans, þegar bændakúgun aðals- stéttar grúfð; yfir meginland- inu. Á grundvelli slíks þjóð- félags, í baráttu þess fyrir friði og frelsi, rís það bezta úr menningu þjóðveldisins, þeirrar menningar, sem einstæð er þá í veröldinni að raunsæi og frjálshyggju, meðan myrkur of- stækis gagnvart þeim smáu og auðmýktar gagnvart þeim drottnandi einkenndi Evrópu samtímans, — og sú menning hefur síðan verið aðall íslend- ingsins, hvar sem hann fór og aldir þjóðveldisins, — þjóð- v skipulags, sem aðallinn á meg- iniandinu þegar hafði rifið til grunna, einnig á Norðurlönd- um, með þeim afleiðingum, að engir nema Islendingar gátu skapað þær bókmenntir, sem síðar hafa orpið bjarma á Norðurlönd, þó heiðurinn bæri íslendingum einum. Svo, þegar voldugustu Þjóð- höfðingjamir höfðu sölsað und- ir sig jarðirnar frá bændum, lýðréttindin frá fólkinu, — safnað auði og völdum á fáar hendur, rúð alþýðuna inn að skinninu, svikizt um það sögu- lega hlutverk sitt að halda við og efla skipastól landsins, giopr-að þannig í hendur út- lendinga líftaug efnahagsins, gerzt bandamenn og hirðmenn erlendra konunga, er ásældust drottinvald yfir íslandi, þá hafði erlent kúgunarvald náð því tangarhaldi á yfirstétt vorri, sem það þurfti til að svipta oss sjálfstæðinu. Þá gat það ráðið efnahagslífi voru Það hefur sett ugg að mörgum eftir kosningaúrslitin, otta um að örlög íslands séu ráðin En örlög íslands verða ekki ráðin á einu ári, ekki af einum kosningum. íslenzka bjóðin hefur oít áður beðið stundarósigra í frelsicbaráttu sinni, en hún hefur ævinlega átt til þrek og baráttukjark til þess að vinna upp slíka stundarósigra margfaldlega. — Einar Olgeirsson rifjar upp þá löngu sögu og sögulegt hlutverk stéttanna í frelsisbarátt- unni í snjallri gréin sem birtist í fyrsta hefti Réttar í ár. Nýi tíminn telur þá grein eiga sérstakt erindi til lesenda sinna nú, og birt- ist hún héi í dag og í næsta blaði. hve djúpt sem þjóð vor sökk. í þessari baráttu fyrir frelsi annarsvegar og friði hinsvegar á fyrstu tveim öldum. þjóðveld- isins mótast sú tvennskonar manngerð, sem þjóð vorri hefua- orðið hjartfólgnust: Annars- vegar sá höfðingdjarfi, frjáls-* huga ibóndi, bai’dagamaður eða útlagi, sem eigi lætur sinn hlut fyrir voldugum herrum, Ingj- aldur í Hergilsey, Gísli Súrsson, Skarphéðinn Njálsson, hetjum- ar, sem síðan hafa liíað í hjarta þjóðar vorrar og kveðið í hana kjark á þrengingartímum, — hinsvegar sá vitri, forsiáli, vel- viljaði forystumaður, manna- sættir og leiðtogi, sem með valdi orða sinna einna saman gat leitt þjóðina á örlagastund- nm í átt til friðar og frelsis, fram hjá boðum sundrungar og frelsistjóns: Þorgeir Ljós- vetningagoði, Hallur af Síðu, Einar Þveræingur, spekingarn- ir, sem síðan hafa lifað í huga þjóðar vorrar og verið fyrir- mynd beztu manna hennar á hættustundum íslands. Þegar rltlist og stílsnilld síðan gerðu mönnum fært að færa hugsan- ir, skáldskap og baráttu þess- ara manna í letur og stíl, eign- uðumst vér hin einstæðu snilld- arverlc, Hávamál og Völuspá, íslendingasögurnar og Heims- kringlu. Hugsanir og persónu- leikar Eddu og íslendmgasagna voru óhugsandi, nema á grund- velli þess þjóðskipulags, sem enn var á fslandi tvær fyrstu með skipaferðunum og hótað að svelta oss, ef við þrjózkuð- umst. Þá gat það fyrirskipað handgengnum höfðingjum, jafn- vel að myrða beztu menn vora. Þá gat það sýkt þjóðina með áróðri sínum, hrætt vankunn- andi lýð á heifum eldi helvítis, Rússagrýiu miðaldanna. Þá gat það ofsótt alla Þá, sem börðust fyrir frelsi þjóðarinnar, háls- höggið og brennt. Það tók samt þrjár aldir að brióta viðnámið og skapa á næstu öldum það á- stand, að auðmýkt lúterskunnar og undirgefnin undir konung- inn og kaupmanninn væri bar- in inn í þá þjóð, sem eitt sinn var fyrirmynd um frelsisást og (uppreisnarhug í Evrópu. í fimm aldir sökk þjóð vor dýpra og dýpra í eymd og ó- menningu, — allt sem afleiðing ' af svikum innlendrar yfirstéttar 1262 og ágangi og yfirdrottn- un erlends aðals- og konungs- valds. íslenzk höfðinigjastétt dó út, hún gat ei lifað við þá eymd, sem alþýðan tórði við. Svik höfðingjanna við þjóðina hefndu sín á stétt þeirra sjálfri. En það lá við að þjóðin dæi sjálf út líka. Á slíka heljar- þröm hafði erlend kúgun og innlend svik komið þjóð vorri að beztu menn hennar óttuð- ust að nú værj úti um ísland. En þau afrek, sem eitt sinn voru unnin, ljóð og sögur, sem um þau voru ort, ferskeytlur or rimur, sem alþýðan omaði sér við á löngum vetrarkvöld- um kúguniaralda, yljuðu þjóð- inni hjartaræturnar, vernd- uðu neis'ta viðnámsins fyrir spillingunni frá uppgjafa yfir- stétt, varðveittu „heilaga glóð“ í freðnum þjóðum. Minningarn- ar um hið liðna, ljóðin og sög- urnar urðu lifigiafi vor. Við eigum „margt að þakka þeim, þær hafa hjartað varið.“ í annað sinn reis íslenzk þjóð upp í allri sinn.i smæð og skóp nýja. gullöld frelsisbókmennta og frelsisbaráttu. Bændastétt og menntamenn lands vors hófu Sitríð vort fyrir þjóðfrelsi, fyrir efnahagslegu og stjórnaríars- legu sjálfstæði. Þeir börðust við erlent drot’tinvald og erind- reka þess á íslenzkri grund: einokunar- og embættislýð, sem beitti ofsókn og harðstjóm, til þess að reyna að brjóta sókn þjóðfrelsis-stéttanna á bak aft- ur. Eins og vorboðar, sem úti urðu í hretum erfiðs vors, höfðu þeiir Eggert, Skúli og Magnús ibrotið ísinn hiá þjóð- inrii, hver á sinn hátt. Við und- irspil byltinganna í Evrópu, boða Baldvin og Fjölnismenn frelsið. Með hnípinni þjóð tek- ur hjart.a Jónasar að slá. Sundraðan lýð sameinar heiður hugur Jóns. Þjóðin eignas't á eftir Jónasi skáld, se,m hún líka ann og metur: Matthías og Steingrím, Gröndal og Grím. Hún fær við hlið Jóns bardagamenn, sem en£ar ofsóknir hins erlenda valds fengu bugað: sira Hall- dór á Hofi, Iíannes Stephensen, Halldór Friðriksson. Bænda- S'téttin mótar samtök á verzlun- arsviðinu. Menntamenn skapa bókmenntafélögin til baráttu gegn forheimskvun afturhalds- ins. Og eins og undiralda þess fátækasta, kúgaða lýðs, ^em enn var ej kominn upp á yfir- borð þjóðfélagsins til sóknar fyrir sinn rétt, drynur ógleym- anlegur .uppreisnarsöngur Bólu- Hjálmars sem ibassinn í mót- mælakór þjóðarinnar gegn er- lendri kúgun og innlendurh ræf- ilshætti og svikum. Hið danska kúgunarvald beitti niósnum og ofsóknum, mútum embætta og hótunum hervalds, til þess að reyna að brjóta frelsisbaráttu íslendinga á bak aftur: Njósnarar um skoðanir þjóð- hollra íslendinga skyldu æðstu embættismenn framkvæma: í erindisbréfi Trampe gi'eifa, konungsfuUtrúa, 1851 stóð: ,,að hann skyldi komast eftir því um alla em.bæ'ttismenn á íslandi, hvort nokkur þeirra sýndi sig á nokkurn hátt í því að vera mótfallinn frumvarpi stjómarinnar; 'hann skyldisegja stjórninni í Kaupmannahöfn frá þeim, sem svo vseru, og segja þeim álit sitt um, hverja hegningu Þeir skyldu líða,“ (Andvari 1886 bls. XIII). Þjóð- hollustu mennirnir misstu em- ibætti sín: Jón sýslumaður Guð- mundsson, Kristián landfógeti Kristjánsson og aðrir fengu að kenna á því öðmvísi eins og séra Halldór S Hofi og fleiri. Bann við útgáfu blaða, ofsóknir vegna uppreisnarkvæða sem „íslendingabrags", hótun með hervaldi eins og 1851, ofsóknir með. embættissviptingu og mála ferlum eins og við Skúla Thor- Framh. á 11. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.