Nýi tíminn


Nýi tíminn - 16.07.1953, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 16.07.1953, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. júlí 1953 — NÝI TÍMINN — (5 Ef mér hefði dottið það í hug i tíma, að ég myndi láta til- leiðast að gera opinberlega að umtalsefni þátttöku mína í ferð hinnar íslenzku sendi- nefndar til Rússiands og Asíu, það 'herrans ár 1953, þá hefði ég líka sennilega haft vit á að búa mig undir það betur en ég hef gert. Ég hefði getað skrifað niður hjá mér margar þeirra upplýsinga sem við fengum, um rekstur ýmissa fyrirtækja, upplýsingar um fyrirkomulag og ætlunarverk ýmissa menningarstofnana, upplýsingar um launagreiðslur, tekjur, gjöld, húsaleigu, vöru- verð og óendanlega margt og margt, sem við vissulega spurð- xun um og fengum við greið og góð svör. En það skal hrein- lega játað strax að allan slík- an tölulegan tíning ætlaði ég félögum mínum á ferðalaginu frekar en mér. Enda kom það vel heim við sérhiífni mina að þeir voru yfirleitt jafnduglegir við að skrifa niður allan slík- an fróðleik, sem ég var latur til þeirrar vinnu, og vænti ég að fróðleiksfúst fólk í þessu landi muni á sínum tíma njóta þar góðs af — það er að segja ef það kærir siig um. — Já, ég endurtek það: eí það kærir sig' um. í>ví vissulega sleppti obbinn af íslenzkum -blaða- mönnum einstöku tækifæri þegar rússneski rithöfundurinn Polevoj bauðst til að sv.ara hverrj þeirri spurningu er þeir vildu fyrir hann leggja. En þeir komu ekki til fundar við Po’.e- voj og þeir spurðu þar af leið- andi einskis. Það var áreiðan- lega furðu barnalegt að noía ekki þetta tækifæri. Polevoj er einn af mest virtu rithöfundum Rússl-ands, auk þess sem hann á sæti í æðstaráði hins rúss- neska ráðstjórnarlýðveldis. —- Maður hefði því getað búizt við ,að það væri ekki bráðónýtt fvrir -íslenzka biaðamenn að ræða við hann. Spurningarnar gátu þeir haft svo meinfýsileg- ,ar sem -almenn kurteisi fram- ast leyfði. Ég hygg, eftir þeim stu'ttu persónulegu kvnnum sem ég hafði af Polevoj, að hann hefði þolað gestum sínum nokkurn ágang. Hann er gam- ansamur náungi og elskulega mannlegur í allri viðkynningu. Siðan ég vissi þetta um ís- -lenzku blaðamennina, hef ég velt fyrir mér þessari spurn- ingu: Hvers vegna vildu þeir ekki koma og spyrja? Og það er einmitt út frá minni eigin reynslu, síðan ég kom heim úr Rússlandsferðinni, sem ég þyk- ist hafa fundið svarið. Ég veit minna en litli fingurinn á Pole- voj. I>ó hef ég verið spurður og spurður. Þess vegna veit Islenzka nefndln á Rauðatorginu í Moskvu í .inaí í vor. Guðmundiir Böovarsson: Fluttur MÍR-deildinni í Borgarnesi 5. júní ég að við hér heima viljum fá fréttir frá þessu mest umtalaða landi veraldarinnar. En mönn- um er -bara ekki sama hvaða fréttir þeir fá. Sumir vilja fá eingöngu góðar fréttir frá Rúss- landi, og vissulega ætti það að vera hverjum einstaklingi, sem annars er heilbrigður á sálinni, óblandin ánægja að fá góðar fréttir úr hverjum þeim stað. sem lifað er mannlegu lííi, — en svo er það hinn hópurinn, sem því miður, vill eingöhgu fá illar fréttir frá Rússlandi og helzt sem allra ' verstar — og 'heldur engar fréttir en góð- ar fréttir. Það er hryggilegra en orð fái lýst, að svo skuli hægt, með rægjandi áróðri, að villa um greind, jafnvel mætustu manna, að j stað hlu-tlausrar sannieiksle'itar, skuli ■ koma beinn illvilji, og það í garð þjóðar sem aldrei hefur á hlut okkar gert og okkur aidrei um tær troðið. Ég þykist ekki hafa tekið svo þátt i 'umræðum um Rússa- grýluna, þetta ótrúlega fyrir- brigði, né heldur um pólitísk deilumál vfirleitt, að þess vegna megi ekki trúa því sem ég kynni að segja. Og ég hef jafnan gert mér í hugarlund að meðal þeirra sem alls ekki eru fylgjaridi sósíalismanum né framkvæmd hans í Rússlandi, kynnu Þó að leynast menn, sem þyldu að heyra sagt frá því sem ber fyrir auga gests, e,r um fáar vikur gisíir þetta land. Þó að mér þyki ferðasögur, með sinni venjulegu uþptaln- ingu um baráttu við toilverði og viðurgerning á hótelum, yf- irlei-tt leiðinlegas-tar sagna, þá ber því eklei að neita að þar -bggja þó stundum falin, vel eða illa ef-r.ir atvikum, sum þau atriði sem varpað geta ljósj yfir líf þeirrar þjóðar er það land byggir, sem um er að ræða. Og ’ þó að áfangastaðir og dagsetnin^ar séu í mínum augum 'ekki stórum mikils yirði, sé ég mér ekki annað fært en að gera skil hinu hefð- bundna formi iþrðasögunnar, einnig að þessu ley-ti. Við vorum átta landar sem Fyrri gpeiii tókum þátt -í þessari Rúss- -landsferð. Við fórum i boði Vok-s, sem er einskonar land- kynningarfélagsskapur þeirra Rússanna, eins og ykkur mun kunnugt. Það hefur höfuðstöðv- ar í Moskvu, en starfar í mörg- um deildum á mörgum stöðum, og er því sjálfsagt fyrir þá sem vilja, að líta þá starfsemi með nokkurri tortryggni, þó maður gæti látið sér detta í hug, -að athuguðu máli,. að Rússum þætti ekki með öllu einhlít sú kynning se.m Banda- ríkjamenn og ýmsir aðrir hafa nú uppi um land þeirra og þjóð — og þjóðskipulag. Þurfa Rússar að vísu ekki -að kosta þá landkynnin-gu beinlínis, en eitthvað þykir þeim þó víst ábótavant í starfseminni. Að minnsta kosti leggja þeir á sig þá fyrirhöfn að bjóða mönnum heim úr öllum homum heims, að þeir megi 'heyra með eigin eyrum og sjá með eigin augum. Við fórum héðan að heiman 21. apríl með Gullfaxa um Prestvick til Hafnar og 25. frá Höfn til Helsinki í Finn’andi, einnig með flugvél. Við höfð- um því til umráða nokkra daga í Höfn og sáum þar prýði- lega búið að mörgum merkum söfnum þeirra Dananna og ill-a búið að Árnasafni, klifruðum sumir hverjir upp i -grimmilega háa kirkjuturna og smökkuð- um ofurlítið á dansk-a bjórnum og páskabrugginu, því það ger- ir uppstigninguna til himins miklu auðveldari í dönskum kirkjutumum. Við heimsóttum þar einni-g nokkra elskulega landa okkar og sanníærðumst þá þegar um að vel lætur ís- lenzkt ‘mál í íslenzku eyra í framandi landi. jafnvel þó eit-t- hvað sáu skiptar skoðanir. í Helsinki, höfuðöorg Finn- lands, dvöldum við tvo daga, og notuðum þá eins og við gát- um til þess að skoða borgina, sigldum ú-t í hin gömlu virki Svíanna, Sveaborg, á eyjunum utan við höfnina og gengum þar úr skugga um hve hraði tímans þurrkar út gagnsemi þess hluta.r sem var ágætur í gær, en í dag minjar einar, þar sem drungalegur þy-tur lið- ins tíma andar manni í eyru orðum Prédikarans: ■ Allt er hégómi. Mjög síðia kvölds þann 37. tóþúm v ð næturlest frá Hel- sinki til Leningr-ad og hófs-t þá förin und.'r járntjaldið fræga. . Auðvitað nætur’est", munu nú cmhvcrjir hugsa og g’.otta inn í s:g. En bíðum nú við: nítt'n cr bjort þarna no'rðú'r frá sf’nsst : apríl cg sveita- m.?ður'"n t-ortrvgginn. Ég var bví v.pp' eítir hænublund og hugðist 'nú hafa sterk varð- höld á hlutunurrt, jafnvel reka njósnir ef svo vildi lukkan Ijá En því mjður, þárna var ekk- ert að sjá, þar sem þ.essi lest fór yfir landámærin. Ofurlítið stopp, -einhver lestarmerki, sem ég ekki botnaði neitt í, nokkr- ir braut-arverðir, he’dur auðn- arlegt land, með rúnir lið’nna ófriða-rára ristar i andlit sitt, það var al'-t og sumt sem njósn- arinn mik]; sá. — Þeir hafa kannski verið mér of któkir. Við komum til Leningrad um hádegi þann 28. Þar biðu okk-ar, eins cg í Helsinki, íor- kunnar góðar viðtökur hjá Voksdeild. Sænskumælandi kona, rússnesk, að öllu hinn prýðilegasti kvenkostur, fór með -okkur um borgina eftir þvj sem timi vannst til og sýndi okkur það sefn hægt var að komast yf.ir að sjá á þessum stutta tíma til kvölds. En eins og ykkur er kunnugt var Pér- ursborg (nú Leningrad) höfuð- aðseíursstaður keisaranna og er hún því bæð: borg hms gamla og hins nýja tima. Okk- ur hefði sannarlega langað til að skoða .nnviðu Vetrarhah- arinnar og aðra ke '■ara'ega bú- staði, ástakapellu Katrinar miklu, sem Þórbergur hefur minnzt, ef ég man rétt (og vís- ast til þess) og ót-al mar^t annað bæði nýt-t og gtima.lt En við höfðum' til umráða að- eins þennan eina dag til kvölds, og nokkrum tíma varð moðar þó að eyða í þann fagnað sem gestgjafar okkar höfðu okkur fyrirbúið af mikiili rausn. Við létum Þó ekki hjá liða að líta á endurbyggingu þeirra út- hverfa borgarinnar, sem harð- as-t urðu úti í styrjöldinni, þar sem Þjóðverjar náðu um stund- arsakir naumri 'táfestu. Þar mátti nú sjá breiðar götur og reisulegar húsasamstæður, ým- ist ful’búnar eða í by-ggingu, nýja almennin-gsgarða, leik- velli og annað það sem tilheyr- ir bæði hinni skipúlögðu við- reisn, sem einkennir þetta land, og hinum eðlilega vexti mikillar borgar. Við komum til Moskv.u að morgni þann 29. apríl, og mátti þá segja að náð væ.ri höfuð- áf-anga. — Strax á brautar- stöðinni tóku Voksmenn á móti okkur með mikilli ás-túð og kurteisi ásamt þeim túlkum, sem vera skyldu okkar þörfu þjónar allan þann tíma sem við dveidum í Ráðstjórnarríkj- unum. Ég hafði fyrir m-itt leyti vonaz-t eftir þvi, að við fengj- um túlk eða túlka sem mæ.ltu á einhverju þeirra mála Norð- urlandanna, sem eru íslenzk- Framhald á 8. síðu. Múrarinn Gúri Sedúkoff og handlangari hans Alexandra Vórönkóva, vinna við bygging'u nýs sambýlishúss við Tjaikovslágötu í Moskva. Þau hafá fengið nafnbótina stakkanoffverkámenn fyrir mikil og góð afköst. 1 bak- sýn er eitt af háhýsunum, sem býggð hafa verið í Moskva á síðustu árum.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.