Nýi tíminn


Nýi tíminn - 16.07.1953, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 16.07.1953, Blaðsíða 4
4) — NÝI TÍMINN — Fimnitudagur 16. júlí 1953 Han.s Hedtoft ber vitni gegn Hermanni Jónassyni " ÁHfur íormaSur Framsóknarflokksms formann danskra sósiqldemókrafa ganga ennda Rússa þegar hann hafnar banda- riskum hersföSvum i Danmörku? FJarátta. íslenzku þjóðarinnar ** gegn bandarísku liernámi cg þeim innlendu erindrekum Bandaríkjastjórnar, sem fóru á bak við ísiendinga og liieyptu hernum inn í landið á næturþeli þvert ofan á ský- laus stjórnarskráratkvæði og hátíðleg loforð, er farin að hafa áhrif alla leið út fyrir landsteinana. Þáð sýna orð Hans Hedtoft, formanns danskra sósíaldemókrata, á þingi flokks hans fyrir stuttu Hann kvað þá upp úr með það 'eftir' eins' árs hik áð danskir sósialdemókratar tækju ekki í mál að afhénda bandarískum flugher stöðvar í Danmörku efns cg síendur. Ein af megin rök.'-emdunum sem hann færði "fyi’ir þessari. ákvöreun var reynzlan af bandaríska her- náminu á Islandi. Þróunina hér kvað Hedtoft sýna okkert væri til þe:;s fallnara en erlent herlið í laadi smá- þjóðar að vekja almenna and- stöðu gegn þátttöku 1 Atlanz- haísbandalaginu. ¥ ærdómsríkt er að bera um- mæli Hedtofts um erlenda hcrsetu í Danmörku saman við “ réttlætingu Hermanns Jónassoaar á hernámi Islands. Ráðlierrann hefur undanfarið birt réttlætingarrollu sína hvað eftir annað í Tím- anum og flutti hana svo í út- vai’pið nýlega. Hermanni er mjög tamt að vitna til af- stöðu og reynslu hinna Norð- urlandaþjóðanna þegar hann er að reyna að sætta Islend- inga við setu erlends hers í landinu. Það er því ekki úr vegi að athuga, hvernig þessi rök koma heim við það sem í raun og veru hefur gerzt og er að gerast í Noregi og Dan- mörku, sem ásamt Islandi eru í Atlanzhafsbandalaginu. Ræða Hans Hedtofts gerir slíkan samanburð enn auð- veldari og tímabærari. ¥¥ermann mótmælti því harð- * lega í útvarpsræðu fyrir kosningar að nú væru friðar- tímar í heiminum. Hang Hed- toft er á öðru máli. Hann tók það sérstaklega fram í flokks þingsræðu sinni, að ein af á- stæðunum fyrir því að dansk- ir sósíaldemókratar hafna bandarískri hersetu er sú að þeir telja að friðarhorfur í heimmum hafi vænkazt veru- lega upp á síðkastið. Noi-ska ríkLsstjórnin hefur einnig hafnað bandarískum flug- stcðvakröfum á þeirri for- sendu, að Noregur telji sér enga árásarhættu búna. Treystir hinn rökfimi Fram- sóknarráðherra sér til að skýra það, hveraig íslencfing- um getur stafað yfirvofandi háski af rússneskri árás þeg- ar Danmörk og Noregur, sem liggja milli Islands og Sovét- ríkjanna, telja sér enga slíka hættu búna? Hans Iied.toft lýsti því meira að segja yfir að flokkur hans teldi aðgerðir sovétstjórnarinnar undanfarið •eina megin sönnunina fyrir Hedtoft því að friðvænlega horfi nú í heiminum. ‘BT’itt af því sem Hermann Jónasscn hamrar statt og stöðugt á jafnt í ræðu og riti er að hernám Bandaríkja- manna á Islandi bægi árásar- hættu frá landinu. Ekki telur Hans Hedtoft þessa kenningu gilda um Danmörku. Hann sagði flokksbræðrum sínum, að vafasöm vernd væri að bandarískum flugstöðvum í landinu. Eins líklegt væri að þær ykju hættuna fyrir Dani ef til stríðs kæmi og því taldi hann glapræði að leyfa þær nema fyrir headi væri ógrynni annars herafla til að vega upp á móti þeirri auknu liættu sem flugstöðvarnar hlytu að leiða jdir landið. Sama máli gegnir auðvitað um Island. Hver maður, sem um málið hugsar, hlýtur að gera sér ljóst að viðbúnaður Banda- ríkjamanna hér miðast við það að héðan sé hægt að reka hernaðaraðgerðir ef í odda skerst en sem vernd fyrir Is- lendinga, sem eru svo fá- mennir að hervernd fyrir þá verður að vera alger ef hún á að vera nokkurs virði, er hann einskis verður. En væri slík alger vernd tekin upp myndi þjóðin drukkna í flóði er- lends hers. Islendiagar geta því vegna sárstöðu sinnar al- drei sótt neitt traust í vopn og vígvélar kjarnorknaldar- innar. Reynsla síðustu styrj- aldar er alrangur leiðarvísir um það sem framundan væri ef friðslit yrðu á þessum hjara. Dylgjur Ilermanns Jónasson- ar um að allir þeir Is- lendingar, sem ekki vilja er- lendar herstöðvar í landi sínu, séu vitandi eða óafvitandi er- indrekar Rússa og vinni að því að gera þeim fært að her- nema landið, eru enn fárán- legri en áður eftir að Hans Hedtoft og aðrir danskir sósí- aldemókratar hafa tekið af- stöðu gegn bandaríákum her- stöðvum í Danmörku. Heldur ráðherrann að honum takizt að telja nokkrum manni trú um að danskir sósíaldemókrat ar séu að vinna að því að land þeirra verði hernumið af Rússum? En það verður hann að gera ef hann ætlast til að teknar séu alvarlega staðhæf- ingar hans um að íslenzkir sósíalistar og aðrir hernáms- andstæðingar séu verkfæri Rússa. Herbúnaður Dana sjálfra annarsvegar og vopn- leysi íslendinga hinsvegar ger ir hér engan teljandi mun. Hershöfðingjar A-bandalags- ins á Norðurlöndum hafa hver um annan þveran full- vissað Dani og Norðmenn um það að herir þeirra sjálfra séu einskis megnugir ef til stríðs komi og því beri þeim tafarlaust að veita viðtöku er lendum liðsauka, einkum flug- her. l¥íkisstjórn Noregs hefur hvað eftir annað hafnað bandarískum herstöðvakröf- um og nú liafa stjórn- málaflokkarnir, sem hafa að baki sér mikinn meirihluta dönsku þjóðarinnar og hrein- an meirihluta á þingi lýst yf- ir andstöðu við herstöðvar- kröfurnar á hendur Dönum. Þær eru því úr sögunni. -Danskir og norskir stjórn- málamenn hlýða á mál banda- manna sinna en gera það eitt sem þeim sjálfum sýnist. Her mami Jónasson og aðrir for- vígismenn hernámsflokkanna hér á landi dansa hinsvegar nákvæmlega eftir pípu banda- rísku herstjórnarinnar án nokkurs sjálfstæðs mats á því, hvað íslendingum sjálfum er fyrir beztu. Þess vegna á andstaða íslendinga gegn her náminu, sem Hans Hedtoft tel ur svo lærdómsríka, eftir að eflast og sigra hvað sem Her- mann Jónasson og aðrir her- námspostular kunna á páfa- gaukavísu að hafa eftir banda rískum lærifeðrum sínum. Þótt þeir mæli á islenzku eru röksemdirnar bandarískar. M.T.Ó. FÆaimtjón U. S. A. Útvarpið í Pyongyang, höfuð- borg Norður-Kóreu, skýrði frá því nýlega að manntjón Banda- ríkjamanna og bandamanna þeirra í styrjöldinni hefði á' þrem árum numið 989.000 fölln- um, særðum og handteknum, þaraf 380.000 Bandarikjamenn. Norðanmenn hafa skotið niður 5431 flugvél og sökkt 320 her- skipum. Þótt hernámsflokkarnir þrír töpuöu allir fylgi og sam- eiginlegt tap þei>'ra næmi um 6% af kjósendafjölda lands ins, er einn þeírra þó sigurvegari í kosningunum: íhalds- ílokkurinn. Hann hefur nú haft sama hag af ranglátri kjördæmaskipun og Framsóknarflokkurinn og við blasir aö hann geti hremmt þrjú þingsæti í viöbót, þótt hann aaldi áfram aö tapa fylgi í heild. Hann náði í kosning- unum nýjum þingmönnum í fjórum kjördæmum í viö- bót, en missti í staöinn tvö uppbótarþingsæti. Sérstak- lega er athyglisvert aö íhaldsflokkurinn hefur helming þingsæta í Reykjavík og alla kjördæmakosnu þingmenn- ma í kaupstööunum utan Reykjavíkur, þar af þrjá nýja í þessum- kosningum. Völd flokksins eru þannig mest þar rem verkalýðsfylgið er mest, og er þó íhaldið í miklum minnihluta 1 kaupstööunum. Þaö er engum efa bundiö aö atvinnuástandið víða úti um land hefur íært íhaldinu þenrian árangur. Ástandiö er mjög hörmulegt á ýmsum stööum, á Siglufiröi, ísafiröi og víöar, og fjölmargir menn hafa ályktað sem svo að eina vonin um opinberar aðgeröir væri sú að kjósa íhaids- mann á þing; stjórnarvöldin vildu ekkert fyrir stjórnar- andstæöinga gera. En þetta er mjög háskaleg og röng á- lyktun. Ráðiö til þess aö knýja stjórnarvöldin til skárri athafna var vissulega ekki að beygja sig fyrir þeim, heldur hitt aö rísa gegn þeim og neyöa þau til undan- láta. Þeir sem þekkja sögu verkalýösbaráttunnar vita full vel að þettaer satt; allir sigurvinnirigar íslenzkrar alþýðu hafa unnizt eftir harðvítugá og fórnfúsa baráttu, þegar ihaldsöflin þoröu ekki annaö en ganga til móts viö vilja fólksins. Þetta mun enn eiga eftir aö sannast. Þaö er engum efa bundið aö íhaldiö lætur nú kné fylgja kviöi eftir þennan árangur sinn. Framundan eru harövítugri árásir á lífskjör og réttindi alþýöunnar en nokkru sinni fyrr. Svariö viö því er eitt og aöeins eitt: eining verkalýössamtakanna þrátt fyrir allan skoöanaá- greining um þjóöfélagshætti. Það verður sem allra fyrst c.ö afmá völd íhaldsins í verkaiýöshreyfingunni og fylkja raman öllum auövaldsandstæöingum í eina baráttuheild; aöeins með því móti veröur hægt að verjast þeim árás- um sem frarnundan eru, halda íhaldinu í skefjum og hrekja þáö til undanhalds. Þaö verður aö gera varanlega þá einingu sem tókst í desemberverkföllunum miklu. Þaö er engum efa bundið að þetta hefur verið fyrsta ályktun allra verkalýössinna þegar fregnirnar bárust um ávinninga íhaldsins í kaupstööunum, og þessari afstcöu þurfa verkamenn aö halda aö leiötogum sínum. Það hlýt- ur t.d. að hafa einkennileg áhrif á lesendur Alþýðublaðs- ins iú’ verkalýösstétt aö lesa þar þessa dagana óraunhæft bláður um kosningaúrslitin, þar sem talaö er um „sigra“ Alþýðuflokksins:, þótt aliir viti að fylgi flokksins í Iandinu liefur lækkað úr 16,5% í 15,5% og aö hann hsfur misst traustustu vígi sín, Hafnarfjörö og ísafjörð, til íhaldsins. Lesendunum mun nær skapi aö spyrja Hanníbal Valdi- marsson og félaga hans: Ætliö þiö enn að halda áfram að hlaöa undir íhaldiö í verkalýðshreyfingunni og ala þannig tylgismennina upp til þess aö kjósa íhaldið? Þáö verður krafizt raunliæfra svara af Alþýöuflokksleiötogunum viö þeirri spurningu. Einirig verkalýðssamtakanna gegn íhaldinu er eitt mik- ilvægasta verkefnið sem nú er framundan. Kosningaúr- slitin hafa opnað augu þúsunda manna fyrir nauösyn emingarinnar. íslenzkri verkaiýöshreyfingu ríöur nú á aö þora að horfast í augu viö veruleikann af fullri djörfung og raunsæi og hegöa sér í samræmi við þaö. Síldarveróið ébreftt: Atvinnumá'aráðherra liefur ákveðið bræðslusíldarverðið í sum- ar kr. 60.00 fyrir málið samkvæmt einróma tir.ögu stjórnar Síld- arverksmiðja ríkisins. Er það sama verð og: síðast liðið sumar. AS þessu sinni er ekki gert ráð fyrir greiðslu á afborgunum á nýju síldarverksmiðjunum á Siglufirði og Skagaströnd og hækkar bræáslusílduarverðið af þeim sökum frá áætlunarverði um kr. 5,31 hvert mál sildar eða úr kr. 54,69 upp í kr. 60,00. Viðskiptamönnum Síldarverk- a smiðja rikisins er einnig heimilt að leggja síldina inn til vinnslu, ef þeir segja til þess fyrir 7. júlí n. k. og fá þá greitt 85 prósent af áætlunarverðinu, krónum 54,69, þ. e. kr. 46,49 við afhendingu og endanlegt uppgjör síðar, þcgar reikningar verksmiðjanna hafa verið gerðir upp.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.