Nýi tíminn


Nýi tíminn - 17.09.1953, Blaðsíða 10

Nýi tíminn - 17.09.1953, Blaðsíða 10
10) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 17. september 1953 Hnúðormasýkin víða á Suðnrlandi — en hvergi á Horðnrlandi enn Ifnáðormasýki í kartöflum er nú komin alla leið austur í Vík í Mýrdal, ennfremur á Akrancs Nefnd er landbúnaðarráðu- neytið skipaði hefur unnið að rannsóknum á útbreiðslu hnúð- ormiasýki í kartöflum sem ný- lega vitnaðist um að væri kom- m upp hér í Reykjavík. í nefndinni hafa starfað Geir Gígja skordýrafræðingur, Ing- ólfur Davíðsson jurtafræðinigur og Eðvald B. Malmquist rækt- unarráðunautur. Ingólfur Davíðsson fór norður itil að kynna sér hvort veikin og til Vestmannaeyja. væri komin -þangað, en ihvergi hefur enn frétzt um sýkingu þar. Bér í Reykjavik er sýkin hins vegar nokkuð útbreidd, eða í Vesturbænum og aldamótagörð- unum, en hvergi í nýjum garð- löndum. Þá er komið í ijós að utan Reykjavíkur er sýkin komin til Akraness, Eyrarbakka, Vest- mannaeyja og Víkur í Mýrdal. Fyrsfa bindi af Andvöknm Sfephans Framhald af 12. síðu. eins og fyrri bindi þessa bóka- flokks. — 3. Ný skáldsaga eftir Guðmund Daníelsson skó.astjóra. Menning- arsjóður hefur ekki áður gefið út sem félagsibók skáldsögu eftir islenzkan höfund. 4. Urvalsljóð Eggerts Ólafsson- ar. Þetta er tólfta bindið í bóka- flokknum „íslenzk úrvalsrit“. í því verður m. a. allt kvæðið ,,Búnaðarbá’.kur“. — Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri sér um útgáfuna. 5. Andvari, 78. ár. Hann flytur m. a. ævisögu Gunnlaugs Cla- essen eftir Sigurjón Jónsson lækni. — Félagsgjaldið, sem fé’agsmenn fá attlar þessar fimm bækur fyrir, verður kr. 55,00 eins og s.L ár. Félagsmenn eru nú 10—11 þús., en upplag bókann.a var fyrrum nokkru hærra eða 12 þús., en síðan pappír hækkaði í verði hefur það verið lækkað aftur. Aukaíélagsbækur, en þær fá félagsmcnn á Jækkuðu verði, verða 4 í ár og hefur þegar ver- ið* getið um Andvökur, hinar eru Saga íslendinga í Vestur- heimi, 5. ibindi. Flytur það sögu Winnipeg, Minnesota, Selkirk og Lindar. Hefur dr. Tryggvi J. Oleson prófessor við Manitoba- háskótta séð um ritstjóm þess og 4. b:ndisins. Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi gaf úf þrjú fyrstu bindin, en þegar horfur voru á að útgáfan stöðvaðist ákvað menntamálaráð að gefa út 2 síðustu (4. og 5.) bindin. Meirí þjóð’egan fróðleik. Svo virðist sem eftirspurn eft- ir þjóðlegum fróðleik þrjóti seint hér á landi og hafa útgáfunni toorizt fyrirspumir um slíka út- 'gáfu. Ein aukabókin í ár verður •þvi Sagnaþættir Fjai ikorunnar, er það ýmiskonar þjóðlegur fróð- leikur er Valdimar Ásmundsson ritstjóri birti í blaði sínu Fjall- konunni. Sr. Jón Guðnason skjalavörður hefur safnað efn- inu og ritað formá’a. Fjórða aukabókin verður Saga íslendinga. 8. bindi, eftir Jónas Jónsson skólastjóra. Bindi þetta nær yfir tímabilið 1830—1874. Gert er ráð fyrir að það komi út fyrir næsta vor. Flestar hinna bókanna munú koma út um næstu mánaðamót. Áskriftabælcur. 1. Árbók íþróttamanna 1953. Þessi bók, sem prentuð var að tilhlutan íþróttasamibands Is- lands, kom út í júlímánuði s.l. 2. Leikritasafn Menningar- sjóðs, 7. og 8. hefti. Útgáfa þessa safns, sem gefið er út með stuðn- ingi Þjóð’eikhússins, hófst árið 1950. Á þessu ári koma út leik- ritin Valtýr á grænnj treyju, eft- ir Jón Bjömsson, rithöfund, og „Tengdapabbi“ eftir Gustaf Geij- erstam í þýðingu Andrésar Björnssonar eldra. Lausasölubækur. 1. Facts about Iceland, eftir Ólaf Hansson menntaskólakenn- ara. Fjórða úigáfa kom út í júní- mánuði s.I. 2. Ljósvetningasaga og Saur- bæingar eftir Barða Guðmunds- son þjóðskjalavörð. Rit þetta verður að mestu sérprentun úr „Andvara“. — 3. Miðaldasaga eftir Þorleif H. Bjarnason og Árna Pálsson. Þetta er önnur útgáfa og verður hún prýdd mörgum myndum. „Hvers vegna? — Vegna þess!“ Af ritum þeim, sem gert er ráð fyrir að komi út haustið 1954 skal nefna: Almenna bók- menntasögu eftir Kristmann Guðmundsson, Hvers vegna? — vegna þess!, fræðslurit um nátt- úrufræðileg efni samið af Jóni Eyþórssyn; veðurfræðingi, — og „Andvökur“ Stephans G., II bindi. Iðnaður í uppgangi Framhald af 4. síðu. lögð hefur verið á iðnþróun- ina í Rúmeníu og verkmennt- un landsmanna hefur nú reynzt raunhæft að gera á- ætlanir um stærri mannvirki en áður hafa þekkzt í land- inu. Dónárskurðinum milli Cernavoda og Svartahafs er nú langt komið, einu mesta mannvirki sinnar tegundar í allri Evrópu. Á grundvelli þeirrar reynslu sem þar er fengin er verið að ljúka áætlunum og uppdrátt- um að skipaskurði milli Búka- rest og Dónár; en með honum kemst þessi sveitabær í beint samband við siglingaleiðir álf- unnar, verður hafnarborg. Þeir fullvissuðu okkur um það, túlkarnir okkar, að ef við kæmum tii Búkarest að 10 árum liðnum mundum við ekki cmusinni þekkja okkur á Sigurstræti. Nýskipan höf- uðborgarinnar er eitt þeirra stórvirkja sem nú eru á döf- inn í Rúmenska lýðveldinu. Iðnþróunin i Rúmeníu er glöggt dæm; um yfirburði sós- íalískra framleiðsluhátta. Hún speglar einnig Ijóslega sköp- unarmátt og starfsþrek fólks sem leyst hefur verið úr nauðum. — B.B. 2000 ára !ík Framhald af 8. síðu. fórnir með því að lcasta hús- munum, plógum, vopnum og öðrum gripum auk veginna manna í vötn, sem breytzt hafa í mómýrar nútímans. Við mó- tekjuna koma þessar foni- minjar fram í dagsins ljós. Auglýsing prg um skipun og skipfing starfa róðherra ofi. Eftir tillögu forsætisráðlierra og samkvæmt 15. gr. stjórnarskrárinnar hef- ur forseti íslands í dag sett eftiirfarandi ákvæói um skipun og skiptingu starfa ráðherra o. fl.: I. Forsætisráðherra Ólafur Thors. Undir hann heyra eftirgreind mál: Stjórnar- skráin, Alþingi, nema að því leyti sem öðruvisi er ákveðiö, almenn ákvæði um framkvæmdastjórn ríkisins, skipun ráðherra og lausn, forsætisráðuneyt- isins, skipting starfa ráðherra, mál, sem varða stjórnarráöiö í heild, hin ís- lenzka fálkaorða og önnur heiðursmerki. Þingvallanefnd og mál varðandi meðferð Þingvalla, ríkisprentsmiðjan Gutenberg og ríkisbúið á Bessastöðum. Sjávarútvegsmál, þar undir Fiskifélagiö og fiskimálasjóður, síldarútvegsmál (síldarverksmiðjui og síldarútvegsnefnd), svo og öll önnur atvinnumál, sem eigi eru í úrskurði þessum falin öðrum ráðherrum. Útflutningsverzlun, Sem entsverksmiðjan, Landsslmiðjan. Atvinna við siglingar. Stýrimannaskólinn. Skipaskoðun ríkisins. Vitamál. Hafnarmál. Eimskipafélag íslands h.f. II. Ráðherra Bjarni Benediktsson. Undir hann heyrir dómaskipan, dómsmál, önnur en félagsdómm’, þar undir framkvæmd refsidóma, hegninga- og fangahús, tillögur um náðun, veiting réttarfarslegra leyfisbréfa, málflungings menn, lögreglumálefni þ.á.m. gæzla landhelginnar, áfengismál, strandmál, sifjaréttarmál, erföaréttarmál, persónuréttarmál, eignarréttarmál, yfirfjár- ráðamál, lög um kosningar til Alþingis og kjördæmaskipting, umsjón með framkvæmd alþingiskosninga, ríkisborgararéttur, útgáfa Stjórnartíðinda og Lögbirtingablaðs, húsameistarj ríkisins, verzlunarmál, sem ekki eru í úrskurði þei-sum falin öðrum ráðherrum, þar undir verzlunarskólar. Menntamál, þar undir skólar, sem ekki em sérstaklega undan teknir. Útvarpsmál og við- tækjaverzlun, barnaverndarmá], Menntamálaráð íslands, Þjóðleikhús og önn ur leiklistarmál, kvikmyndamál, skemmtanaskattur. III. Ráðherra Eysteinn Jónsson. Undir hann heyra fjármál ríkisins. Þar undir skattamál, tollamál og önnur mál, er varða tekjur ríkissjóðs, svo sem ef verzlun er rekin til aö afla ríkissjóði tekna, undirskrift ríkisskuldabréfa, fjárlög, fjáraukalög og reikningsskil ríkissjóðs, hin umboðslega endurskoðun, embættisveð. Eftirlit með innheimtumönnum ríkiisins, laun embættismanna, eftirlaun, lífeyrir embættismanna og ekkna iþeirra, peningamál, þar undir peningaslátta. Yfirleitt fer þessi ráðherra með öll þau mál, er varða fjárhag ríkisins eða landsims í heild, nema þau eftir eðli slnu eða sérstöku ákvæði heyri undir annan ráðherra. Hagstofan. Mæling og skrásetning skipa. IV. Ráðherra Ingólfur Jónsson. Undir hann heyra viðskiptamál, önnur en út flutningsverzlun. Bankar, sparisjóðir, gjaldeyrismál og verðlagsmál. Flug- mál, þ.á.m. flugvallarekstur. Póst- síma- og loftskeytamál. Iðnaðarmál, þar undir iönskólar, iðnaðarnám, iðnfélög. Eftirlit með verksmiðjum og vélum. Einkaleyfi. Ennfremur heilbrigöislmál. þar á meðal sjúv"ahús og heilsuhæli. V. RáðheiTa dr. Krist/nn Guðmundsson. Undir hann heyra utanríkismál, fram- kvæmd vamarsamningsins. þ.á.m. löreglumál, toílamál, flugmál, heilbrigð- ismál, félagsmál og önnur þau mál, er leiða af dvöl hins erlenda varnarliðs í landinu. Gildir þetta um varnansvæöið og mörk þeirra. Ennfremur fer hann með vegaimál og samgöngumál á sjó, sem eigi heyra undir aðra ráðherra samkvæmt úrskurði þessum, svo og önnur samgöngumál, er eigi eru í úr skurðinum falin öðrum ráðherrum. .VI. Ráðherra Steingrímur Steinþórsson. Undir hann heyra landbúnaðarmál, þar undir ræktunarmál, þ.á.m. skógræktarmál og sandgræöslumál, búnaðar- félög, búnáöarskólar, garðyrkjuskólar, húsmæðraskólar í sveitum, dýralækn- ingamál, þjóðjarðamál, Áburðarverksmiðjan h.f. Búnaðarbanki íslands. Enn- fremur rafmagnsmál, þ.á.m. rafmagnsveitur ríkisins og rafmagnseftiirlit, vatnamál, þar undir sérleyfi til vatns orkunotkunar, jarðboranir eftir heitu vatni og gufu. Námurekstur. Kaupfélög og samvinnufélög. Atvinnudeild há- skólans. Rannsóknarráð ríkisins. Kirkjumál. Félagsmál, þar undiir alþýðu- tryggingar, atvinnubætur, vinnudeilur, sveitarstjórnar- og framfærslumál. Fé lagsdómur. Almenn styrktarstarfsemi þar undir styrkveitingar til berklasjúk- linga og annarra sjúklinga, setm haldnir eru langvinnum sjúkdómum, sjúkra sjóðir, ellistyrktarsjóðiir, öryrkjasjóðir, slysati’yggingasjóðir, lífsábyrgðarsjóöir og áðrir tryggingasjóðir, þar með talið Brunabótafélag íslands, nema sérstak lega séu undan teknir. Byggingafélög. Veðui’stofan. Mælitækja- og vogaá-. haldamál. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafundi halda, ef einhver ráðherra æskir að bera þar upp mál. Með úrskurði þessum er úr gildi felldur forsetaúrskuröur frá 14. marz 1950 um skipun og skipting starfa ráðherra o.fl. og breyting á þ°im úrskurði fi’á 9. október 1951. Þetta birtist hér meö öllum þeþn, er hlut tiga að máli. Forsætisráðuneytið, 11. sept. 1953. ÓLAFUR THORS BIRGIR THORLACIUS.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.