Nýi tíminn


Nýi tíminn - 17.09.1953, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 17.09.1953, Blaðsíða 6
6) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 17. septembcr 1953 NYl TlMINN Útgefandi: Sameiningarflokkur ail>ýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjól’i og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson Áskriftargjald er 25 krónur á ári. Greinar í biaðið sendist til ritstjórans. Adr.: Afgreiðsla Nýja tímans, Skó'avörðustig 19, Reykjavík , Afgreiðsla og auglýsingaskrifstofa Skólav.st. 19. Sími 7500. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. >____________________________________________________________________y Breytt Nernámsstjórn Eftir mijkið þóf og þrengingar hefur verið mynduð ný ríkiistjórn, og hún er auðvitaö skilgetið afkvæmi kosn- inganna í sumar. í þsim kosningum lýsti mikill meiri- híuti þjóðarinnar yfSr fylgi við flokka þá sem kallað höfðu yfir þjóðina hernámið og rýrt kjör almennings jafnt og þétt með veröhækkunum og stórfeildu atvinnu- Jeysi, sem nú hefur breytzt í hernaöarframkvæmdir meöan innlendar athafnir eru látnar sitja á hakanum. Hin nýja stjórn |mun halda þessari stefnu áfram með einhverjum minniháttar tilbrigðum. En þó hafa orðiö nokkrar athyglisverðar breytingar frá íyrri hernámsstjóminni. Björn Ólafsson, einn óvinsælasti auömaður landsins, er látinn víkja eftir hörð átök innan flokksins. í ríkiis- stjórninni var litið á hann sem sérstakan fulltrúa heild- salavaldsins innan Sjálfstæðisflokksins, enda hegöaði hann sér samkvæmt því, beitti sér fyriir afnámi verð- lagsákvæða, tryggði hömlulausan innflutning á hvers- kyn? gróðaskrani og lagði íslenzkan iðnaö sérstaklega í einelti til þess aö heildsalarnir heföu sem mest áð flytja inn, í kosningunum í sumar var Björn strikaöur út á niiklum fjölda seðla, og nú hefur verið talið ráölegast að varpa honum fyrir borð. Með þessu er þó engan veg- jnn sagt aö eftirmaðurinn víki í nokkru út af hinujm óskemmtilega ferli fyrirrennara síns. Önnur breyting er sú að Bjarni Benediktsson hefur verið sviptur utanríkismálunum. Hann hefur haft þau með höndum aila tíð síðan ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Steíánssonar var mynduö og hann hefur litið á þau sem aðaiverkefni sitt, enda hefur hann haft mikla forustu í þeirri landráðaþróun sem mótað hefur íslenzk utan- rikismál um sjö ára skeið og orðið sérstaklega illræmdur fyrir lítilmótlegustu þjónustusepni og flaöur. Þáö er per- sónuiegt áfall fvrir Ejarna Benediktsson að láta þessi mál af höndum, og þó mun hann hafa gert sér fullljóst að það var skynsamlegasti kostur hans. Óvinsældii' her- námsins hafa farið sívaxandi, einnig innan stjórnarflokk- anna, og hernámið var oröið persónugért í Bjarna Bene- diktssyni. Þess vegna flýr hann nú úr starfinu. Hann gerir það þeim mun rólegri sem hann hefur þegar lokið þeim störfum sem honum voru falin í upphafi, og her- námssteínunni verður ekki haggað af þessari stjórn. Hinn nýi ráðherra fær ekke.i t svigrúm til neins nema einhverra sýndarráðstafana, en hann á að mæta vaxandi andstöðu þjóöarinnar í stað Bjarna! Það er nokkur huggun fyrir persónulegan ósigur. í þriðja lagi hverfur Hermann Jónasson úr stjórninnii. Á síðasta ári tók hann þann kost aö gerast hávaðasam- asti málsvari hernámsstefnunnar. Hann fór hamförum af ofstæki í verkföllunum miklu í vetur, utm áramótin bar hann fram tillögu um þaö áö stofnaður yrði innlendur her til að berja á verkiýðsfélögunum, og fyrir kosningarn- ar tók hann aö sér það hlutverk að verja hernám landsins sérstaklega í útvarpsumræöunum. Uppskeruna fékk hann í kosningunum, stórfellt tap Framsóknar og enn víð- tækari upplausn og urg innan flokksins. Brottför Her- manns úr stjórninni ér flótti, hann þorir ekki áð halda áfram hinn hávaðasömu málsvörn sinni fyrir hernáms- stefnuna og hyggst nú efiaust hefja bros til vinstrii til þess að friða hina óánægöu fylgismenn sína. Þó munu honum ganga þau umskipti erfiðlegar nú eftir þá reynslu sem fengin er af koilveitum þessa misvitra stjórnmála- leiðtoga. A'lar eru þessar breytingar athyglisvert undanhald hernámsflokkanna, sem gera sér Ijóst að fylgistap þeirra í kosningunum var vísbending um margfalt víðtækari andstöðu. Þetta undanhald er enn í smáum stíl. En það geturorðið stórvægilegra ef unnt verður að koma á sam- starfi andstæðinga stjómarstefnunnar, því til þessa hef- ur sívaxandi sundmng vinstri aflanna verið skæðasta vopn afturhaldsflokkanna. ER VERID AÐ SPOTTAST AÐ ÍSLENZKUM BÆNDUM? Herraþjóðin eyðilagði í meðf örunum úr- valsmjólkina sem ísL bændnr framleiða En jbaS er hervörSur / mjólkursföSinni til að hindra að bœndur fremji vörusvik!! Er því líkast sem takmark Bandaríkjamanna með mjólkurkaupunum sé það eitt að lítillækka ísl. bændur. íslendingar sem vinna hjá Iiamiltonfélaginu á Keflavíkurflugvelli hafa fengið eftirminnileg kynni af gömlum og skemmdum bandarískum mat sem herraþjóðin hefur boðið þeim til neyzlu. Það vakti því almenna ánægiu meðal þeirra þegar byrjað var að flytja þangað íslenzka úrvalsmjólk. Sú ánægja stóð þó ekki lengi því herraþjóðin meðhöndlaði úr- valsmjólkina þannig að hún er orðin að óþverra begar hún er borin íram til neyzlu. U.S.A.-ltusa. Þær gyllivonir sem mörgum höfðu verið gefnar um að með komu bandaríska hersins til landsins myndi opnast mark- aður fyrir íslenzkar framleiðslu vörur reyndust, eins og allt annað sem hernámsflokkarnir reyndu að afsaka hernámið með, falsvonir einar. Þar til rétt fyrir kosningarn- ar s.l. sumar að bændur hér í nágrenninu fengu heimsókn af liáttsettum bandarískum foringja, dýralækni frá Kefla- víkurflugvelli. Skoðaði hann kýreiga bænda með spekings- svip og merkti þær útvöldu meðal kúnna með stöfunum U.S.A. Varð einhverjum sveita- manni þá að orði að líklega fylgdi allri alvöru eitthvert gaman. Herraþjóðarverðirnir í Mjólkurstöðinni. Svo liðu kosningar og ekkert bar til tíðinda í kusumáli land- söluflokkanna, þar til settar voru upp nýjar vélar í Mjólk- urstöðinni og einn daginn birt- ist þar vörður frá bandariska hernum til að gæta þess að úr- valsmjólkin rynni á herraþjóð- arflöskurnar. Mjólkurframleiðsia undir herverði. Var þá svo komið að ísjenzk- ir bændur voru látnir fara að framleiða rhjólk undir erlend- um herverði. Þótti það sjálf- stæðismerki mikið í herbúðum Tímamanna og Moggaliða og óræk sönnun um fullveldi þjóð- arinnar. Hvað bændur hafa al- mennt hugsað er ekki getið. Annaðhvort eða Það er ævinlega eins og kom- ið sé við kviku Morgunblaðsins ef sannleikurinn er sagður um Bandaríkjamenn. H:nu banda- ríska málaliði við Morgunblað- ið finnst ekkert sjálfsagðara en kýr á íslandi séu merktar bandarískum, settar upp sérvél- ar til að framleiða úrvalsmjólk fyrir bandaríska — og hafður strangur vörður frá hernum um að bændur svíki ekki jafn göfuga þjóð. Um hitt verður eliki deilt að stjórnarvöld hernámsflokkanna hafa með fyrirkomulaginu á mjólkursölunni til hersins við- urkenni það bandaríska sjónar- mið að mjólkin sem islenzkir bændur framleiða sé ekki boð- leg vara. Jafnframt felst í samningi þessum að engu skipti um íslenzk börn, aðeins sé heilsu herraþjóðardátanna í Keflavik borgið — því hvergi hefur þess verið getið að stjórn- arvöldin hafi krafizt strangari vöruvöndunar við framleiðslu á mjólk fyrir íslenzk börn. Annaðhvort hlýtur að vera rétt, h:na bandariska skoðun að íslénzk mjólk sé almennt ekki boðieg vara, eða að kröfur bandarískra um mjólkurfram- leiðsluna séu gikksháttur einn. Starfsmaður hjá Hamilton hefur orðlð. Þjóðviljinn hefur liaft fregn- ir af hraklegri meðferð herra- þjóðarinnar á íslenzkri mjólk — eftir að bændur hafa verið látn ir leggja fram mikla fyrirhöfn og kostnað við sérstaka vöru- vöndun. Nýlega birti Þjóðviljinn um- sogn mar.ns sem starfað hef- ur í mötuneyti bandarískra á Keflavikurflugvelli. Hún er þannig: „Ég undirritaður réðist til starfa í mötuneyti Hamiitonfé- lagsins á Keflavíkurflugvelli þ. 12 júlí 1953, og voru störf mín almennar hreingerningar. Þar sem starfsemi þessi mun heyra undir íslenzk lög vakti það undrun mína, að læknisskoðun var aigin framkvæmd á starfs- fólkinu. Um þessar mundir var þarna í mötuneytinu aðeins á boð- stólum amerisk mjólk, niður- soðin, sem Islendihgunum þótti vond, vegna óbragðs sem að henni var. en hún. var þó tölu- vert drukkin. þar eð hún þótti meðal þess bezta sem þarna var framreitt". Sú dýrð stóð ekki lengi. „Se'nna var svo tekið að hafa þarna á borðum íslenzka mjólk í pelaflö.skum, og var því mjög fagnað af íslendingum. Þessi mjólk var flutt í kæli í mötu- neytinu strax þegar hún kcm °g géymd þar til hún var bor- in á borð í luktum flöskum. En mjög fljótlega fór að bera á því að tekið var að tæma sumt af flöskunum í ílát í eldliúsinu cg bera mjólkina á borð í könn- um, og síðan að mjólkin var pöntuð í hálfslítra flöskum eru allar flöskurnar tæmdar á und- an máltíðum". Herraþjóðarhreinlæti „Flöskurnar eru tæmd- ar af ólæknisskoðuðu fólki, sem kemur til þessar- ar vinnu frá hverskonar öðr- um störfum og skiptir ekki fötum fyrst. Mjólkin er tæmd í stóra alúminíum- potta, sem á miili eru notað- ir á ýmsan hátt við mat- reiðsluna og þvegnir upp mjög lauslega á íniili. Þegar ílát þessi eru ekki í notkuu starda þau cða hvolfa á rimlabekk sem sjaldan er þveginn og ber þess merki. Bekkurinn stendur imdir glugga, sem gler er ekki í, en rimlar. Útilyrir er fjöl- farin gata með miklu ryki. Ekki veit ég til að ílátin séu skoluð á undan notkun“. Hrátt kjöt — salerni — léleg loftræsting „Þar sem mjólkin er tæmd úr flöskucúm er einskonar almcnningur, þar sem öllu ægir saman, ætu og óætu, og: miki! umferð er af gangandi fólki. Rétt hjá, í sama her- bérgi, er hrátt kjöt sem ver- ið er að þíða og vinna við, og inngangurinn á salernin er fáa metra í bnrtu, en til skamms tíma var alls eiigin loftræsting á þeim. Almcnnt mun vera frá 20-30 stiga hiti og megn lykt af matar- b:rgðum og ólcft frá eld- húsinu, því að loftræstingu er mjög ábótavant i eldhús- inu, eítir íslenzkum mæli- kvarða“. Ausið úr óbyrgðum pottum. „Þegar búið er að tæma mjólkina í alúminíumpottana eru þeir bornir í mátskálaná, og standa þar í megnum hita frá eldhúsinu og diskaþvotta- herbergjuoum, í óbyrgðum pott um, sem ausið er uppúr i smá- könnur sem bornar eru á borð- in. Þá er mjólkin orðin volg og cftast nær komið að henni óbragð. Reykjavík 8.9 1953 Ejnar Petcrsen frá KIeif“. Gikksháttur eða heilsu- gæzla. Ekki verður annað séð en vcrið sé að ovirða íslenzka bændur og hafa þá að fiflum með því að láta þá leggja á sig sérstaka fyrirhöfn til að framleiða úrvaísmjólk, og her- vörður settur til höfuðs þeim svo þeir svíki ekki vöruna! fyrst hún er þannig ineðhöndl- uð af herraþjóðinni. Bændur munu sjálfir einfær- ir að dæma um hvort kröfur bandarískra varðandi mjólkina eru sprottnar af umhyggju bandarískra fyrir heilsugæzlu eða gikkshætti þeirra og áhuga fyrir að lítillækka íslenzka bændastétt.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.