Prentarinn - 01.03.1978, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.03.1978, Blaðsíða 2
Hönnun prentgripa íhugaverð forystugrein úr Grafisk 77 f „Expressen“ félagsblaði „Norsk Public Relations Forening“ hefur verið deilt ákaft um kosti þess og ókosti, að fá auglýsinga- og teiknistofur til að annast framleiðslu prentgripa. Umræðurnar hófust eftir að i blaðinu birtist grein, þar sem þvi var haldið fram að það væri bæði dýrt og óhagkvæmt að nota slika milliliði i stað þess að hafa beint samband á milli prentsmiðjunnar og þess sem verkið lætur vinna. Útdráttur úr þessari ritdeilu birt- ist annars staðar í þessu hefti af GRAFISK '11. Helstu rök blaðsins gegn þvi að fá auglýsingastofum slik verk i hendur eru þau, að i mörgum tilvikum fylgi þvi aukinn kostnaður og oft tafir á fram- kvæmd verksins. Jafnframt er bent á, að umboðslaunin sem auglýsingastofurnar taka séu ekki umboðslaun i venjulegum skiln- ingi heldur álagning á eðlilegt verð prentsmiðjanna og fái þvi i rauninni ekki staðist. Auk þess fullyrðir „Expressen“ að margar prentsmiðjur, einkum þó þær sem hafa sérstakar lay- out-deildir, geti látið i té þá að- stoð sem þörf er á. Og slika þjónustu má ef til vill fá keypta sérstaklega hjá auglýsingastofum eða sjálfstæðum hönnuðum. Okkur hjá GRAFISK '11 er ljóst, að þó nokkrar prentsmiðjur byggja starfsemi sina að talsverðu léyti á verkefnum frá auglýsinga- og teiknistofum og okkur er einn- ig ljóst, að reynsla prentiðnaðar- ins af þessum afgreiðslumáta er margvisleg. En frá okkar sjónar- hóli er það þyngst á metunum i þessum umræðum að grafisk hönnun eigi að vera eðlilegur þáttur i starfi prentsmiðjanna. Þvi miður eru ekki margar prent- smiðjur sem hafa byggt starfsemi sina upp með þetta sjónarmið fyrir augum, en einstaka stór- er nýtt filmusetn- ingarkerfi frá Merg- enthaler Linotype. Með þessu kerfi er hægt að byrja smátt en bæta síð- an við með aukn- um verkefnum. LAUGAVEE 16S ■ REYKJAVIK • « 27333 2 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.