Prentarinn - 01.03.1978, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.03.1978, Blaðsíða 5
o.þ.h., sefjir Glenne. Þaö er hins vegar sannfæring mín að í mörg- um tilvikum verði prentgripirnir aðeins dýrari og afgreiðslutíminn lengri sé leitað til þessa milliliðar. Margar prentsmiðjur geta veitt þá aðstoð sem þörf er á; einkanlega þær sem hafa sérstakar lay-out-deildir, en einnig fjöl- margar aðrar sem hafa sérmennt- að fólk á þessu sviði í þjónustu sinni. Oski menn eftir sérstakri grafískri hönnun má kaupa hana eina hjá auglýsingastofu eða sjálfstæðum hönnuði. Jafnframt hef ég bent á hversu óeðlilegt það er hvernig auglýsingastofur reikna sér umboðslaun af prentgripum. Það leiðir nefnilega ekki af sjálfu sér að umboðslaun eigi að bætast við verð prentgripanna eins og auglýsinganna. Auglýsingastof- urnar fá nefnilega afslátt hjá fjölmiðlunum sem einstakir aug- lýsendur myndu ekki fá milliliða- laust. Þegar prentun er keypt gegnir öðru máli. Prentsmiðjurnar selja öllum viðskiptavinum, aug- lýsingastofum jafnt sem öðrum, verkið á sama verði. Því gerist það, að auglýsingastofan leggur a.m.k. 25% ofan á nettóverð prentsmiðj- unnar svo hún geti reiknað sér 20% minnst í umboðslaun. Ekkert er ókeypis og alls ekki þjónusta auglýsingastofunnar. Það er augljóst að auglýsingastof- an verður að fá greiddan þann tíma sem fer í að hafa milligöngu um prentunina. En ég tel að slík aðstoð sé ónauðsynleg. Jafnvel án verulegrar sérþekkingar ættu flestar prentsmiðjur að geta veitt viðskiptavinum sínum góða þjón- ustu. Það er hreint enginn galdur að framleiða prentgripi eins og margir auglýsingateiknarar vilja vera láta, segir Bjorn Glenne m.a. Ulf Ilolmström Nýja NGU-merkiö ÆNORDISKGRAFISK UNION NORDISK GRAFISK UNION Eins og skýrt var frá í síðasta Prentara sigraði svíinn Ulf Holmström í samkeppni um merki fyrir Nordisk Grafisk Union (efst) og hlutu danirnir Leif Rasmussen (í miðið) og Henning Bang (neðst) önnur og þriðju verðlaun. Eins og getið var um i siðasta Prentara, liggja nú fyrir úrslit i samkeppni um merki fyrir NGU. 63 úrlausnir bárust frá 47 aðilum, en hver þátttakandi hafði heimild til að skila tveim- ur úrlausnum. Frá Danmörku bárust 20 úrlausnir, 15 frá Svi- þjóð, 8 frá Noregi, 1 frá Finn- landi og 2 frá íslandi. Þeir, sem sendu úrlausnir héðan, voru Hallgrimur Tryggvason og sænskur prent- ari að nafni Lars Björk, sem starfar hjá Kassagerðinni. Við birtum hér útfærslu Hallgrims á verkefninu, en þvi miður reyndist ekki unnt að fá merki Lars Björk, þar sem hans teikningar eru i Sviþjóð. Það er ánægjulegt, að héðan skulu hafa borist merki i þessa keppni og vonandi að islenzkir prentarar geri meira af sliku. PRENTARINN 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.