Nýi tíminn


Nýi tíminn - 10.06.1954, Side 3

Nýi tíminn - 10.06.1954, Side 3
3. og 4. apríl. DAGARIDANMÖRK Fimmtudagur 10. júní 1954 — NÝI TÍMINN-----(3 Aovörun. Það eru vafalaust hundruð Islendinga sem þekkja Árósa allvel, a. m.k. betur en undir- ritaður. Þeir eru hérmeð var- aðir við þvi að lesa þessa -^--y grein. Hinir eru þó miklu fleiri sem ekki hafa til Árósa komið og ætlast máske til einhverrar frásagnar. Árósar — Akureyri. Það er þá fyrst til að taka að íbúar Árósa eru taldir vera frá 160—165 þús., eða nokkru fieiri en allir Islending- ar. Borgin liggur vel við verzl- un og siglingum, er mikil verzl unarborg. Hér heyrir maður setninguna: Kaupmannahöf n er ekki öll Danmörk. Borgin á sér .langa sögu og íbúarnir eru stoltir af bórginni sinni, gott ef þeim er ekki eitthvað svipað innanbrjósts og Akur- eyringum, sem þykjast líka vera höfuðborg (a. m. k. ó- umdellanlega Norðurlands), og Akureyringum til athug- unar er rétt að geta þess að fyrir 100 árum kváðu íbúar Árósa ekki hafa verið nema 8 þús. önnur stærsta hafnarborgin. Árósar kváðu vera önnur stærsta hafnarborg Dana, næst á eftir Kaupmannahöfn, enda liggur hún vel við flutn- ingum, við „blátt og brosandi sundið“ eins og íbúarnir orða það, og ég efa ekki að hér sé mjög vinalegt á björtum, hlýjum sumardögum. — Legu pláss við bryggjur og bakka er samtals 7—8 km og kvað eiga að aukast í 10 km. Héð- an ganga skip vikulega, ekki aðeins til nærliggjandi hafna heldur og til Þýzkalands, Frakklands, Englands og Norður- og Suður-Ameríku, enda fer álitlegur hluti af landbúnaðarafurðum Dana um Árósahöfn. Heimskort í brugghúsi. Danir virðast furðu lagnir við að útvega sér markaði. Innan sviga mætti geta þess að það mikla Ceres-brugghús Árósa bauð okkur sexmenn- ingunum heim, og eftir að vlð höfðum þrammað um völ- undarhús hinna miklu brugg- kera og vorum komnir upp í dagsljósið aftur til að kynnast drykkjunum fullgerjuðum sá- um við heimskort eitt merki legt, þar sem merkt voru f' viðskiptalönd fyrirtækisins, m. a. í Asíu og Suður-Ameríku. — Það skyldi enginn gera lítið út því afreki að gera danskt vatn að eftirsóttri vöi-u i fjar- lægum heimsálfum. MOTTINA við stóðum gagnvart skipa- smíðastöð Burmeister & Wain og ígrunduðum að þjóðin á þessu flata landi, sem hvorki á vatnsafl, kol né málma, skuli samt smíða stálskip, ekki aðeins fyrir sjálfa sig og okkur Islendinga, heldur og fyrir sér margfalt stærri þjóðir. Það mætti gjarna Það eru ekki aðeins hafskip í Árósahöfn, þar eru einnig inargir smábátar — og þeim er líka ætlaður staður! - verða þeim sem mest fjand- £ skapast gegn íslenzkum iðn- aði nokkurt umhugsunarefni. Án vatnsafis, kola og raálma. En það skal malt, og meira, til þess að danskt vatn verði útflutningsvara, og maltið framleiða Danir sjálfir. En þá erum við farin að tala um iðnað — og það er ein- mitt iðnaður sem veitir Árósa- búum mestar tekjur. Sam- kvæmt skýrslum og töflum (að vísu nokkurra ára göml- um) er olckur vom látnar í té, greiðir iðnaðurinn þar meir en helmingi hærri upp- hæð í laun en sú starfsgrein. önnur sem næst honun kemst. Og í þessu sambandi" slcuiuíh við skreppa til Kaup- mannahafnar aftur þar sem , Háskólinn. Háskólinn í Árósum kvað standa í fremstu röð hvað snertir nútíma snið. Bygging- ar stílhreinar, allgott svig- rúm á grasvöllum. En rektor, sem var svo vinsamlegur að sýna okkur byggingarnar, kvað þó aðkaliandi þörf meira landrýmis undir nýjar bygg- ingar. Þarna munu aðaliega stunduð húmanísk fræði, en við flausturslega yfirsýn með fram veggjum norræna bóka- safnsins sýndist mér skólinn verðskulda að íslenzkar bæk- ur væru þar fleiri. Þarna stunda 1800 stúdentar nám. , Flestir eða 80*0 læknisfræði.. Ekki spurði ég livort né hve ’ margir íslenzkir stúdentar I dveldu þar, en þar eru tveir I íslendingar prófessorar, dr, ■ Skúli Guðjónsson og dr. Lár- us Einarsson. Dr. Skúli Guð- jónsson var fjarverandi á ein- Hér sést nokk- ur hiuti af há- skólahverfinu í Árósum. skólinn er bygj ingasamstæðan efst á mynd- inni. Sambygg ingarnar 3 næstar háskól anum, eru entagarðar. Hér sést hluti af alþýðubókasafnsbyggingunni í Árósum. hverri sérfræðingaráðstefnu en dr. Lárus mun hafa verið í bænum, og sáum við hvor- ugan. Málverk af Keykjavík. I Árósum er hverfi eitt er nefnist Gamli bærinn. Þetta nafn ber þó ekki svo að skilja að það eigi við elzta hluta Ár- ósa heldur er þetta hverfi gam alla húsa — sumra mörg hundruð ára — er flutt hafa verið víðsvegar að úr Dan- mörk. Þar er gaman að koma. Ekki aðeins til að sjá hinar fornlegu útlínur húsanna held ur þó miklu fremur innri gerð, húsgögn og muni. — Gamla kaupmannsbúðin minnti mig í ýmsu mjög á „Búðina“ á Raufarhöfn — og það hve við eigum þar dýrmætan forn- grip. Og meðal annarra safn- muna sem þarna eru geymdir er málverk af Reykjavík, tal- ið frá því um 1885. Hver var Thorsteinson? Hér bjó einu sinni íslenzkur blaðamaður, sögðu stéttar- bræðurnir í Árósum eitt sinn við okkur. Hann hét Thor- steinson. Hann er kominn undir græna torfu fyrir fáum árum. Hér vandaðist málið, því Danirnir gátu engar upp- lýsingar gefið um það hvaðan af Islandi Thorsteinson hafi verið, og við urðum að játa þá vankunnáttu að geta ekk- ert frætt þá um þenna horfna stéttarbróður. Hann var eins- konar lausamaður (free-lance) í blaðamennskunni, skrifaði- fyrir öll blöðin, en blaða- mennska hans var þó fyrst og fremst fólgin í því að selja fréttir og uppiýsingar. Hann kvað hafa verið með nefið niðri í hverjum fréttvænleg- um koppi, ef svo mætti segja, og þess var minnzt með furðu hve margt „gamle Thorstein- son“ hefði vitað. „Það var ó- hætt að trúa Thorsteinson fyrir upplýsingum, hann kjaft aði ekki frá fyrr en það var tímabært,“ sagði einn Dan- anna. „Blái fuglinn". Og svo var það nóttin. Fyrra lcvöldið okkar í Árós- um var okkur boðið í ieik- húsið til að sjá „Den kære familie“. Innihald leiksins gamansamt þunnmeti, en þakkað sé snjöllum leik Jo- hannesar Meyers, er lék þarna sem gestur frá Konung lega leikhúsinu var þetta á- nægjulegasta kvöldstund. Á leiðinni frá leikhúsinu, þegar þrej-ttir skrokkar okk- ar voru fyrirfram farnir að skynja hvíld mjúkrar sængur beygði .gestgjafi' okkar þetta kvöld aílt í einu inn í húsa- sund og leiddi okkur gegn um mannþröng svo mikla, að þéttar troðast ekki sauðir í haustréttum á Islandi, og ein- hversstaðar inni i iðrum jarð- arinnar tókst honum það kraftaverk að útvega okkur borð á bezta stað. I þessum skemmtilega boghvelfingasal var kátt fólk er dansaði af hjartans lyst. Áð/v.ísu var svo þáttskipað á gólfinu að ekki gafst tækifæri til víðavangs- hlaupa á íslenzka vísu, en var þeim mun betur fallið til nota- legra faðmlaga. Staður sá nefnist „Blái fuglinn." ' ,,ó Jósef, Jósef Heimamenn segja að hér ríki hin rétta sigaunastemn- ing. Um það get ég ekki bor- ið, hef aidrei avalið með þeirri ágætu þjóð. En hér skemmtu menn sér og sungu, Hér var þjóðkór, þótt hvergi sæist neinn Páll Isólfsson. Það verður því miður að játast að á þessum stað stcð- um við sexmenningarnir okk- ur skammarlega. Það mun fíjótt hafa kvisazt hverskonar fuglar við værum, og þar. kom að kvinnurnar tóku að frýja- okkur hugar að koma með í dansinn. Eg hafði þá afsök- un eina fyrir mannleysuhætt- inum að vera rígskorðaður innan við borðið. En vinur minn Andrés Kristjánsson, — hann á sér enga afsökun! Hann sat nefnilega næst dans gólfinu. Og skyndilega var komin til hans lítil elskuleg stúlka, en Andrés bara setti upp undrunarsvip! — og sat kyrr. Vesalings stúlkan, er sá að maðurinn myndi hafa hrapallega misskilið sig, benti honum þá á giftingarhringinn á hendi sér til sanninaamerk- is um að hún meinti aðeins sakiaust gaman í allra aug- sýn, en Andrés þreif þá í óða- goti um fingur sér, unz hon- um tókst að láta blika á eitt- hvað guliið — ég hef ,hann sterklega grunaðan um. að hafa fengið lánaða höndina á Hauki Snorrasyni. Svo tók Andrés meyna tali. En karl- menn munu vera eitthvað svipað innréttaðir í Árósum og Reykjavík, því ekki höfðu Fvamhald á 10. síðu.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.