Nýi tíminn


Nýi tíminn - 22.07.1954, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 22.07.1954, Blaðsíða 1
Vegna anna í Prentsmiðju Þjóðviljans mun Nýi tíminn aðeins koma út hálfsmánaðarlega mánúðina júlí og ágúst. TIMINN Fimmtudagur 22. júlí 1954 — 14. árgangur — 26. tolublað LESIÐ: grein Gunars Benediktssonar, Dugur eða drep, á 7. síðu. SAMINN í INDÓ KÍNA Viet Nam skipt í tvo nær jafna hluta — Kosningar og sameining innan 2ja ára 1 íyrradag náðist samkomulag í Gení um öll meg- in atriði samninga um vopnahlé í Indó Kína og voru íriðársamningar undirritaðir rétt upp úr miðnætti. Stóðst það á endum að þá var útrunninn írestur sá, sem Mendés-France, íors'ætisráðherra Frakklands, setti sér til að semja um vopnahlé eða láta aí völd- um ella. Strax í fyrramorgun skýrði so- vétfréttastofan Tass frá því að samkomulag hefði orðið í Genf. Talsmaður frönsku sendinefndar- innar sagði í fyrrakvöld að ekki væri eftir að ganga frá öðru en orðalagi á nokkrum atriðum samninganna. Mendés-France, Eden utanríkis- ráðherra Bretlands, Molotoff ut- unríkisráðherra Sovétríkjanna og Pham Van Dong, varafor- sætisráðherra stjórnar sjálfstæð- ishreyfingar Indó Kína sátu á fundum mestallan daginn við að leggja síðustu hönd á samning- ana. Mun taka hálían mánuð. Samningarnir verða ekki birt- ir fyrr en gengið hefur verið frá þeim að fullu en vitað er um aðalefni þeirra. Vopnahlé á helztu vígstöðvun- um i Indó Kina á að hefjast þrem sólarhring'um eftir undirrit- unina. Þar sem einangraðir her- flokkar hafast við fjarri megin- herjunum er vonazt til að vopna- hlé verði komið á innan hálfs mánaðar. 13 milljónir og níu milljónir. Viet Nam, stærsta og mann- flesta rikinu í Indó Kína, verður skipt í tvennt þar sem það er mjóst nálægt 17. breiddarbaug norðurbreiddar. Sj álfstæðishreyf- ingin fær nyrðri hlutann til um- ráða en Frakkar og leppstjórn þeirra þann syðri. Norðurhlutinn er 165.000 fer- kílómetrar og þar búa 13 mill- jónir manna. Suðurhlutinn er 164t000 ferkílómetrar og íbúatal- an þar um níu milljónir. Tilfluíningur herjanna. Aðilar flytja heri sína brott hver af annaps yfirráðasvæði og á þeim tilflutningum að vera lokið innan tíu mánaða. Frakkar munu yfirgefa Rauðársléttuna með borgunum Hanoi og Haiphong. Sjálfstæðisherinn yfirgefur stór svæði á víð og dreif um suður- hluta landsins. Hersveitir Frakka og sveitir úr sjálfstæðishernum eiga að yfir- gefa ríkin Laos og Kambodia. Sveitir skæruliða í þessum ríkj- um eiga að safnast saman á á- kveðin svæði og leggja niður vopn. Framkvæmd kosninga. Allir hlutar Indó Kína munu standa utan hernaðarbandalaga og þar mega ekki vera herstöðv- ar neins erlends .ríkis. Ekki síðar en 20’. júlí 1955 eiga stjórn sjálfstæðishreyfing- arinnar og leppstjórn Fr'akka að hefja sameiginlegan undirbúning að kosningum um allt Viet Nam. Kosningarnar eiga að fara fram fyrir 20. júlí 1956. Að þeim af- stöðnum verður mynduð ein stjórn í landinu og franski her- inn yfirgefur jafnframt suður- hlutann. Eftirlitsnefnd. Kort af Indó Kina. Viet Nam er skipt nokkru fyrir norðan hafn- arborgina Hué, sem merkt er á kortið. Nefndir fulltrúa frá Indlandi, Kanada og Póllandi eiga að sjá um það að samningarnir séu haldnir í öllum ríkjum Indó Kína. Rísi ágreiningur i nefndunum verður honum skotið til úrskurð- ar ríkjanna níu, sem fulltrúa eiga á ráðstefnunni í Genf. Bandaríkin neita að s'amþykkja. Ekki var búizt við að öll skjöl varðandi þessa samninga yrðu tilbúin til undirskriftar í fyrra- kvöld. Formlegur fundur ráð- stefnunnar var því haldinn ár- degis I gær. Um hádegið fór Mendés-France til Parísar, þar sem hann geíur franska þinginu skýrslu á morgun. Eitt af þeim atriðum, sem mest- um erfiðleikum ollu í viðræðun- um í fyrrad. var afstaða Bedell Smith, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann þvertók fyrir að undirrita fyrir hönd Bandaríkjanna yfirlýsingu um að öll ríkin á ráðstefnunni í Genf séu samþykk samningum Frakka og sjálfstæðishreyfingarinnar. Hin ríkin öll voru fús til þessa en vegna afstöðu Bandaríkjastjórn- ar varð það úr að orðá yfirlýs- inguna þannig, að ráðstefnan taki það til greina að samningur hafi verið gerður um frið í Indó Kína. Þungt áíall íyrir steínu Bandaríkjastjórnar. Samningurinn um frið í Indó Kína er þyngsta áfall sem utan- ríkisstefna Bandarikjanna hefur orðið fyrir. Dulles, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, yfirgaf ráð- stefnuna i Genf viku eftir að hún hófst 26. apríl. Reyndi hann að fá Breta og Frakka til að koma á laggirnar hernaðarbandalagi í Suðaustur-Asiu til að berjast á- fram í Indó Kína í stað þess að semja frið. Bretar höfnuðu þessu með öllu en vegna áhrifa Dullesar á Bidault, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands, fór ekki að rofa til á ráðstefnunni fyrr en franska þingið hafði fellt stjórnina vegna stefnu Bidaults. Sjú Enlæ talar í brezka útvarpið Brezka ríkisútvarpið hefur flutt viðtal, er Morgan Phillips ritari brezka Verkamannaflokks- ins, átti í Genf við Sjú Enlæ, ut- anríkisráðherra Kína. Phillips fór á fund Sjú að ræða för nokkurra helztu foringja Verkamanna- flokksins til Kína í. haust. Sjú kvaðst gera sér bjartar vonir um að friður í Indó Kína yrði saminn á ráðstefnunni í Genf. Ef það tækist ætti það að geta orðið byrjunin á árangurs- ríku starfi til að efla friðinn hvarvetna í Asíu. Mjólkurverð til framleiðenda 1953 Skv. skýrslu frá Framleiðslu- ráði landbúnaðarins var útborg- að mjólkurverð til framleiðenda 1953 sem hér segir: h. lítri Mjólkurstöðin í Rvík kr. 2.74 Ms. Borgf., Borgarnesi — 2.43 Ms. Húnvetn. Blönduósi — 2.25 Ms. Skagfirðinga — 2.18 Ms. KEA, Akureyri — 2.30 Ms. KÞ, Húsavík — 2.13 Ms. Flóamanna, Selfossi — 2.63 Ho Chi Minh Pierre Mendés-France Styrjöldin hefur staðið í átta ár Stríðið í Indó Kína er búið að standa í tæp átta ár. Það hófst haustið 1946, þegar Frakkar gengu á gerða samn- inga við stjórn sjálfstæðis- hreyfingarinnar, sem mynduð var að afstöðnum kosningum síðla árs 1945. Frakkar viðurkenna stjórn Ho. Eftir uppgjöf Japana var allt Viet Nam á valdi sjálf- stæðishreyfingarinnar, sem hafði barizt gegn hernámsliði Japana. Frakkar viðurkenndu stjórn sjálfstæðishreyfingarinn- ar undir forystu Ho Chi Minh. I skjóli brezks flota settu þeir þó lið á land í suðurhluta landsins. Meðan Ho var í Frakklandi sumarið 1946 að semja um samband Viet Nam og Frakklands gekk franska herstjórnin i Indó Kína æ meira á gerða samninga. Um haust- ið hófu svo Frakkar allsherj- ar herferð gegn sjálfstæðis- hreyfingunni. Skæruhernaður framan af. Sjálfstæðisherinn snerist til varnar. Fyrst i stað háði hann skæruhernað og hafði engar fastar bækistöðvar. Eindreginn stuðningur almennings gerði sjálfstæðishernum þó brátt fært að hefja hernaðaraðgerðir gegji Frökkum í stærri stíl. Vegna yf- irburða sinna í vopnabúnaði gátu Frakkar komið sér upp virkjum nærri því hvar sem þeim sýndist, en landsbyggðinni á milli virkjanna réði sjálfstæð- isherinn. Hver hershöfðinginn á fætur öðrum var sendur frá Frakk- landi til þess að vinna bug á Framhald á 5. siðu Berklar loo simmm banvænni á Grænlandi en í Danmörku Berklarannsókn, sem gerð hefur verið í einu stærsta læknishéraðinu á Grænlandi, leiddi í ljós, að 11,2 af hverjum 1000 mannslátum stöfuðu af berklum. Rannsóknin var gerð árið 1951, en niðurstöðurnar hafa nýlega verið birtar. Samkvæmt þeim er sjúkdómurinn um 100 sinn- um banvænni á Grænlandi en í Danmörku. Milli 26 og 45% af öllum manndauða stafa í sumum byggðarlögum af lungnaberklum. Samsvarandi tala var 1,3% í Danmörku sama árið. Læknirinn sem gerði rann- sóknina, Oskar Jensen, segir að slæm húsakynni eigi höfuð- sökina á hinni miklu útbreiðslu sjúkdómsins og bendir á, að húsnæðisrannsókn, sem gerð var í þessu sama læknishéraði árið 1952, le:ddi í Ijós, að fjórðungur íbúanna bjó í þröng- um húsakynnum ásamt fólki með smitandi berkla. Grænland er nú orðið amt í danska ríkinu og á m.a. full- trúa á danska þinginu. Dönum hefur orðið mjög mikið ágengt í baráttunni gegn berklaveik- inni heima fyrir og þessi rann- sókn er því ljótur vitmsburð- ur um óstjórn danskra stjórn- arvalda á Grænlandi.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.