Nýi tíminn


Nýi tíminn - 22.07.1954, Blaðsíða 8

Nýi tíminn - 22.07.1954, Blaðsíða 8
8) _ NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 22. júlí 1954 Ejnar Petersen frá Kleif: Traustir skulu hornstelnar hárra sala Chaplin við heims- friðarverðlanamiiium í Mosfellssveit liggur eyði- jörð sem er fáum kunn, þrátt fyrir að þar reynir einn af yngri vísindamönnum þjóðar- innar að leysa einn þátt spurn- ingarinnar hvernig bezt sé að búa á íslandi. Lausn þessarar spurningar er mjög aðkallandi, því að sveit- irnar tæmast nú hröðum skref- um aí fólki; í sumum byggðar- lögum er enginn maður eftir, í ennþá fleiri varla annað en gamalt fólk. Til þess að snúa undanhaldinu í sókn þarf mik- inn vilja og kunnáttu. Nýi tíminn — vélaöldin — kom mjög seint hingað til lands, og margir munu ekki ennþá hafa gert sér fulla grein fyrir að venjuleg jarðýta ráði fyrir meira afli til verks en bændur heillar sýslu í vöðvum sínum. Lengst af hefur menn skort afl til að koma áformum sínum í framkvæmd. Nú er það aflið yfirfljótanlegt, vegna þess að tekizt hefur að leysa nátt- úruöflin úr læðingi, svo nú er gæfa manna og þjóða komin undir mannviti og manngæzku. Við höfum síðan í striðsbyrj- un lifað að miklu leyti á stríði og undirbúningi undir það. Samt vonum við að því ástandi linni sem fyrst, en þá þurfum við að breyta um stefnu og ' reyna að lifa á eigin dug og gæðum lands og sjávar, því maður eða þjóð, sem ekki á til næsta máls, varðveitir ekki frelsið lengi. Um skeið leit út fyrir að ekki myndi hægt að afla fyrir brýn- ustu lífsnauðsynjum þjóðarinn- ar, en vöruskiptasamningarnir við Austur-Evrópulöndin hafa tryggt okkur það sem við þörfn- umst af nauðsynlegasta mat, olíum og byggingarefni, og er þar með bægt frá dyrum okkar bráðri hættu kreppu og ör- birgðar, og þar með þeirri nið- Mál Guðgeírs Framhald af 12. síðu. sonar, og kvaðst hann eftir að hafa frétt af myndauppfesting- unni hafa skrifað lögreglustjór- anum á Keflavíkurflugvelli og segir m.a. í bréfinu: „Skjól- stæðingur rninn dvelur nú á Raufarhöfn, þar sem hann á heima, en hann hefur falið mér að gera allt, sem mögulegt er til þess að stöðva þennan ósóma og að láta hina ábyrgu sæta refsingu eftir landsiögum. Þess vegna leyfi ég mér hr. lögreglustjóri að fara fram á eftirfarandi við yður; 1. að þér (þ. e. lögreglu- stjórinn) hlutizt til um að öll þessi spjöld og þau er síðar kynnu að verða hengd upp af sama tagi, verði taf- arlaust tekin niður, og 2. að þér rannsakið á mína ábyrgð, hverjir hafi útbúið þes3i spjöld og hengt þau upp.“ HSk heiðarlegir Islend ingar kreðjast taiarlausra ráðstaíana til þess að slíkt iramíerði hernáms- stiórnarinnar og njósna- deiidarinnar verði ekki látin endurtaka sig. urlægingu að þurfa að lifa á betli og sníkjum. Við vonum að framhald verði á þessum vöruskiptum báðum til hags, því þær þjóðir sem iifa við sósíalistiskt skipulagskerfi eru nú orðnar fjölmennasta fram- leiðslueining heimsins. Fram- leiðsluvörur þessara þjóða eru yfirleitt þær vörur sem við þurfum á að halda við uppbygg- ingu landsins, því þær eru að nema lönd sín, eins og við þurfum að gera, og miðast framleiðsla þeirra við það gagn sem menn geti haft af henni, en ekki við það hvað hægt sé að græða á henni. En enda þótt að opnuðust ófyllandi markaðir fyrir ís- lenzkar sjávarafurðir myndi það ekki leysa öll vandamál, enda mjög varhugavert að binda örlög þjóðarinnar við veiðimennsku eingöngu, því af mörgum ástæðum er það skyn- samlegt fyrir þjóðina að vera sem mest sjálfbjarga með mat sinn, eins og það er fyrir fjöl- skyldu á dalajörð að eiga þann forða um veturnætur sem dugar mönnum og dýrum fram á gró- anda. Sem stendur fæðir land- búnaðarframleiðsla ekki þriðja hluta þjóðarinnar, og þó er mjólkurframleiðslan byggð að miklu leyti á innfluttu korn- meti. Enginn efi er á því að með því að beita mannviti og nú- tíma vísindum og nota fjármagn á sem hagkvæmastan hátt myndi verða hægt að fá mjög góða vexti af fjármagni og góða borgun fyrir þá vinnu, sem lögð væri í landbúnaðarframleiðslu til útflutnings, því mannkyninu fjölgar mjög ört og margir hugsa með kvíða til framtíð- arinnar, því talið er að tveir þriðju hlutar af mannkyninu lifi nú við stöðugan skort, og fremur lítið útlit er fyrir að ástandið muni batna, því með sömu þróun mun verða 600 milljónum manna fleira á jörð- inni eftir 25 ár en nú er, og það sem kannske er verst: ræktunarland heimsins minnkar stöðugt vegna uppblásturs og gæðarýrnunar. Til dæmis telja búvísindamenn Bandaríkjanna að % hluti upprunalega ræktan- legs lands þar sé nú orðinn ör- foka, annar þriðji hluti stór- spilltur og aðeins þriðji hlutinn ennþá gott ræktunarland, og búast þeir ekki við að geta flutt út matvæli, eftir nokkra - óra- tugi. Svipað mun ástatt víða annarsstaðar utan sósíalistísku ríkjanna, svo allt virðist benda til að eftir því sem árin Hða verði frumskilyrði fyrir lífi manna æ torfengnari, og verð matarins því hátt samanborið við aðrar nauðsynjar. + Hér eru varla ræktuð 2% af því landi sem er vel fallið til búskapar. Veðurfar og jarðveg- ur gera landið einkar vel fallið til grasræktar og samanborið við önnur lönd er uppskera all sæmileg af hverri einingu rækt- aðs lands, og þó vitum við raun- ar ekki hver hún gæti orðið, ef öllu væri til tjaldað með ræktun, skjólbelti og áburð. Síðastliðið sumar var uppskeran sem samsvarar 140 hestum af heyi í tilraunum á Akureyri með hækkandi áburðarskammti og ekkert bendir til að hámarki væri náð. ísland stendur á krossgötum, og þess vegna verðum við að reyna að glöggva okkur á kennileitum og spyrja til vegar. Eitt af því mest aðkallandi er að vita hvaða plöntur eiga bezt við hér á landi, bæði niðri við sjó og uppi til fjalla. En við höfum hér ungan vís- indamann sem hefur sérmennt- un í að finna þær plöntur sem hæfa ákveðnu veðurfari og jarð- vegi, og margt bendir til að hann virðist af vilja gerður til að verða löndum sínum að liði í þessu efni. Búnaðardeild há- skólans hefur látið honum í té til tilraunastarfsemi eyðijörðina Varmá í Mosfellssveit. Og það er í hæsta máta fróðlegt og uppörfandi að skoða þau hundruð af plöntutegundum og stofnum, sem þar vaxa i til- raunareitum, en um leið finnst mér að við, sem njótum eða munum njóta góðs af því verki sem þar er hafið, þyrftum að búa þeim tilraunum betri skil- yrði og kynna okkur betur hvað þar er að gerast. Fátt mun borga sig betur en það fé sem fengið er í hendur þeim tilraunamönnum, er sýnt hafa í verki að þeim er alvara að viðhalda og efla íslenzkan landbúnað. Myndin sýnir Charles Chaplin taka á móti heimsfriðarverðlaun- unum að heimili sínu í Sviss. Skjal það er honum var afhent því tii staðfestu var undirritað af forseta heimsfriðarráðsins, próf- essor Joliot-Curie, og formanni úthlutunarnefndar verðlaunanna, tyrkneska skáldinu Nazim Hikmet GreiSiS HÝIA TMflHH skilvislega Aukning innveginnar mjólkur í mjólk- ursamlögin hefur nær stöðvazt um sinn Fyrstu S mánuði áranna 1953 og 1954 minnkaði smjörfram- leiðslan um 53.3 tonn. en sakn jókst um 92 tonn — Smjör- minnka og námu í maíiok rúmlega 88 tonnum Samkvæmt skýrslum frá Framleiösluráði landbúnaöar- ins hefur aukning innveginnar mjólkur í mjólkursam- lögin stöövazt að kalla um sinn. Fyrsta ársfjórðung þ. á. var innvegin mjólk aðeins rúmlega 1% meiri en sömu mánuði s.l. árs, en árin á undan hefur aukningin verið 10% eða meiri á tímabilinu. — Sala nýmjólkur hefur hins vegar aukizt mjög verulega eða um rúmlega 13x/2% frá fyrsta ársfjórðungi 1953. birgðirnai í júní-hefti Árbókar landbún- aðarins, sem flytur þessa skýrslu framleiðsluráðsins, segir m. a. um ástæðurnar fyrir þessari breytingu: Minni nyt kúnna? „Ekki skal íullyrt, hvemig á þesari breytingu stendur. Skýrsl- ur um fjölda kúa eru enn ekki komnar fram nema að mjög litlu leyti. En helzt mættí það ráða af líkum, að kúm hefði ekki fækkað á sl. ári, og jafnvel að þeim hafi frekar fjölgað en hitt. Hins vegar telja flestir, að hey hafi verið mjög létt sl. vetur, og af því að allir töldu sig hafa nóg hey, var að líkindum keypt minna af fóðurbæti en árin á undan. Gæti þetta hvort tveggja hafa orðið til þess, að kýr hafi mjólkað með minna móti þennan nýliðna vetur, einkum síðari mánuði hans, og það eitt getur verið nægilegt til þess að valda því að mjólkuraukningin varð eigi hin sama árin á undan á þá mánuði, sem hér um ræðir. Til þessa þarf meðalnyt kúnna ekki að hafa minnkað nema um 30 lítra þennan ársfjórðung eða Mj lítra á dag.“ Mest aukning í Mjólkurbúi Flóamanna Samtals nam innvegin mjólk í mjólkursamlögunum 10.763.828 kg. fjóra fyrstu mán. þessa árs (10.641.742 á sama timabili í fyrra). Mjólkurstöðin á Akranesi tók við 198.892 kg (257.481), Mjólkurstöðin í Reykjavík 1.344,- 343 (1.329.766), Ms. Borgarness 1.210.245 (1.230.595), Ms. Kf. ís- firðinga 206.223 (184.893), Ms. Húnvetninga 334.719 (331.629), Ms. Skagfirðinga 427.118 (479,- 495), Ms. KEA 1.758.967 (1.741.- 561), Ms. KÞ Húsavík 300.854 (315.394), Ms. Flóamanna 4.937.- 467 (4.770.928). Eftirtektarvert er það, hversu mikil hefur orðið aukning mjólk- urinnar í Mjólkurbúi Flóamanna, þrátt fyrir geysilega fjárfjölgun á öllu Suðurlandsundirlendinu. í þessu eina búi er aukningin tals- vert meiri en í öllum búunum samanlagt. Stóraukin sala mjólkurafurða Fjóra fyrstu mánuði þessa árs nam sala nýmjólkur 6 millj. 83 þús. lítra og hafði aukizt um 825 þús. eða 13.56% frá fyrsta ársfjórðungi 1953. Af rjóma voru seldir 180 þús. og 700 lítrar og hafði salan aukizt um 18 þús. lítra eða 10%. Framleidd voru 85.6 þús. kiló af smjöri eða 34 þús. kílóum (28.45%) minna en á sama tímabili í fyrra. Ef litið er á aðrar mjólkuraf- urðir minnkaði framleiðsla mjólkurosta um 23.17%, mysu- osta um 39.14%, undanrennu- dufts um 42.23%, undanrennu í kasein um 60.88%. Hins vegar jókst framleiðsla skyrs örlítið og framleiðsla nýmjólkurdufts um 48.79%. Smjörbirgðirnar minnka Fyrstu fimm mánuði áranna 1953 og 1954 hefur framleiðsla smjörs minnkað um rúmlega 53.3 tonn, en salan aukizt um tæplega 92 tonn. Þessa fimm mánuði hafa smjörbirgðirnar minnkað um 121 tonn, og voru í maílok ekki nema rúmlega 88 tonn, þ. e. 119.6 tonnum minni en í lok sama mánaðar 1953 Framleiðsla osta hefur aukizt um nærri 14.1 tonn, og salan um tæp 12 tonn. Birgðirnar voru 16 tonnum meiri í maílok sl, en á sama tíma 1953.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.