Nýi tíminn


Nýi tíminn - 22.07.1954, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 22.07.1954, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. júlí 1954 — NÝÍ TÍMINN — (5 Tefldí á sviðinu í stóru leik- húsi á afþjóðamótinu í Praha Tilgangilaust að taka þátt í skákmóti nema menn hlaupi 190 metrana á minna en 15 sekúndum! Friðrik Ólafsson kom heim fyrir nokki’u eftir þátttöku sína í alþjóöaskákmótinu í Tékkóslóvakíu, en þar tefldi hann meö miklum ágætum, vann 9 skákir, gerði 5 jafn- tefli og tapaði 5 — og varð sjötti í rööinni í hópi 20 úr- valsmanna, þar á meðal beztu skákmanna Austurevrópu- landanna, annarra en Sovétríkjanna. Fréttama.ður blaðsins náði tali af Friðriki og spurði hann umtilhögun mótsins. — Fyrst voru tefldar 6 um- ferðir í Praha, þá 8 í Mari- anske Lasne og loks 5 í Praha. í Praha var teflt í stóru leik- húsi, Radio-Palads. Sátum við þar á sviðinu, en áhorfendur í sætum allt í kring, og var hús- ið venjulegast fullskipað. Kom- ið var fyrir sýningarborðum, einu fyrir hverja skák, þannig að áhorfendur gátu fylgzt vel með öllu sem gerðist og var þar einnig gefið upp hvern tíma hver taflmaður hefði not- að. Einnig voru sumir áhorf- endur með kíkja til þess að geta fylgzt enn betur með gerð- um okkar sem á sviðinu sátum. — Mótið hefur þannig vakið mikla athygli? — Já, skákáhhgi er greini- lega mjög mikill þarna eystra. Það kom þó nokkrum sinnum fyrir að áhorfendur klöppuðu, þegar þeir töldu að sérstaklega vel hefði verið teflt. — Var þetta ekki erfiðasta mót sem þú hefur tekið þátt í? — Jú, það er óhætt að segja það. Það þarf geysilegt þrek til að taka þátt í slíkri keppni og geta haldið fullum kröftum til loka. Satt að segja fann ég á mér þreytu þegar eftir 10 umferðir. Fyrir austan leggja þeir mikla áherzlu á að keppn- isskákmenn þjálfi með sér líkamlegt þrek, og aðstoðar- maður Szabos sagði við mig að ekkert þýddi fyrir menn að taka þátt í skákkeppni af þeir hlypu ekki 100 metrana undir 15 sekúndum! — Hvað ert þú lengi að hlaupa 100 metrana? — Eg hljóp þá nú einhvern tíma á 13 sekúndum, sagði Friðrik og brosti. En þetta er alveg rétt hjá þeim. Slík keppni reynir ekki síður á líkamsburði og þjálfun en hugann, maður sá að þeir vönustu sóttu sig undir lokin. Mér var sagt að Austurevrópukeppendurnir hefðu hvílt sig og þjálfað líkamlega í mánuð fyrir keppn- ina, synt og hlaupið. — Voru ekki aðstoðarmenn Friðrik Óiafsson með képpendunum til að hugsa um biðskákirnar? — Jú, flestir voru með slika aðstoðarmenn, og er það að verða alveg fastur siður. Er það auðvitað mikill kostur. T. d. tapaði ég biðskák við Kluger, en hún átti að vera einsætt jafntefli — en ástæðan var sú að við Guðmundur átt- um þá biðskák báðir í einu og ég hafði minna tóm til að grandskoða skákina en Kluger og aðstoðarmaður hans. — En hefði þá ekki verið betra að Guðmundur hefði að- stoðað þig, eins og ráð var fyrir gert í upphafi? — Ja, Guðmundur segir það. En mér fannst nú einnig mik- ill styrkur að því að annar íslendingur tók þátt í skákmót- inu með mér. — Nokkur sérstök heppni eða óheppni í mótinu? — Það var hrein hand- vömm í skákinni við Sliwa. Eg var með gerunna skák, þannig að hann var að því kominn að gefa hana. og ég hafði næg- an tíma. En þá lék ég herfi- lega af mér, hef líklega verið orðinn of öruggur. Þetta var í 12. umferðinni og slík slysni hefur auðvitað áhrif á mann á eftir. Hins vegar vann ég þetta ekki upp með neinni hiiðstæðri heppni. — Það hefur farið vel um ykkur þarna eystra? — Já, það var ágætlega um okkur búið. Þátttakendurnir bjuggu allir á sama hóteli, og ég hafði þar herbergi fyrir mig. — Voru keppendurnir ekki flestir eldri en þú? — Við Uhlmann, Austurþjóð- verjinn, vorum yngstir, 19 ára. Sigurvegarinn Pachmann mun vera 33 ára og Szabo 38. — Var ekki úthlutað verð- launum? — Jú, segir Friðrik og sýnir vandað útvarpsviðtæki sem hann fékk frá Tékkneska skák- sambandinu. Pachmann fékk mikinn plötuspilara og Szabo kvikmyndatökuvél. Annars var verðlaunum þannig háttað, að menn fengu 50 tékkneskar krónur fyrir hverja unna skák. — Það hefur heyrzt að þú verðir útnefndur alþjóðlegur skákmeistari fyrir frammistöð- una á mótinu. En Friðrik vill sem minnst um það tala; segir að vísu að á það hafi verið minnzt í Praha, en stjórn Alþjóðaskák- sambandsins muni taka ákvörð- un um það á sínum tíma. Og ekki býst Friðrik við að taka þátt í neinum meiriháttar skák- mótum á næstunni; nú tekur við hvíld og áframhaldandi skólanám. Bunvœní læknislyf Franska heilbrigðisstjórnin hefur skipað lyfsölum að skila tafarlaust öllum birgð- um af nýju kýlalyfi, stalin- on, sem reynzt hefur stór- hættulegt. Að minnsta kosti 20 manns hafa þegar látizt af því að taka það inn. Stalinon eru töflur, sem innihalda bæði tin og brenni stein. Lyfjaeftirlitið sam- þykkti í janúar í vetur að hefja mætti sölu á lyfinu. Voru þúsundir askja með töflunum komnar til lyfsal- anna þegai tilraunir á músum leiddu i ljós að stal- inon veldur banvænni heila- bólgu. Nær samtímis fóru fréttir að berast af fvrstu mannslátunum af völdum lyfsins. ObduSio Barfhe látinn (aus Obdulio Barthe, verkalýðsleiðtoginn frá Paraguay, sem i fjögur ár hefur verið haföur í haldi í fangelsi í Buenos Aires í Argentínu og Asuncion, höfuöborg Paraguay, hef- ur nú verið látinn laus. Var þaö einungis vegna ítrekaðra áskorana alþýðusamtaka víðsvegar um heim. Barthe var pólitískur flótta- landsins, sem eru i höndum léns- maður í Argentinu er argentísk stjórnarvöld létu handtaka hann, þann 22. júlí 1950. Hann var hafður í haldi og pyntaður fyrst í fangelsi í Buenos Aires, en síð- an í Asuncion, höfuðborg Para- guay. Sökum illrar meðferðar var líf hans í stöðugri hættu og heilsu hans hrakaði mjög. Hann var að dauða kominn er hann var loks látinn laus nú nýlega. Það eina sem Barthe var gefið að sök, var að hafa tekið þátt í kjarabaráttu alþýðu í lándi sínu. Með fangelsun Barthe ætluðu stjórnarvöld herra og auðmanna, að beygja alþýðu landsins undir arðráns- og kúgunarok sitt. Það tókst þó ekki o? eftir að hafa fengið þúsundir áskorana um að leysa Barthe úr háldi, m. a. frá Al- þjóðasambandi vérkalýðsfélag- anna, þingi Verkalýðssambands Suður-Ameríku, Verkalýðssam- böndum i Asiu og víðar, neydd- ist stjómin til þess og varð Barthe frjáls maður á ný, eftir fjögurra ára fangelsisvist, í maí s.l.. Hann mun þá hafa haldið til Guatemala í boði þáverandi stjórnar landsins. Plógurinn er 55oo ára gamall Plœging. Ævaforn klettarista frá Bohuslán í Svíþjóð. Elzta mynd af plógi sem Áður en plógurinn kom til menn þekkja fannst þar sem sögunnar erjuðu menn jörð- nú heitir Irak og er talin 5500 ára gömul, segir norski mann- fræðingurinn og þjóðfræðing- urinn prófessor Gutorm Gjess- ing í grein í danska tímaritinu Vor Viden. Þá bjó þarna þjóð sem liét Súmerar. Engin vissa er þó fyrir að þeir hafi fund- ið plóginn upp, því að tækið sem myndin er af er svo vand- að að það hlýtur að hafa átt sér aidalanga þróunarsögu. Drógu plóg með halanum. Það er þó nokkurnveginn víst að plógurinn hefur breiðzt' út frá Mið-Austurlöndum til annarra hluta Asíu, Norður- Afríku og Evrópu. Víða liefur hann lítið sem ekkert breytzt fram á okkar daga. Húsdýrahald og p’ógurinn fylgdust að. Fyrsta dráttardýr- ið var uxinn, hann þekkist á mörgum klettaristum af plæg- ingu frá Norðurlöndum. Oftast eru uxamir með ok á herðum, en stundum virðist plógnum hafa verið fest aftan í halann á vesalings skepnunum. Leitar bróð- ur síns Brian Fawcett, sonur brezka landkönnuðarins Percy H. Fawcett ofursta, sem týndist í frumskógum Brasilíu fyrir 29 árum, ætlar í sumar að reyna að hafa. upp á honum eða a.m. k. ráða gátuna, hver afdrif föð- ur hans urðu. Það er í annað skipti sem hann freistar þess. Hann reyndi það fyrst fyrir tveim árum en varð einskis vís- ari. Hann gerir sér ekki vonir um að finna föður sinn á lífi nú, en er ekki vonlaus um að finna bróður sinn, Jack, sem var í för með föður þeirra í síð- ustu ferðinni. Brian mun m.a. nota flugvél til leitarinnar. Óleysanlegt dæmi á prófi Eitt af stærðfræðidæmunum á landsprófinu í Noregi í vor var óleysanlegt. Margir ncm- endur eyddu miklum hluta próftímans til að ráða þetta dæmi og höfðu því nauman tíma til að ráða hin. Meðan á prófinu stóð, uppgötvaðist skekkjan í dæminu og hrað- skeyti voru send um allt landið til að leiðrétta hana. Víða bár- ust skeytin samt of seint. Próf- dómendur tóku vægilega á þeim ncmcndum, sem liöfðu spreytt sig á hinu óleysanlega dæmi. ina með grefi. Það var sein- legt og erfitt verk, plógurinn var margfalt stórvirkara tæki. Akrarnir stækkuðu og uppsker- an jckst. Bóndinn gat fram- leitt meira en hann þurfti til viðurværis fyrir sig og sína. Þar með hafði skapazt grund- völlur fyrir myndun borga og verzlunarviðskipti. Öjækktur í Ameríku. Fornu menningarríkin í Asíu og Evrópu hefðu ekki getað myndast ef ekki hefðu komið til bóndinn og plógur hans. En hvergi meðal Indíána í Amer- íku, ekki einu sinni Tháþróuð- ustu menningarríkjum þeirra í Mexíkó og Perú, þekktist plóg- urinn áður en Evrópumenn komu þangað. Þótt ótrúlegt sé er það engu síður satt, að indíánaþjóðirnar, sem lifað hafa af á nokkrum landskikum í Bandaríkjunum, kynntust ekki plógnum fyrr en á fjórða áratug þessarar ald- ar, þegar stjórn Roosevelts gerði ráðstafanir til að bæta hag þeirra. Stríð í átta ár Framhald af 1. síðu. sjálfstæðishernum en allir urðu að gefast upp við það verk. Virkin unnin. Árið 1949 hafði sjáfstæðis- hernum vaxið svo fiskur um hrygg að hann gat lagt til at- lögu gegn hinum minni virkjum Frakka. Féllu þau eitt af öðru. Frakkar reyndu að afla sér stuðnings almennings með því að setja á laggirnar leppstjórn undir forystu Bao Dai fyrr- verandi keisara en sú tilraun mistókst með öllu. Hægt en jafnt hallaði undan fæti fyrir Frökkum og um þver- bak keyrði í vor, þegar þeir misstu um 15.000 menn af ein- vala liði sinu í bardaganum u.m virkið Dienbienphu. Samningar boðnir hvað eftir annað. Ho Chi Minh bauðst hvað eftir annað til að hefja samn- inga við Frakka um frið í Indó Kína en þeim tilbcðum var aldrei sinnt fyrr en á síðast- liðnum vetri, þegar almenn- ingsálitið í Frakklandi krafð- ist friðar í Indó Kína. Samkomulagshorfur vænkuð- ust þó fyrst þegar Pierre- Mendés-France tók við forsæti frönsku ríkisstjórnarinnar. Hann hafði frá upphafi krafizt þess að fríður yrði saminn í Indó Kína en orðum hans var' enginn gaumur gefinn fyrr en a’ger ósigur á vígvellinum blasti við Frökkum.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.