Nýi tíminn


Nýi tíminn - 22.07.1954, Blaðsíða 11

Nýi tíminn - 22.07.1954, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 22. júli 1954 — NÝI TlMINN — (II CH3PLIN Framhald af 9. síðu. mitt. Hvað sem fyrir kemur býst ég við að snúa aftur til Kaiiforníu að vörmu spori, en þar hef ég bráðum átt heima í fjörutíu ár. Atvinna mín heimtar mig heim. Eg er mjög ánægður með að vera kominn til Evrópu, en ég mun ekki hætta við neinar framtíðar- áætlanir mínar. Enn einu sinni var hann spurður um stjórnmálaskoðan- ir sínar. Eg er ekki stjórnmálamaður. Eg er fyrst og fremst einstakl- ingshyggjumaður. Eg trúi á frelsið. Það er mín stjórnmála- stefna. Eg styð málstað mann- kynsins. Það er eðli mitt. Eg lit ekki á mig sem neinn ákaf- an föðurlandsvin. Þjóðrembing- ur leiðir til hitlerisma. Allmargir blaðamanna virt- ust hafa að markmiði að afla vitneskju er létt gæti Mac Granery rannsókn hans. Spurn- ingum þeirra linnti, en þá tóku aðrir við og spurðu Chaplin um list hans. Dauði minn mun einn fá mig til að hætta að búa til kvikmyndir, Eg hef enga oftrú á tækninni, á kvikmyndavél- unum sem mynda dyggilega nef og eyru leikaranna. Eg treysti á svipbrigðalistina, á stílinn. Sumir kalla mig gam- aldags, aðrir nýtízkulegan. Hverjum á ég að trúa? Svipur hans varð dimmari og hann hélt áfram: Eg er uggandi um framtíð okkar. Heimur okkar getur ekki veitt miklum listamönnum starfsskilyrði. Hann er friðlaus og beizkur, herjaður og um- flotinn af pólitík. Er „Queen Elizabeth“ kom til Southampton beið Chaplins þar enn fjölmennari hópur blaðamanna en í Cherbourg. Nokkrir blaðamenn fengu tæki- færi til að vera með Chaplin tímakorn. Hann lék fyrir þá á píanó, söng, lék á fiðlu í stil Jascha Heiíetz og dansaði létti- lega einn af sínum frægu döns- um. Eftir að hann hafði rætt um Lundúnir og hið gamla föður- land sitt, Bretland, var hann spurður um næstu kvikmynd. Hann lék fyrir þá á píanóið nokkur smálög tekin úr sam- hengi og sagði þeim söguþráð myndar sem hann kvaðst hafa í huga: Maður nokkur er riýslopp- inn úr fangabúðum nazista. Hann hefur mísst minnið og á erfitt með að tala. Hann kem- ur til New York. Innflytjenda- yfirvöld halda stranga yfir- heyrslu yfir honum. Hafið þér í huga að steypa stjórn Banda- ríkjanna af stóli? Er erindi yðar til Bandaríkjanna að myrða forsetann? Eina svar hans er óákveðin óp, sem hann rekur upp með harm- kvælum. Það er hið eina mál sem hann kann eftir að hafa sloppið úr dauðabúðum nazista. Hefur Charles Chaplin raun- verulega í huga að taka kvik- mynd um þetta efni? Eða er þetta táknræn saga sem hpnum datt í hug til að getja í blaða- mennina? Söguefninu svipar til þess sem hann notaði í „Ein- ræðisherranum": Eitt fómar- lamb stríðsins kemur til föð- urlands síns eftir margra ára minnisleysi. En í millitíðinni hefur faistískt stjórnarfar náð völdum í heimalandi hans. Daginn eftir komu Chaplin og fjölskylda hans tii Water- loo-stöðvar í Lundúnum. Þar beið þeirra grúi manns. „Eg hafði aldrei gert mér neitt þessu líkt í hugarlund", sagði Chaplin við konu sína. Hann hafði tæplega búizt við að Englendingar myndu fjölmenna svo til að taka á móti honum eftir öll þau ár sem hann hafði verið í burtu. Tryggð fólksins snart hann djúpt. Konungur og drottning undir- stéttarinnar í Lundúnum, klædd í hjákátlegan búning, réttu honum „vináttufull" cg gríðarstóran blómvönd með orðunum: „Velkominn, Char- lie!“ Fjöldinn hrópaði: „Vel- kominn heim til þíns eigin lands! Vertu hér hjá okkur! Heima er fcezt!“ Löng stund leið áður en vagn Chaplins gat brotið sér leið gegnum hinn húrrahrópandi mannfjölda. Chaplin og fjölskylda hans settust að á Savoy hóteli í Lundúnum. Er dimmdi að kvöldi var framhlið hótelsins lýst allavega litum ljósum. Strætisvagna- og leigubílstjór- ar beindu ljóskösturum sínum að framhlið hússins, til heið- urs vini þeirra, Chaplin. Mann- fjöldi er beið fyrir utan hótel- ið hrópaði: „Við viljum fá að sjá Charlie!“ Mikill . meirihluti hlaða í Bretlandi tók málstað Chaplins gegn Mac Granery, „sem hafði beðið með að láta til skarar skríða þar til fórnardýr hans var víðs fjarri“. í „Manchester Guardian" stóð þetta: „Chaplin er líklega eini maðurinn í heiminum sem hver maður á götunni þekkir, sá eini sem sérhver minnist með þakklæti”. Daily MaU birti teikningu þar sem Chaplin sést í sínu gamla gerfi og ber við sjóndeildar- hring. Á myndinni sést og glæsilegt hótel sem ofbeldis- giarn dyravörður hafði rekið Chaplin út úr, en dyravörður- inn bar mikinn svip af Sámi frænda. Þessa daga var tekin ljós- mynd af Chaplin, sem stendur nú á skrifborðinu mínu. Hún var tekin í Southampton og sýnir Chaplin gefa rithandar- sýnishorn, brosandi og glaðleg- ur á svip, og stendur í þröng- inni við hlið útitékins hafnár- verkamanns nokkurs. Charles Chaplin settist að með fjölskyldu sinni í Vevey í Sviss. Og hann hefur ákveðið að snúa ekki aftur til Banda- ríkjanna. Fréttastofan United Press hefur eftir honum að frjálshuga fólk geti ekki leng- ur átt þar heima. Hann hafi flutt frá Bandaríkjunum vegna þess að slúðursagnablöð og afturhaldsklíkur ofsæki allt hugsandi fólk þar i landi. Chaplin lýsti því ennfremur yfir að auðvelt væri það ekki að yfirgefa það land sem hann hafði lifað og starfað í um fjörutíu ára skeið. En að lok- inni síðusfu heimsstyrjöld hafi honum verið bar illvært vegna „Ég horfði á höndina á mér minnka þar tU hún varð eins og á sjö ára barni44 Nýtt lyf lætur menn lifa affur liSna atburSi Á síðilstu áratugum hafa vísindamenn fundið ýmis efni, sem geta haft hin kynlegustu áhrif á hugarástand manna og sálarlíf ef þeir neyta þeirra. Tekið er að beita sumum þessum efnum við geðlækningar með töluverðum árangri. Það af þessum efnum, sem athygli geðlæknanna beinist einkum að sem stendur, er tví- ethylamíd lysinsýrunnar, oftast nefnt LSD 25. Tveir svissneskir vísindamenn, Stoll og Hoffman, fundu efnið árið 1938. „Lísa í Undralandi" Fyrstu verulegu tdraunirnar með LSD 25 fóru þó ekki fram fyrr en nú nýskeð í geðveikra- hælinu Powick í Englandi. — Læknarnir sem beittu því við sjúklinga sína hafa skýrt frá reynslu sinni. Þeir stinga upp á því að lyfið fái nýtt nafn, Lísa í Undralandi, eftir sögu- hetjunni í bamasögunni frægu. Lísa varð fyrir hinum kynleg- ustu myndbreytingum í Undra-, landi. Vitutídin klofnar Álirif LSD 25 eru einkum fólgin í því, að sá sem tekur það inn getur lifað aftur löngu liðna atburði, fundizt að þeir séu að gerast og þó vitað að þeir em ekki verule;ki. Þetta er ekki ósvipað því, þegar menn dreymir en vita jafnframt af því að draumurinn er draumur. Reynt á 36 sjúklingum Ensku geðlæknarnir Sandi- son, Spencer og Whitelaw, sem reyndu LSD 25 við 36 sjúk- linga, segja í grein I lækna- blaöinu Journal of Mental Sci ence, að það sé áhrifaríkast allra slíkra lyfa, sem þe'r hafa spurnir af. Venjulegur skammtur, sem heir gáfu sjúklingunum, var 25 míkrógrömm. Fyrstu áhrif- in eru lík og af neyzlu hashish. Neytandinn fer að flissa eða gráta, svo þagnar hann en rekur öðru hvoru upp óp. Hann titrar og svitnar og sýnir öll merki um nagandi kvíða. Síð an hefst „reynsla“ hans, sem getur verið margskonar. Allt ljóst og skýrt Stundum lifðu sjúklingarnir á ný löngu l'ðna atburði eins skýrt og þeir væra að gerast á ný. Kona nokkur komst svo að orði: „Mér varð ljóst að ég var að lifa aftur atburð, sem gerð- ist þegar ég var lítil og við vorum í sumarleyfi........ Ég varð ekki hið minnsta hissa þótt ég horfði á höndina á mér og handiegginn minnka, þangað til þau urðu eins lítil og á sjö til átta ára barni, og mér fannst ég vera úti með mömmu að fara í búðir. Hún hafði gengið spölkorn á undan mér, og þegar ég varð þess allt í einu vör að ég gat ekki fundið hana, fannst mér ég vera svo einmana og yfirgefin". ..Aðsfoð" skal varið til að koma offramleiðslu í verð Óseljanlegum, bandarískum landbúnaðar- aíurðum troðið upp á aðrar þjóðir Bandarísk þingnefnd hefur ákveöið að rúmur sjöundi hluti af dollara-„aðstoð“ Bandaríkjanna við önnur ríki skuli bundinn því skilyrði að landbúnaðarafurðir af of- framleiðslubirgðum Bandaríkjastjórnar séu keyptar fyrir féð. Þessi aðferð stjórnarinnar við að koma landbúnaðarframleiðslu sinni í verð dregur auðvitað úr sölumöguleikum á framleiðslu annarra landbúnaðarlanda. Bitnar það harðast á ýmsum bandamönnum Bandaríkjanna, svo sem Kanada, Danmörku og Hollandi. Ríkir þar mikil gremja yfir þessum söluaðferðum og lygaáróðurs og rógburðar gegn honum. Þannig lýkur þessari bók og aðstæðurnar valda því að end- irinn er líkur og í gamalli Chaplin-mynd. Litli flækingur- inn er enn einu sinni staddur á þjóðveginum. Og við vitum enn ekki hvaða örlög bíða hins ofsótta listamanns. En milljónir manna um allan heim standa að baki hans. Milljónir sem hylla hann með djúpri virðingu og af heilum huga sem snllldarlegan . Hsta- mann og hrelnskilið, óbugandi mikilmenni. . . tala menn mjög um óheiðarlega samkeppni. Eins og kunnugt er var þvi harðlega neitað þegar bandaríska „aðstoðin“ við önnur lönð hófst, að hún stæði í nokkru sambandi við þörf Bandaríkjanna fyrir markaði erlendis. Nú er sjálft Bandaríkjaþing búið að staðfesta að þeir sem héldu þessari skoð- un fram höfðu rétt fyrir sér. Ævafornir síu- vindlingar Indíánar í Norður-Mexíkó ræktuðu tóbak og reyktu vind- linga með reyksíum fyrir þús- undum ára. Mannfræðingur frá háskólanum í Ottawa í Kanada skýrir frá þessu. Hann hefur unnið að uppgreftri á þessum slóðum og segist hafa náð i yfirgrjpsmesta safn um sögu jarðræktarinnar í Norður-Am- eriku sem. til. er. Aftur í aldir Öorum finnst þeir fara langt aftur í tímann: „Það var. eins og hluti af mér væri skiiinn frá mér. .. . Þegar ég horfði á höndina á lækninum, sá frá- skildi hlutinn hana eins og hún var, hinn hlutinn fylltist hryll- ingi.... höndin var svo forn að hún hefði getað verið til frá örófi alda.... það var sand- ur og skærir litir.... egypzk skreyting og sfinx“. Lifðu aftur fæðingu sína Enn öðrum fannst þeir verða að vinum sínum e!a ættingj- um. Allmargir héldu sig vera mæður sínar, en vissu þó að svo var ekki, cg tve'r lifðu aft- ur fæðingarstund sína með allri þeirri reynslu, sem henni fylgdi. Ensku læknarnir segja að LSD 25 hafi sjálft engan lækn- ingamátt en geti þó komið að miklu gagni við lækningu geð- sjúklinga. Það hvetur þá t’l að túlka ímyndanirnar, sem þjaka hug þeirra, og minningarnar sem rifjast upp koma læknun- um að haldi yið að ákveða frek- ari meðferð sjúklinganna. Af 23 sjúklingum, sem hlotið höfðu fulla meíferð með LSD 25 og geðlækningum, telja læknarnir 14 a’.bata og einum að auki fór mik:ð fram. Hernámsútvarpið Framhald af 5. síðu. ingu á eðli málsins og sögu, eru því yfirleitt hlyntir, að orðið verði við réttmætum óskum og kröfum íslendinga. Vill fundur- inn benda á þessar leiðir til kynningar: 1. Gefin verði út á dönsku bók um handritamálið, ýtarleg, en alþýðleg, og ennfremur smá- rit, sem dreift sé út á meðal almennings í Danmörku á þann hátt, sem virkastur verður tal- inn við nána athugun. 2. Flutt verði erindi um málið sem víðast í Danmörku og til þess fengnir valdir menn, ís- lenzkir og danskir. 3. Skrifaðar verði greinar um málið í sem flest dönsk blöð og tímarit. Við alla kynningu handrita- málsins í Danmörku verði gætt fyllstu vinsemdar og kurteisi í garð dönsku þjóðarinnar sem frændþjóðar vorrar og einnar hinnar gagnmenntuðustu, en hins vegar ekki dregin fjöður yfir þá skuld, sem hún á íslend- ingum að gjalda frá liðnum öld- um. Þá skorar fundurinn á ríkis- stjórn fslands að bera fram við stjórn Danmerkur, með skírskot- un til gildis íslenzkra bók- menntaafreka fyrir menningar- lega þróun allra Norðurlanda- þjóðanna, óskir um spmasam- lega og örugga varðveizlu Árna- safns, meðan það er í höndum Dana, þar sem þar er um að ræða dýrgripi, sem ekki verði metnir til fjár, hvort sem á þá er litið frá íslenzku, samnor- rænú éða alþjóðlegú ajónarm!0j&

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.