Nýi tíminn


Nýi tíminn - 15.12.1955, Qupperneq 1

Nýi tíminn - 15.12.1955, Qupperneq 1
★ ★ MUNIÐ ★ ★ AÐ ★ ★ GREIÐA ★ ★ NÝJA TÍMANN ★ ★ SKILVÍSLEGA LESENDU R! Útvegið blaðinu nýja kaupendur og tilkynn* ið þá til afgreiðslunnar Finuntudagar 15. desember 1955 — 15. árgangur — 37. tölublað Ef íslenzkt skáld gleymir þjóðdjúpinu þar sem sagan býr er frægðin því næsfa Íífíis virði Þau voru orð Halldórs KHJans Laxness þegar hann i gœr fyrstur Islendinga fók vi8 nóhelsverSlaunum Við hátíðlega athöfn í Hljómlistarhöllinni í Stokk- hólmi veitti Halldór Kiljan Laxness 10. des. fyrstur íslenzkra manna viðtöku bókmenntaverðlaunum Nóbels, heiðurspeningi úr gulli og ávísun á rúm- ar 190.000 sænskar krónur. Konungur Svía, Gústaf sjötti Adolf, afhenti skáldinu og öðrum nóbelsverð- launamönnum þessa árs verðlaunin. Hljómleikahöllin var þéttskip- uð þegar athöfnin hófst klukk- an hálfþrjú eftir íslenzkum tíma og var þar á annað þúsuncl manns. Þar vár konungur Svía og drottning og skyldulið þeirra, ráðherrar og sendimenn erlendra ríkja í Sviþjóð, fulltrúar þeirra stofnana sem úthluta nóbels- verðlaunum, og margir tignir gestir. Helgi P. Briem sendi- herra var þar fulltrúi íslenzku ríkisstjórnarinnar. Blásið var í lúðra þegar konungshjónin komu, en síðan lék hljómsveit Polo- naise eftir Oscar Lindberg, og gengu þá verðlaunahafamir inn á sviðið í fylgd með þeim fræði- mönnum, sem kynna áttu þá. Minnzt Alberts Einsteins og Thomasar Manns Formaður Nóbelsstofnunarinn- ar, Birger Ekeberg rikismar- skáikur, bauð gesti velkomna. Minntist hann síðan þeirra tveggja nóbelsverðlaunahafa sem látizt höfðu á árinu, þeirra Al- berts Einsteins og Thomasar Manns, tveggja höfuðmeistara | vísinda og bókmennta sem uppi | hafa verið á okkar öld. Þá var | leikinn lokaþáttur 39. sinfóníu Mozarts. Vísindamenn kynntir Þá liófst kynning þeirra manna sem hlotið höfðu nóbelsverðlaun- in í ár. Prófessor Waller kynnti bandarísku vísindamennina jiuium seld í Svíþjóð Stokkhólmi í gærkvöld. Stokkhólmsblöðin birta margar myndir af Halldóri Kiljan Laxness og konu hans og viðtöl við þau lijón- in. Skýrt er frá því m. a. að skáldsögur hans hafi nú selzt í 100.000 eintökum í Svíþjóð, þaraf Saika Valka í 31.000. M. K. Lamb og Kusch, sem sæmdii voru verðlaunum fyrir afrek í eðlisfræði, nánar tiltekið í kjarn- eðlisvisindum; prófessor Fredga kynnti landa þeirra du Vigneaud, sem hlaut verðlaunin í efnafræði og prófessor Hammarsten kynnti Svíann Theorell, sem hlaut verð- launin í iífeðhs- og læknisfræði, og afhenti konungur þeim verð- laun eftir hverja kynningu. Var þá blásið í lúðra. En milli kynn- inganna lék hljómsveitin kan- sonettu eftir Stenhammer og næturlag úr Jónsmessunætur- draumi Mendelsohns. Endurnýjaði íslenzka sagnalist Þá tók til máls Elias Wessén, prófessor í norrænum tungum við háskólann í Stokkhólmi, og gerði hann grein fyrir ritferli Halldórs Kiljans. Hann ræddi í upphafi máls sins íslenzka sagna- list forna, og sagði að ísland væri frumheimkynni norrænn- ar sagnlistar, og enn væri það svo að íslendingar væru mesta bókmenntaþjóð á Norðurlöndum. Hinar fornu sögur hefðu verið skapaðar af allri þjóðinni og þær hefðu jafnan verið sameign henn- ar allrar, huggun hennar og von á myrkum öldum fátæktar og neyðar. Það hefði þurft mikla kunnáttu og mikla hæfileika lil að endurnýja þessa sagnalist sem hefði staðið svo djúpum rótum í vitund íslenzkrar þjóðar. Það Myndin er tekin í sal Hljómleikahallarinnar í Stokkhólmi þar ■ sem afhending nóbelsverðlaunanna fór fram. hefði Halldór Kiljan Laxness gert. Prófessor Wessén fór síðan nokkrum orðum um höfuðverk ! skáldsins, Vefarann, Sölku Völku, | Sjálfstætt. fólk, Ljósvíkinginn og ! íslandsklukkuna. Samúð og mannást undirstaða listar lians Prófessor Wessén sagði að Lax- ness væri skáld íslands og fs- lendinga, enginn hefði sem hann kunnað að lýsa íslezkri náttúru Framhald á 3. síðu. Yðar hátignir! Herrar mínir og frúr. Þann dag fyrir nokkrum vik- um, er þar var komið, að mér bauð í grun, að ákvörðun sænsku Akademíunnar, sú er fyrir hön.dum var, kynni að varða mig, var ég á ferðalagi í Suðursviþjóð. Þegar ég var orðinn einsamall i gistiherbergi mínu um kvöldið, var því ekki nema eðlilegt að hugur minn tefði við það hlutskipti sem kynni að bíða lítilmótlegs ferða- lángs og skáldmennis, upprunn- ins af ókunnu og afskektu ey- landi, ef stofnun, sem hefur á valdi sínu að ljá andlegum verkum viðurkenníngu og frægð, skyldi nú kveðja til slíkan mann að risa úr sæti og stíga •fram í bjarmann af leik- sviðsljósum veraldarinnar. Það er eftilvill eigi undarlegt að fyrst af öllu hafi mér orðið, og verði enn á þessari hátíðis- stund, hugsað til vina minna og ástvina og alveg sérstaklega tilg þeirra sem stóðu mér næst ífe æsku. Þeir menn eru nú horfn-"; ir sjónum, og jafnvel meðan '• þeir enn voru ofar moldu, þá_| nálguðust þeir að vera af kyn-1'” flokki huldumanna að því leyti | sem nöfn þeirra voru fáumj> kunn, og enn færri muna þau nú. Þó hafa þeir með návistþ sinni í lífi mínu lagt undirstöð-"ý una að hugsun minni. Ég hugs-1 aði einmitt til þeirra undur-y samlegu manna og kvenna þjóð-í' djúpsins, sem veittu mér fóstur. - Ég hugsaði til föður míns og ? Rœða HaSSdórs Kiijans Laxness eftir afhendingu nóbelsverðlaunanna 10. des. móður minnar, og ég hugsaði sérilagi til hennar ömmu minn- ar gömlu, sem var búin að kenna mér ótal vísur úr forn- öld áður en ég lærði að lesa. Ég hugsaði, og hugsa enn á þessari stundu, til þeirra heil- ræða sem hún innrætti mér barni: að gera aungri skepnu mein, að lifa svo að jafnan skipuðu öndvegi i huga mér þeir menn sem eru kallaðir snauðir og litlir fyrir sér, að gleyma aldrei að þeir sem hafa verið beittir órétti eða farið góðra hluta á mis, þeir sem hafa verið settir hjá í tilver- unni, — einmitt þeir væru mennirnir sem ættu skilið alúð, ást og virðíngu fólksins um- fram aðra menn hér á Islandi. Ég lifði svo alla bernsku mína á íslandi að miklir menn, sem svo eru néfndir. og höfð- íngjar, voru aðeins ævintj'ra- mynd.og loftsýn; en umhyggja fyrir aðþreingdu lífi var það siðferðisboðorð, sem i heima- högum mínum eitt bar í sér veruleikann. Ég minnist vina minna ónafnkunnra, þeirra sem i æsku minni og laungu eftir að ég var orðinn fulltíða, voru í ráðum með mér um þær bækur sem ég réðst í að skrifa. Þar á meðal voru nokkrir menn. þótt eigi væru atvinnu- rithöfundar, gæddir bókmenta- legri dómgréind, sem aldrei brást, og gerðu mér Ijós ýms þau höfuðatriði skáldskapar, sem stundum eru jafnvel snill- íngum hulin. Nokkrir þessara gáfuðu vina minna halda áfram að lifa i mér, þó þeir séu horfn- ir af sjónarsviðinu, sumir þeirra jafnvel með svo raun- verulegum hætti. að fyrir getur komið að ég spyrji sjálfan mig, hvað sé þeirra hugur og hvað minn. í sönui andránni verður mér hugsað til þeirrar fjöl- skyldu, eitthvað kríngum 150 þúsund manna stórrar, hinnar bókelsku þjóðar íslands, sem hefur haft á mér vakandi auga frá þvi ég fór fyrst að standa í fæturna sem rithöfundur, gagnrýnt mig eða talið í mig kjark á víxl, en aldrei skelt við mér skolleyrum einsog henni stæði á sama, heldur tek- ið undir við mig einsog berg- mál, eða einsog viðkvæmt hljóðfæri svarar áslætti. Það er skáldi mikið ham- íngjulán að vera borinn og barnfæddur í landi, þar sem þjóðin hefur verið gagnsýrð af anda skáldskapar um aldaraðir og ræður fyrir miklum bók- mentaauði frá fornu fari, Og þá skyldi heldur eingan furða, þó hugur minn hafi séð aftur í aldir til fornra sagnamanna, þeirra sem skópu sígildar bók- mentir íslenskar, þessara skáldíi, sem svo mjög voru sámsamaðir þjóðdjúpinu sjálfu að jafnvel nöfn þeirra hafa ekki varðveist með verkum þeirra. Aðeins standa hin ó- brotgjörnu verk þeirra i augsýn heimsins með jafnsjálfsögðum hætti og landið sjálft. Um láng- ar, myrkar aldir sátu þessir ónafnkendu menn umhverfðir snauðasta landi heimsins, i húsakynnum sem höfðu svip steinaldar, og settu bækur sam- an án þess að þekkja hugmynd- ir slíkar sem laun, verðlaun. frama, frægð. Ég hygg að í margri kytru, þar sem þessir menn sátu, hafi ekki einu- sinni brunnið eldur, svo þeir gætu omað sér á loppnum fíngrum í andvökunni. Samt tókst þeim að skapa bókmenta- mál svo ágætlegt, að sá list- rænn miðill mun torfun.dinn í heimi sem gefi rúm fleiri tilbrigðum, hvort heldur er í því, sem kallað er útsmogið ell- egar hinu, sem kenLer til tígu- leika. Og þeim tókst að semja á rnáli þessu bækur, sem teljast til sigildra bókmenta heimsins. Þó að þessum mönnum væri kanski stundum kalt á fíngr- unum, þá lögðu þeir ekki frá sér pennann meðan þeim var heitt um hjartað. Ég spurði mig þetta um- rædda kvöld: Hvað má frami og frægð? Hvað má frægð og frami veita skáldi? Skemtilega velsælu at' þvi tæi, sem fylg- ir hinum þétta leir. En ef ís- lenskt skáld gleymir upphafi sínu, þjóðdjúpinu bar sem sag- an býr, ef hann missir samband sitt og skyldur við það líf sem er aðþreingt, bað líf sem hún amrna mín gamlá kendi mér að búa öndvegi i huga mér, þá er frægð ii«»-ta lítils virði og svo það hamingjulán sem hlýst af fé Yðar hátignir! Herrar mínir og frúr! Sá hlutur, sem mér þykir mest um-vert, þeirra sem mér hafa að höndum borið um þess- ar mundir, það ér ,að sænska Akariemían skuli af hinu mikla áhrifavaldi, sem herini er léð, hafa nefnt nafn mitt i sam- bandi við hina ókunnu meist- ara fornsagnánna islensku. Þær röksemdir. sem sænska Aka- demian hefur látið liggja að veitingu hins mikla sóma mér til handa, munu ævilangt verða mér sjálfum hvatníng, um leið og bær munu verða fagnaðar- efni þeirri þjóð, sem stendur að .baki alls, sem einhvers kann að vera vert í uerkum mínum.

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.