Nýi tíminn


Nýi tíminn - 15.12.1955, Side 3

Nýi tíminn - 15.12.1955, Side 3
Fimmtudagur 15, desember 1955 — NÝI TÍMINN — (3 KiIJeni í Keriiformu Framhald af 7. síðu. verið hollt að fræðast af skáld- inu um bókmenntir og skopun skáldsagna áður en þeir fóru að skrifa. Og við ræddum einnig um stjórnmál. Laxness hafði þá fyrir nokkru snúið baki við kaþólskunni og i afturhvarfinu féll hann í faðm sósíalismans. Ég var, eins og allur þorri íslendinga, fæddur sósíalisti og hafði myndað mér sósíalistískar kenningar löngu áður en ég vissi að það orð væri til. Eins og ungum mönnum er títt, þóttumst við hafa bót við öllum meinum veraldar og það skorti eiginlega ekkert annað á en að stjórnartaumar heimsins væru lagðir okkur í hendur og þá yrði öllu borgið. Við mynduðum stjórnmálaskoð- anir okkar á siðfræði, hinni gömlu kenningu: hin mestu gæði fyrir hinn mesta fjölda. Og gagnvart byltingu, eða and- stöðu gegn kapítalisma: standi einn í vegi fyrir velferð hundr- að, verður einn að víkja. Við aðhylltumst engan sérstakan stjórnmálaflokk, en vorum blátt áfram vinstri sinnaðir sósíal- istar. Á hinn bóginn vildum við leggja hverju góðu málefni lið og styðja hverja góða tillögu hvaðan sem hún kom. Þetta virtist svo auðvelt úr fjarlægð- inni. Þegar á hólminn kom, breyttist afstaðan óhjákvæmi- lega. Það er aumur maður, sem ekki veit hvað að honum snýr og aumur sá, sem ekki geldur gott með góðu. Það er engin dyggð að vera vinur vina sinna, heldur sjálfsagður hlutur. Þar sem ég er hvorki rithöf- undur né stjórnmálamaður, hef- ur lítið farið fyrir mínum stjórnmálaskoðunum til þessa. Með Laxness gegnir öðru máli. Hann hefur aldrei farið dult með skoðanir sínar og oft verið í broddi fylkingar, enda skrifar hann af slikum myndugleik, að menn verða að taka tillit til þess sem hann segir hvort sem þeim líkar betur eða verr. En stjórnmál hér á landi eru kom- in á það stig, að sértu ekki með mér, ertu á móti mér. Þar er enginn millivegur og skyn- semin þotin út í veður og vind. Ég hefi gerzt svo margorður um stjórnmálin sökum þess, að bæði heimsblöðin og ekki sízt andstæðingablöðin hér á ,'landi, hafa viljað draga af- I stöðu Laxness til stjórnmála í efa eins og þau vissu betur um skoðanir hans en hann sjálfur. (Við mynduðum okkur ungir | stjórnmálaskoðanir eins og á 1 undan er lýst og mér vitanlega hefur engin teljandi breyting á þeim orðið. Ég veit það fyrir víst, að við trúum hvorugur á lygina. En ef hvítt má ekki kallast hvítt, þá er ekki til neins að vera að tala eða skrifa. En það er eitt mál sem okkur er báðum og ætti að vera hverj- um manni heilagt og það er Nóbelsverðlaunin ættjörðin og frelsi þeirrar þjóð- ar sem við erum afsprengi af. Það er hafið yfir allan stjórn- málaþvætting óg þar kemur enginn undansláttur til greina. Það getur verið að ein kyn- slóð hafi rétt til að ka.lla vfir sig alla þá bölvun, sem henni sýnist. En ábyrgð okkar er miklu þyngri en það. Það er ábyrgðin gagnvart böraum okk- ar og barnabörnum, gagnvart öllum óbornum kynslóðum. Frelsið er fjöregg, en við hög- um okkur eins og tröllskessur, sem kasta því á milli sín af miklu óviti. ★ Af kynnum okkar Halldórs þessa jólanótt í Los Angeles fyrir 28 árum spannst vinátta, sem hefur enzt okkur fram á þennan dag og sem ég veit að muni endast okkur meðan við lifum báðir. Það var ekki hægt að finna ákjósanlegri félaga í útlegðinni, því auk þess að vera manna skemmtilegastur í við- kynningu og umgengni, er Hall- dór fágað práðmenni og dreng- ur góður. Annars var það ekki ætlunin að hlaða hann lofi, því þetta eru ekki eftirmæli, held- ur aðeins upprifjun hugstæðra endurminninga. Ég hef ekki hikað við að draga fram smámuni og jafnvel það mannlegasta og hversdagsleg- asta, því mönnum er hollt að hafa það í huga, einkum of- dýrkendum, að snillingurinn er líka maður. En ég bið afsök- unar á því, hversu oft ég hef orðið að koma sjálfum mér að 1 skrifum þessum, en þegar raktar eru sameiginlegar end- urminningar, verður varla hjá því komizt. og íslenzku umhverfi. En list hans væri ekki einskorðuð við ísland, höfuðeinkenni hennar væri samúð með öllu lifandi hér á jörðu, hún væri borin uppi af mannúð og mannást. „Allt sem Laxness hefur skrifað er þrungið félagslegum eldmóði og hann hef- Ur sjálfur tekið virkan þátt í félagsmálum sinnar tíðar“. ,,Sú var tíð“, sagði prófessor Wessén, „að margir íslenzkir rithöfundar völdu sér annað nor- rænt mál en íslenzku til að rita bækur sínar á, og ollu þar ekki einvörðungu fjárhagsástæður, heldur einnig það að þeir van- treystu íslenzkri tungu sem tæki til listrænnar sköpunai’. Mikil- vægasta afrek Laxness er ef til vill að hann hefur endurnýjað íslenzka tungu til listrænnar túlkunar í óbundnu máli og með fordæmi sínu gefið íslenzkum rit- höfundum djörfung til að beita móðurmáli sínu. Það er ekki sízt þess vegna að landar hans virða hann svo mjög og meta svo mik- ils.“ Megi íslenzkur skáldskapur halda áfram að blómgast Prófessor Wessén hafði mælt á móðurmáli sínu, en nú beindi Halklór Kiljan Laxness andi myndir frá þjóðlífi fslands og sögu. Látum oss vonast eftir auðugri og mikilli blómgun ís- lenzks skáldskapar. Ég færi yður hann orðum sínum til skáldsins hjartanlegar hamingjuóskir frá 'úláÍB sem Miimisverð iíðindi 180!—1860 Ritinu er sniöinn nákvæmlega sami stakkm’ hvað snertir efnismeðferð og ytra útlit og ÖLDINNi OKKAR, minn- isveröum tíöindum 11901—1950. Frásagnir allar eru „settar upp“ í formi fréttafrásagna aö nútímahætti. Efni ritsins er ótrúlega. fjölbreytt og skemmtilegt. Myndh- eru um 250, margar hverjar merkar heimildir um þjóölíf og þjóöhætti á liöinni öld og sumar fáséöar. ÖLDIN SEM LEIÐ — bezt þegna jólagjöfin — kjörbók sérhvers heimilis. Verð kr. 175,00 ib. Hulin fortíð Saga um óvenjuleg og eftirminnileg ör- lög ungrar konu, svo spennandi, dular- full og áhrifarík, áö seint mun lesand- anum úr minni líöa. Saga þessi hefur veriö þýdd á fjöl- mörg tungumál og hvarvetna átt gíf- urlegum vinsæludm aö fagna. Einnig hefur hún veriö kvikmynduö. HULIN FORTfÐ er jólaskáldsag- an í ár. Verð kr. 98,00 ib. Æfintýrosirkusinn og mælti þá á íslenzku þessi orð: „Halldór Kiljan Laxness! Ég hef nú reynt í stuttu máli að skýra frá skáldferli yðar fyrir á- heyrendum hátíðarinnar. Flestir þeir er hljóta verðlaun Nóbels sænsku akademíunni og bið yður nú stíga fram til þess að taka úr hendi konungs þau bókmennta- verðlaun Nóbels sem yður hafa verið veitt.“ Gekk Halldór Kiljan þá fyrir konung og tók við verð- ÆVINTÝRABÆKUR Enid Blyton eru sannkallaðar óskabækur allra barna og unglinga, jafnt drengja sem telpna, er bíöa hverrar nýrrar bókar full eftirvænt- ingar og tilhlökkunar. Útbreiðsla og vinsældir þessara bóka heyra til sjaldgæfra undantekninga, og segja má, aö búiö sé aö þýöa þær á flestallar þjóðtungur vei-aldar. losna við þessa raun eingöngu vegna þess að þeir skilja ekki sænsku og þurfa því ekki að hlusta á hvað sagt er. Því er ekki þannig farið með yður. Því miður munu fleiri íslendingar skilja sænsku en Svíar íslenzku. Samt eru þeir margir Svíar og aðrir sem lært hafa íslenzku eingöngu til þess að geta lesið bækur yðar á frummálinu og það er trú mín að með tímanum verði þeir enn fleiri. Ég bið yður að halda áfram þessu þýðingar- mikla starfi og hvetja aðra landsmenn yðar að gera slíkt hið sama. Gef oss áfram margar lif- laununum. Veizlan í ráðhúsinu Þá var afhendingu nóbels- verðlaunanna lokið og var nú farið til ráðhúss Stokkhólms- borgar, þar sem haldin var veizla, sem 800 manns sátu. Þar var haldin ræða fyrir minni kon- ungshjóna og konungur minntist Alfreds Nóbels. Bergstrand pró- fessor ávarpaði nóbelsverðlauna- menn. Halldór Kiljan Laxness flutti þar ræðu. M. K. (Ræðan var send símleiðis og er því akki að treysta að hún hún birtist hér alveg eins og höfundur gekk frá henni). Æfintýrasirkf'finm er prýddur öllum þeim góöu eiginleikum, sem gert hafa bækur þessar svo af- : burða vinsælar: spennandi og hröð atburöarás, fjörieg frásögn, kímni og ó-- j svikin ævintýii — og síðast en ekki sízt fjöldi afbragðsgóöra mynda. — j Verð kr. 57,00 ib. 5 Ofantaldar bækm* fást hjá öllrnn bóksölum og beint frá útgefendum. Sendum j bm-öargjaldsfrítt gegn póstkröfu hvert á land sem er. DRAUPNISðTGAFAN — IÐUNNARðTGAFAN Skeggjagötu 1. — Reykjavík — Símar: 2923 og 82156

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.