Nýi tíminn


Nýi tíminn - 15.12.1955, Síða 7

Nýi tíminn - 15.12.1955, Síða 7
Fimmtudagur 15. desember 1955 — NÝI TÍMINN— (7 mjög forframaður. Ég sleppi að segja frá þvi, þeg- ar franska dansmærin beit Hall- dór í höndina í baksætinu í bílnum, sem var reyndar mín sök. Eða þegar fegurðardísin frá Odessa varð að gista hjá okkur í vinpustofunni vegna óveðurs, því ekkert okkar hafði efni á að senda hana heim í bíl, en þrir listamenn urðu vansvefta heila nótt af vitund- inni um nálægð fegurðarinnar, og nágranni okkar, sem hafði verið með okkur um kvöldið, ungur myndhöggvari í næstu vinnustofu, tók sér átta steypi- böð um nóttina aðeins til að geta gengið sextán sinnum framhjá dyrum hinnar aðdáan- legu. Að vísu sagðist Halldór hafa sofið vært, en hann bylti sér þó að minnsta kosti hundr- að sinnum um nóttina og mátti vel heyra það, þó hann svæfi uppi á palli í vinnustofunni, því rúmið var með stálfjöðrum og blaðabunkum fyrir madr- essu. Þetta voru aðeins smá- æfintýri, sem henda hvern ung- an listamann. Ég sleppi einnig að geta þess, þegar Halldór neitaði að ganga með mér á götu af því ég fór í vinnufötum, molskinnsbuxum og strigaskóm, á fund vinkonu okkar. Það var í fyrsta og eina skiftið sem við lá að okkur yrði sundurorða, en ég bara hló og var ómögulegt að taka hann alvarlega. Síðan hefi ég heyrt að hann hafi sagt þá sögu á sinn kostnað. Ég var ekki lítið hreykinn af að kynna Halldór fyrir kunn- ingjum mínum í San Francis- co, því hann varð þegar hvers manns hugljúfi og ógleyman- legur öllum sem kynntust hon- ekki orðið þeim samferða, svo þeir fóru á undan. Þegar ég kom, sá ég strax að eitthvað var ekki eins og það átti að vera, því Halldór og gamla konan sátu við teborðið úti í horni, en vinur minn góndi á myndir uppi á vegg. Ég reyndi að „lífga upp á selskapinn“, en tókst það ekki. Við flýttum okkur því að drekka og fórum svo strax á eftir. Þegar út kom, hellti Halldór skömmunum yfir manninn fyrir framkomuna — á íslenzku, auðvitað. Maður- spyrja, við lentum í háa rifr- ildi hvenær sem við hittumst, og heimsóknin endaði með því, að gamla konan varð að biðja okkur að fara. Þetta var uppi- staðan í einn af þáttum Hall- dói*s, þó karakterar séu óþekkj- anlegir og atburðum hnikað við. Ég þykist hafa átt minn litla þátt í því, að Halldór hélt á- fram að skrifa á íslenzku, eða að minnsta kosti lagði ég lóð mitt á metaskálarnar og dró ekki af. Ég veit að hann hug- leiddi möguleika á því, að fara að skrifa á ensku, þó ég viti ekki hversu mikil alvara honum var. Hann bar málið undir mig. of the Far East. Bókin lýsti för sjö bandarískra vísinda- manna til Indlands, sem ætl- uðu að rannsaka dulspeki og reyna að ná fundi Meistaranna. Meistararnir tóku þeim með kostum og kynjum, svi'u með þá á nokkrum augnablikum þúsundir kílómetra frá einu landshorni til annars; þegar þeir þurftu að borða, komu kræsingarnar fljúgandi á bökk- um til þeirra; og þegar þeir þurftu á peningurn að halda, réttu þeir fram tóma höndina rnason: Hann kunni bókmálið prýðis- vel, en „English as she is spoke“, 'eins og Mark Twain orðar ,það, þ.e. alþýðumálið kunni hann ekki, en fyrir skáld- sagnahöfund er það nauðsyn- legt. (Nú orðið hefur hann ótrúlega góð tök á rituðu máli ensku). Ég hélt því fram, að hann hefði þá þegar tamið sér svo sterkan stíl og svo sam- tvinnaðan móðurmálinu, að það mundi taka hann tíu ár að ná sömu tökum á öðru máli. Auk þess sá ég fram á hvaða gildi það hefði fyrir alla þjóðina, að þessi snillingur skrifaði á ís- lenzku. Ég benti honum á, að ef hann ætti eftir að skrifa einhver - meistaraverk, (sem hvorugur okkar efaðist um!), þá yrðu nógir til að þýða þáu. Ég er hræddur um að ég hafi ekki reynzt þar sannspár hvað enskumælandi heiminn snert- ir. Á þessum mánuðum lifðum við einna helzt á því, að flytja stutt erindi eða fyrirlestra um íslenzk efni í félögum og eink- um kvennaklúbbum. Við feng- um 15-25 dollara fyrir erindið. Oft var samt ærið þröngt í búi. Eina vikuna höfðum við haft óvanalega lítið að borða, en þá kom gömul kona og spurði hvort við vildum ekki fara í veizlu, sem halda átti 400 menntamönnum frá Mexíkó í fínasta hóteli bæjarins. Jú, við þáðum það. Þar voru bomir fram fjórtán réttir, en sem bet- ur fór stóð máltíðin 4-5 klukku- stundir, annars hefðum við eklá þolað það. Okkur þótti gaman að hitta mexíkanska mennta- menn og maturinn góður og bjuggum við að honum í nokkra daga á eftir. Eitt erfiðast viðfangsefni okk- ar var að upplýsa svik, sem ís- lenzkur prestur vestan hafs hafði flaskazt á. Hann hafði komizt yfir bók, sem hét Life and Teachings of the Masters og augnabliki siðar lágu gull- peningar í lófa þeirra. íslenzki presturinn flutti löndum sínum fagnaðarerindið. Ég mundi að höfundur bókarinnar hafði orð- ið uppvis að svikum, en við þurftum að fá óyggjandi stað- festingu á því. Guðspekifélagið í borginni staðfesti að ég mundi rétt, en gat ekki munað hvenær þetta hafði skeð, þó gátu þeir sagt okkur árið og nokkumveg- inn árstimann. Það kostaði okkur að fletta nokkurra mán- aða bunkum af stórblöðunum. Það var ekkert áhlaupaverk, en við fundum það að lokum. Eft- ir að bókin kom út, hafði höf- undurinn komizt inn á ríka konu, sem bjó í hæðunum ná- lægt Piedmont, sem er austan við San Franciscoflóann. Þar kenndi hann útvöldum söfnuði indverska dulspeki. En svo var ríka konan svo fávís, að bjóða prófessor í austurlandafræðum að hlýða á hann. Þá kom það uppúr dúmum, að maðurinn var alls ófróður um austur- lenzka dulspeki, hafði aldrei farið útúr Bandaríkjunum, vís- indamennimir sjö aldrei verið til og þessvegna aldrei farið sína frægu reisu um Indland. Síðan hvarf höfundurinn á þægilegan hátt áður en hægt var að hafa hendur í hári hans. Halldór skrifaði síðan grein til að upplýsa þetta, en fékk engar þakkir fyrir. Nú verð ég að segja frá nokk- uð skoplegu atviki, sem endaði næstum með skelfingu fyrir mig. Við Halldór höfðum oft farið að finna gamla vinkonu mína, sem var tónlistarráðu- nautur fyrir einhverja alheims stofnun. Eitt sinn bauð hún okkur í eftirmiðdagste ásamt vini mínum einum frá Winni- peg. Hann var rithöfundur og húsameistari og hús- eða húsa- eigandi í þeirri borg og kom næstum árlega til San Francis- co. Nú stóð svo á að ég gat inn þagði undir lestrinum, en sagði svo á sinni einkennilegu amerísku: By the way do you play the harmonica? (Meðal annarra orða: spilar þú á munnhörpu?) Þetta kom svo flatt upp á okkur, að Halldór hentist metra í loft upp og ég hringsnerist af hlátri, en steig þá óvart öðrum fæti útaf gang- stéttinni og í því kom bíll. Ég hafði verið meðvitundarlaus í nokkra daga á eftir ogþeir dagar eru auðvitáð þurrKhðir burt úr lífi minu og mundi ég ekkert vita af þessu, ef Halldór hefði ekki sagt mér frá því eftir að heim kom. Síð- an er minni mitt aldrei eins gott, sem var þó mjög traust áður. Ástæðan fyrir fram- komu mannsins var sú, að hann hafði farið að skamma ameríkana yfirleitt fyrir að gera ekkert fyrir mig og orðið svo æstur, að hann missti te- lystina. Nú vildi svo til að þessi gamla kona var eini ameríkan- inn, sem „reyndi að gera eitt- hvað fyrir mig“. Þessi vinur miim er nú dáinn, en áður arf- leiddi hann Háskóla íslands að hundrað þúsund dollurum. Halldór kunni lítið til verks, enda aldrei veifað neinu verk- færi öðru en pennanum um æf- ina. Einn morguninn var mér boðið einum út í mat, svo Hall- dór varð að sjá um morgunverð sinn sjálfur. Að vísu setti ég haframjölið í tvöfaldan pott áð- ur en ég fór og kveikti undir. Þegar ég kom lieim aftur, var Halldór að reyna að borða bras- ið. Þá var vatnið allt soðið upp, neðri helmingurinn í pott- inum brunninn að kolum, en það sem ofaná flaut var svo brim- salt, að það var alveg óætt. Hann hafði verið að bíða eftir því, að grautarskrattinn þykkn- aði af sjálfsdáðum. Síðar skrif- aði hann mér frá Los Angeles, að nú væri hann búinn að læra að elda hafragraut og þóttist um. öðru máli gegndi um þá, sem aðeins kynntust honiun af skrifum hans í íslenzku blöðun- um í Winnipeg. Hann var eins og andi af annarri stjömu á meðal þeirra. Hann var nokk- uð óstýrilátur á þeim árum, óvæginn, en alltaf kurteis. Ein- hvemtíma sagðist ég ætla að mótmæla grein, sem hann hafði skrifað. Já, gerðu það, sagði hann, ég skal hjálpa þér. Þetta minnir óneitanlega nokkuð á Bernard Shaw. Hann sló auð- vitað vopnið úr hendi mér með því. Aðrir fylltust heift og hatri og það svo mögnuðu, að ég fór ekki varhluta af því, bara af því að við vomm vinir. Þá var það að einhverjir menn tóku sig saman og kærðu Hall- dór fyrir bandarískum yfirvöld- um sem „hættulegan einstakling fyrir heill og velferð Banda- ríkjaþjóðarinnar“ og heimtuðu að honum yrði .vísað úr landi. Það stóð ekki á framkvæmdun- um. Leynilögreglumenn vom látnir elta hann á röndum eins og sporhundar, íbúð hans rann- sökuð og farið í gegnum öll handrit, skjöl og skilríki. Með- an þessu fór fram kom Upton Sinclair honum í samband við félagsskap í. Kalifomíu, sem hafði það að markmiði, að verja þá sem urðu fyrir pólitískum ofsóknum. Ef til málsóknar hefði komið eða annarra til- tækja, hefði hann fengið fær- asta lögfræðing í ríkinu til að verja sig. Til þess kom þó ekki, því leynilögreglumennimir fundu ekkert saknæmt í fómm hans, fundu ekki orð á ensku nema fáeina meinlausa fyrir- lestra um Island og íslenzk menningarmál. Þetta bar betri árangur en til var stofnað, þivi örin geigaði, sem að honum var beint. Þetta varð til þess að hann fékk mörg tilboð um greinar í tíma- rit og um fyrirlestrahald hér og þar, sem létti honum róðurinn þann tima sem hann átti eftir að vera í Ameríku. Annars munu tekjumar hafá verið af skomum skammti. Um eitt handrit veit ég þó, sem hann fékk sæmilega borgað: það var gagnrýnin um kvik- myndirnar sem síðar kom í Al- þýðubókinni. Hann sendi Jóni Sveinssyni ritgerðina og Nonni þýddi hana á þýzku og frönsku og kom henni á framfæri við tímarit í Austurríki og Frakk- landi. Þegar hér var komið var ég fluttur frá San Francisco byggði mér kofa úti í skógi á landi Ástu systur minnar á Point Roberts í Washingtonríki. Þar dvaldi ég síðasta ár mitt í Ameríku og þar lauk ég við þýðinguna á Vefaranum. Þang- að kom Halldór og var hjá okkur 1 mánuð til að fara yfir þýðinguna með mér. Meðan við vorum saman á Po» int Roberts, kom Tagore til Vancouver í British Colombia og hélt þar fyrirlestur. Við ókum 35 mílur inn í Kanada til að hlusta á hann. Ég hafði ætl-í að mér að færa honum eintök af þýðingunum af bókum hans, Ljóðfórnum og Farfuglum, eft- ir fyrirlesturinn. En eítir að hlusta á hann og eftir að sjá hvað hann barst mikið á, hætti ég við það. Þegar miklir menn eru á ferðinni, eiga litlir menn að hafa hig hæga, svo ég víkt við orðum Steins Stéinarrs, Ekki svo að skilja að ég álíti ekki Tagore mikinn mann eftir sem áður; öðru nær. Það var sennilega aðeins eitt dæmi þess enn, hversu austrið og vestrið eiga erfitt með að vera sam- stíga. Halldór fór heim 1929, ’en ég með Alþingishátíðarförununt 1930. ★ ■ .. . ..... Hér að framan hefi ég aðeins sagt frá ytri atburðum, en, nú kemur að því, sem gerðist hið innra með okkur. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því, hvaða áhrif þéssl kynni höfðu á hvorn fyrir sig. Þó fer varla hjá því að þau hafi orðið nokkuð djúpstæð og varanleg. Þó Halldór væri yngri maður, hafði hann þegar öðl- azt djúptæka reynslu. Fyrii’ mér var það eins og að finna gróðursæla vin í eyðimörkinnl eftir níu ára útlegð. Það var margt sem dró okkur saman Ætterni og uppruni svipaður:: kynbomir kotungssynir, sem röktu ættir sínar til fornkon- unga. Við höfðum báðir búið okkur undir æfistarfið og vor- um g-ð byrja að berjast við heiminn. Markmið ef til vilt ekki ósvipað, þó útkoman sé nú ólík orðin. En það var þó fyrst og fremst sameiginleg tunga og þjóðemi, sem færði okkur sam- an og sem við vorum ekki lítið stoltir af. Við lásum ekki mikið um þess- ar mundir, því allur sá tími. sem var afgangs vinnu okkai fór í samræður. Þó lásum við Ulyssus eftir James Joyce og höfðum fyrstu spumir af Hem- ingway. En við ræddum bók- staflega um allt milli himins og jarðar. ,Ræddum‘ er ef til vill ekki rétta orðið, því við reynd- um að kryfja hverja spurningu til mergjar. Við ræddum um heimspeki, sálarfræði, sálkönn- un, siðfræði, trúmál; um tíma og rúm og tilgang lífsins. Skáldverk verður ekki skrifað né mynd máluð vitandi vits, nema menn reyni að gerá sér einhverja grein fyrir afstöðu sinni til lífsins og heimsins. En fyrst og fremst ræddum við um bókmenntir og listir. Mér hefur síðan oft dottið í hug, þegar ég hefi séð misjafna gagnrýni um skáldverk Laxness, skrifuð stundum af litlu viti og minni kunnáttu, að höfundunum hefðl Framhald á 11. ,síðu.

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.