Nýi tíminn - 15.12.1955, Síða 10
2
3
Skip mitt kemur að landi
Skip mitt kemur að
landi.
Hvað hefur það að
færa?
Þetta eru upphafsorð-
in að alkunnum íslenzk-
um leik, sem margir
hafa skemmt sér við.
Okkur kom þetta í hug,
þegar við fengum mynd-
ina frá henni Önnu litlu
Skúladóttur á Eskifirði.
Myndin er í björtum lit-
um. Það er kvöld: Nú
blikar við sólarlag . . . Á
líésinu stendur viti. Það
er orðið svo kvöldsett,
að vitinn er tendraður
og geislar hans smjúga
út í geiminn. En skip ber
við hafsbrún. Og nú sjá-
um við litlu stúlkuna
tengja nútíðina við for-
tíðina, því að skipið ber
svip víkingaskipanna
fornu, sem þeir sigldu
hingað „feðurnir frægu
og frjálsræðishetjurnar
góðu, austan um liyldýp-
is haf“, eins og Jónas
Hallgrímsson orðar það,
en á sjávarbakkanum
stendur kassabíll, mann-
laus, en með tendruðum
Ijósum. Ejómandi mynd.
Og myndinni fylgir bréf
með blýantsteiknuðum
prentstöfum, vel gerðum.
Og bréfið er svona:
„Kæra Óskastund.
Ég þakka þér fyrir all-
ar skemmtilegu sögurnar
og allt annað. Ég sendi
þér hérna mynd. Ef þú
vilt máttu birta hana.
Mig langar að biðja þig
um 24. tölublað af Óska-
stundinni.
Anna Skúladóttir, 7 ára“.
Beztu þakkir fyrir send-
inguna, litla vinstúlka.
i
Barnasýning
MÍR verður á morgun kl.
3 í Stjörnubíói. Fjölbreytt
dagskrá. Seinasta sýning
fyrir jól.
Ráðning á reiknings-
þrautinni.
Gæsirnar voru sjö.
„í lyrsia sinn ég
sá þsg"
„Kæra Óskastund.
5. nóvember sá ég þig
fyrst. Bróðir minn, sem
er 17 ára, gerðist þá
fastur kaupandi að Þjóð-
viljanum, og ég, sém er
reglulegur blaða- og bóka-
ormur, fór að lesa í blað-
inu. Þá sá ég þig fyrst
og varð mjög hrifin af
þessu litla blaði og bað
mömmu að útvega mér
gömul blöð. Gat hún
fengið Óskastundina aft-
ur að 1. október. Og hef
ég fengið leyfi til að>
klippa hana úr blaðinu
og ætla að geyma hana
vel.
Og nú sný ég mér ací
öðru. . .“
Þannig skrifar J. Sæ-
mundsdóttir, 11 ára,
Siglufirði, sitt fyrsta bréf
til blaðsins okkar. Hún
lét sitthvað fleira fylgja,
sem ef til vill kemur í
dagsljósið síðar. Við
þökkum kærlega bréfið.
Reikningsgáta
Drengur nokkur fór til
borgarinnar. Á leiðinni
mætti hann 12 stúlkum
og í svuntum sínum
höfðu þær 12 poka, en
í hverjum poka 12 tíkur
og í hverri tík 12 hvolpa.
Hversu margar mann-
eskjur, tíkur og hvolpar
fóru til borgarinnar?
Þetta er gömul gáta,
sem margur hefur reikn-
að skakkt, — nú verður
gaman að vita hversu
skörp þið eruð.
Pófínn sagði....
Frímann Jónasson hef-
ur sagt þessa skólasögu
úr Rangárvallasýslu:
Skólastúlkurnar á
Strönd voru að fara yfir
það, sem þeim hafði ver-
ið sett fyrir í Biblíusög-
um. Það var kaflinn um
páfann og Lúther, síðast
í bókinni. Þar stendur
til skiptis: Páfinn sagði:
— Lúther sagði: — Þeim
stúlkunum þótti fremur
vont að muna hvað það
var, sem þeir sögðu,
þessir heiðursmenn. En
það hafði nú kennarinn
sagt þeim að gera, og
í næsta tíma átti að
hlýða þeim yfir þennan
kafla.
Þær báðu nú Árnýju
að lesa þetta einu sinni
upphátt fyrir sig. Árný
var til í það. Hún þreif
Biblíusögurnar sínar og
fann blaðsíðuna.'Þvínæst
steig hún upp á bekkinn
og settist á heitan mið-
stöðvarofninn undir
glugganum. Svo byrjaði
hún að lesa:
„Páfinn sagði: — Æ,
mér er svo voða heitt á
rassinum!"
Það varð ekki meira úr
lestrinum í það skiptið,
en stelpurnar ætluðu að
ÆTTJARÐARLJÓÐ
Framhald af 1. síðu
þátttökuna, og vill jafn-
framt nota tækifærið að
hvetja ykkur, kæru les-
endur til að lesa, læra
og syngja sem flest af
fögru ljóðunum um land-
ið okkar og þjúðina.
rifna af hlátri.
Rétt á eftir var kall-
að á þær inn í skóla-
stofu. Kennarinn fór að
hlýða yfir. Þegar kom að
Árnýju, fóru stelpurnar
að verða hálf skrítnar á
svipinn. Árný kunni vel,
eins og vant var. Þegar
hún var búin að segja frá
því, sem í bókinni stóð,
spurði kennarinn:
„Var það ekki eitthvað
meira, sem páfinn sagði?“
Þá sprakk blaðran hjá
stelpunum. þær hlógu svo
dátt, að strákarnir voru
alveg hissa og vissu ekk-
ert hvaðan á sig stóð
veðrið. Þeir höfðu ekkert
heyrt um það, er gerðist í
stúlknaherberginu í frí-
mínútunum. En þegar
þeim var sagt frá því,
gátu þeir ekki annað en
farið að skellihlæja líka.
Það var svo spreng-
hlægilegt að páfinn liefði
látjð sér annað eins um
munn fara.
Litla
taskan
Saga eftir Björn H.
Árnason, 9 ára,
Reykjavík.
Einu sinni var taska.
Hún var blá á lit-
inn. Hún var líka stór.
Hún var frammi á gangi.
Hún sat uppi á hillu.
Einu sinni kom lítil
stúlka og tók töskuna,
fór með hana út og setti
hana á stýrið á hjólinu
sínu. Hún hjólaði með
hana út í mjólkurbúð,
keypti brauð og lét það
í töskuna sína. Svo fór
hún heim með töskuna
og lét mömmu sína fá
hana og lét hún töskuna
upp á hilluna aftur.
— Alltaf verð ég að
bera brauð og annað,
hugsaði litla taskan. Svo
hvíldi hún sig mikið. Og
þá er sagan búin um
litlu töskuna.
Ó. komdu heim í dalinn
/
Ljóð eftir Sigurjón Guðjónsson. Lag
eftir Sigvalda S. Kaldalóns.
Ó, komdu heim í dalinn minn, því Iangt á
vorið líður,
og léttar sumarvættir kalla mig til sín,
og Iiiminninn er fagur, bjartur, blár og víður,
og blærinn er svo mildur og ilmsætt loftsins
vín.
Komdu Iieim í dalinn miim, því Iangt á
vorið Iíður,
og léttar sumarvættir kalla mig til sín.
10) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 15. desember 1955
Bilahappdrœtti ÞjócSviljans
DREGIÐ
nm Ivo bíla
23. desember
Drœtti ekki fresfaS
Allir sem eiga óuppgert við happdrœttið eru
JbjLÍnir að gera skil fyrir 23. desember n.k.
i
ÞJOÐVILJINN