Nýi tíminn


Nýi tíminn - 15.12.1955, Síða 11

Nýi tíminn - 15.12.1955, Síða 11
Fimmtudagur 15. desember 1955 — NÝI TÍMINN — (11 Um 160 stuðningsmenn og vinir Máls og menn- ingar í Reykjavík og Hafnarfirði stofnuðu árið 1953 hlutfélagið Vegamót með einnar milljón króna framlagi í þeim tilgangi að tryggja Máli og menningu bókabúðarstæði og framtíðarheimili við aðal- götu í höfuðstaðnum og festu sama ár kaup á húseign- inni Laugavegi 18 og Vegamótastíg 3 og 5. Sameiginlegt markmið V'egamóta og Máls og fhenn- ingar er að reisa þar nýja byggingu, Vegamót og hafa fullgert bygginguna á tuttugu ára afmæli félagsins 1957. á tuttugu ára afmœli félags ins 1957 Byggingin verður rúmlega 300 fermetrar, 4—5 hæðir og kjallari, og kostar ekki undir 4 milljónum króna og ekki minna en 1800 þúsund krónur að koma henni undir þak, en það er sú upphæð sem þyrfti að vera til taks um leið og byggingarframkvæmdir hefjast, og nokkurn hluta hennar munu hluthafar Vegamóta leggja fram í lánum. Mál og menning stendur í ómetanlegri þakkarskuld við stofnendur Vegamóta. Margir þeirra hafa lagt fram háar upphæðir, og enginn lægri hlut en 1000 kr. En stjórn Máls og menningar er ljóst að félagið á þús- undir annarra vina í landinu sem munu glaðir vilja leggja eitthvað af mörkum til að sjá starfsheimili Máls og menningar rísa á tuttugu ára afmæli félagsins. Fyrir því liefur stjórn og félagsráð Máls og menning- ar samþykkt að beina þeim tilmælum til stuðnings- manna sinna hvar sem eru á landinu, að þeir styrki húsbyggingu Máls og menningar með árlegu frámlagi, minnst 100 kr. hver, árin 1955—1957, eða með 300 kr. samtals á þrem árum, og er þetta 100 kr. skírteini gef- ið út í því skyni. Ætlunin er þó ekki að menn leggi þetta fram að öllu leyti sem gjöf, heldur skal af félagsins hálfu koma gjöf á móti árið 1957, á tuttugu ára afmæli félagsins. En svo ber til að það sama ár á Jónas Hallgrímsson 150 ára afmæli. Gegn framvísun á þrem skírteinum samskonar og þessu eða kvittun fyrir greiðslu á 300 krónum í bygg- ingarsjóð Máls og menningar, afhendir Mál og menn- ing á árinu 1957 eitt eintak af útgáfu á skáldskap Jónasar Hallgrímssonar, helgaðri 150 ára afmæli skálds- ins, búinni til prentunar af Halldóri Kiljan Laxness og með forspjalli eftir hann, áritað af stjórn Máls og menningar. Verður útgáfan gerð handa þeim sem styrkja með áðurnefndu framlagi húsbyggingu Máls og menningar og Vegamóta. Hjálpið til að reisa Vegamót. Eignizt afmælisútgáfu Kiljans á skáldverkum Jónasar Hallgrímssonar! STJÓRN MÁLS OG MENNINGAR HATtÐABOTGAFA A SKALDSKAP nmssonar onasar á 150 áia almæli skáldsins 1957 MEÐ TOBSPJALLI EFTIB Halldór Kiljan Laxness og undir umsjá hans REISTD STARFSHEIMILI MÁLS OG MENNINGAR VEGAMÓT LAUCAVECl 1S Á TUTTDGB ÁRA AFMÆLI FÉLAGSINS 1951 Skírteini ofgreidd í BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR Skólavörðustíg 21 og hjá umboðsmönnum félagsins um allt land, MSuau th. MAI.S OC MENNINCAM hlan

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.