Nýi tíminn - 07.06.1956, Side 4
4) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagnr 7. júni 1956
I 'tm
Vopnafjarðarkauptún — sem í daglegu tali Vopnfirðinga heitir Tangi, stytt úr Kol-
beinstangi — er viökunnanlegt porp; og par er fögur útsýn til hafs og fjaila.
Teigi í Vopnafirði.
Það er laugardagur 12. maí.
JSg er að stinga tað út úr
„yzta húsinu“. Allsstaðar sést
í gráan himininn upp um göt
á þakinu, og úr næsta húsi
er stafninn hrapaður að hálfu.
Þessi hús hafa staðið hér á
Þvottalækjarbakkanum lítið
breytt það sem af er þessari
öld. Hér bar Sigurður jarð-
fræðingur tað til dyra hjá
Þórarni búfræðingi föður sín-
•um og horfði á jarðlög fjárhús-
krónna klofna í þunnar skán-
ar þegar hann kastaði hnaus-
unum til dyra. Hér bárum við
bræðurnir tað til dyra hjá
föður okkar. Þorsteinn orti þá
vísur og stundum kom ég með
eina hendingu eða svo, en syst-
urnar klufu taðið frammi á
hólnum. Mér þykir vænt um
þessi hús. Lítill músarungi
kemur fram í garðann, ég næ
honum og set hann í fötu til
þess að Þorsteinn Valdimar 2ja
ára sonur geti skoðað hann.
Drengurinn er mjög hrifinn, en
leggur að lokum fötuna. á hlið-
ina og músin fer. Þá fer ég að
kveða fyrir hann þulur og
kvæði, en hann sér um að
kveða öll endaorðin. „Gekk ég
upp á („hóli“ segir drengur)
horfði ofan í (dali), sá ég hvar
hún (langhala) lék sér við
'(sauði) — —.
Kom ég þar að (kveldi) sem
kerling réð fyrir (eldi), hún
var að (pyngja), hugði mig að
<„tinga“).
Bráðum skilur ekkert barn
'á íslandi að kerlingin var að
íáta slátur í keppi.
■i Ég er bara . hálfnaður úr
ánnarri krónni þegar Sólveig
mín’ kallar á okkur í matinn.
Það eru ódrjúgar stundirnar
meðan þarf að gefa öllum bú-
smala kvölds og morgna. „Við
skulum koma heim til mömmu“
segi ég. „Heim í Teig, bita ó“,
segir sveinninn. Hann fær sér
venjulega dúr eftir hádegið.
Rétt á * eftir kemur Davíð
Vigfússon vélstjóri við frysti-
húsið á Vopnafirði og ritari
verkamannafélagsins. Hann er
■að gjöra mér þann greiða að
spjalla við mig fyrir Þjóð-
viljann, þar sem ég á illa
heimangengt. Hann hefur feng-
ið sér lánaðan bíl. Mamma
hans sendir okkur nýspyrtan
þorsk sem yngsti sonur henn-
ar Haukur hefur aflað, og sæt-
»ir er sonaraflinn segir mál-
//
En f|arri ö((u ftessu
sifja á röbstólum
fínir metm ...
//
Gunnar Valdimarsson bóndi í Teigi í Vopnafirði rœðir
við Davíð Vigfússon, einn af frambjóöendum Alpýðu-
bandalagsins í Norður-Múlasýslu
tækið. Ögmundur á Þorbrands-
stöðum kemur rétt í þessu og
ég get sent móður hans soðn-
ingu í sunnudagsmatinn. Svona
alþýðubandalag er hér, en það
þurfa einhverjir að koma hing-
Davíð Vigfússon.
að að skýra fyrir okkur hitt
Alþýðubandalagið. Fólk hér
þorir að hlusta á aðkomumenn
en þorir ekki að lesa sum blöð.
Davíð borðar með okkur fá-
brotinn laugardagsmat og svo
spyr ég:
— Hvað er að frétta af ,afla-
brögðum Vopnaíjarðarbáta á
þessu vori?
— Þau eru með lahgbezta
móti miðað við undanfarin ár,
en þó má telja að hafi verið
aflabrestur á línu, en dálítill
handfærafiskur við Langanes,
en það er langt á miðin fyr-
ir smáa báta.
Það hafa tveir bátar róið frá
Vopnafirði síðan snemma í
apríl. Annar báturinn, Helga,
8 tonn að stærð fékk 103 skip-
pund í aprílmánuði, en síðan
snemma í maí hafa verið stöð-
ugar ógæftir. Hinn báturinn,
Friðrik, 10 tonn að stærð, byrj-
aði nokkru seinna og hefur
hann fengið rúm 80 skippund.
Afli þessara báta hefur verið
hraðfrystur í frystihúsi K.V.V.
og auk þessa hefur bátur frá
Neskaupstað lagt upp hand-
færafisk öðru hvoru.
— Hefur þetta ekki skapað
mikla atvinnu fyrir fólk?
— Atvinna hefur af þessum
sökum byrjað óvenju snemma
hér á Vopnafirði, því segja má
að dauður tími hafi verið hér
í plássinu fram til mánaða-
móta maí—júní ár hvert. Allir,
sem komast að heiman, fara
líka suður á vertíð eftir ára-
mót og kómá heim um miðján
maí til að búa sig undir . hina
stopulu súmarvertíð.
— Hvað hálda sjómenn um
sumarvertíðina?'
— Þeir telja að þar sem
línuveiðar byrja svo snemma
séu betri horfur með afla á
sumarvertíðinni en verið hef-
ur lengi. —
— Er ekki útlit fyrir að
fleiri bátar stundi veiðar frá
Vopnafirði í sumar?
— I sumar munu nokkrir
opnir bátar bætast við, en
flestir sjómenn eru ókomnir af
vetrarvertíð og óvíst hve mik-
il smábátaútgerð verður.
— Nokkrar sérstakar fram-
kvæmdir?
— Vonir standa til að hafizt
verði handa með vatnsveitu
til kauptúnsins. Er vonandi að
það komist sem fyrst í fram-
kvæmd þar sem algjört neyð-
arástand hefur ríkt í vatnsmál-
um kauptúnsins lengi. \
Þá standa vonir til að eitt- .
hvað verði unnið í félagsheim-
ilinu, en' segj.a má að vinna
hafi legið þar niðri að mestu
síðan húsið varð fokhelt fyrir
tveimur árum; hefur það ver-
ið til mikils óhagræðis fyrir
félags- og skemmtanalíf ' stað-
arins. , .
;7 f l •» •• | • : ; « \ , •? v . >, •
Þá er í uppsiglingu bygging
tveggjá verzlunarhúsa, hjá .
Gunnari Jónssyni kaupmanni
og Kaupfélagi Vopnfirðinga.
— Er ekki yerkafólk óánægt.
með að þurfa að. stunda at-
vinnu fjarri heimilum sínum
drjúgan hluta ársins? Og hvað
gæti bætt það óheilbrigða á-
stand?
— Vist er um það að allir
kjósa að hafa atvinnu sína
hér heima, ekki sízt fjölskyldu-
menn, sem oft verða að fara
frá konum og ungum börnum.
Til stórra úrbóta væri ef hing-
að fengist fiskur til vinnslu
allt árið og kæmi þá togara-
fiskur helzt til greina, a. m. k.
yfir vetrartímann, ein fleiri
og stærri bátar á sumrin.
— Þú hefur tekið þátt í
samningum um kaup og kjör
fyrir félag þitt við fulltrúa
Framsóknar, fyrirgefðu þó að
ég segi þér smásögu, áður en
ég spyr næstu spurningar;
gamall vinnufélagi, ísleifur
Arason jámsmiður, sagði mér
hana: í einu hinu harða verk-
falli sem háð v.ar snemma á
stríðsárunum átti ísleifur sæti
í samninganefnd félags síns,
enda ritari þess um skeið. Full-
trúi atvinnurekenda var hinn
sérstaki persónugervingur alls
afturhalds og .auðvalds, Egg-
ert Claessen. Þegar samninga-
riefnd járniðnáðarmanna hafði
lagt fram kröfúr sínar brást
hann reiður við og mælti: „Það
er helzt að segja að verka-
menn hafi ekki nægilega góð
laun, ég veit dæmi til þess að
verkamenn hér hafi keypt
djúpa stóla.“
Finnst þér nú ekki eitthvað
svipað kristallast í afstöðu
Framsóknar til hinnar vinn-
.andi alþýðu, sem ber hina
viðamiklu þjóðfélagsbyggingu
uppi?
— „Ég get ékki herm* eftir
þeim svoria rimmæli", segir
Davíð hlæjandi, „en þeiliafa
verið sammála íhaldinu í því
að enginn atvinnurekstur geti
borið sig með þessu háa kaup-
gjaldi eins og þeir kalla laun
verkamanna".
— Viltu nokkuð segja um
kosningarnar?
— Ég vil engu spá um þáð,
vegna klofningsframböðanna,
hvort æskileg samstáða , næst
meðal alþýðu í ’ alþirigiskosn-
ingunum, en í haust t'ara. frans
aðrar. kosningar. og í. þeim .hef •
,ég góða von um '■ ,f... . }
Davíð kveður og stígur uþn .,'
í bílinn. Eftir góða'n hálftíma
verður hann kominn á vakt í
ærandi hávaða frystiyélanna, ;
það er eins og margir hnífaf.
séu á lofti hjá aðalflökurUnum, ;
Ferdinand og Einari Jóns,
kvenfólk í hvítum' sloppum frá
fermingaraldri til sjötugs roð- f
flettir, vigtar og pakkar.
Gunnlaugur Sigurjóns (verk- .
stjóri fylgist með vinriunni, t
nærgætinn við fólkið og hár- ;
viss í sínu starfi. Soltnir iriáv- t
,ar fljúga gargandi yfir fiæðar-
málinu. .
Ég rölti niður að húsunum i
til að stinga út taðið og leiði ;
sveininn. Kviðþungar ærnar •
rása um móana kringum tún-
ið, þær fyrstu eiga von á sér
á hvítasunnunni. Snáðinn
skríður upp í garðann og segir: :
„Lambakóngur kom í nótt“, og
það þýðir að ég á að fára með r
Sauðburðarþuluna eftir önnnu
hans. Það er nýfallin mjöll
niður í miðjar hlíðar og élja-
drög öðru hvoru. Spóinn vellur
graut þegar snöggvast rofar
fyrir sól, lóur, þúfutittlingar
og máríuerlur taka undir með ,
dýrlegum söng og hrossagauk-
urinn klýfur loftið skáhalltnið-
ur á við. Taðhnausarnir klofna
í margar þunnar skánar þegar
ég hendi þeim út og upp gýs
sterk lykt, sem er ilmandi,
þegar hugsað er um gagnið. En
fjarri öllu þessu sitja á rök-
stólum fínir menn, sem löngu
eru slitnir úr samhengi við
þetta iðandi líf, og þeir semja
um á hvern hátt þrengja megi
ennþá meir kosti hins stríðandi
lýðs.
Það líður óðum að jóns-
messu.
Firðlngar vilja fá sð
og haia samviimu við 2 aðía feæi á Aöst-
nílandi um kaup og reksfur þess t@ga.fa
Bæjarstjórn Seyöisfjaröar hefur nýlega samþykkfc að
kaupa nýjan togara til atvinnuaukningár í bærium ög vill
hafa samvinnu viS tvo aöra bæi á Austuiiandi um kaup
togarans.
Um þetta sendi fréttaritari
Nýja tímans á Seyðisfirði eft-
irfarandi:
Á fundi bæjarstjórnar Seyð-
isf jarðar 3. apríl sl. voru kosn-
ir 4 menn, úr öllum stjóramála-
flokkum, í nefnd til þess að
vinna að framgangi þess að
keyptur yrði annar togari til
bæjarins. Fyrir bæjarstjómar-
fundi 30. maí lá greinargerð
frá nefndinni, ásamt svohljóð-
andi tillögu:
„Bæjarstjórn Seyðisfjarð-
ar ákveður að hefjast nú
lianda um útvegun á nýju
botnvörpuskipl til bæjarins,
með því tvöfalda markmiði
að auka atvinnurekstar í
bænum og til þess að tryggja
hinu nýja ftskiðjuveri bæj-
arins nægiiegt hráefni til
vinnslu. Væntir bæjarstjórn-
in þess að bæjarfélagið mjóti
í þessu nauðsynjamáli fyrir»
greiðslu ríldsstjórnar og Al-
þingis með . sama hætti og
önnur þau byggðarlög sem
ráðizt hafa I, eða eru í þann
veginn að ráðast í stópa-
kaup til eflingar atvinnu.
Bæjarstjórn lýsir yfir þvf
að hún er reiðubúin til þes%
Framhald á 9. síðu