Nýi tíminn


Nýi tíminn - 07.06.1956, Side 10

Nýi tíminn - 07.06.1956, Side 10
Á sjómannadaginn 1956 íslands Hrafnistumenn Á morgun, fyrsta sunnurlag í júní, er sjó- mannadagurinn. Hann hefur verið haldinn há- tíðlegur í 18 ár. Engin stétt þjóðfélagsins legg- ur meira í sölurnar fyi'ir lífsafkomu sína og jafn- framt lífsafkomu þjóðar- innar en sjómennirnir. Þeirri stétt er ekkert of gott af því sem þjóðfé- lagið veitir þegnunum til hagsbóta og öryggis. En því er verr, að sjó- maðurinn ber oft skarð- an hlut frá borði. Við vitum, að fjölmargir les- endur Óskastundarinnar eiga vini sína og nán- ustu skyldmenni á sjón- um. Við vitum, að þeir hugsa jafnan til vinarins á hafinu og biðja þess heitt, að hann komi heill til hafnar úr baráttunni, stritinu og lsrekraunun- um. Við þökkum sjó- mönnunum hið mikla starf þeirra fyrir þjóð- félagið, og ámum þeim og vandamönnum þeirra velfarnaðar í hvívetna. Hér eru tvö erindi úr ljóði Arnar Arnarsonar: fslands Hrafnistumenn, sem er helgað sjómönn- unum og sungið með lagi Emils Thoroddsen. íslands Hrafnistumenn lifðu tímamót tvenn, þó að töf yrði á fram- sóíuuii'leið. Eftir súðbyrðings för kom hinn seglprúði knör, eftir seglskipið vélknúin skeið. En þótt tækjum sé breytt, þá er eðlið samt eitt eins og ætlunarverkið, er sjómannsins beið. Hvort sem fleytan er smá eða seglprúð að sjá íþróttafregnir Oft er beðið um í- þróttafregnir. Skal nú um sinn reynt að sinna þeim beiðnum. Aðalhátíð íþróttamanna um alla jörðina eru ÓJympíuleik- arnir, en þeir verða næst haldnir i Ástralíu í nóv. í haust. Þá er sól og sumar hjá þeim þar suð- urfrá, þó að hér næði hann á norðan með frosti og fjúki. En nú stendur yfir hávetur hjá þeim. (íslendingar hafa hug á að senda einhverja íþróttagarpa á hátíðina, þó ekkert sé afráðið um það enn. Einna fremstur íþróttamanna, hinna yngri, er nú Valbjörn Þorláksson, stangar- stökkvari. Hann hefur stokkið hæst 4,25 ’ m, gerði það í vor. Aðeins einn íslendingur hefur stokkið hærra á stöng Það er methafinn Torfi Brvngeirsson með 4,35 m. — En er ekki Valbjörn liklegur til að jafna met- ið? og livort súðin er tré eða stál, hvort sem knýr hana ár eða reiði og rár eða rammaukin vél yfir ál — hvert eitt fljótandi skip ber þó fannannsins svip. Ilann er ferjunnar andi og liafskipsins sál. Dýragarðurinn Framhald af 1. síðu. reyni alltaf að gefa þeim þær ásamt ýmsu öðru. En spínat er of seigt fyr- ir lrtlu mýsnar, sem borða bara brauð og kökumola. Einn morgun- inn gleymdi ég að gefa þeim. Um hádegið voru þær næstum dauðar úr hungri. Og þegar ég horfði á þessar litlu, vesalings mýs fann ég að tárin streymdu niður vanga rnína. Þegar eldri skólasystkini mín komu, hélt ég að þau myndu ávíta mig, en það gerðu þau ekki. Þeim tókst að opna munnana á litlu músunum og gefa þeim einni og einni í einu. Síðan fóru þau að áthuga hin dýrin og skildu mig eftir hjá litlu greyjunum. Eftir dálitla stund lifn- uðu litlu mýsnar við og urðu skemmtilegar og fjörugar eins og áður. En hvað ég dáðist að eldri skólasystkinum mínura, sem eru svo sniðug! Ég ætla að læra að umgang- ast dýrin á réttan hátt. Mér þykir svo vænt um litla dýragarðinn. Ég ætla ad læra að verða góður dýragarðsvörður. Komdu inn - eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Komdu inn í kofann minn, er kvölda og skyggja fer. Þig skal aldrei iðra þess að eyða nótt hjá mér. Við ævintýraeldana er ýinislegt að sjá, og glaður skal ég gefa þér allt gullið, sem ég á, tíu dúka tyrkneska og töfraspegla þrja, níu skip frá Norvegi og naut frá Spaníá, austurlenzkan aldingarð og íslenzkt höfuðból, átta gráa gæðinga og gylitan burðarstól, fjaðraveifu fannlivíta og franskan silkikjól, eyrnahringi, ennisspöng og alabastursskrín, hundrað föt úr fílabeini full með þrúguvín og lampa þann, sem logaði og lýsti Aladdín, kóraninn í hvítu bandi og kvæðin eftir Poe, myndastyttu meitlaða af Michelangelo, alla fugla fljúgandi og fiska alla í sjó rúnakefli, reykelsi og ríki mitt og lönd, indversk blóm, egypzk smyrsl, ítölsk perlubönd og roðakross úr rauðavið, sem rak á Gaímarsströnd. Komdu inn í fcofann minn, Framhald á 4. síðu Botnamii ’hans Halla Við tökum nú fram bréf, sem dagsett er í Reykjavík 10. desember 1955. Undir því stendur: Latur að lesa. Halli 9 ára. — Þetta bréf hefur því miður legið óafgreitt í nálega V2 ár. En segja má að seint komi sumir, en komi þó, og svo er um Halla. Nú leiðum við snáðann fram í dags- Ijósið, Hann skrifar bara ljómandi vel, en hvort það er satt, að hann sé latur að lesa, erum við ekki dómbærir um. En Framhald á 4. síðu. Nýtízkudama,. X I síðasta blaði var tízkudama úr Reykjavík. Hér kemur önnur úr höf- uðstaðnum. Það er ung- frú Gína Hoppan, sem við minntumst á hér á dögunum. Kristín Halla, 12 ára, sendir okkur þessa teikningu, og einn- ig aðra til, sem við geymum. Sú er teiknuð öll frá hvirfli til ilja. 10) — NÝI TlMINN — Fimmtudagur 7. júní 1956 Níu alda afmæli biskupsdéms á Islandi minnst í Skálholti 2. júli Skálholtshátíöin, — sem i mælishátíö biskupsdæmis á sunnudaginn 1. júlí n.k., sv hér í Reykjavík 2. júlí. Undirbúningsnefnd Skálholts- hátíðarinnar, en formaður henn- ar er sr. Sveinn Víkingur, skýrði blaðamönnum nýlega frá fyrir- hugaðri hátíð og fyrirkomulagi hennar. Kirkjustjórn landsins hefur boðið til hátiðarinnar allmörg- um gestum og ber fyrst að nefna höfuðbiskupa Norðurlandanna allra og prófast Færeyinga, svo og kirkjumálaráðherra Norð- urlanda, fulltrúa frá báðum íslenzku kirkjufélögunum vest- anhafs, fulltrúa frá Lútherska heimssambandinu og fulltrúa frá Alkirkjuráðinu, en íslenzka kirkjan er aðili að þessum síð- astnefndu samtökum báðum. Auk þessa hefur verið boðið um 360 Islendingum og allmörgum erlendum mönnum svo alls gætu boðsgestir orðið um 400 talsins-. (Gestum verður að sjálfsögðu séð fyrir ókeypis fari á hátíðina og dvöl þar). Ekki er enn vitað hvort allir erlendu gestirnir geta komið á hátíðina. 340 manna kór Fjölmargir kirkjukórar hafa verið æfðir saman t einn kór og verður hann 340 manns, eða ú er jafnframt níu alda af- íslandi — verður í Skálholti 3 og framhald hátíöarinnar stærsti blandaði kór sem hér hefur Verið æfður. Dr. Páll ís- ólfsson stjórnar kórnrm. Þá verður einnig 30 manna hljóm- sveit er dr. Páll stjórnar. Altari úr Brynjólfskirkjunni Byggingar standa nú yfir heima á staðnum og var því horfið að því ráði að hafa há- tíðina í brekku syðst á Skál- holtstúninu. Verður þar upp- hækkaðúr yfirbyggður hátíða- pallur. Verður prédikað þar úr stóli Brynjólfskirkjunnar og not- að altarið úr henni, en þessir hlutir hafa varðveitzt. Á hátiða- pallinum er erlendum gestum ætlaður staður, svo og ísl. prest- um, er þangað munu fjölmenna hempuklæddir. Fjölmennis vænzt Gert er ráð fyrir að fjölmenni verði á hátíðinni, þvi þetta er ekki hátíð Sunnlendinga fyrst og fremst heldur kirkjuhátíð alls landsins, þar sem Skálholtsbisk- up var biskup yfir öllu íslandi þegar biskupsstóll var stofnaður 1056. Til að forðast umferðar- öngþveiti mun verða einstefnu- akstur frá Selfossi til Skálholts um morguninn og í gagnstæða átt um kvöldið. Bílastæði verða fyrir 1300—1400 bila á þrem stöðum á Skálholtstúni, enn- fremur hefur verið tryggt bíla- stæði í Laugarási ef með þarf. Veitingar verða seldar í Skál- holti og ennfremur í barnaheim- ili Rauða krossins og er senni- legt að bíll verði í förum milli þessara staða. Hátíðamerki Sérstakt hátíðamerki hefur verið gert. Er það með mynd af kirkju Brynjólfs biskups. Verður það selt í bókaverzlun- um bæjarins og kostar 20 kr. Gefinn verður út pési með stuttu yfirliti yfir sögu Skálholtsstóls, svo og hátíðadagskránni o. fl. Að hátíðinni lokinni er ætlunin að gefa út stærra rit þar sem m. a. verði kantötuljóðið, leik- þátturinn, myndir frá hátíðinni o. fl. Dagskrá hátíðarinnar Sunnudagur 1. júní. f Skál- holti: Kl. 11.00: Klukkum hringt. Prestar ganga í skrúðfylkingu til hátíðapallsins. Biskupar í farar- broddi. Kl. 11.05: Hátíðaguðs- þjónusta. Biskup íslands prédik- ar. Vígslubiskupar aðstoða við guðsþjónustuna. Kirkjukórar úr prófastumdæmum landsins ann- ast sönginn. Kl. 12.00: Biskup ís- lands leggur hornstein hinnar nýju kirkju í Skálholti. Kl. 12.30: Gestir snæða hádegisverð í húsakynnum Rauða kross ísl. Kl. 14.00: Forseti íslands flytur ávarp og setur hátíðina. Þjóð- söngurinn leikinn. Kl. 14.20: Há- tíðakantata flutt. 100 manna kór undir stjórn Páis ísólfssonar. Kl. 15.15: Hátíðarræða (dr.. Magnús Jónsson). Kl. 15.45: Er- lendir fulltrúar flytja ávörp. Kl. 18.00: Leikþáttur, leikstjóri Lár- us Pálsson. Kl. 18.30: Kirkjukór- ar syngja. Kl. 19.00: Kirkjumála- ráðherra flytur lokaávarp. Mánudagur 2. júlí. í Reykjavík. Kl. 11.00: Hátiðaguðsþjónusta í Dómkirkjunni. Dómprófastur Jón Auðuns prédikai'. Kl. 14.00 Sam- koma í hátíðasal Háskólans, Rektor flytur ávarp. Ræða. Söng- ur. Kl. 16.00: Opnun kirkjusýn- ingar i Þjóðminjasafninu. Þjóð- minjavörður flytur ræðu. Menntamálaráðherra opnar sýn- inguna. Kl. 19.30: Veizla kirkju- málaráðherra á Hótel Borg. Kaupið Nýja tímann Fhigfélag Islands flutti um 12 þis. farþega á fyrstu 4 mánuðum ársins Flugvélar Flugfélags íslands fluttu 11.811 farþega fjóra fyrstu mánuöi þessa árs, og er þaö um 46% aukning sé geröur samanburður á sama tímabili 1954. Hliðstæðar tölur frá því í fyrra gefa hins vegar ekki rétta hugmynd um aukningu sökum hins langa verkfalls. Á innan- landsflugleiðum voru fluttir 9.987 farþegar og 1824 milli landa. Vöruflutningar innan- lands námu 311.265 kg. (73% aukning) og póstflutningar 60.384 kg. (15% aukning). Miklar annir hafa verið hjá Flugfélagi Islands að undan- förnu, bæði í innanlands- og millilandaflugi. Hafa verið fluttir að jafnaði um 160 far-1 þegar á dag það sem af er þessum mánuði á innanlands- flugleiðum, og miliilandaflug- vélar félagsins eru oftast þétt skipaðar. Fyrirsjáanlegt er, að mikið verði um Grænlandsflutninga í sumar. Er ráðgert, að farnar verði um 8 ferðir með danska verkamenn frá Kaupmannahöfn til Thule-flugvallarins í Norð- ur-Grænlandi. Ennfremur eru fyrirhugaðar leiguferðir til Meistaravíkur í sambandi við I blývinnsluna, sem þar er hafin.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.