Nýi tíminn


Nýi tíminn - 07.06.1956, Qupperneq 12

Nýi tíminn - 07.06.1956, Qupperneq 12
Þing Alþý&usambands Nor&urlands Skorcsr á dþýðu að fylkja sér einhuga um Alþ ýðubandalagið NÝI TÍMINN Pimmtudagur 7. júní 1956 — 10. árgangur — 20. tölubalð Lýsir fyllsta samþykki og trausti á stjórn ASf fvrir að sameina alþýðuna á stjórnmálasviðinu Akureyri. Prá fréttaritara. Fimmta þing Alþýóusambands Norðurlands var haldið á Akureyri um síð’ustu helgi og sátu það 27 fulltrúar frá íélögunum á Noröurlandi. Þingiö samþykkti einróma áskorun til alls verkafólks aö fylkja sér maöur við mann um Alþýðubandalagið í næstu alþingiskosningum. Aukin völd stjórna sovétlýðveldanna Ákveðiö hefur veriö aö draga úr valdi sovétstjórnarmn- ar í Moskva en auka að sama skapi völd stjóma hinna einstöku sovétlýövelda. Þingið hófst á laugardaginn. Forseti var kosinn Gunnar Jó- hannsson form. Þróttar á Siglu- firði og varaforseti Elísabet Ei- ríksdóttir form. Einingar á Ak- ureyri. Þingið gerði mjög ýtar- legar ályktanir í atvinnu, efna- hags og dýrtíðarmálum, kaup- gjaldsmáium og landhelgismál- inu. Allar samþykktir þingsins voru gerðar einróma. Þingið samþykkti einróma eft- irfarandi ályktun: „Fimmta þing Alþýðusam- bands Norðurlands lýsir fyllsta samþykki sínu við þær aðgerðir stjórnar Alþýðusambands Is- lands, sem miðað hafa að því að hrinda í framkvæmd stefnu- málum alþýðusamtakanna í at- vinnumálum og öðrum þjóð- mólum, eins og þau voru mörk- uð í samþykktum Alþýðusam- bandsþmgs 1954. Þingið telur að rétt hafi verið á málum haldið og í fullu sam- ræmi við hagsmuni alþýðustétt- anna er sambandsstjóm beitti sér fyrir samstarfi vinstri flokk- anna um ríkisstjórn, sem mynd- uð yrði til að framkvæma stefnumál Alþýðusambands ís- lands. Þá lýsti þingið yfir þeirri skoðun sinni að ákvörðun full- skipaðrar sambandsstjórnar í f tilkynningu sovétstjórnar- innar segir, að lögð verði niður alríkisráðuneyti þau sem fjalla-5 hafa um dómsmál, vegamál og samgöngur á fljótum og skipa- skurðum. Verða mál þessi hér eftir algerlega á valdi tilutað eigandi ráðuneyta sovétlýðveld- anna. Stjórnir lýðveldanna munu einnig taka við yfirstjó.-n ýmissa fyrirtækja, sem hingað til hafa lotið alrikisráðuneytum. Á það fyrst og fremst við um matvælaverksmiðjur og ýmsan neyziuvöruiðnað. Með ákvörðun þessari ér framfylgt samþykkt 20. þings Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna um aukin völd stjórna einstakra sovétlýðvelda. Segir sovétstjórnin, að stjómir lýð- veldanna hafi nú yfir að ráða þjálfuðum mannafla sem geri þeim fæi’t að auka. valdsvið sitt Búizt við að fellt verði gengi sterlingspundsins Bandarískur stórnjósnari strýkur með leyniskjöl Hefur fleit ofan af njósnakerfi í Austur- Þýzkalandi Grotewohl, forsætisráðherra Austur-Þýzkalands, skýrði írá því á þingi nýlega að fyrir skömmu heföi háttsettur starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar strokið til Austur-Þýzkalands meö mikiö af leyniskjölum frá hús- bændum sínum. Tryggvi Helgason 5. júní marz, s.l., um að beita sér fyr- ir kosningasamtökum vinstri manna og verkalýðssinna hafi verið rökrétt og nauðsynleg. er sýnt var orðið að vinstri stjórn yrði ekki mynduð með þeim meirihluta sem fyrir hendi var á Alþingi. Þingið harmar það, að ekki liefur náðsl samvinna vinstri flokkanna á víðtækum gruntl- velli um samvinnu í alþingis- kosningunum, en telur þó að Framhald á 11. síðu Fullyrt að brezka stjórnin muni gera það ef kauphækkanir verða knúðar fram Brezka stjórnin er sögð hafa ákveöiö að fella gengi ster- lingspundsins, ef verkalýösfélögin knýja fram þær kaup- hækkanir, sem þau hafa krafizt eöa munu krefjast á næstunni. Macmillan, fjármálaráðherra Bretlands, hefur lýst því yfir hvað eftir annað undanfarið, síðast í fyrradag, að algert efnahagshrun myndi vofa yfir brezku þjóðinni, ef kaup yrði almennt hækkað. Við svipaðan tón hefur kveðið hjá samtökum iðjurekenda og vinnuveitenda. Gengið lækkað Fullyrt er að brezká stjórnin telji óhjákvæmilegt að lækþa Framhald á 11. síðu ' Samvinna Kommúnistall. Sovétríkjanna * og Sósíaidemókrataflokks Frakklands Árangur franskrar flokksheimsóknar fil Sovéfrlkjanna Undanfarnar vikur hefur sendinefnd frá Sósíal- demókrataflokki Frakklands dvalið í Sovétríkjunum í boði kommúnistaflokksins þar. Var nýlega skýrt frá því að í viðræðum í Moskva hefði verið ákveðið að koma á samstarfi milli flokkanna. Grotewohl sagði, að upplýs- ingarnar í hinum bandarísku Jeyniskjölum hefðu orðið til þess áð tekizt hefði að fletta ofan af víðtæku kerfi njósnara og skemmdarverkamanna, sem unnið hefðu eftir fyrirskipunum frá bandarísku leyniþjónustunni. Hefðu yfir 140 menn þegar ver- ið handteknir og þó myndu ekki öll kurl komin tii grafar. Forsætisráðherrann kvaðst vilja geta þessa sem dæmis um, að ekki veitti af að vera vel á verði gagnvart undirróðri er- lendra aðila. Þó hefði ríkis- stjórnin talið sér fært að náða nokkur þús. fanga, sem dæmdir hafa verið fyrir minniháttar af- brot. Grotewohl gerði i-íkisstjórn Vestur-Þýzkalands tilboð um sameiginlegar ráðstafanir til að draga úr viðsjám milli lands- hlutanna. Lagði hann til að rík- isstjórnirnar semdu um að taka hvorug upp herskyldu og gerðu samning um takmörkun herliðs. Einnig bæri þeim að beita sér fyrir alþjóðasamningi um tak- mörkun vopnabúnaðar í Þýzka- landi og nágrannaríkjum þess, meðal annars algeru banni við k jarnorkuvopnurn þar. Formaður nefndarinnar sem stjóni Sósíaldemókrataflokks Frakklands sendi til Sovétríkj- anna er þingmaðurinn og flokks- stjórnarmaðurinn André Philip. Þetta er i fyrsta skipti á síðari árum sem fiokksleg samskipti eiga sér stað milli franskra sósí- aldemókrata og kommúnista í >. • i - Sovétríkjunum. Samvinna í.. friðarmálunum í Moskva áttu fmhsku- sósíal- demókratarnir viðræður við fuli- trúa framkvæmdastjórnar Komniúnistaflokks Sovétríkj- anna og menn úr forsætisnefnd miðstjórnar flokksins. I tilkynningu um þessar við- ræður segir, að báðir aðilar hafi orðið sammála um að flokkun- um beri að ráðgast um, hvernig samskiptum þeirra verði bezt hagað framvegis með það fyrir augum að þeir geti skipzt á skoðunum um mál sem mikla þýðingu haía bæði fyrir Frakk- land og Sovétríkin, og þá eink- um varðveizlu friðar í heimin- um og ráðstaíanir tii að eyða viðsjám milli ríkja. Forðast illiiidi Fulltrúar beggja íiokkanna lögðu áherzlu á, hversu mikíð væri komið undir hlutlægni í málflutningi og að forðast órétt- mætar ádeilur, sem yrðu þránd- ur i götu viðleitninnar tii að koma á gagnkvæmum skilningí. Lýst var yfir í tilkynningunni, að viðræðurnar hafi farið fram i vinsamlegu andrúmsiofti og af fyllstu hreinskilni á báða bóga. 50 óbreyttum flokksmömiuni boðið Miðstjórri Kommúnistaflokks Sovétríkjanna kom á framfæri við Philip og féiaga hans boði til Sósíaldemókrataflokks Frakk- lands um að senda 50 óbreytta fiokksmenn úr sem flestum starfsgreinum til Sovétríkjanna í sumar til að eyða þar sumar- ieyfi sínu í félagsskap sovézkra starfsbræðra. Tilgangurinn með Vineent Auriol boðinu er að veita frönskum sósíaldemókrötum tækifæri til að afia sér víðtækra, persónu- legra kynna af lífskjörum al- rnennings í Sovétríkjunum. Fyrr í vor íór sósíaldemókrala- foringinn Vineent Auriol, fyrr- verandi forseti Frakklands, í ferðalag um Sovétríkin ásamt konu sinni í boði sovétstjórnai> innar. Um þessar mundir birt- ast greinar eftir Auriol um ferðalagið í Franee-Soir, út- breiddasta kvöldbiaði Parísar. A þrem áratugum hafa Sovét- ríkin bætt upp það sem hið gamla Rússaveidi dróst aftur úr ó tveim öldum, segir iAuriol, Þau eru óumdeilanlega orðin annað mesta iðnveldi Jieim.s. Aur.iol segir, að honum hafi litizt vel á sig í Sovétríkjunuro. Oft. sé þvi haldið fram um slíka gesti, að þeir fái ekkert að sjá nema það sem þeim sé sýnt. Um sig sé þvi ekki tiJ að dreifa. Hann hafi sjálfur valið það sem hann vildi skoða og komið þang- að án þess að gert væri boð á undan sér. Klæðaburður fólks í Sovét- ríkjunum er tilbreytingarlítili, segir Auriol, Frakki hlýtur að sakna þar lita og skrauts, en fólkið lítur hraustlega út. Göt- urnar í Moskva eru ekki eins bjartar og í París, en meðal veg- farenda ber heldur ekki á oln- bogaskotum og önuglyndi.

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.