Nýi tíminn - 07.06.1956, Page 6
£$) — NÝT TÍMlNN — Pimmtudágúr 7. juiií 1956 -—
NfI TÍMINN
Úteeíandi: Sósíalistallokkurinn. Ritstjóri ob ábyreöarmaóur: Ásmundur
SigurSsson. — Áskrirtarejald kr. 50 á ári. PrentsmiSJa ÞjóSvlljans h.f.
Samseldr um stjórnarskrárbrot
miLRAUN hræðslubanda-
lagsins að fara í kringum
Btjórnarskrá landsins og
hrifsa til sín mun fleiri þing-
sæti en því ber hefur vakið
fordæmingu, Er bröltið með
atkvæðaverzlun Eysteins Jóns
sonar og Gylfa Þ. Gíslasonar
orðið upplýst hneyksli sem lík-
legt er til að verða þeim dýrt
í kosningunum. Blöð íhaádsins
Jialda áfram að skrifa um
þetta í hneykslunartón, enda
f)ótt það væru fulltrúar þess
flokks í landskjörstjórn, sem
heyktust á því að dæma svindl-
ið ólögiegt, þó enginn hafi enn
bent á nokkum lagastaf sem
heimili Alþýðuflokknum að fá
jöfnunarþingsæti út á atkvæði,
sem Framsóknarflokkur „á“
evo tryggilega, að hann getur
afhent þau í skiptum við önn-
ur.
1>EYNSLAN sannar, að eng-
** um þessara þriggja flokka
er treystandi til að hlíta
stjórnarskrá íslands né að
fara eftir grundvallarreglum
lýðræðis og þingræðis. Þignm.
íhaldsins, Framsóknar og Al-
þýðuflokks gerðu um það sam-
særi árið 1941 að víkja stjórn-
arskrá íslands til hliðar, láta
ekki fara fram þingkosningar
enda þótt kjörtímabil þing-
manna væri útrunnið, og
„framlengdu" í algeru trássi
við stjórnarskrá landsins og
lög þingmennskuumboð sitt.
Það komst upn nokkhu seinna,
að samsæri þríflokkanna mið-
aði við valdarán þeirra allt til
stríðsloka, enda þótt atburða-
rásin yrði önnur. Eini þing-
flokkurinn sem mótmælti
þessu gjörræði var Sósíalista-
flokkurinn. Blygðunarlaust at-
hæfi þríflokkanna, íhalds,
Framsóknar og Alþýðuflokks,
sýnir hve langt þessir flokkar
geta gengið til þess að hrifsa
völdin. Enn er þeim flokkum
stjórnað af sömu mönnum
sem ábyrgð bera á valdráninu
1941, og enginn sem fylgzt
hefur með stjórnmálaþróun-
inni nú í hálfan annan ára-
tug mun ætla að þeim hafi
farið fram í virðingu fyrir
stjórnarskrá landsins; lýðræði
og þingræði. Tíu árum síðar
frömdu þessir sömu flokkar
örlagaríkt brot gegn stjórnar-
skrá Iandsins, er þeir gerðu
herstöðvasamninginn vorið
1951, án þess að samþykki Al-
þingis kæmi til. Einn þing-
flokkanna mótmælti: Sósíal-
istaflokkurinn. Hinir flokkarn-
ir þrír, íhaldið, Framsókn og
Alþýðuflokkurinn hikuðu ekki
við að brjóta jafnfreklega gegn
stjórnarskrá landsins.
ÞAÐ er lærdómsríkt nú, þeg-
ar íhaldið þykist tandur-
hreint og stórhneykslað á til-
raunum hræðslubandalagsins
með kosningafalsanir, að
minnast þessara tveggja
atriða, sem sýna og sanna ó-
véfengjanlega, að leiðtogar í-
haldsins hikuðu ekki við að
taka á sig algera samsektará-
byrgð með Framsókn og Ál-
þýðuflokknum á þeim tvenn-
um stjórnarskrárbrotum, sem
nefnd voru.
Ný afturhaldsstjórn ætlunin
■j'LÍÝJASTA áróðurslína Tím-
ans í kosningabaráttunni
er sú kenning, að Alþýðu-
bandalagið muni flýta sér í
stjórn með íhaldinu, þegar að
hosningum loknum.
IISLEGT hefur mönnum
þótt ógáfulegt í Tímanum
undanfarið, en þó mun þessi
éróðurslína einna lengst sótt.
Munu þeir kjósendur vand-
fundnir sem trúa staðhæfing-
mm um væntanlega stjórnar-
samvinnu Alþýðubandalags-
tns og íhaldsins.
- ■fflNSVEGAR er auðskilið
Mi hvers vegna Framsókn er
að reyna þetta. Framsóknar-
flokkurinn hefur fengið á sig
svo magnað óorð allra frjáls-
lyhdra og róttækra mbnna í
landinu fyrir íhaldsþjónustu,
að liann óttast nú fylgishrun
í kosningunum. Þeir sem í Tím-
ann skrifa vita hve langt E.y-
steinn Jónsson hefur gengið
í samstarfinu við Bjarna Bene-
diktsson og Ólaf Thors, að
Jieir hafa gengið svo langt í
samsekt og helmingaskiptum
ósómans, að engum kemur
framar í hug að telja Eystein
vinstri mann. Á flokksþingi
Fralhsóknar í vetur fengu for-
ingjarnir nokkra vitneskju um
hug flokksmanna til íhalds-
þjónustunnar, og var afráðið
að leika enn gömlu kosning;a-
brelluna: Segjast fara úr sam-
vinnunni við íhaldið og leggja
til kosninga sem íhaldsand-
stæðingur — í orði. Samt
heldur samvinnan áfram,
þeir sitja hlið við hlið í ráð-
herrastólunum Eysteinn og
Ólafur, Steingrímur Steinþórs-
son og Bjarni Benediktsson,
Ingólfur Jónsson og Kristinn
Guðmundsson. Og allir lands-
menn vita að það er heitasta
ósk þeirra að framlengja setu
sína þar með myndun nýrrar
afturhaldsstjórnar þegar að
loknum kosningum. Og fjöldi
kjósenda veit einnig að til
þess að aftra myndun nýrnr
afturhaldsstjórnar í sumar
þurfa bæði íhaldið og hræðslu-
bandalagið að fá skell í kosn-
ingunum.
rt
„I skáldskap verður jafnan bert, hvem
rnann skáldið hefur að geyma“
Eins og lesendum Þ.jóð-
viljans er kunnugt sat
Halldór Kiljan Laxness
þing tékkneskra rithiif-
unda er haldið var i
Prag fyrir nokkrum vik-
urn. Undir þinglok flutti
Laxness ávarp það sem
hér fer á eftir:
Kæru tékknesku starfsbræður
og vinir:
Eg vil tjá yður þakkir mín-
ar fyrir að sýna mér þá vin-
semd að bjóða mér að sitja
þetta þing rithöfunda í Tékkó-
slóvakíu. Það er mér mikið
ánægjuefni að hafa fengið
þetta tækifæri til að gista enn
að nýju kæra tékkneska vini
mína, rifja upp forn kynni og
bindast nýjum vináttubönd-
um. Eg vildi einnig héðan af
þinginu mega flytja kveðju
mína tékkneskum almenningi,
sem um langt árabil hefur
tekið bókum mínum af skiln-
ingi og hlýhug.
Hér á þinginu hefur farið
fram fróðleg umræða um
grundvallaratriði; en þar sem
ég er heldur ófróður í bók-
menntakenningum og veitist
lítill tími til að íhuga þær,
enda sjálfur aðeins skáld og
ekkert þar framyfir, bið ég
yður afsökunar að hafa ekki
reynzt þess umkominn að
leggja neinn skerf til um-
ræðunnar. Það er enda full-
vissa min, byggð á nokkurri
reynslu, að ef maður ann ekki
því fólki sem maður stílar
verk sín til, ef manni geðjast
ekki það yrkisefni sem maður
hefur kosið sér, eða sá mál-
staður sem maður telur sér
skylt að styðja — þá bjargi
hvorki bókmenntakenning né
heimspekikerfi, stofnun elleg-
ar flokkur. I skáldskap verð-
ur jafnan bert, hvern mann
skáldið hefur að geyma; að
yrkja er að halda dómsdag
yfir sjálfum sér, eins og Ib-
sen gamli komst að orðij í
verkum manns stendur það
allt saman svart á hvítu: hver
maður er, hverju maður ját-
ast, hvað hann trúir á, á
hverju hann hefur þóknun og
vanþóknun, hverju hann er
unnandi. Látum sérhvern höf-
und halda þennan dómsdag
yfir sjálfum sér.
Eg hefði sem skáld kosið
að kynnast nánar tékknesk-
um bókmenntum, fá af því
gleggri mynd hvernig þér rit-
höfundar tjáið í verkum yðar
hina hámenntuðu þjóð yðar
sem býr liér í hjarta Evrópu.
En fákunnátta min í tékk-
neskri tungu er mér þrándur
í götu. Leyfið mér þó að sæta
hér færi að votta minningu
hins mikla tékkneska höfund-
ar Jaroslavs Haseks þökk
mína og virðingu, meistarans
sem skapað hefur eina af fá-
um persónum er yfir ber í
skáldskap samtímans.
Eg vil ljúka þessum fáu
ávarpsorðum með ósk um að
þessi samkoma tékkneskra rit-
höfunda megi verða til efling-
ar fagurri ljóðagerð, máttug-
um og litríkum sagnskáld-
skap, fjölvísri aðferð í leik-
ritagerð, nútímanum sam-
boðna. Eg vil ekki heldur láta
hjá líða að biðja yður — sem
öðrum — þeirrar blessunar
sem fólgin er í kímni og háði,
og óska þess að höfundur
Sveiks megi eignast verðugan
eftirmann í Tékkóslóvakíu.
Um leið og ég ítreka þakkir
mínar fyrir þann heiður að
hafa verið boðinn til Prag,
bið ég öllum tékkneskum og
slóvöskum starfsbræðrum mín-
um árnaðar í verki sínu. Leyf-
ið mér loks að flytja úr ræðu-
stóli þessa þings kveðju til
gjörvallrar tékknesku þjóðar-
innar, og hamingjuóskir mín-
ar henni til handa við fram-
kvæmd þess ætlunarverks sem
hún hefur sett sér: að grund-
valla sósíalisma í landi sínu.
Gunnar Valdimarsson í Teigi:
Gaddarnir í tunmmni
íslenzkar landbúnaðarafurð-
ir hafa löngum þótt dýrar og
lítt samkeppnisfærar á
heimsmarkaði. Er það í
sjólfu sér lítið undrunarefni,
þegar borinn er saman fóður-
kostnaður á fénaði, sem geng-
ur sjálfala 8-12 mánuði árs-
ins og okkar búsmali, sem
stendur við jötu 5-9 mánuði
á ári. — Öruggt mál er þó, að
þennan mun má gera miklu
minni og jafnvel að engu ef
ræktun og heyöflun kemst í
sæmilegt nútímahorf, en um
það er ekki ætlunin að ræða
í þessu greinarkorni, heldur
var aðeins ætlunin að spyrja
og ef til vill svara að ofur-
litlu leyti: Ilversvegna eru
hinar dýru landbúnaðarvörur
orðnar rándýrar, þegar þær
koma til neytenda?
í kjötleysinu undanfarin
sumur hefur mörg húsmóðir-
in eflaust tautað okkur bænd-
um, þegar hún tæmdi budduna
til þess að greiða bita af ali-
kálfakjöti, sem svo reyndist
kýrkjöt, þegar átti að fara að
tyggja.
Hver á sökina á því að hús-
mæður urðu að greiða 30-60
kr. fyrir'kg. af nautakjöti und-
anfarin kjötleysissumur? Því
er bezt að svara með raun-
hæfu dæmi.
Sumarið 1952 slátraði ég 2ja
vetra uxa í sláturhúsi kaupfé-
lags míns, og fékk ég fyrir
hann 1600 kr. eða 12 kr. fyrir
kg. Þá vissi ég fyrir víst að
nautakjöt var selt í Reykjavík
á a.m.k. 30 og 36 kr. kg., gat þó
verið meira. Fyrir húðina fékk
ég um 80 kr., og var það rétt
mátulegt til að borga slátur-
launin. Skósmiðir hafa sagt
mér að hálf húð af þykku
leðri kosti um 400 kr. eða 800
kr. húðin, en þegar við bænd-
ur sendum húðir í sútun er
vinnslukostnaður um 200 kr. á
húðina. Og nú spyr ég aftur:
Er það mér að kenna þó að
kjöt, sem ég legg inn í þjóðar
búið fyrir 1600 kr. sé selt ein-
stökum húsmæðrum fyrir um
4000 kr. eða öllu heldur sama
magn af lakara kjöti, og er
það mér að kenna þó húð sem
ég fæ 80 kr. fyrir kosti skó-
smiðinn 600-800 kr.?
Allt er dýrt úr ull, segir
fólk, en hvernig stendur á því?
Við bændur fáum 12-14 kr.
fyrir kg., og þegar við sendum
ull í lopa kostar vinnsla 12-15
kr. á kg., þ.e. ull og vinnslu-
kostnaður 24-29 kr., en lopinn
sem þú færð í búðinni kostar
60-85 kr. kílóið.
Eg kvartaði undan því á fundi
kaupfélags míns að það væri
lítið að fá 4 kr. fyrir kg. af
gærum sem settar eru í annan
gæðaflokk, en þangað fara öll
skinn af kindum sem eru í
tveimur reifum, svo og þeim
sem slátrað er í desember og
síðar. Það var tekið illa undir
mál mitt, og varð það til þess
að ég sendi til gamans ull af
einu slíku skinni, sem var þó
óvenju ullarlítið, og fékk jafn-
þyngd ullarinnar í lopa eða
0,9 kg. sem kosta í búð (með-
alverð) kr. 62,10. Eg þurfti að
borga kr. 12,15 fyrir lopann,
og við skulum draga hér frá
þær 12 kr. sem ég hefði fengið
fyrir gæruna. Þá ganga af kr.
37,95, og segið mér nú hvernig
á þeim stendur. Nú sendi ég
skinnið í sútun, en veit ekki
ennþá hvort það verður full-
gild verzlunarvara, en þær
upplýsingar hef ég fengið að
kostnaður við sútun á 1 skinni
sé á milli 20-30 kr. en verð til
bókbindara og söðlasmiða sé
um og yfir 60 kr. skinnið.
Fleiri dæmi hirði ég ekki að
telja upp, en þess vil ég geta
strax að verð til bænda er
nokkuð breytilegt. Þeir bænd-
ur sem búa nærri stærri bæj-
um og höfuðborginni fá oft
betra verð fytir sínar fram-
leiðsluvörur heldur en við sem
búum á hinum afskekktari
landshlutum. Hafa enda verið
nokkur brögð að því að yið
höfum ekki fengið lögskráð
verð fyrir kindakjötsfram-
leiðslu okkar, en því hafa
sumir sláturleyfishafar svar-
Framhald á 9. síðu.