Nýi tíminn - 16.01.1958, Qupperneq 6
6) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 16. janúar 1958
Ntl TlMINN
ÓUefindl: S6sla1iataflokkurinn. Rltstjon 0> aDyreBaimaBur: Asmundur
SigurSsson. — Áskrlftargjald kr. 60 & árl. PienUmlSJa ÞJóSvUJans h.I.
Hræðslubandalag og Alþýðubandalag
Isíðustu Alþingiskosningum
var eining vinstri aflanna
íTijög ofarlega í hugum manna,
Tilraunir þser sem gerðar voru
til algerrar samstöðu mistókust
að visu, en tvær fylkingar
komu fram og börðust um
fylgi íhaldsandstæðinga, ann-
arsvegar Alþýðubandalagið sem
stofnað var að frumkvæði
verklýðshreyfingarinnar á
grundvelli sameiginlegra
stefnumála verklýðsflokkanna,
hins vegar Hræðslubandalagið
sem fyrst og fremst miðaði til-
veru sína við misnotkun á gild-
andi kosningalögum. f kosning-
unum kvað almenningur svo
upp dóm sinn, og hann varð
ótvíræður; Alþýðubandalagið
varð næststærsti flokkur þjóð-
arinnar, en tilraunir Hræðslu-
bandalagsins til þess að
hremma meirihluta á þingi út
á þriðjung kjósenda mistókust
með öllu. Það var augljóst að
alþýða landsins batt vonir sín-
ar um einingu vinstri aflanna
við sigur Alþýðubandalagsins
og vaxandi gengi.
eynslan hefur þá einnig
sannað hvor fylkingin var
Iífvænleg og heilbrigð. Alþýðu-
bandalagið hefur haldið áfram
að eflast og þröast og stendur
enn að framboðum um allt
land í bæjarstjórnarkosningun-
um 26. janúar. Hræðslubanda-
lagið er hins vegar steindautt;
aðeins í elnum kaupstað á
Iandinu, Seyðisfirði, er sam-
eiginlegt fi'amboð Aiþýðuflokks
og Framsóknar en hvergi ann-
arstaðar. Hræðslubandalagið
hefur þannig verið vegið og
léttvægt fundið, bæði af al-
menningi og forustumönnum
Framsóknar og Alþýðuflokks;
undirstaða þess var ekki sam-
eiginlegar hugsiónir heldur að-
eins sameiginleg hagnýting á
veilum í íslenzkum I6gum.
n þótt til Hræðslubaudalags-
ins væri stofnað á annar-
Jegum forsendum af forustu-
mönnunum taldi allur þorri af
fylgismönnum Hræðslubanda-
lagsins að hann væri ,að búa í
haginn fyrir vinstri samvinnu
með stuðningi sínum við það.
Reynslan hefur nú sýnt á ó-
véfengjanlegan hátt að svo var
ekki, og allir vinstri sinnaðir
menn þurf.a því að endurskoða
afstöðu sína og eru að gera
það. Mjög víða hefur nú tek-
izt allsherjar samvinna vinstri
flokkaijna. og það á stöðum þar
sem fvrir hálfu öðru ári var
ekki tekið i mál að vinna með
„kommúnístum“. Einkar glöggt
kemur þróunin í ljós á Norð-
firði. Þar var Alþýðuflokkur-
inn stærsti flokkur bæjarins
fyrir nokkrum árum, nú býður
hann ekki fram sjálfstætt held-
ur er genginn í Alþýðubanda-
lagið. í>að sem úrslitum réði
þar var samvinna hægri klík-
unnar i Reykiavík við íhaldið
í verkalýðshreyfingunni, og sú
stáðreynd mun hafa sín stór-
felldu áhrif alstaðar á land-
inu.
17'ylgismenn Framsóknar og
* Alþýðuflokks þurfa að gera
sér ljóst að hrun Hræðslu-
bandalagsins stóreykur hætt-
una á því að atkvæði eyðilegg-
ist svo hundruðum og þúsund-
um skiptir víða um land, t. d.
hér í Reykjavík. Hér fengu AI-
þýðuflokkurmn og Framsókn-
arflokkurinn sameiginlega rúm
6000 atkvæði, en sú tala nægði
fyrir þremur bæjarfulltrúum.
Kunnugir telja að sú atkvæða-
tala skiptist sem næst til helm-
inga, ca. 3000 atkvæði á hvorn.
Það rnerkir að þegar þeir
bjóða fram hvor í sínu lagi
fá þeir aðeins einn fulltrúa
hvor, og að óbreyttum aðstæð-
um myndu þannig fara í súg-
inn allt að tvö þúsund atkvæði
hjá flokkunum báðum. Það gef-
ur auga leið að vinstri sinnaðir
menn innan þessara flokka
geta ekki brugðizt við þessari
staðreynd á annan hátt en
þann iað kjósa Alþýðubanda-
lagið, efla langsterkasta and-
stöðuflokk ihaldsins í Reykja-'
vík og það eina bandalag sem
reynzt hefur lífvænlegt. Að
öðrum kosti verða atkvæði
þeirra aðeins stuðningur við í-
haldið.
Friðsamleg
stjórnarskipti
Sjálfsfæðisflokknum í Reykja-
vík er hálfórótt vegna þess
hve aðdragandi bæjarstjórnar-
kosninganna nú er hávaðalítill.
Sagt er að foringjunum þyki
allþungt fyrir fæti, og smalarn-
ir rekist á ótrúlega marga fylg-
ismenn Sjálfstæðisflokksins,
sem muni útsvarshneykslið í
sumar, hafi allt á hornum sér
og láti orð liggja að því að
réttast væri að lofa Sjálfstæð-
isflokknum að hvila sig frá
því að stjórna bænum. Leið-
togar Sjálfstæðisflokksins gera
sér ljóst að það þarf enga
hávaðasemi til að setja kross
á réttan stað á Kjörseðil, og
óttast mest af öllu að róleg yf-
irvegun ráði gerðum kjósenda.
að mun þó óvanalegt að í-
haldsblöð í Rej'kjavik láti
sjást að hjartað sé komið eins
neðarlega hálfum mánuði fyr-
ir kosningar og hjá ritstjóra
Vísis í g'ær. Auðfundið er á
Ieiðara blaðsins að einnig hon-
um er órótt ef róleg yfirvegun
og köld einbeittni eiga að vera
eihkenni þessara bæjarstjórn-
arkosninga. Særir hann flokk-
inn að berjast fyrir völdum
Kókakólabjöms og Bjarna Ben.,
Thórsaranna og Gunnars Thor-
oddsen. „Kæruleysi örfárra
kjósenda — kannski aðeins eins
eða t\reggja — getur haft meiri
og afdrifaríkari afleiðingar en
menn gera sér grein fyrir i
fljótu bragði", segir Vísisrit-
stjórinn, og er mun meiri
skjálfti í röddinni en vant er.
Hlntlanst belti og hermál
rædd á Norðurlöndum
Atök um hernaðamtgjöld og kjarnorkuvopn milli
herforingja og ríkisstjóma Noregs og Danmerkur
Staða Noregs og Danmerkur
innan A-bandalagsíns hefur
mjög verið á dagskrá undan-
farnar vikur. Á fundi æðstu
manna bandalagsríkjanna í
París fyrir jólin sýndi sig
að forsætisráðherrar þeirra,
þeir Gerhardsen og Hansen,
voru fremstir í flokki þeirra,
sem höfnuðu fomstu Banda-
ríkjanna; utanríkisstefnu Dull-
esar og hernaðarfyrirætlunum
Eisenhowers. Þeir lýstu yfir,
að Bandaríkjamönnum þýddi
Finn Moe
ekki neitt að leita til þeirra
um stöðvar fyrir kjarnorkueld-
flaugar sínar, Danir og Norð-
menn væru fastráðnir í að
leyfa engar erlendar herstöðv-
ar í löndum sínum á friðar-
tímum. Jafnframt hvöttu þeir
til viðræðna við Sovétríkin um
ráðstafanir til að draga úr við-
sjám í Evrópu og binda endi
á vígbúnaðarkapphlaupið. Ger-
hardsen framdi meira að segja
þá höfuðsynd gegn stefnu Dull-
esar og yfirherstjórnar A-
bandalagsins, að hvetja til ná-
kvæmrar athugunar á til'ögu
Pólverja um að enginn kjarn-
orkuvígbúnaður eígi sér stað á
belti um miðja Evrópu.
i~terhardsen og Hansen hafa
^ fengið margt óblítt orð í
ejrra hjá bandarískum blöðum
og bandariskum stjómmála-
mönnum fyrir afstöðuna á Par-
ísarfundinum. Sumir tala um
sósíaldemókratíska herferð
gegn A-bandalaginu og benda á
að Verkamannaflokkurinn
brezki og þýzkir sósialdemó-
kratar eru andvígir mörgum
höfuðatriðum þeirrar stefnu,
sem Bandaríkjamenn rejma að
þröngva upp á bandalagsríkin.
Aðrir fjargviðrast yfir að hlut-
leysisstefna vaði uppi í A-
bandalaginu. Einn >af þeim
blaðamönnum Bandaríkjanna,
sem margfróðastur er um evr-
ópsk stjómmál, hefur nýlega
látið í ljós álit sitt á afstöðu
Gerhardsens og Hansens á
Parísarfundinum. Hann er C.
L. Sulzberger, sonur útgefanda
New Yoric Times og yfirmaður
fréttaritara blaðsins utan
Bandaríkjanna. Reynir hann að
hughreysta landa sina með því
að ekki þurfi að óttast að Nor-
f---------------------
Erlend
t f ð i ti <3 i
>--------------------✓
egur og Danmörk rjúki úr A-
bandalaginu einhvern næstu
daga, enda þótt forsætisráð-
herrar þeirra hafi hafnað
bandarískum eldflaugastöðvum,
en segir einnig; „Ein kynleg-
asta hhð hins nýja viðhorfs (í
samskiptum Bandarikjanna og
bandamanna þeirra í Evrópu)
er að ríki á meginlandinu virð-
iast í fyrsta skipti geta lejdt sér
einangrunarstefnu, þar sem
hinsvegar jafnvel hinir æstustu
einangrunarsinnar í Banda-
ríkjunum verða nú að viður-
kenna að þéssháttar draumar
hafa ekki við rök að stj’ðjast.
Svo er mál með vexti að með
tilkomu langdrægra eldflauga
verða Bandaríkin og Sovétríkin
tæknilega fær um að skjóta
hvort annað í rúst án þess að
árásimar bitni á svæðunum
sem í milli þeirra liggja. Þess-
ari hugmjmd velta menn nú
mjög fyrir sér á Nortiurlöndum.
Þar hefur hlutleysishefðin ver-
ið sterk kynslóð eftir kynslóð.
Svíar hafa alltaf haldið því
fram að hlutlej’si þeirra væri
rökrétt einmitt af þessari á-
stæðu. Meira að segja áður
en hin fjarstæðukennda öld
eldflauganna rann upp, var
staðhæft í Stokkhólmi að land-
Thorkil Kristensen
ið gæti komizt hjá stríðsógnum,
jafnvel þótt sprenguflugvéla-
flotar stríðsaðila færu grenj-
andi um háloftin j-fir því.
Þetta viðhorf speglast nú í
Noregj og Danmörku" (New
York Times 30. des. 1957).
K
Á Norðurlöndum verður
mönnum einkum tiðrætt
um tillögurnar sem fram hafa
komið um 'nlautlaust belti í
Mið-Evrópu. Einn af forustu-
mönnum Vinstri ílokksins, ann-
ars stærsta flokks Danmerkur,
Thorkii Kristensen fyrrverandi
fjármálaráðherra, ræddi þetta
mál ýtarlega í greln í Kaup-
mannahafnarblaðinu Da.gens
Nyheder á mánudaginn. Hann
segir m. a.: „Líti maður á hug-
myndina um hlautlaust belti
sem samnirigsatriði, verður þvi
ekki neitað, að hún er athug-
unar verð. Við getum ekki —
og alls ekki eins og nú háttar
til — búizt við því að Sovét-
ríkin hörfi úr stöðvum sinum
í Austur-Evrópu án þess að fá
eitthvað í staðinn". Kristensen
er þeirrar skoðunar, að hemað-
iarlega væri hlutlaust svæði
þýðingarmeira en margir vilja
vera láta. Jafnvægið í gereyð-
ingarvopnum hafi aukið þýð-
ingu hefðbundins vopnabúnað-
ar, og ef 1000 kílómetra breitt
hlutlaust belti kæmi til
E. J. C. Quistgárd
sögunnar, væri hættunni á
skyndiárás með slikum
vopnum bægt frá Síðan bend-
ir hann á að mikil breyting
yrði á stöðu Danmerkur, ef
Þýzkaland og Pólland yrðu
hlutlaus. Þá væri úr sögunni
hætta sem Danmörku stafaði a£
sovézkum stöðvum á suður
strönd Eystrasalts. Loks bendir
Kristensen á að Danmörk yrði
mjög einangrað A-bandalags-
land, ef Þj’zkaland færi úr A-
bandalaginu. í Noregi hefur
Finn Moe, formaður utanríkis-
málanefndar Stórþingsins, ítrek-
að tillögu Gerhardsens forsæt-
isráðherra um að Vesturveldin
fallist á að ganga til samninga
um uppástunguna um svæði án
kjarnorkuvopna í Mið- Evrópu.
Einu aðilarnir í Noregi og
Danmörku, sem látið hafa
í Ijós verulega óáqægju með
stefnu rikisstjómanna í her-
málum, eru hershöfðtngjarnir.
E. J. C. Quistgárd aðmíráll,
yfirforingi herafla Danmerkur,
heíur látið þá skoðun í ljós að
Danir eigi að þiggja boð Banda_
rikjamanna um kjamorkuvopn.
Sama sinnis er Bjarne Öen
hershöfðingi, forseti norska her-
ráðsins. í viðtali við hermanna-
blaðið Mannskapsa visa segir
hann: „Við höfum brýna þörf
á þeim aukna mætti sem kjam-
Framhald á 11. síðu.