Nýi tíminn


Nýi tíminn - 12.02.1959, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 12.02.1959, Blaðsíða 2
2) — NÝI TIMINN — Fimmtudag-ur 12. febrúar. 1959 47. {;áttur 7. febrúar 1959. ÍSLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson Orfiibelgur. Hér hefur áður verið minnzt á orðalista ýmsa er þætt- inum hafa borizt frá góð- um mönnum. Allt slíkt er m.iög vel þegið, þó að því fari fiarri að unnt sé að gera því öllu skil. Eg geng nú á seð'asafnið sem ég hef skrifað eftir þessum orðalistum og öðrum heimildum. Fwc;t verður fyrir mér orð- ið ávinnt. í merkingunni „örð- ugt“. Það kemur fyrir í forn- um rtum og einnig í ritum Lærdómslistafé'agsins í lok 18. a’öar. Síðasta dæmið sem ég hef er komið úr fórum Mavnúsar heitins Helgasonar skólastjóra. og hefur hann he''rt orðið á Snæfellsnesi í þessar; sömu merkingu. En í orðab^k Sigfúsar Blöndals er það pöeins i merkingunni „á- gengt“ fað verða eitthvað áger^t'). og væri fróðlegt að frétta. ec einhver lesenda kann- ast við það í hinni merking- un-ri. Þí rr næst orðið básstirður sem merk’r „stirður á básinn sinn. st.irður á básnum sín- nm“. „Þú ert eins og básstirð beija“, tekur Halldór Péturs- son með sem íiæmi um notk- u n orðs;ns, en frá honum hef éar feogið það, og er það not- að um fólk. Ha'ldór tekur fram að það hafi verið notað „um þé sem voru stirðir". Orð;ð hjáni er næst á seðli í rner’-i-rmjnni „banani“. Ekki veit ég hversu útbreitt það er í t’essari merkingu, en ég ve;t. þó nokkur dæmi þess að bað hefor verið notað þanrn’g í barnamáli í Reykiavík. Að sjálfsöErðu hefur hljóðlíking við hið rétta heiti ávaxtarins gefið tbefni t.il þessa uppátæk- is sem auðs.jáanlega er sprott- ið af skopi. Næst gríp ég niður í h-in og leudi á sögninni að hafa, en hún er ein algengust sögn íslenzkrar tungu. Halldór Pét- urssnn sendir mér orðasam- band sem ég þekki ekki: — „Hafn ekki af því, var sagt um böm. merkingin: skil.ia það ekki“. í orðabók Sigfús- ar er dæmi um líka notkun orðsins: „Það var ekki að furða. þó hann færi á haus- inn: hann hefur aldrei haft neitt af því að búa“ feða: „af búiskap"). Þessi merking er úr Austur-Skaftafellssýslu, og eru því heimildirnar af Aust.urlandi, þó vera megi að orðncambnndið komi víðar fyrir í þessari merkingu. Meðal þess sem Maenús He'srason skólastjóri skrifaði fyrir Sigfús Blöndal og komið er í hendur Orðabókar Há- skólans, er lýsing á því begar haueur var reiddur í k;áfum á tún áður en vagnar eða kerrur komu til sögunnar. Magnús lvsir þessu þannig: „Haugburður. — Flutningur mvkiu á tún. Reidd í mvkju- kléfum = leiða haug. Hestar oftast 4 og Ieiddi maður hvern. Einn leiddi í = teymdi hestinn að haugnum og eneri honum svo við að höfuðið horfði frá haugnum. Tveir mokuðu í = mykjunni í kláf- ana, sinn kláfinn hvor. Sá sem leiddi hestinn, teymdi hann þá burt frá haugnum þangað til hann mætti öðrum; þá skiptu þeir hestum; sá sem leiddi í sneri aftur með lausa hestinn til haugsins; hinn leiddi klyfjahestinn út á túnið til móts við þann sem hleypti (úr kláfunum). Sá tevmdi hestinn þangað sem hæfilegt þótti að hleypa lok- unni frá kláfunum og tæma þá. Til þess var oft valin greind vinnukona, er hafði vit á að hafa hlössin hæfilega þétt; kölluð stur.ldum lilassa- drottning. Hún hafði spýtu til að hréinsa ofan af — mykju- kögg’a af re’ðingnum sem skinnbjór — haugskjóða — var höfð yfir til hlifðar. Þeir sem mokuðu í höfðu hjá sér spýtu, haugspýtu, er þeir mörkuðu á skoru við hverja umferð til þess að hafa tölu á hlössunum að loknu verki“. Til skýringar er rétt að geta þess að í þessari lýsingu mun Magnús eiga við það orðafar sem tíðkað;st við þessa vinnu á uppvaxtarárum hans í Birtingaholti í Árnes- sýslu, enda þekktist það flest austan Þjórsár. Hins vegar efa ég ekki að annars staðar j á landinu hafi verið notuð önnur orð, og veit ég ekki j einu sinni hvort al’s staðarj var farið eins að því að bera j haug á tún á hestum. Væri fróð’eikur bæði fyrir mnlfræði og atvinnusögu ef skrifaðar væru lýsingar á einstökum þáttum atvinnulífs og dag- legra starfa í ýmsum héruð- um landsins áður en fullkomn- ari verkfæri eða vélar komu til sögunnar. Orðabók Sigfúsar Blöndals. Allir þeir sem áhuga hafa á íslenzku máli vita um hina stóru orðabók Sigfúsar Blön- dals sem stöðugt er vitnað í. Hún er fyrsta stóra orðabók íslenzks máls sem út hefur komið, en hún V£=' prentuð í Verður því að draga þær frá til að komast nær réttu lagi með orðafjöldann í ailri bók- inni. Við þann útreikning fæst orðafjöldinn upp í um 101 þús., og er það mun lægri ta;a en menn hafa íður kom- izt. að. Próf. Alexander Jó- hannesson áætiar í orðsifja- bók sinni (formnlanum) að í orðabók Sigfúsar séu um 120 þús. orð. Mismunur þessi mun að nokkru ievti stafn af því að ég dró frá það1"rú.m sem fyrirferðarmiklu ofðin taka og reiknaði meðaltálið án bess að telja þau með. t»Auk þess er vel trú;égt að í minni áætl- un geti skakknð iffh allt að 8-10%, þegar úrtakið sem reiknað er eftir, er. svona lít- ið. Við athugun á öðrum 10 dálkum (201.-205. bis. i orða- ! bókinni) telst mér**þó meðal- talið minna eða tíéjp 98 orð á! síðu. Eftir þeirri talningu ætt.i orðafiöldinn jafnvel að komast niðitr í 08" þús. Mér virðist því flest benda t.il þess að í orðabók Sigfúsár sé ekki mikið vfir 100 þús. 'orð því að það er næsta ótrúlegt að með- altal orðaf jö’dans á þessum 20 dálkum sem ég h?f talið í.séj svo niikTu minni en meðaltal allra dálkanna í bókinni, að frádregnum þessum tíunda hluta sem fer undir fyrir- ferðarmestu orðin. Þegar orða- f jöldi er talinn svona í bókum, eru aðeins talin uppflettiorðin; sjálf (ffétletruð oftast., m. a.; hjá Sigfúsi), bæði samset.t og ósamsett, en ekki orðasam- bönd sem sýnd eru við hvert orð Mniktnrfm Reykjavík á árunum 1920- : 1924. Þetta eru 1052 blaðsíð- ur orðasafns, í stóru broti, þéttprentaðar. Þetta er ís- lenzk orðabók með þýðingum á dönsku og einnig á íslenzku við mörg orð. Ekki veit ég hversu mörg íslenzk orð eru í bókinni. Ýmsir hafa revnt að telja þau með því að taka meðaltal nokkurra síðna. Eg gerði að gamni mínu tilraun með meðaltal 10 dálka (5 síðan) og fékk 53 orð t.il jafn- aðar í dálki. Þ.e. 106 á síðu. En hér kemur fle;ra til greina. Nær þrettán tylftir orða eru í bókinni ná yfir hálfa.n dálk eða meira hvert (mér taldist við lauslega yfirferð þessi fyr- irferðarmik'u orð væru alls 154) og vitanlega rugla þau mjög allan meðaltalsreikning. Samtals taldist mér svo til að þau næðu yfir einn tíunda hluta af allri bókinni, eða<^ nánar til tekið 211 dálka. Tilk'ynnin 4/ Nr. 14/195& Innfiutningsskrifstcxfan hefur ákveðið i dag eftir- farandi hámarksverð í heildsölu og smásölu á inn- lendum niðursuðuvörum: Heildsöluv, Smásöluv. Fiskbollur, 1/1 dós kr. 11,40 kr. 14,65 FiskboTur, 1/2 dós — 7,70 — 9,90 Fiskbúðingur, 1/1 dós — 13,30 — 17,10 Fiskbúðingur, 1/2 dós — 8.10 — 10,40 Murta, 1/2 dós — 10,90 — 14,00 Sjólax, 1/4 dós — 8,00 — 10,30 Gaffalbitar, 1/4 dós — 6,4.5 — 8,30 Kryddsíldarflök, 5 lbs — 54,30 — 69,75 Kryddsíldarftök, 1/2 Ibg .... — 13.80 — 17,75 SaltsVdarflök, 5 lbs — 49.85 — 64,05 Sardínur, 1/4 dós — 6,20 — 7,95 Rækjur, 1/4 dós — 8,80’ — 11,30 Rækjur, 1/2 dós — 28,20 — 36,25 Grænar baunir, 1/1 dós .... — 8,80 — 11,30 Grænar baunir, 1/2 — 5,70 — 7,30 Gulrætur og gr. baun. 1/1 dós — 12,00 — 15,40 Gulrætur og gr. baun. 1/2 dós — 7,05 — 9,05 Gulrætur, 1 /1 dóg — 13,25 — 1705 Gulrætur, 1/2 dós ....... — 8,50 — 10,90 Blandað grænmeti, 1/1 dós .. — 12,50 — 16,05 Bi'andað græn.meti, 1/2 dós .. — 7,65 — 9,85 Rauðrófur, 1 /1 dós — 17,55 — 22,55 Rauðrófur, 1 /2 dós — 10,10 — 13,00 Söluskattur og útflutningssjóðsgjald cr innifalið í verðinu. Reykjavík, 5. febrúar 1959. VerMáfssSjórshn. Bidstrup teiknaði.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.